Þjóðviljinn - 13.07.1990, Page 2
SKAÐi SKRIFAR
Eg berst
gegn
lágkúru
laganna
Mér, Skaða, fmnst fólk eitthvað svo smá-
smugulegt orðið og lítið í sér og hangandi eins
og aumingjar aftan í lögum og reglum eins og
kannski má vænta í þessu ósjálfráða hálfkrata-
samfélagi sem breiðir sig yfir alla manndáð
hér á landi.
En sem betur fer eru ekki allir þessu smán-
armarki brenndir. Enn er til reisn og sjálfstæði
einstaklinga í þessu landi.
Eg man til dæmis, að þegar þessi Haf-
skipsvitleysa öll fór af stað, þá var Gísli út-
gerðarmaður, frændi minn og flokksbróðir,
eitthvað áhyggjufullur yfir því, að nú ætti að
fara að sekta og tukta ffamkvæmdasama unga
menn og duglega í heiminum og hér á landi.
Eg sagði við hann, ég man það svo vel sem
það hefði skeð í gær:
Blessaður vertu ekki að þessu væli frændi.
Dettur þér í hug að þessir framsóknarkratar í
dómskerfinu komist upp með að refsa mönn-
um fyrir fijálsa verslun, lántökur og viðskipti
í landinu? Nei lagsi, það verður ekkert af því.
Þeir verða sýknaðir allir sem einn.
Já en Skaði, sagði Gísli áhyggjufullur, það
er nú heill miljarður gufaður einhvemveginn
upp í loftið bara si sona, það verður einhvem-
veginn að gera grein fyrir honum og svoleiðis.
Til hvers? spurði ég. Heldurðu kannski að
honum hafi verið stolið þessum skitna milj-
arði þínum, sem er ekki nema svona skipti-
mynd í alminnilegu fyrirtæki á heimsmæli-
kvarða. Heldurðu að einhver hafi stungið hon-
um í vasann og keypt fyrir hann golfkúlur úr
gulli eða eitthvað svoleiðis? Oekkí minn
herra. Svona miljarður er ekki annað en á-
hættuþóknun sem þessi þjóð verður að greiða
fyrir að hafa frelsi en ekki einkvum kommún-
isma eins og hjá Ceaucescu eða hvað veit ég.
Ég reyndist sannspár eins og fyrri daginn
og allir blaðalesendur hafa nú frétt. Og eitt-
hvað var ég að hugsa um þetta gamla dæmi nú
um daginn þegar Hróbjartur frændi minn,
Framsóknarlúsablesinn í fjölskyldunni, ætlaði
að fara að stríða mérá einhverju skitnu smygl-
máli í Vestmannaeyjum.
Það var nú bæjarfulltrúinn ykkar Sjálf-
stæðismanna sem var aðaldriffjöður og
dræver í því máli, sagði Hróbjartur. Tólf
hundmð pottar, maður guðs!
Og hvað með það, sagði ég. Öfundarðu
manninn kannski, þú sem aldrei tímir að
kaupa brennivín þótt þig dauðlangi í það?
Nei, Skaði, ég öfunda sko ekki þennan
elsku vin þinn. Og svo var hann bara dreissug-
ur þessi skratti þegar upp komst og sagði:
aldrei skal ég segja af mér í bæjarstjóm!
Að sjáifsögðu, sagði ég. Menn segja ekki
af sér i bæjarstjóm nema þeir hafi gert eitt-
hvað sem striðir gegn siðgæðisvitund þjóðar-
innar. Og síðan hvenær hefur það strítt gegn
traustum móral Islendinga að reyna með hug-
viti og útsjónarsemi að snúa á þetta helvítis
ríki sem okrar svo á brennivíninu að lamba-
kjötssalan dregst saman stórlega?
En þetta er nú lagabrot, Skaði...
Lagabrot og lagabrot. Lagabrot standa á
leirfótum frændi, sagði ég. Þau horfa þangað
sem maður snýr þeim. En einstaklingsvitund-
in í þjóðinni blífur.
Já, en svo kom frétt um það í gær að hann
hefði nú samt sagt af sér karlhólkurinn, sagði
Hróbjartur.
Veit ég vel, sagði ég. En bara til bráða-
birgða, bara til óákveðins tíma. Maður á ekki
að vera að gera einhverja vitleysu sem ekki
verður aftur tekin. Svo getur það líka verið
sniðugt á sinn hátt að segja af sér ef menn
lenda í einhveri lágkúmlegri öfund sam-
borgaranna í brennivínsmálum. Þetta sagði
forseti Hæstaréttar af sér þegar öfund lágkúr-
unnar skall yfir hann, sárasaklaus maðurinn,
enda fékk hann miklu betra embætti úti í lönd-
um fyrir bragðið.
Fyrir bragðið? hváði Hróbjartur með hálf-
an skilning í röddinni.
Já ég sagði það. Ég held þér að segja að
minn maður í Eyjum stefni á að verða bæjar-
stjóri. Ef ekki heima hjá sér þá í einhvetju enn
merkilegra plássi.
kjararýrnun að
undanförnuH
T u —d
I Það verður að ö. I \'É
I stytta hana. \ bá
f \\
íux
UiiJS
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. júlí 1990
VIÐ HEFÐUM BET-
UR S/ETT OKKUR
VIÐ HARALD
HÁRFAGRA
Norðmenn eru ánægðastir
með lífið og tilveruna en Islend-
ingar eru hins vegar hundóá-
nægðir.
DV
LÁTUM HANN
ETA LOÐDÝRIN!
Verð á ánamaðki er með
hæsta móti þessa dagana og hef-
ur DV heimildir fyrir því að
verðið fari í allt að 60 krónur
stykkið.
DV
SIGUR ÞYNGDAR-
LÖGMÁLSINS
Annars er fróðlegt að fylgjast
með skítkasti þeirra sem halda
enn að listin sé að rífa vestræn
þjóðfélög niður. Þar metast
skallapopparamir um hver þeirra
sé vambsíðastur...
Tíminn
FYRR MÆTTI
NÚ ROTA...
Ég er enginn Þorsteinn Páls-
son, sagði Ólafúr Ragnar.
Alþýóublaóió
MIKILVÆGI
SKÓLAKERFISINS
Það er víst öllum ljóst sem
hafa gengið í gegnum kyn-
fræðslu í bamaskóla að það þarf
tvo til þegar bam er búið til.
DV
LÍFIÐ ER
LOTTERÍ...
Hrikaleg fjárhagsstaða
Stöðvar 2 kemur eigendunum á
óvart.
Tíminn
ÞEIM HEFÐI VERIÐ
NÆR AÐ TAPA
STRAX
Það mætti segja að velgengni
norska laxeldisins hafi valdið því
að það riðar nú til falls.
Morgunblaöiö
NÝMÆLI í
HEILSUFARI
Heppilegra að vera ekki til-
fínningalegt taugabúnt.
Fyrirsögn í
Morgunblaöinu
HELVÍTI ER HIÐ
NÆSTA OSS
Hæstiréttur hafnaði því að S.
ætti rétt á bótum... Samkvæmt
þessu er það ekki skýr og ótví-
ræð uppsögn að segja starfs-
manni sínum að fara til andskot-
ans!
Morgunblaöió
KOMIÐ ÞANGAÐ
SEM FJÖRIÐ ER!
Það þyrfri léttklikkaðan
ffamúrstefhuhöfúnd, og það
helst á sviði þeirra bókmennta
sem kennd em við ævintýri í
geiminum, til að setja saman þá
margflóknu heljarslóðaromistu
sem vemleikinn yrkir nú, mánuð
eftir mánuð, í Alþýðubandalag-
inu.
Morgunblaóiö