Þjóðviljinn - 13.07.1990, Page 10
Okkar tími ætti
að hafa mikla
þörf fyrir sögu
r
Ami Bergmann ræðir við Loft Guttormsson um doktors-
ritgerð hans um uppeldi og samfélag á upplýsingaröld
Á laugardaginn var varði Loftur
Guttormsson dósent doktors-
ritgerð í sagnfræði um efnið
„Uppeldi og samfélag á íslandi
á upplýsingaröld". Hér er um
að ræða syrpu smærri og
stærri ritsmíða Lofts sem fjalla
um spumingar á borð við þess-
ar hér Hvemig var uppeldi
ungviðis háttað hér á landi á
þeim tíma sem kenndur er við
upplýsingu (ca 1750-1830),
hvaða nýmæli báru upplýsing-
armenn fram og hvemig gekk
þeim að fylgja þeim eftir, hvem-
ig kom upplýsingunni saman
við þá alþýðumenningu sem
fyrir var í landinu? Og áður en
lengra er haldið: við getum
minnt blaðsins lesara á það, að
helstur höfðingi upplýsingar-
manna var Magnús Stephen-
sen. Það var hann sem vildi
láta skynsemina upplýsa, leið-
beina og innþrykkja trúar-
bragðanna lærdómum, af-
klæða þá myrkvum dularklæð-
um, reka hjátrú í útlegð en upp-
götva náttúrlegar orsakir til
margs sem áður hafði verið
eignað yfirnáttúrlegum verkum
og einatt djöfulsins. Hann vildi
breiða út lögspeki, náttúrufræði
og önnur smekkfull snotur vís-
indi og ummynda þenkingar-
hátt landsins sona frá harðýðgi
og fúlu drambi til mannúðlegri
umgengni og mildari siða.
(Vitnað lauslega í Eftimnæli átj-
ándu aldar.)
Hvers vegna
sagnfræði?
Er nú skemmst frá að segja að
doktorsvöm fór hið besta fram,
andmælendur, þeir Ingi Sigurðs-
son og Gísli Gunnarsson, töldu að
hér færi merkilegt framlag til ís-
lenskrar menningarsögu, land-
vinningar ættu sér stað í íslenskri
sagnfræði.
Loftur Guttormsson er fæddur
á Hallormsstað 1938. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1957 og licence-
es-lettres-prófi frá Parísarháskóla
haustið 1964. Siðan stundaði
hann kennslu við gagnfræðastigið
í Reykjavík þar til 1967 að hann
réðist sem kennari í félagsfræði
og sögu við Kennaraskólann og
hefúr starfað þar síðan - sem lekt-
or eftir að skólinn var færður á
háskólastig 1971 og sem dósent
síðan 1983. Það var einmitt 1983
að út kom bók Lofls, „Bemska,
ungdómur og uppeldi á einveldis-
öld”. En hún er um margt forspil
þeirrar doktorsvamar sem nú hef-
ur fram farið og sýndi m.a. hve
vel Lofti lætur að tvinna saman
hugarfarssögu og lýðfræði og
setja sérstæða íslenska sögulega
reynslu í alþjóðlegt samhengi.
I upphafi doktorsvamar hafði
Loftur getið um þijá höfunda
ólíka, sem hver með sínum hætti
vakti hjá honum „tilfinningu fyrír
breytileika tímans og sögulegri
dramatík” - Halldór Laxness,
Karl Marx og Stefan Zweig. Og
fyrsta spuming í því viðtali sem
hér fer á eftir snýr einmitt að
þessu upphafi: hvers vegna piltur
að austan sneri sér að sagnfræði á
sínum tíma.
- Menntskælingar sem ein-
hvem áhuga höfðu á þjóðfélaginu
á sjötta áratugnum, segir Loftur,
þeir hlutu að hugsa um sagnfræði,
því allt annað sem laut að félags-
vísindum var sem lokuð bók í
þeirra nánasta umhverfi.
Hinn rétti lykill
- Heldurðu að þú hafir búist
við að finna í sagnfræði lykilinn
eina og rétta að gátum samfé-
lagsins?
- Það er ekki gott að segja.
Það getur verið að út frá grófum
hugmyndum um marxisma sem
ég hafði þá komist i kast við hafi
ég að einhverju marki gengið
með slíkar grillur. En þær hopa
fljótt, það var svo langt frá því að
saga eins og hún var iðkuð í vest-
rænum háskólum og þá í Frakk-
Iandi gengi fyrir slíkum sjónar-
miðum. Þetta var viðurkennd
akademísk fræðigrein og ekki
spurt frekar að því hvers vegna
menn vom að iðka hana. 1 inn-
gangsfræðum um söguspeki,
sögu greinarinnar, fékk maður að
heyra ýmislegt sem var líklegt til
að opna augun fyrir takmörkun-
um hvers söguskóla, fyrir því að
hver kynslóð litur sínum augum á
söguna.
Það var líka merkileg upplif-
un að stökkva frá því sögulausa
íslandi (sögulausu í þeim skiln-
ingi að þar var fátt sýnilegt i um-
hverfmu sem minnti á fortíðina)
yfir til Provence í Suður-Frakk-
landi þar sem margt er um minjar
sem teygja sig árþúsundir aftur í
tímann. Það er undmnarvert að
standa frammi fyrir rómverskri
vatnsleiðslu á 3-4 hæðum sem
staðið hafði af sér 2000 ár. Ég
held þetta hafi líka hjálpað til að
skapa áhuga á fortíðinni í sjálfri
sér, án ákveðins tilgangs.
Tískusveiflurnar
hröðu
- Nú gerist það í sagnfræðum
sem víðar, að tiltekin viðhorf eru
rikjandi hverju sinni - á einu
méli eru allir í hagsögu, á öðru í
kvennasögu, á hinu þriðja í hug-
arfarssögu, og allt er þetta rekið
með nokkrum gassa sem vill gera
sem minnst úr öllum sem ekki
dansa með, ekki satt?
- Ef maður vill vera víðsýnn
þá er vel hægt að fagna slíkum
sveiflum, segir Loftur. Vegna
þess blátt áfram að auðvitað er
það eitthvað nýtt sem hver þeirra
ber fram. En það sem manni kann
að ofbjóða - eftir því sem ár fær-
ast yfir mann og þar með viss í-
haldsssemi - er sú þröngsýni sem
þessar tískubylgjur bera um leið
með sér. Ákafi þeirra í að afskrifa
allt sem fyrir var. Þetta heíur farið
mikið i taugamar á mér. Ég kom
til Kaupmannahafhar árið 1973 til
ársdvalar og hvað blasir þá við í
bókabúðum borgarinnar? Þar var
allt útbíað í marxisma. Eflir bók-
um sem uppi voru hafðar að
dæma höfðu öll mannleg fræði þá
gengist undir jarðarmen marx-
isma. Þetta kom mér, gömlum
kaldastríðsmarxista, ónotalega og
spánskt fyrir sjónir. Hvað hafð
gerst? Síðan kom ég aftur til
Kaupmannahafnar upp úr 1980
og viti menn: þá er eins og Marx
karlinn hafi aldrei verið til, það
var búið að afskrifa hann. Að baki
þessu jafnvægisleysi liggur blátt
áfram hvimleið markaðsstýring á
hugmyndamarkaði, sem stillir allt
inn á eitt á hverjum tíma. Þetta
verður eins og hver annar biss-
ness þar sem tískuveislur ganga
yfir með undraðahraða. Það má
spyrja: er þetta fijór jarðvegur
sem góð fræði spretta upp af? Ég
efast um það.
Hér heima
- Eru Islendingar jafnkapp-
samir sveifumenn og aðrir?
- Nei það held ég ekki og þar
njótum við okkar sveitamennsku.
Eg segi þetta ekki í neinum þjóð-
rembutón, stundum byrgja menn
sig hér heima um of fyrir nýjum
straumum - en eitthvað jákvætt
má lika sjá í okkar einangrun,
okkar sveitamennsku.
Ef við lítum yfir þróun í sagn-
fræði hér hjá okkur sl. 20 ár eða
svo, þá sjá menn mjög áberandi
og veigamikla breytingu að því er
varðar það, hvað er talið forvimi-
legt í fortíðinni. A áttunda ára-
tugnum og fram á þann níunda
ryður félagssagan sér til rúms
með afgerandi hætti - ca 10-15
árum síðar en á meginlandinu.
Svo hefúr á síðustu árum gengið
yfir hugarfarssögubylgja, sem
hefur gefið mönnum kærkomið
tækifæri til að veita Islendinga-
sögunum vissa uppreisn æru sem
heimildum um hugmyndaheim
miðalda. En það var um tíma svo
komið að sagnfræðingar vissu
hreint ekki hvað þeir ættu við ís-
lendingasögur að gera.
Að kafa í
upplýsingaröld
- Nú hefur þú sjálfur einmitt
verið að garfa í félagssögu og
hugarfarssögu...
- Já ég hefl reynt að spyrða
þetta saman. Það er einna mest á-
berandi í Bemskubókinni sem
kom út 1983. Síðan má segja að
annað hafi verið í eðlilegu fram-
haldi af henni. Ég fékk tækifæri
til að leggja í púkk ýmislegt um
sögu uppeldis og uppffæðslu, og
það rímaði ágætlega við löngun
mína til að kafa svolítið dýpra í
upplýsingaröld.
- Sumir segja: það eina sem
menn geta breytt er fortíðin. Og
hverju hefur þú „breytt” með
þínum athugunum? Hvað varst
þú - i stuttu máli sagt - að gera?
- Svo ég nú grípi á einum
punkti gagnrýni andmælanda við
doktorsvöm: það var kvartað yfir
því að niðurstöður mínar væm
kannski ekki eins veigamiklar og
umfang rannsóknanna gæfi tilefni
til. Nokkuð til í því - og stafar af
þvi að mjög margt sem ég dreg
fram um hugmyndagóss uppiýs-
ingarinnar lætur nokkuð kunnug-
lega í eyrum. Það sem kann að
vera nýtt er tengt þvi að góss þetta
er sett í nýtt samhengi. Til dæmis
með því að skoða nánar tengslin
milli hins evrópska baksviðs og
íslensks jaðarsamfélags. Eða þá
með því að skoða betur en áður
var gert hvemig hugmynda-
straumar hanga saman - t.d. heit-
trúarstefnan og upplýsingin.
Leggja meiri áherslu en áður var
gert á það, hvemig hinar upplýstu
hugmyndir, sem utan ffá koma
litast og markast af félagslegum
veruleika hér á landi. En þetta
kemur til dæmis fram í því, að
upplýsingarpostular leggja mikla
áherslu á að heimfæra uppeldis-
boðskap sinn upp á heimilin eins
og þau eru - með óvandabundið
vinnufólk innanstokks, því is-
lenska heimilið býður ekki upp á
það að hér sé boðuð ný borgara-
leg fjölskylduímynd eins og í
Evrópu, til þess hefði þurft að
vera hægt að stía á milli bama
húsráðenda og vinnuhjúa. Enn er
þess að geta að ég hefi reynt ffek-
ar en aðrir að greina Ijós eða dul-
in átök sem voru samfara hinum
nýja boðskap upplýsingarmanna.
Að lesa og skrifa
- Hvað varð svo um boðskap
upplýsingarmanna, hvemig gekk
þeim að ryðja honum braut?
- Tökum það til dæmis, sem
engin ný tíðindi eru, að píetism-
inn, heittrúarstefnan, hún setti
ffam kröfú um að lestrarkunnátta
væri skilyrði fyrir því að ungling-
ur mætti fermast. Þegar þessi pí-
etíska krafa er skoðuð frá sjónar-
hóli upplýsingarmanna er það
mjög áberandi hve ósáttir þeir em
við það hve þröngt verksvið í
rauninni er ætlað þessari lestrar-
kunnáttu - hún er til þess ætluð að
lesa á guðsorðabækur. Þeirra við-
leitni er svo í því fólgin að gera
þetta læsi að lykli að umheimin-
um og hagnýtri þekkingu. Þar
með talið þurfi menn að geta unn-
ið með hugmyndir og fest þær á
blað - þeir beijast fyrir skriftar-
kunnáttu sem píetistar höfðu eng-
an áhuga á. Þessi viðleitni til að
rýmka notkun lestrarkunnáttu
kemur svo skýrast fram í bókaút-
gáfu upplýsingarmanna.
Tilveruréttur
bemskunnar
Svo dæmi sé tekið af því í
boðskapnum sem ekki getur tekið
á sig áþreifanlegt form, þá skal
nefna að bemskunni reyndu þess-
ir menn að gefa gildi sem sér-
stöku æviskeiði sem virða bæri,
halda því til streitu að böm hefðu
sérstakar þarfir en væni ekki
barasta litlir fúllorðnir. I þessu
fólst það líka, að leikir bama
væm ekki metnir sem óþarfi og
bæm vitni um leti og aðra ó-
dyggð, einnig þeir gætu verið
uppbyggilegir og markverðir.
Þessir menn beittu sér líka
fyrir margskonar umbótum á
meðhöndlun bama - til dæmis
fyrir því að mæður gæfu bömum
bijóst. Þrifnaður var þeim og
hjartfólgið mál - og reyndar
skemmtilegt að skoða það hvem-
ig barátta Halldórs Laxness á tutt-
ugustu öld fyrir þrifnaði er eins
og í beinu framhaldi af amstri
uppbyggingarmanna.
Bækur og menn
Það getur svo verið erfitt að
alhæfa um þann árangur sem náð-
ist. Niðurstaðan fer þá ekki síst
eftir því hvaða þátt mála maður
hefúr í sigti. Það var vissulega
mikill árangur að gera fólk holt
og bolt stautandi á bók - en það
gerðist einmitt á upplýsingaröld.
En lítil breyting varð á þessum
tíma á skriflarkunnáttu fólks. Við
stóraukna útbreiðslu lestrarkunn-
áttu tengist svo bókaútgáfa, sem
var á þeim tíma ekkert minna en
bylting. Prentlist hafði alllengi átt
heima í landinu, en hún var nær
eingöngu höfð til að breiða út
guðsorð - nú fór fyrst að koma á
prent veraldlegt efni svo um mun-
aði. Heimili á Islandi vom liðlega
7000 á þessum tíma og upplög á
bókum sem Magnús Stephensen
gaf út vom kannski 600-800 eða
jafnvel þúsund eintök (t.d.
„Handbókar íyrir hvem mann”)
Það munar um minna. Sum þessi
rit urðu mjög útbreidd og vinsæl
eins og Ræður Hjálmars á Bjargi,
þar sem faðir er látinn ræða upp-
byggilega við böm sín, leiðbeina
þeim um störf og makaval og
fleira. En þegar þetta er sagt ber
þó að hafa í huga, að þegar á
heildina er litið er hlutfall verald-
legra bóka á heimilum enn lágt á
íslandi við lok þessa tímabils.
Óþreyja
og árangur
- Magnús Stephensen kvartar
stundum yfir því að hægt gangi...
- Það er eins og fyrri daginn:
slíkt vonbrigðatal er mælistika á
óþreyju umbótamannsins, kapp-
sömum manni finnst alltof hægt
ganga. Og Magnús er líka reiðu-
búinn til að halda hinu á loff: hve
mjög upplýsingunni hafi fleygt
fram.
En svo er annað: Ef við lítum
á þau tæki sem þessir landsfeður,
Magnús og fleiri, höfðu til þess
að hafa áhrif á viðhorf fólks, þá
em þau ósköp léleg miðað við nú-
tímaaðstæður. Það em engir skól-
ar starfandi. ísland er jafnskóla-
laust samfélag við lok tímabilsins
og í upphafi þess. Það er bara
tvennt til þá sem hægt er að kenna
við fjölmiðlun í okkar tíma skiln-
ingi. Annarsvegar sá boðskapur
sem prestar fóm með í kirkjum
(og gat verið mjög upp og ofan
með það hvemig til tókst að gera
þann boðskap upplýstan í
„praktískum kristindómi” eins og
þá var að orði kveðið). I annan
stað var svo bókaútgáfan - en það
er eins og fyrri daginn: hver veit
hvað verður um bók og hvaða á-
hrif hún hefúr eftir að hún er farin
á kreik?
Amast við
alþýðuskemmtun
- Upplýsingarmenn ömuðust
við því sem þeir kölluðu lygasög-
ur og ólundarrímnagól og hel-
vísku bulli sem aftrar almenningi
frá því að leggja stund á „sannan
fróðleik”. Þama er komið aðþví
sem þú kallar upplýsingu gegn
alþýðumenningu...
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júlí 1990