Þjóðviljinn - 01.06.1990, Qupperneq 4
Sýna úrslit sveitarstjórnar-
kosninganna ekki að kjósendur
telja málflutning Kvennalistans
ekki eiga erindi iengur?
Það er ekki hægt að afgreiða
kosningaúrslit með þeim hætti.
En þegar fylgi stjómmálaflokks
fer minnkandi, hlýtur sú sama
hreyfing að spyija sig um ástæð-
umar. Eg held að ástæðumar fyrir
þessu tapi okkar núna séu mjög
margar. I fyrsta lagi var kosninga-
baráttan í Reykjavík veik. Hún
fór allt of seint af stað og okkar
málflutningur komst ekki nógu
vel til skila. Eg held að þessar
hreyfingar í pólitíkinni með sam-
eiginlegum framboðum hafi haft
allnokkur áhrif, og kannski vom
margir óánægðir með að við tók-
um ekki þátt í sameiginlegu ffam-
boði.
Það hafði kannski sitt að segja
að í ffamboði fyrir aðra flokka
voru mjög frambærilegar konur.
Eg tel að í þessum kosningum
hafi okkur ekki tekist að sýna
ffam á þá sérstöðu okkar að horfa
á öll mál frá sjónarhóli kvenna og
leita lausna á þeim út ffá hags-
munum kvenna.
Það má spyija sig hvað fem-
inísk hreyfing eins og Kvennalist-
inn getur átt langa lífdaga. Sagan
sýnir okkur að nýir stjómmála-
flokkar, sem hafa komið fram á
Islandi, hafa lifað þetta í tvö tii
þrjú kjörtímabil. Munurinn á okk-
ur og þessum flokkum er hins
vegar sá að Kvennalistinn hefur
mjög úthugsaða hugmyndafræði.
Við þurfum fyrst og fremst að
svara því hvort okkur hafi ekki
tekist að útfæra þessa hugmynda-
ffæði og að koma henni til skila.
En svo mikið er víst að kvenna-
baráttan á íslandi á langt í land.
Kvennalistinn er heldur ekki á
leið út úr íslenskri pólitík.
Það er líka mjög merkilegt
þegar Kvennalistanum gengur
svona illa, eða ver en áður og þeg-
ar straumurinn er til Sjálfstæðis-
flokksins, þá fækkar konum í
sveitarstjómum. Þetta sýnir okkur
að málstaður okkar á enn fullt er-
indi.
Eru kjósendur ekki að fella
dóm yfír því kjarkleysi
Kvennalistans við að ganga
ekki inn í ríkisstjórn og axla
þannig ábyrgð í landsmálun-
um?
Ég vil ekki taka undir að
Kvennalistinn hafi vikist undan á-
byrgð. En ég held að það sé alveg
ljóst að ákveðin þáttaskil urðu í
okkar sögu þegar núverandi
stjóm var mynduð. Þessi þáttaskil
ráðast af því að við vomm ekki
nógu vel undirbúnar og eins og ég
hef orðað það áður, við féllum á
fjölmiðlaprófinu. Við komum því
ekki til skila hvers vegna við vild-
um ekki taka þátt í ríkisstjóm og
kannski urðu þetta mörgum von-
brigði, vegna þess að þama hefð-
um við hugsanlega haft tækifæri
til að koma ýmsum málum á
framfæri.
Framundan er að láta virki-
lega á það reyna hvort Kvenna-
listinn kemst í ríkisstjóm og
hverju hægt er að ná ffam. Við
emm reiðubúnar.
Var Kvennaiistinn einmitt
ekki í bestri aðstöðu til þess við
myndun þessarar stjórnar,
hvað varðar þingstyrk og hvers
konar stjórn var verið að
mynda?
A þessum tíma var okkur spáð
miklu fylgi en þingmannatalan er
hin sama, sex konur á þingi. Okk-
ar mat á þessum tíma var að þetta
væri ekki nægilegur styrkur til að
hafa veruleg áhrif í ríkisstjóm.
Það má heldur ekki gleyma þvi að
Kvennalistinn, áður Kvennafram-
boðið, kom fram sem mótmæli
við því flokkakerfi sem við búum
við. Við erum komnar fram til að
reyna að breyta þessu kerfi. Þar af
leiðandi erum við ekki tilbúnar að
ganga inn í eitthvert kerfi með
þessum flokkum, nema hafa
tryggingu fyrir því að ná ein-
hveiju ffam. Við göngum ekki í
ríkisstjóm bara til að vera í ríkis-
stjóm eins og sumir aðrir gera.
Konur voru áberandi í efstu
sætum stjórnmálaflokkanna í
Reykjavík, var þá ekki fráleitt
af Kvennalistanum að neita
samstarfí við hina listana?
Þegar samstarfshugmyndimar
vom til umræðu var ekki ljóst
hveijir yrðu í framboði. Það var
ömggt frá upphafi að Framsókn-
arflokkurinn var ekki tilbúinn í
samstarf nema á þeim forsendum
að tryggja sína stöðu á framboðs-
lista. Eg var ein af þeim sem vom
fylgjandi því að fara út í samstarf,
sá það sem eina hugsanlega
möguleikann á að fella meirihlut-
ann í Reykjavík. Mín skoðun var
sú að Kvennalistinn ætti að hafa
fmmkvæðið að þessu samstarfi
og að við ættum að vera mjög
leiðandi í slíku ffá upphafi.
En einmitt þetta sjónarmið
sem ég nefndi áðan, um að við
væmm komnar fram sem mót-
mæli við ríkjandi flokkakerfi,
varð ofan á og meirihluti Kvenna-
listans í Reykjavík treysti hinum
flokkunum ekki til að koma heið-
arlega fram í samstarfi og til að
tryggja hlut kvenna. Þess vegna
varð niðurstaðan að vera ekki
með.
Þar af leiðandi varð þetta
samstarf miklu veikara en stefnt
var að í upphafi. Að loknum
kosningunum vakna líka margar
spumingar, ekki hvað síst í sam-
bandi við þetta samstarf. Nú sjá-
um við í næstu bæjum við
Reykjavík, í Garðabæ og á Sel-
Kristín Ástgeirsdóttir er á beininu
Viö féllum á fjöl-
miðlaprófinu
Kvennalistinn hefur þá sérstööu meðal íslenskra stjórnmála-
flokka aö hafa þaö á stefnuskránni aö leggja sig niöur þegar
meginmarkmiðum hans er náð. Spurningin er hins vegar hvort ör-
lögin grípi ef til vill inn í og Kvennalistinn líöi undir lok áöur en
aöstandendur hans ákveöa þaö. Það var á mörkunum aö Kvenna-
listinn kæmi fulltrúa inn í borgarstjóm. Kristín Ástgeirsdóttir var
talsmaöur þess að Kvennalistinn færi í samflot meö öðrum fyrir
þessar kosningar. Hvernig lítur hún á niðurstöður kosninganna?
Mynd: Kristinn.
tjamamesi, þar sem allir þessir
flokkar stóðu saman, og ég hef
ekki heyrt annað en samstarfið
hafi verið með miklum ágætum,
að þar næst ekki betri árangur en
raun ber vitni. Hvað þýðir þetta?
I ljósi vonbrigðanna er hægt
að túlka þetta þannig að í Reykja-
vik sé fullt af fólki sem er skít-
sama um þessa félagsmálapólitík.
Því er greinilega nákvæmlega
sama hvort til er dagvistarpláss
fyrir bömin í borginni og því er
alveg sama hvað verður um
gamla fólkið. Það er ekki hægt að
túlka þetta öðmvísi en að fólk
sætti sig við þessa lágmarks fé-
lagsmálapólitík sem meirihlutinn
í Reykjavík býður upp á.
Það er líka greinilegt að fólk
vill sjá hinar hreinu línur. Hvað
gerist í kjölfarið? Falla Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokkurinn
í sama farveg eða hvað? Sjálf hef
ég þá trú að það komi til uppgjörs
í Alþýðubandalaginu og annað
hvort verður stofnaður nýr jafn-
aðarmannaflokkur eða Birtingar-
liðið gengur hreinlega yfir í Al-
þýðuflokkinn. Min vamaðarorð í
því sambandi em að menn flýti
sér hægt. Eitt af því sem gerðist í
þessu samstarfi, fyrir þá sem vilja
öflugan jafhaðarmannaflokk, er
að menn flýttu sér of hratt og
ræddu hlutina ekki í botn.
í ljósi niðurstaðnanna get ég
ekki séð að Kvennalistinn hefði
haft neitt upp úr því að vera með í
þessu samstarfi. Við fómm báðar
leiðir, ýmist með sérframboð eða
i samfloti, og þetta kom hvort
tveggja fremur illa út.
Hvernig skýrir þú mismun-
andi afstöðu Kvennalista-
kvenna til sameiginlegra fram-
boða, þar sem þið voruð víða í
samstarfi en höfnuðuð því í
Reykjavík?
Það vom fyrst og fremst að-
stæður á hveijum stað sem réðu
því. A þeim stöðum þar sem sam-
eiginleg framboð vom reynd er
Sjálfstæðisflokkurinn mjög sterk-
ur, eins og á Seltjamamesi og i
Garðabæ. Það sama gildir auðvit-
að um Reykjavík. En Reykjavík
er stærsta kjördæmið og þar er
forystan í stjómmálaflokkunum
og pólitíkin þar er miklu pólitísk-
ari en í bæjunum. Kosningabar-
áttan á Seltjamamesi snerist til
dæmis fyrst og fremst um málefni
bæjarins en ekki um ríkisstjómina
eða sterka einstaklinga. Raunar
fannst mér borgarstjómarkosn-
ingamar ekki snúast um nokkum
skapaðan hlut, alla vega ekki mál-
efni.
Hugmyndafræði Kvenna-
listans hefur gengið út frá sam-
eiginlegum reynsluheimi
kvenna, hvar í stétt sem þær
standa. Er þetta ekki sama hug-
myndafræðin og Sjálfstæðis-
flokkurinn byggir á nema ein-
skorðuð við konur?
Við getum auðvitað tekið
hvaða hópa í samfélaginu sem er
og þeir eiga ýmislegt sameigín-
legt. Við konur eigum það sam-
eiginlegt að vera aldar upp sem
konur með allri þeirri kvenlegu
reynslu sem því fylgir. Það sem
við emm að gera er að reyna að
byggja ákveðna hugmyndafræði á
þessari reynslu.
Það er annars vegar hægt að
skipta samfélaginu eftir stéttum
og hiils vegar eftir kynjum. Konur
tilheyra auðvitað ýmsum stéttum
og búa við mismunandi aðstæður
en við höfum allar ákveðinn sam-
eiginlegan gmnn, þessa félags-
mótun sem við verðum fyrir sem
konur. Það sama gildir að sjálf-
sögðu um karla.
Þeir hafa þó ekki stofnað
sérstakan karlaflokk...
Nei, en þeir hafa líka verið
alls ráðandi í samfélaginu. Við
búum í karlstýrðu samfélagi, þar
sem ákveðinn hópur karla heldur
um stjómvölinn. Þetta er fyrst og
fremst hópur miðaldra og eldri
karla sem halda um valdataumana
og sjá til þess að samfélagið held-
ur áfram með sama hætti og það
hefur gert um aldir.
En er hugmyndafræði
Kvennalistans ekki sú sama og
Sjálfstæðisflokksins, sem ætlar
að sameina allar stéttir?
Það má kannski líkja þessu
saman en niðurstaðan verður ekki
hin sama. Það er einu sinni þannig
að Sjálfstæðisflokkurinn byggir á
frjálshyggju en Kvennalistinn
byggir að hluta til á félagshyggju.
Félagsleg þjónusta og samhjálp er
konum óendanlega mikilvæg.
Það má aldrei gleyma því að við
viljum rétta hlut kvenna í þjóðfé-
laginu. Við höfúm aldrei farið
fram á að verða alls ráðandi.
Stéttaskilgreiningar ganga fyrst
og fremst út frá körlum og eiga
ekki nema að hluta til við um
konur. Stéttarstaða kvenna breyt-
ist til dæmis oft við hjónaskilnað,
en karlamir halda sinni stéttar-
stöðu.
Eru allir stærstu hagsmunir
kvenna kynbundnir?
Kynið skapar okkur ákveðna
stöðu í samfélaginu. Við búum
við mismunandi aðstæður. Við
viljum sameina konur í að bæta
hag kvenna og bama í samfélag-
inu. Okkur finnst að stjómvöld,
sem hafa í yfirgnæfandi meiri-
hluta verið karlmenn, hafi ekki
staðið sig í þessum málum. Það
gildir alveg það sama um okkur
og verkalýðshreyfinguna í upp-
hafi aldarinnar, að við grípum
auðvitað til okkar ráða til að rétta
okkar hlut.
Með því að ganga inn í stofn-
anir karlveldisins, eins og stjóm-
málaflokkana, óttumst við að
þessi mál verði undir. Þess vegna
viljum við eiga okkar eigið bar-
áttutæki. Aðrar konur em á
annarri skoðun og vilja ólíkar bar-
áttuleiðir ef þær vilja þá yfirleitt
breyta einhverju, og þær hafa
fúllan rétt til þess.
Ætlar Kvennalistinn að
breyta áherslum sínum og bar-
áttuleiðum fyrir Alþingiskosn-
ingarnar í Ijósi úrslitanna í
sveitarstjórnarkosningunum?
Svo mikið er víst að við setj-
umst niður og skoðum okkar
stöðu og hvemig við höfum stað-
ið að málum. Eg vil benda á að
þótt við höfúm komið illa út úr
þessum kosningum, höfúm við
alltaf haft mun sterkari stöðu í Al-
þingiskosningum. Okkur gekk
ekkert sérstaklega vel í síðustu
borgarstjómarkosningum, feng-
um 8% eftir að hafa fengið 11% í
kosningunum 1982. I kosningun-
um 1987 unnum við hins vegar
stórsigur í Alþingiskosningum.
En við munum að sjálfsögðu
athuga okkar gang og einmitt í-
huga baráttuaðferðimar.
Aftur á móti er eitt vandamál,
sem er ekki bara okkar vandamál
heldur allra í stjómmálum, að það
hafa orðið miklar breytingar á
íjölmiðlasviðinu. Við upplifðum
það fyrst í kosningunum 1987,
hvað það er orðið miklu dýrara að
fara út í kosningabaráttu, vegna
hinna nýju fjölmiðla. Kjósendur
dreifast miklu víðar á fjölmiðlana
og þar af leiðandi er miklu erfið-
ara að ná til fólks. Árið 1987
bmgðust nokkrir flokkar við með
því að auglýsa í sjónvarpi, sem
setti þá næstum á hausinn. Enda
var gert samkomulag fyrir þessar
kosningar að auglýsa ekki á þenn-
an hátt.
Þetta er spuming um lýðræði,
hvemig það virkar þegar svona
erfitt er að ná til fólks. Ég held að
við höfúm kannski ekki áttað
okkur nógu vel á þessu. Hingað til
höfúm við komist upp með að
heyja kosningabaráttu án þess að
kosta miklu til, vegna þeirrar
miklu athygli sem við höfúm
fengið. Nú erum við þekkt stærð
og þurfúm þess vegna ef til vill að
taka upp aðrar aðferðir.
Kvennalistinn hefur haft
vinsælar konur I forsvari inni á
þingi. Hefur það ekki skaðað
Kvennalistann að skipta þeim
út úr forystusveitinni?
Það er mín skoðun. Aðrar
konur em mér kannski ósammála.
Þetta er eitt af því sem við mun-
um ræða. Tíminn er afstæður og í
rauninni era sex til átta ár alls
ekki langur tími. Páll Pétursson
orðaði þetta þannig við mig um
daginn: Að okkar aðferð væri eins
og að taka bestu mjólkurkýrnar
og slátra þeim til heimabrúks.
Ég held að það sé mikið til í
þessu. Það er hættulegt ef fólk sit-
ur of lengi í áhrifastöðum í þjóð-
félaginu, en það er Iíka hættulegt
fyrir pólitískar hreyfingar að
skipta of ört og meta ekki þá póli-
tísku reynslu sem fólk hefur aflað
sér. Við höfúm verið mjög heppn-
ar með okkar konur og það er
mikill missir að þeim. Það er mín
skoðun að við höfum farið of
hratt i þessum efnum.
-hmp
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990