Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 16
Afengismisnotkun — sjúkdómur eða lærð hegðun? Síöastliöna tvo áratugi hafa átt sér stað þýðingarmiklar breytingar á fræðilegum skilningi á áfengismisnotkun. Gagnrýni hefur komið fram á hinn hefðbundna skilning að áfengismisnotkun sé í eðli sínu sjúk- dómur. Frá félagslegu og mannúðlegu sjónarmiði hafði sjúkdómshug- myndin á sínum tima jákvæð áhrif í þá átt að breyta almennri afstöðu fólks gagnvart áfengisvanda. í stað þess að fordæma og líta á áfeng- ismisnotkun sem „aumingjaskaþ" eða sjálfskaparvíti var það viður- kennt að áfengismisnotendur ættu rétt á aðhlynningu og meðferð. Síðari tíma rannsóknar og athuganir á áhrifum áfengisnotkunar og þróun áfengisvanda hafa leitt til þess að ný viðhorf og skilningur á áfengismisnotkun hafa rutt sér til rúms. Margir vísindamenn á áfengis- sviðinu, svo sem læknar og sálfræðingar, telja að réttara og gagnlegra sé að líta á áfengismisnotkun sem lærða hegðun eða ávana fremur en sjúkdóm. Með því að líta á áfengismisnotkun sem lærða hegðun (ávana) en ekki sem sjúkdóm má þó ekki skilja sem svo að áfengism- isnotendur þurfi ekki á aðstoð eða meðferð að halda. Öllu fremurgefur þetta sjónarmið kost á aö skilja betur tilurð og þróun áfengisvanda og gera meðferð árangursríkari fyrir hvern og einn. í síðasta tölublaði tímaritsins Geðhjálpar skrifar Ævar Árna- son deildarsálfræðingur á deild 16 að Vífilsstöðum grein þar sem hann reifar og þá skoðun að áf- engismisnotkun sé ekki sjúkdóm- ur og mögulegt sé fyrir marga áf- engismisnotendur að þjálfa sig í að ná betri stjórn á neyslu sinni. Ævar hefur, ásamt Auði R. Gunnarsdóttur sálfræðingi, efnt til námskeiðs þar sem markmiðið er að kenna áfengismisnotendum að ná betri stjóm á áfengisneyslu sinni. Þau Auður og Ævar eru í við- tali við Nýtt helgarblað í dag. Ef misnotkun áfengis er ekki sjúkdómur, hvað er hún þá? Ávani, aumingjaskapur, lærð hegðun? Ævar verður fyrstur fyrir svörum: Sjúkdómur í venjulegum skiln- ingi orsakast af einhverri líffræði- legri truflun, ekki satt? En áfengis- og vímuefnaneysla er eitthvað sem maður gerir og ekki er vitað um neinar Iíffræðilegar truflanir eða orsakir fyrir þeirri hegðun. En hitt vitum við að of- neysla áfengis og fíkniefna getur leitt til sjúkdóma. Gjarnan heyrist sagt að áfengismisnotkun sé líkamlegur, andlegur og fé- lagslegur sjúkdómur. Pá er verið að vísa í þær afleiðingar sem mis- notkunin hefur í för með sér þ.e. að afleiðingar staðfesti að um sjúkdóm sé að ræða. Þetta er svipað því að segja að sáirænar og félagslegar afleiðingar einstak- lins sem fær alvarlegan sjúkdóm t.d. eins og krabbamein séu not- aðr til staðfestingar á því að hann hafi krabbamein. Það að gera ráð fyrir því að áfengismisnotkun sé eitthvað sem einstaklingurinn hafi fremur en eitthvað sem hann gerir felur í sér að eitthvað sé að inní einstakl- ingnum. Á þennan hátt er áfeng- ■ ismisnotkun útskýrð sem líkam- leg eða andleg truflun sem kallað er áfengissýki (alkóhólismi). Hér er um að ræða skýringu sem fer í hring og skýrir akkúrat ekkert: Hvernig vitum vjð að einhver þjáist af áfengissýki? Jú, það er þegar hann drekkur sér til skaða. En hver er orsökin fyrir þessari skaðlegu drykkju? Orsökin er áf- engissýki. Hvað er áfengissýki? Það er að drekka sér til skaða...!!! Þessi röksemdarfærsla sem sjúkdómshugmyndin hvflir á er eins óvísindaleg og hægt er að hugsa sér og færir okkur engan skilning á eðli áfengismisnotkun- ar. Það er einkum á sviði atferliss- álfræði, heldur Ævar áfram, sem þekking og skilningur á misnotk- un hefur vaxið á síðari árum. Kenningar um það hvernig hegð- un lærist hafa gefið okkur nýjan skilning á því hvernig fíknihegð- un verður til og er viðhaldið. Fíknihegðun er þá talin felast í námi á óheppilegu atferlismun- stri, Þ.e.a.s. misnotkun er í sama flokki og slæmar venjur sem maður tileinkar sér, hvor sem um er að ræða drykkju, reykingar, ofát, spilafíkn eða eiturlyfjan- eyslu. Ekki er um að ræða að hægt sé að fara yfir einhverja ósýnilega markalínu sem skilur á milli stjórnar og stjórnleysi í þessu efni því öll áfengisneysla er alitaf undir stjóm þeirra ferla sem stjórna hegðun almennt. Af kenningunni um áfengiss- ýki hefur verið leidd sú staðhæf- tng að forsendan fyrir árangri í áfengismeðferð sé algert bind- indi, segir Auður. Þannig sé hægt að halda sjúkdómnum í skefjum hugsun áfengismisnotandans og hegðun hans þá sé mögulegt að hafa áhrif á áfengisneyslu hans og drykkjuvenjur. Rannsóknir á ár- angri meðferðar sem beinist að stjórn á neyslu, styðja ennfremur þessa tilgátu og benda til þess að sú trú manna að allir áfengismisn- otendur geti ekki horfið til hófn- eyslu sé á litlum rökum reist. Þannig mætti ætla, miðað við nú- verandi þekkingu, að bindindi sem meðferðarmarkmið ætti frekar að vera undantekning en regla. Sú spurning sem liggur fyrir fræðimönnum á áfengissvið- inu og þeim sem vinna við áfeng- ismál í dag ætti því fyrst og fremst að snúast um það, fyrir hverja og hvenær sé heppilegra að velja stjórn á neyslu .eða bindindi sem markmið í meðferð. Áfengismisnotkun og meðferð -Nú hafa SÁÁ-menn sagt frá því að stundum fái þeir fólk til meðferðar, sem ekki eigi erindi þangað, fólk sem sé ekki alkóhól- istar. Er það þá ekki sá hópur fólks sem telur sig sjúkt ánþessað vera það, sem nœr stjórn á dryk- kjunni á námskeiðum eins og því sem þið bjóðið upp á? Eins og málum er háttað hjá S.Á.Á þá getur hver og einn sem telur sig eiga við áfengisvanda að stríða að eigin mati fengið með- ferð, segir Ævar, sem getur haft Ævar Árnason og Auður R. Gunnarsdóttir: Áfengismisnotkun er ekki sjúkdómur heldur lærð hegðun sem hægt er að breyta. - Mynd Kristinn. œvilangt bindindi. Hvar er hægt að draga mörkin og hvernig er hœgt að velja inn á slíkt nám- skeið? Mótbárur gegn því að kenna áfengismisnotanda stjórn á neyslu hafa snúist um það, að með því að innleiða slíka með- ferðarnálgun væri verið að gefa öllum áfengismisnotendum færi á eða leyfi til að drekka ómælt þar sem allir „alkóhólistar" notfæri sér hvert tækifæri eða afsökun til ÆvarArnason ogAuður Gunnarsdóttirsálfræðingar: Teljum að áfengismisnotkun sé ekki sjúkdómur. Hafa efnt tiinámskeiðs fyrir áfengismisnotendur sem vilja ná sjálfsstjórn á nýánþess að fara í ævilangt bindindi en ekki lækna hann. Stjórn á áf- engisneyslu sem meðferðarmar- kmið hefur því aðeins verið rétt- lætanlegt í fáum undnatekning- artilfellum. f samræmi við núver- andi þekkingu okkar á áhrifum áfengis og þróun áfengisvanda bendir margt til þess að kenning- in um áfengissýki standi höllum fæti. Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að líffræði- legar erfðir eða líffræðilegar truflanir orsaki það að að sumir einstaklingar bregðist öðruvísi við áfengi en aðrir. Ef að erfðaf- ræðilegar rannsóknir leiða slíkt í ljós, þá er samt sem áður ólíklegt að hægt sé að skýra alla áfengism- isnotkun með þeim hætti. Til staðfestingar á því að um líffræði- legar skýringar sé að ræða er sú staðhæfing að einn lítill skammtur af áfengi (fyrsta glas- ið) setji af stað keðjuverkun sem áfengismisnotandinn upplifir sem óviðráðanlega fíkn í meira áfengi. Rannsóknir í tilraunaað- stæðum á þessari staðhæfingu hafa leitt í ljós að þegar áfengism- isnotanda er gefið áfengi og sagt að hann sé að drekka óáfengan drykk þá hefur þetta keðjuvið- bragð ekki komið fram. Og á hinn bóginn hefur honum verið gefinn óáfengur drykkur og sagt að hann væri að drekka áfengi þá hefur það ýtt undir löngun í meira áfengi. Þetta sýnir okkur, segir Auður, að áfengisneysla ákvarð- ast og stjórnast að miklu leyti af hugrænum þáttum s.s. hugsun og væntingum. Margar athuganir hafa sýnt fram á að hegðun, hugs- un, væntingar og viðbrögð í um- hverfinu hafa áhrif á fíknihegð- unina. Þessar niðurstöður benda til þess að ef við getum haft áhrif á það í för með sér að einstaklingar sem eiga e.t.v. fyrst og fremst við einhver geðræn vandamál að stríða slæðist inn í meðferðina. Hér skortir mikið uppá að greining á vandanum fari fram áður en til innlagningar kemur. Þetta er svipað því að ég færi til dæmis á Handlækningadeild Landspítala og krefðist innlagningar vegna bakverks og fengi þar innlögn án nokkurrar frekari skoðunar. í þeim fræðum sem námskeið okkar byggir á, er lögð mikil áhersla á að greina nákvæmlega áfengisvandann, segir Auður. Þetta leiðir til þess að við höfum möguleika á útiloka þá sem ekki eiga heima í þessari tegund af meðferð. Annað sem má nefna í þessu samhengi er sú gagnrýni sem kemur fram í því að þeir sem geti lært að stjórna áfengisneyslu séu í raun ekki „alkóhólistar" . En samkvæmt þeirri skil- greiningu sem við notum í áfeng- ismeðferð er ekki um að ræða eðlismun á mikilli eða lítilli neyslu heldur stigsmun. Sú vitneskja sem við höfum í dag á möguleikum áfengismisn- otenda til að ná betri stjórn á áf- engisneyslu, segir Ævar, er sú að slíkt meðferðarmarkmið hentar ekki þeim sem eiga við alvarlegt og langvarandi drykkjuvandamál að stríða. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að nákvæm greining á vandanum. -Þið hafið efnt til námskeiðs þar sem markmiðið er að kenna misnotendum áfengis að ná stjórn á drykkjunni. Slíkt hefur ekki ver- ið í boði hérlendis áður. Þið teljið þó að sú leið henti ekki öllum og ákveðinn hópur verði að fara í að fara á fyllerí. Einnig er óttast að óvirkir „alkóhólistar“ gætu freistast til þess að drekka á nýjan leik. Samkvæmt þeim sem hafa fengist við meðferð af þessu tagi er fyrrnefnt andóf mjög svo orð- um aukið og felur í sér vanmat á getu þess sem misnotar áfengi til að meta stöðu sína og möguleika á raunhæfan hátt, segja Auður og Ævar. Það að vera opinn fyrir öðrum möguleika en bindindi sem meðferðarmarkmiði er ekki það sama og segja að annar valk- osturinn sé betri en hinn, heldur að báðir geti verið raunhæfir ög^ mögulegir. Með greiningu á áfengisn- eyslu, andlegu og líkamlegu ásig- komulagi og félagslegri stöðu er hægt að spá fyrir með nokkru ör- yggi hverjum hentar slíkt með- ferðartilboð. Allflest meðferðartilboð áf- engismisnotenda hér á landi mið- ast við einstaklinga sem eiga við verulega stórt áfengisvandamál að stríða, segir Ævar. Áfengisn- eyslan er þá venjulega komin á það stig að afleiðingar hennar hafa þegar haft verulega skaðleg áhrif á líkmalega og andlega heislu viðkomandi. Fjölskyldu og félagstengsl eru rofin og atvinna er illa stunduð eða viðkomandi hefur misst vinnu vegna drykkju- skapar. Það að leggjast inn á sérdeildir eða stofnanir til meðferðar við áf- engisvanda er ógnandi fyrir marga, segir Auður. Fordómar í kringum „alkóhólisma“ og merk- imiðnn sem áfengismisnotandinn fær, þ.e. „alkóhólisti“, leiðir til þess að sá sem misnotar áfengi á erfitt með að sætta sig við að hann sé frábrugðinn öðrum. í reynd þýðir þetta að það tekur oft langan tíma áður en misnotand- inn viðurkennir áfengisvanda sinn. Til verða hópar misnotenda sem fela áfengisvandann í stað þess að takast á við hann. Ein- hverjum innan þessa hóps tekst að breyta drykkjuvenjum sínum af sjálfsdáðun, en hjá öðrum verður þetta sívaxandi vandamál. Áfengismeðferð án innlagnar getur virkað minna ógnandi fyrir þennan hóp heldur en nokkra vikna einangrun á meðferðar- stofnun, segir Ævar. Einnig hlýtur það að vera kostur í áfeng- ismálum að aðstoð berist áður en skaðvænleg áhrif áfengisins verða stærri og afleiðingarn- ar meiri. Það sem við viljum meðal ann- ars gera með því að bjóða upp á námskeið í stjórn á áfengisneyslu er að ná til fólks fyrr, þ.e. áður en vandinn er orðinn mjög mikill, segir Auður. Námskeiðið sem við erum með í gangi núna, segir Ævar, hófst um miðjan aprfl, og er sniðið eftir fyrirmyndum frá Noregi, Dan- mörku og Bandaríkjunum. í þessum löndum er boðið upp á slíka meðferð samhliða meðferð sem hefur ævilangt bindindi að markmiði og þar hefur rutt sér til rúms þessi nýi skilningur að of- drykkja sé ekki sjúkdómur held- ur lærð hegðun sem hægt er að ' aflæra. Á námskeiðum sem þessu er lögð áhersla á að hafa litla hópa (8-10 manns) til að hægt sé að ná til hvers og eins. Þátttakendur koma saman með jöfnu millibili í tólf skipti, tvo klukkutíma í senn. Við höfum það sem viðmið á námskeiðinu, segir Auður, að virða óskir hvers einstaklings um markmið í áfengisneyslu en auðvitað reynum við, sem fag- fólk, að hjálpa hverjum og einum að taka skynsamlega ákvörðun um heppilegt markmið. Á námskeiðinu er meðal ann- ars fræðsla um áhrif áfengisn- eyslu og þróun áfengisvanda. Einnig eru verklegar æfingar sem beinast að því að hjálpa þátttak- endum að gera sér betur grein fyrir drykkjuvenjum sínum og ástæðum og afleiðingum eigin misnotkunar. Ennfremur er fjall- að um mannleg samskipti, við- brögð við streitu og kvíðastjórn þannig að þátttakendur öðlist betri færni í að takast á við dagleg vandamál. Einnig að koma auga á samhengið á milli áfengi- svanda, aðstæðna og lífsstíls. -vd 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.