Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 11
Loftur Guttormsson: Hvað hvetur okkur til að skyggnast aftur í veröld sem var? Ljósm. Jim Smart. - Já, hér hlaut að koma til átaka. Hannes biskup Finnsson tii dæmis, hann hafði að sönnu frem- ur jákvætt viðhorf til íslendinga- sagna, en hann vildi bæla niður „lygasögur” og ævintýri. Magnús Stephensen var enn harðari í sið- ferðilegri fordæmingu sinni á allri lesningu og munnlegum mennt- um sem ekki voru nytsamleg og uppbyggileg eftir hans kokkabók- um. Upplýsingarmenn fóru háðu- legum orðum um rímur og sögur, kenndu mjög margt af þvi sem fólk hafði farið með við hjátrú og hindurvitni og af þessu spretta átök. Enginn vandi er að rökstyðja það, að upplýsingin var menning lærðrar yfirstéttar. Meiri vandi að gera grein fýrir berendum alþýðu- menningar, ekki síst vegna þess að félagslegur greinarmunur manna í milli er annar og minni en á meginlandinu. Eg legg á- herslu á, að upplýsingin verður til þess að skerpa skilin á milli menningargeiranna - það hlaut að gerast þegar hinir lærðu og upp- lýstu ganga hart fram í að flokka bækur og munnmenntir í góðar og illar. Þegar menn svo síðar á 19. öld fara að safna þjóðsögum og ævintýrum, m.a. fyrir áhrif rómantísks áhuga á alþýðumenn- ingu þá er það líka vitnisburður um að fyrmefhd aðgreining er komin langt á leið. Þeir lærðu hafa dregið sig út úr fjöldanum, þeir nálgast sagnaskemmtun hans sem viðfangsefni, utan ftá. Fortíð og fótfesta - Þú hefur skrifað margt um sögu uppeldis: hvað segirðu um sögu í uppeldi okkar daga? - Mér finnst reyndar að okkar tími ætti að hafa mikla þörf fyrir sögu, ef allt væri með felldu ætti að ríkja talsverð „eftirspum eftir fortíð” eins og sagt er á viðskipta- máli. Vegna þess að vilji menn átta sig á sjálfúm sér, þá hlýtur það að gerast að verulegu leyti með því að tengja sig við keðju í tímanum. Eftir því sem breyting- ar em örari, meira los á öllu í um- hverfinu, ættu menn að hafa þeim mun sterkari þörf fyrir að ná tök- um á þessari keðju. En ég hefi gmn um að sá vandi að tengja sig við fortíðina og geta notað þekk- ingu á henni til að hafa fastara land undir fótum - sá vandi þyng- ist m.a. vegna þess að það er um svo mörg plön að ræða. Eitt er tengsl við átthagana, annað við þjóðina, á enn einu er spurt um tengsli við stærri heildir. Og ég held að í skólum sé of lítið gert til þess að hjálpa bömum og ung- lingum að tengja sig við það sem næst er, við ból og byggð, við ætt- ingja, við heim afa og ömmu, til að nýta þau tengsli síðar til stór- felldari brúarsmiða... Og er þá viðtali lokið. Nema hvað þau orð Lofts Guttormsson- ar sem nú var vitnað til minna á lokaorð hans í ræðu við dokt- orsvöm - en þar minnist hann fóstra síns, Einars Longs, en af kynnum við hann fannst dokt- orsefni hann hafi öðlast persónu- lega reynslu af mun eldri tíma en hann er sjálfur bókaður á. Um Einar sagði Loftur á þessa leið: - Hann gat ausið endalaust af sagnabrunni, lind munnmennta- þjóðfélagsins sem hann var sprottinn úr, og bömum gaf hann allan þann tíma sem þau þörfhuð- ust. Þessi kall, fomeskjulegur f hugsun með óbrigðult hjartalag, kenndi mér að lesa og skrifa, fást við rúnir siðmenningarinnar. Eftir á finnst mér eins og grá- skeggur fóstri minn hafi orðið mér hvati til þess að skyggnast aftur í þá veröld sem var áður en hann kom sjálfur við sögu - og reyna að átta mig á horfnum heimi, sem er sameiginlegur bak- gmnnur okkar allra.... Föstudagur 13. júlí 1990 ÞJÓÐV1LJINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.