Þjóðviljinn - 13.07.1990, Side 7
Níkaragva
Verkfalli lokið
Verkfallinu í Níkaragva, sem
staðið hafði í tíu daga, lauk í
gær með samningi ríkisstjórnar
Violetu Chamorro og verkalýðs-
samtaka þeirra, sem að verkfali-
inu stóðu, en þau eru tengd flokki
sandinista. Fjórir menn a.m.k.
biðu bana í átökum í sambandi
við verkfallið og um 50 særðust.
Verkfallið lamaði atvinnulíf og
samgöngur í landinu að mestu og
kom illa við efnahag þess, sem
var nógu bágur fyrir eftir áratugs
stríð við kontra, uppreisnarmenn
sem Bandaríkin vopnuðu og
fjármögnuðu gegn stjóm sandin-
ista, og efnahagslegar þvingunar-
aðgerðir Bandaríkjanna. I samn-
ingnum heitir stjórn Chamorro
verkamönnum 43% launauppbót
í júlí til að vega upp á móti óða-
verðbólgu og að stöðva ráðstaf-
anir til að leigja fyrri eigendum
jarðir, sem stjórn sandinista
gerði upptækar.
Ekki er í samningnum minnst á
kröfu verkfallsmanna um að hætt
sé við áform um að þjóðnýta
ríkiseignir. Báðir aðilar hrósa
sigri, en talið er að með verkfall-
inu hafi aukist spennan milli
sandinista og harðlínumanna í
flokkabandalagi því er stendur að
stjóm Chamorro.
Pöhl-telursighafaefniáaðtaka orðaskaki breska ráðherrans
með stillingu.
mÞýskaland
hendur yfirþjóðlegum stofnun-
um Evrópubandalagsins.
Ekki er laust við að togstreita
þessi, sem virðist hafa valdið
þessu fremur ódiplómatíska
upphlaupi Ridleys, hvort sem
hann nú var þá allsgáður eður ei,
endurspegli aldagamlar hefðir
hlutaðeigandi ríkja í Evrópu-
stjórnmálum. Bæði Frakkland og
Þýskaland urðu sem ríki til á vík-
ingaöld upp úr risaveldi Karla-
magnúsar, sem tók í arf frá Róm-
aveldi hugmynd um allsherjarríki
og vildi teljast yfirkonungur Evr-
ópukristninnar. Á tímum Lúð-
víks 14. og sérstaklega Napó-
leons mikla reyndu Frakkar í
krafti þessa draums um samein-
aða Evrópu að leggja hana undir
sig, og sá draumur var ekki fjarri
de Gaulle þegar hann reyndi að
stemma stigu við bandarískum
áhrifum í Evrópu og gera Frakk-
land að leiðandi ríki hennar vest-
an sovéska áhrifasvæðisins.
Annað hlutverk
Nató
í krafti nefndrar rómverskrar
hugmyndar um allsherjarríki
vildu keisarar fyrra þýska keisar-
adæmisins, sem í samræmi við þá
hugmynd kallaðist heilagt og
rómverskt, teljast yfirkonungar
Evrópukristninnar. Hitler, sem
reyndi á sinn hátt að sameina
Evrópu, hefur varla verið ósnort-
inn af þeirri hefð. Sú hefð var
mikilvæg grunnorsök styrjalda
Frakka við Habsborgara og
Austurríkismenn frá upphafi ný-
aldar til Napóleonstímans, ef
ekki lengur.
Hefðbundin stefna Bretlands í
Evrópumálum hefur hinsvegar
verið að koma í veg fyrir að álfan
sameinaðist, að nokkurt einstakt
meginlandsstórveldi legði hin
ríkin þar undir sig eða tæki for-
ustu fyrir þeim. En nú stefnir í
það að Evrópa sameinist með
efnahagsmátt Þýskalands sem
leiðandi afl.
Þetta hefur einnig komið við
og kemur við sögu Atlants-
hafsbandalagsins. Haft er eftir
stjórnmálamönnum í einkavið-
ræðum að hlutverk Nató hafi ver-
ið tvíþætt: að halda Sovét-
ríkjunum burtu og Þýskalandi
niðri. í sambandi við viðleitni
vesturveldanna til að halda
Þýskalandi í Nató eftir að
austurríki þess hefur runnið sam-
an við vesturríkið - sem nefndir
bandamenn Þjóðverja virðast
vera öllu áhugasamari um en þeir
sjálfir - er á kreiki það viðhorf að
þetta sé nauðsynlegt til að geta
haft hemil á Þýskalandi. Margar-
et Thatcher lét nýlega að þessu
liggja í ræðu.
Endel Lipp-
maa: Staoan
er tvísýn og
samningar
liggja niðri.
Ljosm. Kristinn.
Eistland
Moskva afturkall
ar efnahagslegt
sjálfstæði okkar
segir eistneskur ráðherra sem hér er á ferð
Sjálfstæðismál Eistlands og
þá annarra Eystrasalts-
landa eru í hörðum hnút, ekki
síst vegna þess að Moskvu-
stjórnin reynir að draga í land
og m.a. afturkalla efnahagslegt
sjáifstæði Eistlands, sem lögfest
var í fyrra.
Svo mælir Endel Lippmaa,
ráðherra í stjóm Eistlands sem fer
með samskiptin við miðstjómina i
Moskvu á blaðamannafundi í
fyrradag. En hann er hingað kom-
inn til að kynna íslenskum ráða-
mönnum stöðu mála og vekja at-
hygli þeirra á eðlilegri og nauð-
synlegri samstöðu smáþjóða.
Háskaleg
tilskipun
Ráðherrann hafði sérstakar á-
hyggjur af tilskipun sem út var
gefin af Voronín, aðstoðarforsæt-
isráðherra Sovétrikjanna, nú i
byrjun júli. En samkvæmt henni
er stofnuð mikil samsteypa i Eist-
landi sem lntegral nefhist - eiga
undir hana að falla öll fyrirtæki
sem áður íyrr heyrðu undir mið-
stjómarráðuneyti í Moskvu. Gæti
meira að segja svo farið að skólar
og rannsóknastofnanir á eistnesku
landi heyrðu undir þetta nýja mið-
stýringarbákn. Ekki bætir það úr
skák að tilskipunin gerir ráð fyrir
því að stjómarformaður Integral
sé skipaður með samþykki stjóm-
arinnar í Moskvu.
Stjóm Eistlands hefur mót-
mælt þessari gerrðæðislegu til-
skipun og telur hana ganga gegn
mörgum samningum og sam-
þykktum og þá lögum sem Æðsta
ráðið í Moskvu samþykkti í nóv-
ember í fyrra um efnahagslegt
sjálfstæði Eistlands, Lettlands og
Litháens.
Sjálfur telur Lippmaa þessa
ráðstöfun helst minna á ný-
lendupólitík með skipun land-
stjóra og fleiru í þeim dúr.
Engir samningar
Staða sjálfstæðismálanna er
yfir höfuð mjög flókin, sagði ráð-
herrann. Við höfum fallist á það
að um umþóttunartíma verði að
ræða, m.a. vegna þess hve erfitt
það er í framkvæmd að láta eist-
nesk lög koma í stað sovéskra á
öllum sviðurn. Við viljum samn-
ingaviðræður, en þær hafa engar
farið fram síðan i febrúar.
Það er útbreidd rangtúlkun í
samhengi við rás atburða í Lit-
háen, að þar og í okkar landi sé nú
í gildi affurköllun á sjálfstæðisyf-
irlýsingu landanna - gegn aflétt-
ingu viðskiptaþvingana. En eins
og Landsbergis forseti Litháens
hefur tekið skýrt fram, þá verður
sjálfstæðisyfirlýsingin þá tyrst
„fryst” í hundrað daga, að raun-
verulegar viðræður við Moskvu-
stjómina um tvihliða samskipti
séu hafin. Fyrr ekki. Og við höf-
um sömu afstöðu.
Endel Lippmaa leist bersýni-
lega best á Boris Jeltsin, forseta
Rússlands, af sovéskum ráða-
mönnum. Við höfum þegar hafið
viðræður við hann um þegnrétt,
sagði hann. Hluti rússneskumæl-
andi íbúa Eistlands styður sjálf-
stæði landsins. Við höfum ekkert
á móti því að veita rússneskumæl-
andi fólki þegnrétt, en það verður
þá að velja - vera annaðhvort eist-
neskir þegnar eða þá t.d. rússnesk-
ir (með þá atvinnuleyfi eftir sam-
komulagi eins og gengur og gerist
í heiminum). En það þarf að út-
rýma tvískinnungi eins og þeim,
að sovéskir hermenn hafa verið
látnir kjósa þar sem þeir em
staddir - þetta má misnota, hafa
áhrif á kosningar með herflutn-
ingum.
Raunsæi og
stuðningur
Endel Lippmaa var að því
spurður hvort Eystrasaltsþjóðir
hefðu ekki orðið fyrir vonbrigð-
um, hvort þær hafi ekki búist við
meiri stuðningi á Vesturlöndum
við sjálfstæðisbaráttu sína en þær
fengu.
Nei, sagði hann. Við höfum
fengið þann siðferðilega stuðning
sem raunsætt mat gat við búist.
Maður getur ekki búist við miklu
meira i heiminum eins og hann er.
Hann kvaðst hafa rætt hér við
forsætisráðherra og utanrikisráð-
herra og sýndist sér að íslendingar
væm vel upplýstir um stöðu mála
í Eistlandi og skildu hana vel. Þótt
smáþjóðir séu í mjög misjafnri að-
stöðu, sagði hann, kemur það held
ég á daginn að tilvistarvandamál
þeirra em keimlik og einatt tengd
við togstreitu stórvelda. Eg vona
að íslendingar beri gæfu til að
gera jafnan það sem í hag kemur
smáþjóðum og þar með þeim
sjálfiim.
áb
Fösfudagur 13. júlí NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7