Þjóðviljinn - 18.05.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Page 19
ÍA rfi mannsins hans eru bæði laus við tilfinningar og pólitik. Pau vísa ekki í neitt utan þeirra sjálfra. í mótmæla- skyni við þessa umræðu og fjarl- ægingu Bogna bogans hafa verk Serra á síðustu árum borið heiti á borð við: Öldungaráð Bandaríkj- anna fyrirskipar ritskoðun, Bandaríkjastjórn sviptir lista- menn sjálfsvirðingu, og Styðjið dónalega og siðlausa list. í Þýskalandi var verk hans, Terminal, í Bochum notað í kosningaáróðri kristilegra dem- ókrata gegn stjórn jafnaðar- manna í borginni. Terminal prýddi kosningaauglýsingar flokksins undir yfirskriftinni Þetta gerist aldrei aftur - CDU fyrir Bochum. Rýmisreynsla Eftir að Serra fór að vinna stóru stálverkin á áttunda ára- tugnum þótti honum salir lista- safna og gallería æ meira ófull- nægjandi. Nærvera áhorfandans skiptir verk hans öllu máli. Serra vildi þátttöku fleiri áhorfenda en þeirra sem gera sér ferð á lista- söfn. Löngun hans til að virkja það fólk sem vanalega neytir ekki listaverka gerði það að verkum að hann færði verkin út í um- hverfið. Verk hans krefjast mik- ils af áhorfendum, þeir verða að gefa sér tíma til að ganga um- hverfis verkið og jafnvel inn í það til að njóta þess til fullnustu. Af- staða verks og umhverfis breytist eftir því hvar áhorfandinn stend- ur og hvert hann horfir. Eins og dæmið um Bogna bog- ann sýnir vekur stærð verka hans og staðsetning oft reiði manna. Honum hefur oftlega verið legið á hálsi fyrir að vera sjálfselskur, karlremba og árásargjarn. Þrátt fyrir það er hann tvímælalaust meðal þekktustu og virtustu um- hverfislistamanna heims og allmargar stórborgir státa af verkum hans. Dularfullar súlur Þegar komið er út í Viðey virð- ast stuðlabergssúlurnar náttúr- legar og það hvarflar að áhorf- andanum að þær hafi alltaf staðið þar. Gaman væri að ímynda sér að þegar nafn Serra verður fallið í gleymsku og menn hættir að muna henær eða hvernig súlun- um var komið fyrir gætu myndast svipaðar hugmyndir um Afanga og Stonehenge í S-Englandi. Það sem vakið hefur athygli manna er að uppsetning steinanna í Wilts- hire er lögmálum bundin, á sama hátt og uppsetning súlnanna í Viðey er allt annað en tilviljun háð. Að baki staðsetningu þeirra liggja útreikningar og samvinna- við byggingafræðinga. íslending- ar framtíðarinnar eiga kannski eftir að velta yfir því vöngum af hverju í ósköpunum stuðlabergs- súlum úr Hreppunum var með ærinni fyrirhöfli komið fyrir út í Viðey. En sjón er sögu ríkari og Viðeyjarferjan fer á klukku- stundar fresti alla daga milli kl. 14 og 17 frá Sundahöfn út í eyjuna. BE Heimildir: Rassegna 3614 (Min- imal), Sculpture Jan/Feb 1990 og Serra, The Museum of Modern Art, New York. ‘£-. X ÓLAFUR ________ _ P GÍSLASON___ Slagorö þjóðemishyggjunnar Svavari Gestssyni svarað Þjóðlegi íhaldsflokkurinn er orðin áþreifanleg stærð í íslensk- um stjórnmálum, og félagi Svav- ar Gestsson segist lengi hafa til- heyrt þeim flokki. Skyldi mörgum Alþýðubandalagsmanninum ekki hafa komið þessi yfirlýsing á óvart? í mínum huga fær þjóðleg íhaldsstefna eða þjóðernis- hyggja illa samrýmst sósíalískum hugsjónum, og allra síst hér í Evr- ópu á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar. Svavar segir að grein mín um Þjóðlega íhalds- flokkinn hafi að hluta til verið skætingur, þar sem ég líkti hug- myndum hans við þjóðleg ein- kenni þess sósíalisma sem á- stundaður hefur verið í N-Kóreu, Albaníu, Rúmeníu og Kúbu. Samlíkingin kann að hljóma fár- ánlega en í Ijósi þeirra orða Svav- ars, að þátttaka íslands í efna- hagslegu og pólitísku samstarfi Evrópuþjóða muni leiða til þess „að útlendingar og aðrir menn með íslenskt ríkisfang fengju að skoða okkur eins og dýr í þjóð- görðum vestur í Dölum eða austur í Tungum" átti hún að mínu mati rétt á sér. Því sú öfug- snúna þjóðernishyggja og van- metakennd fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sem fólgin er í þess- um orðum er einfaldlega ekki sæmandi jafn ágætum og dug- miklum stjórnmálamanni og Sva- vari Gestssyni, sem við lesendur Þjóðviljans erum vanir að taka al- varlega. Þjóðerni peninganna Til þess að rökstyöja hug- myndir sínar um þjóðernislegt eðli fjármagnsins segir Svavar að við verðum að spyrja þeirrar spurningar, hvort það „þjóni al- þjóðlegum hagsmunum viðkom- andi fyrirtækja eða fyrst og fremst íslenskum aðstæðum". Ef betur er að gáð, þá hefur þessi spurning litla merkingu: gagnsemi fjármagnsins mælist ekki á þjóðernislegum mæli- kvarða, heldur á þeim mælik- varða hvort það er nýtt til arð- bærrar starfsemi og heillavæn- legrar fyrir umhverfið. Fjármagn sem varið er til óarðbærrar starf- semi kemur þegar til lengdar lætur engum að gagni, hvoru megin landamæranna sem það liggur. En sé það nýtt til arðbærr- ar starfsemi undir því lýðræðis- lega eftirliti sem sósíalistar gera kröfur til, kemur það eigendum jafnt og heildinni til góða, algjör- lega óháð þjóðerni. Það er ein- faldlega ekkert sem segir okkur að „alþjóðlegir hagsmunir fyrir- tækjanna“ og „íslenskir hags- munir“ séu í eðli sínu ósættan- legar andstæður, þótt slíkar and- stæður geti auðvitað komið upp eins og til dæmis í samskiptasögu fslendinga við Alúsviss. Dæmi um hið gagnstæða getum við líka séð í Járnblendifélaginu, sem ég veit ekki til að hafi hlunnfarið ís- lenska aðila með svikum eins og svissneski hringurinn. Svavar segir í framhaldi af þessu að ís- ienskir sósíalistar hafi alltaf talið auðveldara að eiga við innlent auðvald en erlent. Þó svo hafi e.t.v. verið með stóran hluta ís- lenskra sósíalista, þá sannar það ekkert um réttmæti fullyrðingar- innar. íslenskir atvinnuvegir væru óstarfhæfir í dag ef ekki hefði komið til erlend lánafyrir- greiðsla. Mér er ekki kunnugt um að þetta erlenda fjármagn hafi þótt bölvaldur í íslensku þjóðlífi. Hins vegar höfum við reynslu af fákunnáttu og sóun íslenskra at- vinnurekenda á mörgum sviðum, sem hafa yfirleitt getað skellt skuldum sínum fyrirhafnarlaust á sameiginlegan ríkissjóð allra landsmanna. Þjóðernið hefurþar dugað fjármagninu skammt til heillavænlegrar iðju fyrir íslenska launamenn. Merkingarlausar samlíkingar Fleiri slíkra merkingarlausra samlíkinga gætir í svargrein Svav- ars. Eins og til dæmís þessi hér: „Það er auðvelt að sýna fram á að það er unnt að tryggja hér á landi betri lífskjör með því að nýta ís- lenska verkmenningu og sér- stöðu íslands og að breyta hvoru- tveggju í söluvöru en ef við vær- um hluti af EB.“ Hér er ekki um neina tvo andstæða valkosti að ræða: íslensk verkmenning og ís- lensk sérstaða verður ávallt til óháð afstöðunni til Evrópuband- alagsins. Hér er sama rökvillan: fjármagn- ið á sér ekki þjóðlegan mælik- varða. Og að síðustu þetta: Svavar segir að frekar sé unnt að bæta íslenskt þjóðlíf í átt til mannúðar, jafnaðar og lýðræðis undir stjórn íslendinga „en ef landið yrði hluti af evrópsku efnahagssvæði". Á bak við svona fullyrðingu felst sú meining að með aðildinni að evrópsku efnahagssvæði muni íslendingar afsala sér stjórn á eigin málum. Og það er einfald- lega ekki rétt. Hin þjóðlega efnahagsstjórn Ég verð að játa, að kunnátta í hagfræði er ekki mín sterka hlið. Þó finnst mér að nokkrar stað- reyndir um fslenskt efnahagslíf blasi við: íslenska hagkerfið hefur búið við meiri óstöðugleika og verðbólgu en hjá öðrum ríkjum Vestur-Evrópu um áratuga skeið. Frumorsakarinnar er að leita í sveiflum í afla og fiskverði. Þess- um sveiflum hefur framkvæmda- valdið síðan mætt með því að leika á gengisskráningu og vexti og Þjóðlegir kapítalistar á hátíðarstund á mektardögum Hafskips. ís- lenskir skattgreiðendur borguðu reikninginn. Og áfram segir Svavar: „Hvað hefur orðið um jaðarsvæðin í EB? Eða í Noregi? Eða á íslandi? ísland yrði innan evrópska efna- hagssvæðisins vanþróað byggðar- lag með lakari lífskjör en á aðal- svæðunum...“ Hugtakið jaðarsvæði er land- fræðilegt og merking þess breýtist ekki eftir því hvaða af- stöðu við tökum til evrópska efnahagssvæðisins. Ef við lítum hins vegar á hugtakið sem efna- hagslegt, þá er vafamál hvort ís- LaM félli undir það, þar sem þjóðarframleiðsla á mann er svo miklu meiri hér en t.d. á jaðar- svæðunum í S-Evrópu. Efna- hagslegar forsendur þessara jað- arsvæða eru afar ólíkar og því ekki sambærilegar. Svavar full- yrðir einfaldlega að ísland múni irinan sameinaðrar Evrópu verða „"vanþróað jaðarsvæði“. Það lýsir þeirri vantrú og vanmetakennd á íslenskt atvinnulíf, sem oft er samfara þjóðemishyggjunni, þar sem öll röksemdafærsla er snið- gengin. , jOg enn segir Svavar: „Island verður ekki talin hagkvæm rekstrareining á forsendum hins alþjóðlega fjármagns.“ Van- njetakenndin skín hér aftur í |egn: Hvaða rök eru fyrir því að xsland sé frekar hagkvæm rek- strareining á forsendum „þjóð- legs“ fjármagns en alþjóðlegs? skjóta vandanum þannig á undan sér. Þar með hafa sveifluáhrifin verið mögnuð upp í sívaxandi verðbólgu í stað þess að vinna gegn þeim. Það mun sönnu næst að með þátttöku í pólitísku og efnahagslegu samstarfi Evrópu- þjóða mun íslenska framkvæmda- valdið þurfa að afsala sér réttinum eða möguleikanum til þess að leika þessa „þjóðlegu“ efnahags- stjórn sem sett hefur ísland sér á báti í evrópsku efnahagsumhverfi. Skekkjurnar í gengisskráningunni og vöxtunum, sem fært hafa okkur allar þessar dásamlegu offjárfest- ingar, sem kalla stöðugt á ný bjar- gráð og nýtt fals á gengi eða vöx- tum, verða ekki lengur mögu- legar. Eiturlyfjasjúklingurinn neyðist til að fara í meðferð til þess að aðlaga sig nýju félagslegu og efnahagslegu umhverfi. Hvort sem við göngum í EB eða tökum þátt í EES eða ekki mun íslenska hagkerfið þurfa að ganga í gegnum þessa meðferð, því ísland lifir á utanríkisverslun í ríkari mæli en fiestar þjóðir og getur einfaldlega ekki haldið áfram þeim leik eiturl- yfjasjúklingsins sem áður var lýst. Og meðferðin hefur ekkert með sjálfstæði þjóðarinnar að gera eða afsal á því. Hún þýðir bara að við samræmum okkar efnahagslíf því efnahagslega umhverfi sem við erum háð upp á líf og dauða með okkar utanríkisverslun. Það nær auðvitað engri átt, að ábyrgur stjórnmálamaður skuli gefa £ skyn að smáþjóðir innan EB eins og frændur okkar Danir, Hol- lendingar, Belgar, Portúgalir eða írar, séu ófrjálsar þjóðir sem afsal- að hafi sér öllu sjálfstæði til ein- hverrar framandlegrar ófreskju sem situr í þríarma höllinni í Brussel. Hitt er sönnu nær að að- ferðir í hagstjórn og milliríkjavið- skiptum hafa tekið breytingum á undanförnum árum og áratugum, sem eiga sér rætur í breyttum framleiðsluháttum. Á tíma krepp- unnar miklu kom hagfræðingurinn Keynes með þá snilldarlausn á kreppu kapítalismans að beita ríkisafskiptunum til þess að við- halda jafnvægi og jafna út hag- sveiflur. Nú duga þessar aðferðir ekki lengur: í stað þess að leysa vandann innan ramma þjóðríkis- ins er jafnvægi haldið með alþjóð- legu samstarfi, m.a. í vaxta- og gengismálum. Þau ríki sem ætla að einangra sig frá þessari þróun munu ekki bara einangrast og staðna efnahagslega, heldur menningarlega líka. Allar lagas- etningarnar og reglugerðirnar sem koma frá Brussel hafa tvíþættan tilgang: þær greiða fyrir efnahags- legum og menningarlegum sam- skiptum þjóðanna og mynda ram- ma eftirlits með hinu alþjóðlega fjármagni, sem ekki verður lengur mætt með þjóðernishyggju og þvergirðingshætti. Sama gildir reyndar um umhverfisvandann, sem menn gera sér æ betur grein fyrir að er órjúfanlega tengdur allri efnahagslegri starfsemi: hann er alþjóðlegur í eðli sínu, og hon- um verður ekki mætt með þjóð- ernishyggju heldur alþjóðlegri lagasetningu, sem m.a. Efnahags- bandalagið er farvegur fyrir. Raunsæi í stað slagorða Það efast ábyggilega enginn les- enda Þjóðviljans um góðan vilja Svavars Gestssonar til þess að efla og bæta lýðræðið, jöfnuðinn, mannúðina, umhverfið og sjálf- stæðið, eins og hann hefur sagt í greinum sínum hér í blaðinu. En illa rökstudd slagorð um þessar verðugu hugsjónir duga ekki til þess að búa til hugmyndafræði. Það væri þarfara verk að reyna að rýna í þann veruleika sem við blas- ir. Við sósíalistar vitum að mark- aðslögmálin leysa ekki vandamál samfélagsins ein og sér. En það væri óðs manns æði að láta sem þau séu ekki til staðar. Það er hlu- tverk okkar sósíalista að sjá til þess með lýðræðislegu eftirliti sem nær út fyrir ramrna þjóðríkisins, að þessi lögmál verði virkjuð í þágu fólksins og umhverfisins. Það er vandasamt verkefni, og í því eiga íslenskir sósíalistar margt óunnið. Árangur í því starfi mun ekki sjást á meðan kröftunum er snúið gegn evrópskri samvinnu í anda afturhalds og úreltrar þjóð- ernishyggju. -Olafur Gislason Ps. Fyrri greinar þessarar ritdeilu birtust í þrem síðustu helgar- blöðum. Þar sem ég er nú á förum í frí frá blaðinu næstu mánuði er ekki að vænta frekari innleggs í þessa deilu af minni hálfu í bili. Hins vegar væri þátttaka fleiri les- enda í umræðunni áreiðanlega vel þegin. —ólg Föstudagur 18. mai 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.