Þjóðviljinn - 01.06.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Page 5
• • s Verðlagsrád Engin atkvæði gegn hækkunum Verðlagsráð samþykkti hœkkun á bensíni, sementi, gjaldi leigubíla og fargjöldum. Lœkkun á gasolíu og svartolíu. Dagsbrúnarmennvara við afleiðingunum. Þórarinn V. Þórarinsson: Verið aðgera úlfalda úr mýflugu Verðlagsráð ákvað á fundi sln- farmgjöld hækka um 3,5 af um I gær að leyfa 4,4 prósent hundraði. Verðlagsráð hefur ákveðið að leyfa 4,4 prósent hækkun á bensini og við þao fer bensínlítrinn í rúmlega 52 krónur. Mynd Kristinn. erðlagsráð ákvað á fundi sín- um í gær að leyfa 4,4 prósent hækkun á bensíni og þar með hækkar bensínlítrinn úr 49,90 krónum I 52,10 krónur. Jafn- framt voru samþykktar hækkan- ir á sementi, gjaldi leigubfla og far- og farmgjöldum I innan- landsflugi. Enginn þeirra sem sæti eiga I ráðinu greiddu atkvæði gegn hækkunum. Talsmenn Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar hafa hins vegar mótmælt þeim harðlega og varað mjög við afleiðingum þessara hækkana á vöruverð. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segist þó ekki óttast afleiðingar verðhækk- ananna og segir af og frá að með þessum hækkunum sé verið að sprengja „þjóðarsáttina“. „Það er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Við ráðum ekki verð- hækkunum erlendis og það er orðið tímabært að fólk átti sig á því að verðgæslan er nú í höndum þess,“ segir Þórarinn. Að sögn Georgs Ólafssonar er bensínhækkun leyfð vegna hækk- unar á innkaupsverði á erlendum mörkuðum. Sement hækkar um fjögur prósent, en gert var ráð fýrir því í forsendum kjarasamn- inga. Leigubflstjórar fóru fram á að fá að hækka um 7,4 prósent, en verðlagsráð heimilaði 2,8 prósent hækkun. Fargjöld og Tvær síðasttöldu hækkanimar eru skýrðar með kostnaðarhækk- unum. Á fundi verðlagsráðs var einn- ig ákveðið að lækka verð á gasol- íu um 5,4 prósent og á svartolíu um 6,4 prósent. Verð landbúnað- arvara verður áfram óbreytt eins og um var samið í ársbyrjun. Sem fyrr segir vom ekki greidd atkvæði gegn ákvörðunum verð- lagsráðs, en fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar í ráðinu sátu hjá. -88 Sambandið Tímamót í sögu sam- vinnuhreyfingarínnar Róttœkar ályktanir stjórnar samþykktar ein- rómaígœr. Deildum verði breytt í hlutafélög eða þœrseldar. Sambandið hœtti aðfástvið rekstur. Guðjón B. þegir Deildum Sambandsins á að brey ta I hlutafélög eftir starfs- greinum, amk. I helmingseign fyrirtækisins, selja eignir Versl- unardeildar og Jötuns, ef ekki tekst að snúa við taprekstri þeirra, cigið fé Sambandsins á að endurspeglast I efnahagsreikningi kaupfélaganna og breyta skal samþykktum Sambandsins svo það verði samnefnari heildarinn- ár en fáist ekki við rekstur, auk þess sem breyta skal reglum um kjör á aðalfund. Alger samstaða var í gær innan Meirihlutaviðrœður Línur famar að skýrast Félagshyggjufólk og Sjálfstœðisflokkur á Selfossi náðu saman. Kratar og Sjálfstœðisflokkur í Bolungarvík áfram í meirihluta. Kría rœðir við Sjálfstœðisflokkinn á Höfn. Oháðir og kratar tala saman á Siglufirði. Viðreisnarviðrœðum haldið áfram á ísafirði Línur eru víða farnar að skýrast I viðræðum um myndun meirihluta í kaupstöðum. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá mál- efnasamningi félagshyggjufólks og Sjálfstæðisflokks á Selfossi í dag og í Bolungarvík stefnir í áframhaldandi samstarf Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Sam- staða verður þar ein í minnihluta. Sjálfstæðisflokkurinn var ótví- ræður sigurvegari kosninganna á Selfossi. Framsóknarflokkur og K-listinn biðu því eftir frumkvæði Sjálfstæðisflokksins, sem ákvað að ræða við K-listann. Samstarf þeirra virðist hafa smollið saman nánast hindranalaust, en sem fyrr segir verður gengið frá málefna- samningi í dag og frá skiptingu embætta um helgina. Óbreytt í Bolungarvík Að sögn Sigríðar Jensdóttur, oddvita K-listans, er gert ráð fyrir að helstu verkefni verði í skóla- málum og umhverfismálum. Þá vænta Selfyssingar þess að ríkið leggi fram fé til byggingar þjón- ustuíbúða fyrir aldraða. Karl Björnsson verður að öllum lík- indum áfram bæjarstjóri. Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri í Bolungarvík og oddviti Sjálfstæðisflokksins þar sagði í gær að óstaðfestur málefnasamn- ingur lægi fyrir milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, en þessir flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili einnig. Gert er ráð fyrir að Ólafur verði áfram bæjarstjóri, að Sjálfstæðismaður- inn Ágúst Oddsson verði forseti bæjarstjórnar og að Ólafur Þór Benediktsson af A-lista verði for- maður bæjarráðs. Helstu verkefni bæjarstjórnar Bolungarvíkur næstu fjögur árin verða að ljúka við byggingu grunnskóla, bygging þjónustu- íbúða fyrir aldraða og bygging brimvarnargarðs utan við brim- brjót. Krían og Sjálfstæðisflokkur Krían og Sjálfstæðismenn á Höfn hafa átt í viðræðum um myndun meirihluta og að sögn bendir ekkert til annars en að samstarf muni takast. Drög að málefnasamningi liggja fyrir, en búist er við að gengið verði frá samstarfssamningi eftir helgina. Óháðir á Siglufirði hafa hætt viðræðum við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, en hafa þess í stað tekið upp viðræður við Al- þýðuflokkinn. Sjálfstæðisflokk- ur, Framsóknarflokkur og Al- þýðubandalag störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, en nú bauð Alþýðubandalagið ekki fram á Siglufirði. Það lýsti hins vegar yfir stuðningi við óháða. Þeir náðu þremur bæjarfulltrúum og geta því raunverulega myndað meirihluta með hverjum hinna sem er, því hinir hafa tvo fulltrúa hver. Kratar með á Eskifirði Viðræður Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á Akranesi halda áfram, en ekki er búist við að línur þar skýrist fyrr en í lok næstu viku. Miklar líkur eru þó á að samkomulag náist, enda átti Alþýðuflokkurinn mjög náið samstarf við meirihluta Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks á síðasta kjörtímabili. Viðræðum Alþýðubandalags og Framsóknarflokks á Eskifirði er haldið áfram og er jafnvel rætt um aðild Alþýðuflokksins að þeim. Alþýðuflokkurinn var í meirihluta með Sjálfstæðisflokki og óháðum á síðasta kjörtímabili. Þrátt fyrir utanaðkomandi þrýsting verður viðræðum Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á Isafirði haldið áfram enn um sinn, en þar skýrast línur eftir helgina. Á síðasta kjörtímabili var Sjálfstæöisflokkurinn einn í minnihluta. stjórnar Sambandsins um þessar tillögur sem birtast í ályktun til aðalfundar 7. og 8. júní. Stjómin vill ráðast í þessar róttæku breytingar til að treysta starfs- grundvöll fyrirtækisins, en segir að rætur núverandi fjárhags- vanda nái langt aftur í tímann. Þrennt vegur þyngst: Erfiður efnahagur þar sem tekjurýrar eignir standa á móti dýrum lán- um, viðvarandi rekstrar- og upp- byggingarvandi Verslunar- deildarinnar, þunglamalegt stjórnskipulag og mismunandi hagsmunir eigenda. Það sætir miklum tíðindum að þessar hugmyndir skuli nú hafa óskoraðan stuðning allra stjórnarmanna Sambandsins og búast má við uppstokkun fyrir- tækisins, enda segir í fréttatil- kynningu frá Sambandinu í gær að ályktunin sé gerð „...á tíma- mótum í sögu samvinnuhreyfing- arinnar á íslandi.“ Að sögn heimildarmanns Þjóðviljans vakti það athygli að forstjóri Sambandsins, Guðjón B. Ólafs- son, tók ekki til máls á stjórnarf- undinum í gær. ÓHT AB á Eskifirði Framkoman Sl. þriðjudagskvöld var hald- inn félagsfundur I AB á Eskifirði og eftirfarandi ályktun gerð: „Fundur haldinn í Alþýðu- bandalagsfélagi Eskifjarðar 29.5. 1990 samþykkir samhljóða vítur á framkomu formanns Alþýðu- bandalagsins vegna borgarstjóm- arkosninganna í Reykjavík 26.5.1990 og krefst þess að lands- fundur verði haldinn svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en á haustdögum 1990.“ Á fundinum lágu fyrir beiðnir frá Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki um samstarf í bæjar- stjórn, og var bréfi hinna síðar- nefndu einróma hafnað en sam- þykkt að ganga til viðræðna við Framsóknarflokkinn. ÓHT NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.