Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.05.1990, Blaðsíða 18
Terminal eða Endastöð í stáliðjuborginni Bochum í Þýskalandi. Stálplötumar fjórar eru tólf metra háar og nítíu tonn að þyngd. STÁLSMHXJ SERF Listaverkið sem hluti af umhve Einn af gestum Listahátíðar Reykjavíkur nú er listamaðurinn Richard Serra. Eins og lesendum Nýs Helgarblaðs er vonandi í fersku minni var sett upp verk eftir Serra úti í Viðey ekki alls fyrir löngu. Stuðlabergsúlurnar átján sem þar tróna eru gjöf Serra til íslensku þjóðarinnar. En hver er hann þessi Richard Serra? Þegar Listahátíðarnefnd hug- leiddi hverjum skyldi bjóða á há- tíðina í sumar komu eflaust marg- ir til greina, einn af þeim var Ric- hard Serra. Þegar haft var sam- band við umboðsmanns hans var forsvarsmönnum Listahátíðar greint frá því að verk hans kost- uðu ekki minna en þrjátíu milj- ónir. Af einskærri heppni var listamaðurinn áhugasamari um ísland en umboðsmaðurinn og hingað kom hann síðasta sumar og hreifst mjög af náttúru lands- ins eins og títt er um stórborg- aútlendinga. Richard Serra ákvað að gefa þjóðinni verk eftir sig með þeim skilyrðum þó að stofnaður yrði sjóður til handa ungum myndhöggvurum. Það varð því úr að Serra setti upp verk út í Viðey. Stuðlabergs- súlurnar, eða Áfangar eins og verkið heitir, prýða nú, eða lýta eftir smekk, eyjuna fögru. og mótaðist í New York borg á sjöunda áratugnum. Þessir lista- menn reyndu að forðast persónu- lega tjáningu í verkum sínum eða að verkin væru hlaðin tilvísunum og táknum. Þeir leituðust við óhlutstæðni og sem minnsta sköpun af hálfu listamannsins. Serra hefur ætíð látið verkið mót- ast af efninu og aðstæðum verks- ins hverju sinni. Áfangar mótast af landslagi Viðeyjar og umhverfi hennar. Serra fékk snemma á ferli sín- um áhuga á stáli, en fyrstu þekktu verk hans vann hann í blý. Blýið er auðmótanlegt og Serra fór ótroðnar leiðir í meðferð málmsins. Blýverkin voru mótuð á staðnum, og oft var ekki hægt að færa þau úr stað án þess að skemma þau. Þessi hugsun var síðar einnig ríkjandi í umhverfis- stálverkum Serra. Þau voru hugs- uð og unnin fyrir einn sérstakan stað og flutningur þeirri þýddi eyðilegging. Stáliðjur og naumhyggja Richard Serra fæddist í San Fransiskó árið 1939. Faðir hans var frá Spáni en móðir hans var rússneskur Gyðingur. Serra lagði í fyrstu stund á enskar bók- menntir áður en hann snéri sér að listnámi. Á námsárum sínum vann hann fyrir sér í stáliðjuver- um og mætti ímynda sér að það hefði haft áhrif á list hans síðar meir. Eftir að Serra lauk námi hélt hann til Evrópu, ferðaðist um en var síðan eitt ár við nám í Flórens á Ítalíu. Um miðbik sjö- unda áratugsins hætti Serra að mála og sneri sér að „högg- myndalist“. Um þetta leyti kynnist hann listamönnum á borð við Robert Morris, Walter de Maria, Sol T oTI1 A _ .1 ■ — - . LLtuu, \^an /-vnure, Kobert Smithson og Donald Judd, sem var gestur Listahátíðar 1988. All- ir þessir listamenn hafa verið bendlaðir við minimalisma eða naumhyggju. Sú stefna kom upp Bogann burt Umhverfisverkum Serra hefur verið komið fyrir í stórborgum víða um heim. Þau hafa oft á tíð- um vakið upp hörð mótmæli íbúa. Eitt kunnasta dæmið um það eru málaferlin út af Tilted Arc (Boginn bogi) á Federal Plaza í New York. Verkið var sett upp árið 1981 en fjarlægt á ný nokkrum árum seinna. Aðalrök Serra og verj- enda hans voru þau að verkið væri ekki hægt að flytja úr stað og út í náttúruna þar sem stærð þess yrði ekki jafn yfirþyrmandi vegna þess að án torgsins væri verkið ekki til. Boginn var hugsaður fyrir Federal Plaza og þau stór- hýsi sem þar standa en ekki fyrir nokkurt annað torg eða stað. í þeim deilum sem uppsetning verksins olli voru mótrökin með- al annars þau að í skjóli við stál- vegginn þrifust smáglæpir og veg- gjakrotarar. Undanfarin ár hefur borið mikið á árásum öfgasinn- aðra hægrimanna að lista- mönnum, sem ekki falla f kramið hjá þeim. Af þessu hafa sprottið töiuVeröfir umræour um itst Og listaverk. Serra er einn þeirra sem dreginn hefur verið inn í þessar pólitísku deilur um listir. Það er andstætt eðli Serra sem listamanns vegna þess að verk Tilted Arc eöa Bogni boginn á Federal Plaza í New York, sem olli miklum úlfaþyt. Landslagsverk á Ítalíu sem minnir á Áfanga í Viðey. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAP' Föstudagur 18. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.