Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 3
L
Betty Friedan
í Reykjavík
Bandaríski kvenrcttindafröm-
uðurinn Betty Friedan er væntan-
leg í fyrirlestrarferð til íslands
um miðjan júní n.k. i boði Kven-
réttindafélags íslands. Tilefnið er
75 ára afmæli kosningaréttar fs-
lenskra kvenna, en þess verður
minnst með ýmsum hætti.
Betty Friedan heldur fyrirlest-
ur í Háskóla íslands 18. júní, og
hún ávarpar hátíðarsamkomu,
sem K.R.F.Í. efnir til í íslensku
óperunni 19. júní, á hátíðardegi
íslenskra kvenna. Þá gengst
K.R.F.Í. fyrir fundi 21. júní að
Holiday Inn, en þar flytur Betty
Friedan fyrirlestur og svarar
fyrirspumum.
Eftír Betty Friedan liggja þijár
bækur. „The Feminine Mystiq-
ue“ (Þjóðsagan um konuna) kom
út árið 1963, vakti feikna athygli
og hefur löngum verið skoðuð
sem tímamótaverk og einn helsti
hvati að kvennahreyfingu nútím-
ans. Þá kom bókin „It Changed
my Life“ (Þáttaskil) út árið 1976,
og árið 1982 kom út bókin „The
Second Stage“ (Annar þáttur).
Allar hafa bækur þessar hlotíð
mikla útbreiðslu og verið þýddar
á mörg tungumál. Fjórða bók
Betty Friedan „The Fountain of
Age“ er í þann veginn að koma
út.
í för með Betty Friedan til ís-
lands verður hópur níu kvenna,
sem tóku sig saman um að fylgja
henni hingað til lands á eigin
kostnað, einkum tíl að kynna sér
stöðu íslenskra kvenna á sviði
stjómmála og tíl að sjá hvemig
hér er staðið að dagvistar og
skólamálum og fleiri atriðum er
varða fjölskyldu og atvinnulíf.
Konur þessar hafa sumar starf-
að með Betty Friedan um langt
skeið, og meðal þeirra em virtir
fræðimenn og stjómendur á sviði
uppeldismála og heilbrigðismála,
auk blaðakvenna, en aliar hafa
konur þessar látið að sér kveða í
baráttu fyrir jafnréttí og bættum
aðstæðum kvenna og bama vest-
anhafs._________________
Styrktarfélag
vangefinna
Kökubasar
í Kringlunni
Heimilisfólk í sambýlum
Styrktarfélags vangefínna í Víði-
hlíð 5 og 7 verður með kökubasar
í Kringlunni í dag. Basarinn hefst
kl. 10 og stendur þar til verslanir
loka í Kringlunni. Ágóða af
kökubasamum ætlar heimilis-
fólkið að nota til að fjármagna
utanlandsferð.
Kópavogur
Eldri bngarar
til Akraness
Félag eldri borgara í Kópavogi
fer í stutta ferð tíl Akraness
laugardaginn 9. júní. Farið verð-
ur af stað frá Sparisjóði Kópa-
vogs kl. 13. Þátttaka tilkynnist
fyrir miðvikudagskvöld í símum
41564 (Stefán), 41566 (Anna) og
41359 (Sveinn).
Myndlist
69. sýning
Steingríms
Steingrímur St.Th. Sigurðsson Lang stærsti hluti myndanna er
listmálari opnar 69. einkasýningu málaður á þessu ári og allmargar
sýna í Staðarskála í Hrútafirði nú í vor í Húnavatnssýslum. Þetta
laugardaginn 2. júní kl. 17:00. er önnur sýning Steingnms í hér-
Þessi fyrsta myndlistarsýning á aðinu, en hann bjó á Skagaströnd
staðnum er haldin þarna að ósk 1980.
bræðranna Magnúsarog Eiríks
Gíslasona, ítilefniaf þvíaðnúeru Sýningu Steingríms í Staðar-
30ársíðanþeirhófuveitinga- skála lýkur fimmtudaginn 14.
rekstur sinn í Staðarskála. júní kl. 23:30.
Steingrímur Stefán Thomas málar á Skagaströnd vorið 1990.
Viltu geta gripið til sparnaöar með
litlum fyrirvara? Sparileið 1 er mjög
aðgengileg ávöxtunarleið þegar þú
vilt ávaxta sparifé þitt í skamman
tíma, minnst þrjá mánuði. Með því
að velja Sparileið 1 tryggirðu þér
greiðan aðgang að sparifé þínu.
Á Sparileið 1 geturðu náð 3,25%
vöxtum umfram verötryggingu.
Leiðarvísir liggur frammi á öllum
afgreiðslustöðum bankans.
ISLANDSBANKI
4 takt við nýja tíma!
Sparileiðir íslandsbanka - fyrir fólk
sem fer sínar eigin leiðir í spamaði!
Aðgengileg
ávöxtunarleið!
YDDA F26.29 / SÍA