Þjóðviljinn - 13.07.1990, Page 9
HELGARUMRÆÐAN
„...nú loks eftír 200 ára baráttu eru konur komnar á það stig að geta
breytt þjóðfélaginu, vegna þess að við höfum öðlast þekkingu og skilning
á hinum aldagömlu lögmálum, skiljum hverjar við erum, hvar við stöndum
og við hvað er að fást. En hvemig eigum við að ná fram breytingum?"
spyr Kristín Ástgeirsdóttir meðal annars í þessarí grein.
Nú um stundir fer fram mikil umræða
innan kvennahreyfínga í heiminum um
markmið og leiðir í kvennabaráttu. Miklar
breytingar eiga sér stað í stjómmálum og
efnahagsmálum, enn meira er framundan.
Þessar umbreytingar munu hafa mikil áhrif
á stöðu kvenna og ffamtíð. Hugmyndakerfi
hrynja og heimsmyndin er að breytast. Því
er þörf á umræðu og nýsköpun. Hér á landi
vakti léleg útkoma Kvennalistans í nýaf-
stöðnum sveitarstjómarkosningum nokkra
athygli eftir mikla sigurgöngu í alþingis-
kosningum og skoðanakönnunum. Hér er
því einnig spurt um framtíð kvennabarátt-
unnar og „hina íslensku leið” sem vakið
hefur mikla athygli og vonir kvenna víða
um heim.
Á langri leið í átt til kvenfrelsis hafa
mörg skref verið stigin. Kvennahreyfmgin
hefur rétt eins og aðrar slíkar risið og hnig-
ið, náð árangri og tapað. Þannig reis kröft-
ug kvennahreyfíng upp í frönsku stjómar-
byltingunni, náði nokkrum árangri en var
síðan lamin niður með lögum. Kvenrétt-
indahreyfíngin á síðari hluta 19. aldar og
fyrri hluta þeirrar 20. setti sér það markmið
öðmm fremur að ná fram kosningarétti
kvenna, tókst það, en náði ekki að fylgja
sigrinum eftir. Kvennahreyfmgin sem reis
upp með látum á sjöunda áratugnum leitaði
í ýmsar áttir. Hún krafðist jafnréttis, sagði
rótgrónum hugmyndum stríð á hendur,
fékk lögum breytt, hóf miklar rannsóknir á
stöðu kvenna og þjóðskipulagi karlveldis-
ins og beindi endalausum hvatningarorð-
um til kvenna um að láta til sín taka og
breyta heiminum, laga hann að þörfúm
kvenna, gera hann kvenlegri.
Nú 27 ámm eftir útkomu bókar Betty
Friedan The Feminine Mystique sem
jafnan er talin marka upphaf nýrrar lotu í
kvennabaráttunni, finnst mörgum sem
kvennahreyfingar heimsins standi á kross-
götum. Þá er ekki aðeins verið að miða við
þann heimshluta sem við tilheyrum, heldur
beinast sjónir ekki síður í austurátt, þar sem
hugmyndakerfi sem þrátt fyrir allt hafa
tryggt konum viss réttindi hrynja. í Austur-
löndum þar sem Múhammeð spámaður
kallar fólk til bæna hefur heittrúarmönnum
vaxið fiskur um hrygg og þeir ætla konum
ekki stóran hlut. Fátækt, styrjaldir, arðrán
og kúgun marka líf kvenna enn sem fyrr í
stórum hluta heimsins. Þrátt fyrir slökun
milli stórveldanna, samninga um afvopnun
og fall kúgunarstjóma víða um heim virðist
takmörkuð ástæða til bjartsýni hvað varðar
aukið kvenfrelsi í heiminum.
Hvaó gerist í Evrópu?
í kjölfar breytinganna í A-Evrópu ótt-
ast konur þar versnandi hag. Þar eru ftjáls-
ar kvennahreyfmgar að stíga sín fyrstu
spor, en lengi hafa ríkisreknar kvenna-
hreyfmgar þjónað stjómvöldum mun
dyggilegar en konum. I fyrstu kosningun-
um sem fram fóm í Sovétríkjunum eftir að
breytingaskeiðið hófst fækkaði konum á
þingi. Konur í V-Þýskalandi standa ver að
vígi hvað varðar félagslega þjónustu en
systur þeirra austan meginn (hér er miðað
við magn, en ekkert mat lagt á gæði), en
þess er vænst að hið vesturþýska ástand
verði ríkjandi eftir sameiningu og að þar
með versni staða austurþýskra kvenna. Það
þarf vart að nefna hve kjör kvenna tengjast
framboði á félagslegri þjónustu og á það
jafnt við um öll iðnríki heims. Hópur
kvenna í A-Þýskalandi bauð fram sérstak-
an kvennalista við fýrstu fijálsu kosning-
amar þar í landi svo mjög fannst þeim
brýnt að standa vörð um rétt sinn.
I vesturhluta Evrópu spytja konur sig
margra spuminga. Framundan er samein-
ing Evrópubandalagsríkjanna í eitt mark-
aðssvæði sem hefúr í for með sér samræm-
ingu á löggjöf sem m.a. varðar vinnumark-
aðinn. Hvað þýðir þetta fyrir konur? Um
það em skiptar skoðanir. Bent hefúr verið á
að í stofnunum EB ríkir mikið og miðstýrt
karlveldi. Kvenfrelsiskonur i suðurhlutan-
um binda nokkrar vonir við samræmda
löggjöf og norræn jafnréttisáhrif, en konur
á norðurjaðri bandalagsins, þ.e. í Dan-
mörku hræðast hin suðrænu viðhorf til
kvenna og óttast að dönsku velferðarkerfi
verði settur stóllinn fyrir dymar sem muni
bitna harðast á konum.
Eru konur að nálgast
hættusvæði?
Vestur í Ameríku hafa konur háð harða
baráttu til vamar löggjöf um frjálsar fóstur-
eyðingar. Þar er talað um bakslag, áhuga-
leysi og þreytu. Vestra hafa miklar rann-
sóknir verið gerðar og kenningar smíðaðar
en nú er rætt um stöðnun og þörf alþjóð-
legrar umræðu um nýjar leiðir í kvennabar-
áttunni. Bandaríski sagnffæðingurinn
Gerda Lemer segir að í raun hafi stofnanir
karlveldisins ekki þurft að hopa eitt hænu-
fet þó að konum á Vesturlöndum hafi verið
tryggð almenn mannréttindi. Þjóðfélags-
gerðin hefur ekki breyst, karlar halda enn
um taumana og „they take the half for the
whole” (karlar líta svo á sem þeirra sýn á
veröldina sé sú eina sem til er). Það sem
hefúr gerst segir Gerda Lemer, er að nú
loks eftir 200 ára baráttu em konur komnar
á það stig að geta breytt þjóðfélaginu,
vegna þess að við höfum öðlast þekkingu
og skilning á hinum aldagömlu lögmálum,
skiljum hverjar við emm, hvar við stöndum
og við hvað er að fást. En hvemig eigum
kveðinn „status” og núverandi staða
kvenna tryggir aðgang að lágt launuðu
vinnuafli, auk þess sem sjálfsmynd flestra
karla mótast mjög af hugsun um yfirburði
gagnvart konum sem margirþeirra sýna ofl
á heldur ógeðfelldan hátt. Á móti tryggja
karlar flestum konum öryggi, en því fylgir
jafhan valda- og áhrifaleysi innan samfé-
lagsins. Enn skal undirstrikað að þessi lýs-
ing á alls ekki við um alla karlmenn. Það
tek ég fram vegna þess að ég veit að mörg-
um körlum sámar mjög hvemig ofbeldis-
hneigð og karlrembu er stöðugt troðið upp
á þá.
Samkvæmt feminiskum skilningi snýst
spumingin um ffelsi kvenna ekki um
framamöguleika einstaklinga, heldur um
baráttu í þágu allra kvenna. Því er sá
reginmunur á feministum og öðrum konum
sem tækifæri hafa til að beita sér t.d. á
þjóðþingum, innan verkalýðshreyfinga eða
annars staðar, að feministar setja kvenna-
baráttuna efst á blað, meðan aðrar konur
fóma hagsmunum kvenna því miður iðu-
lega á altari eiginhagsmuna eða flokksins
mismunandi reynsla kvenna sem mótast
t.d. af litarhætti, kjörum, búsetu og félags-
mótun hefúr ekki mótað umræðuna. Litróf-
ið allt með ungar konur og gamlar, hvítar
og svartar, giffar og ógiftar, með böm og
bamlausar, lesbíur, fatlaðar konur, heima-
vinnandi o.s.frv. hefúr ekki notið sín. Allt á
þetta sér eðlilegar skýringar, en eigi konur
að stíga fleiri skref fram á við þarf að opna
dymar og hleypa öllum konum inn, það eitt
er í anda kvenfrelsisins.
Annað sem ég vil nefna er það hvemig
konur skilgreina sig sjálfar. Það hefúr löng-
um verið bent á að úti í þjóðfélaginu er tal-
að um konur sem dætur feðra sinna, eigin-
konur manna sinna, mæður bama sinna
o.s.frv., en lita konur ekki þannig á sig
sjálfar? Hvar standa þær sem einstakling-
ar? Það var eitt af því sem Henrik Ibsen var
að velta fyrir sér í Brúðuheimilinu fyrir 111
ámm, rétt eins og ýmsar konur sem þá vom
í rithöfundastétt. Hver var sjálfsskilningur-
inn? Hvar vom landamæri hins persónu-
lega ftelsis? Nora Ibsens gekk út í leit að
frelsinu og skildi aumingja manninn sinn
Kvennabarátta
' I----"x__
s krossgotum ■
við að ná fram breytingum?
Það er búið að reyna margt á undan-
fomum ámm og vissulega hafa konum
opnast ýmsir möguleikar. Konur á Vestur-
löndum hafa sótt fram menntaveginn,
kliftað nokkuð upp valdabrekkuna og hasl-
að sér völl á þeim áður ókunnum ökmm.
Þar hafa þær plægt, sáð og uppskorið, en
nú þegar uppskeran dugar ekki lengur er
eins og ekki fáist meira land. Em konur að
komast inn á hættusvæði? Em þær að nálg-
ast hin helgu vé karlveldisins um of? Er
verið að hækka virkisveggina?
Svo mikið er víst að mörgum konum
finnst sem að í öllum áttum rísi ósýnilegir
veggir, eða ef við höldum okkur við kross-
götumar: eftir göngu um krókótta stigu em
vegvísar engir. Vegir liggja til allra átta, en
þetta er ókunnugt land. Engin okkar hefúr
komið hingað áður. Við emm loksins
komnar fram hjá vörðunni þar sem kvenna-
göngunni lauk í lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar. Nú verðum við að feta okkur áftam,
reynsla gömlu kvennanna dugar ekki
lengra en þetta. Hvert skal halda og hvert er
erindið?
Tvenns konar
kvennahreyfingar
Þótt okkur sem verjum miklum tíma í
kvennabaráttuna hætti til að tala um konur
og kvennahreyfingar sem eina heild er það
staðreynd að hreyfingar kvenna em margar
og markmiðin mismunandi. I grófúm drátt-
um má segja að annars vegar sé um að
ræða hreyfingar sem miða að þvi að gera
konum kleift að njóta sin innan ríkjandi
skipulags, sem sagt gamla krafan um „að
koma konum að” og þá skiptir ekki öllu
máli hvað konur aðhafast, bara að þær séu
sýnilegar. Hins vegar er um að ræða hreyf-
ingar sem líta svo á að markmið kvenna-
baráttunnar sé kvenfrelsi, frelsi allra
kvenna til að velja lífi sínu farveg á eigin
forsendum. Slíkt ffelsi verður þá loks til
staðar þegar búið verður að afnema hið
aldagamla karlveldi, gjörbreyta hugsunar-
hætti og tryggja jafna möguleika beggja
kynja til áhrifa, valda og mannsæmandi
lífs. Kvenfrelsiskonur vilja val, virðingu
og völd.
Munurinn á þessum tveimur megin-
straumum kvennabaráttunnar liggur í því
að kvenfrelsishreyfmgamar (feministamir)
líta svo á að konur séu í glimu við ákveðið
hugmynda- og valdakerfi sem hefur ávinn-
ing af því að halda konum á ákveðnum bás.
Ávinningurinn er auðvitað völd í samfélag-
inu, aðgangur að ákveðinni þjónustu
kvenna við karla, konur veita körlum á-
síns. Því má ekki gleyma að þær konur em
margar sem engu vilja breyta. Þær kallast á
ensku „traditional women” (konur sem em
hefðbundnar í hugsun), þær sætta sig við
hlutverk sitt og óbreytt þjóðfélag og þjóna
karlveldinu jafnvel dyggilega. Því skiptir
meginmáli fyrir kvennabaráttuna hvaða
konur komast þangað sem ráðum er ráðið
og hveijar hugsjónir þeirra em.
Sjónarhornió er
of þröngt
Ef við föllumst á það sjónarmið að
kvennahreyfingar séu nú á krossgötum, er
skýringanna að leita bæði innan hreyfing-
anna sjálfra og utan þeirra. Það er gömul
saga og ný að efúahagsástand, friður/ófrið-
ur, ffjálslyndi/íhaldssemi hefur mikil áhrif
á líf og stöðu kvenna rétt eins og karla.
Hverjar sem skýringamar kunna að vera
hafa íhaldsstraumar leikið um strendur
undanfarin ár, kannski sem viðbrögð við
fijálslyndi og róttækni áratugsins eftir
1968. Alls konar heittrúarhreyfmgar
(byggðar á fúndamentalisma) sem jafnan
em mjög andvígar frelsi kvenna hafa látið
til sín taka, hvort sem litið er til Bandaríkj-
anna, ísrael eða Múhameðstrúarheimsins,
svo dæmi séu nefnd. Sú mynd sem dregin
er upp af konum í tískuheiminum dregur
mjög dám af kvenímyndinni sem ríkjandi
var á ámnum kringum 1960.margar hveijar
útivinnandi. Það hefúr sem sagt verið í
gangi nokkurt andóf gegn kvenfrelsisbar-
áttunni, meðvitað og ómeðvitað.
Heyrt hef ég þá kenningu að á leiðinni
sé meiri háttar áætlun um að koma konum
aftur inn á heimilin, til að rýma til á vinnu-
markaðnum og treysta hin gömlu lögmál.
Eg dreg reyndar í efa að svo sé, svo mjög
hefur verið fjárfest í menntun og vinnuafli
kvenna, en - það em ekki nema 45 ár síðan
síðast var söðlað um og heimilin gerð að
þessum líka unaðsreit ilmandi ofnrétta og
opins faðms elskandi, bíðandi eiginkonu
sem annaðist böm og bú með bros á vör. Sú
mynd brotnaði í þúsund mola 20 ámm síð-
ar.
Sé leitað inn á við eftir skýringum að
meintri stöðnun kvennabaráttunnar beinast
sjónir mínar fyrst að því sem ég kalla sjón-
arhorn kvennabaráttunnar, þ.e. um
hvaða konur er verið að tala? Svarið er: að-
allega hvítar, menntaðar, útivinnandi konur
milli þrítugs og fimmtugs, í sambúð og
með böm. Sjónarhomið hefur að mínum
dómi verið of þröngt og þar með orðið til
að einangra kvennabaráttuna um of. Kröf-
umar hafa miðast við ákveðinn hóp með
sameiginlega reynslu og þarfir, meðan hin
eftir. Allar kannanir á vorum dögum sýna
að flestar konur setja hagsmuni fjölskyldu
sinnar ofar eigin hagsmunum. Liggja fjötr-
amir ekki einmitt þar? Einstaklingar sem
em öðmm háðir um líf og afkomu em öðr-
um ólíklegri til að krefjast sjálfstæðis og
frelsis. Þurfa konur ekki að tileinka sér
hugarfar Nom? I það minnsta að skynja rétt
sinn til að ganga út? Komumst við lengra
fyrr en konur fara almennt að líta á sig sem
sjálfstæða einstaklinga og gera kröfúr til
sín og annarra í samræmi við það?
Þriðja atriðið sem ég vil hér tiltaka er
sú spuming hvert konur beina kröfúm sín-
um. Eg fæ ekki betur séð en að f raun séu
konur alltaf að tala hver við aðra. Það er að
vísu nauðsynlegt meðan verið er að byggja
upp samstöðu og skilgreina vandann. En er
ekki löngu tímabært að snúa umræðunni að
körlum? Þegar borgarastéttin í Evrópu hóf
baráttu sína fyrir mannréttindum og stjóm-
málaáhrifúm beindust kröfúr hennar fyrst
og fremst að afnámi forréttinda aðalsins,
enda búið að skilgreina náttúruréttinn og
frelsið. Þess var krafist að aðallinn léti af
sínu, ella mundi illa fara. Þurfúm við konur
ekki að fara eins að, gera kröfúr á hendur
aðli nútimans, karlveldinu, nú er komið að
því að láta af forréttindum sínum, hvort
sem því er það ljúft eða leitt.
Hin íslenska leið
Það er rætt um leiðir. Mörgum konum
hefúr orðið starsýnt á hina íslensku leið,
þ.e. íslenska Kvennalistann sem mörgum
hefúr fúndist eitt veraldarundur. Kvenna-
listinn hefúr átt velgengni að fagna og náð
ótrúlegum árangri. Þótt ekki hafi blásið
byrlega í síðustu sveitarstjómarkosningum
er langt í frá að einhvem bilbug sé á okkur
að finna. Ef eitthvað er em sóknarmögu-
leikar Kvennalistans vemlegir ef rétt verð-
ur haldið á spilunum. Stjómmálakerfið er í
upplausn, ef einhvem tíma hefur verið þörf
á siðbót innan þess er það nú. Það er hlut-
verk sem Kvennalistinn hefur frá upphafi
ætlað sér. Staða kvenna gefur ekki tilefni til
hvíldar og fjarvista frá kvennabaráttunni
og ekki trúi ég öðm en að þeim konum sem
vilja breyta þjóðfélaginu og bæta hag
kvenna finnist þörf frekara átaks. Meðan
þjóðfélagið neitar að horfast í augu við
Framhald á bls. 14
Krístín Ástgeirsdóttir er
sagnfræðingur og fram-
haldsskólakennari.
Föstudagur 13. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9