Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Blaðsíða 14
Kvennabarátta Framhald af bls. 9 gjörbreytt samfélag og bregst ekki við kröfum kvenna um frelsi og val verður Kvennalistinn og kvenfrelsisbaráttan á dagskrá. Kvennalistinn þarf þó eins og kvennahreyfmgamar erlendis að skerpa pólitískar línur og bregð- ast við breyttum heimi. Við höf- um náð því marki að breyta um- ræðunni um stöðu kvenna hér á landi verulega. Við höfum hvatt konur til dáða og við höfum haft þau áhrif að konum hefur ijölgað verulega á þingi og í sveitar- stjómum. Það dugar auðvitað skammt ef þær konur sem þangað komast beita sér ekki í þágu ann- arra kvenna. En við eigum líka margt ógert. Þar blasir fyrst og fremst við staða kvenna á vinnu- markaðnum sem ef eitthvað er hefur versnað. Þar hefur ekki tek- ist að finna leiðir til breytinga, enda er það mín skoðun að einmitt þar séu hin gömlu lögmál niðumegld og lítill vilji til að breyta því. Laun og staða á vinnumark- aði móta að hluta til sjálfsímynd karla og þeir em því miður fáir meðal þeirra sem einhverju ráða sem virðast fylgjandi því að störf kvenna verði endurmetin til launa eða að launakerfinu verði stór- lega raskað. Hugmyndin um karl- manninn sem fyrirvinnu lifir enn góðu lífi (líka í hugum kvenna), það þekkja menntaðar konur vel sem sjá karlmenn taka á rás á dansstöðum þegar þeir slysast til að reyna við konu sem við nánari kynni reynist vera verkfræðingur eða læknir. Hvað sem öllum hugleiðing- um líður um markmið og leiðir verður ekki fram hjá því horft að kvennahreyfingin er ein merkasta félagshreyfing síðustu alda. Ef við nútímakonur hugsum til for- mæðra okkar sem hér lifðu í moldarkofum oft á hungurmörk- um, horfandi upp á bömin sín deyja hvert á fætur öðru, réttlaus- ar og sífellt stritandi, verður okk- ur ljóst að margt hefur breyst. Við eigum baráttukonum gömlu kvenréttindahreyfmgarinnar mik- ið að þakka, svo og öllu því fólki sem barðist fyrir bættum kjömm, félagslegu réttlæti og mannsæm- andi lífi. Þeirra vegna, okkar vegna og framtíðarinnar vegna verðum við að halda áfram. Enn sem fyrr er það frelsið og réttlæt- ið sem er í húfi og því til viðbótar kemur ábyrgðin á framtíð jarðar- innar sem við byggjum. Heimurinn þarfnast mýktar, umhyggju og virðingar við allt sem lífsanda dregur, ekki síst hina aumu mannskepnu sem heldur sig vera eftirmynd guðs. Við megum engan tíma missa, leiðin liggur aðeins áfram og nú reynir á konur að kreijast og karla að koma til móts og gefa eftir. Verkefnisstjóri Starf verkefnisstjóra norræns verkefnis um iaun kvenna og karla er laust til umsóknar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist Jafnréttisráði, pósthólf 5423, 125 Reykjavík, fyrir 25. júlí næstkomandi. ALÞÝDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Skrifstofa ABR verður lokuð frá 16. júlí til 16. ágúst vegna sumarfrís starfsmanns. Á sama tíma verður hægt að hafa samband við formann ABR Sigurbjörgu í síma 77305, varaformann ABR Ástráð í síma 672307 og gjaldkera ABR Árna Þór í síma 625046. - Stjórn ABR. Alþýðubandalagið í Reykjavík Gróðursetningarherferð í Heiðmörk Laugardaginn 14. júlí verður farið í Heiðmörk og plantað í skógræktarreit Alþýðubandalagsins. Aliir velkomnir. T akið með fjölskylduna og nesti. Plöntur og áhöld verða á staðnum. Við hittumst við bæinn Elliðavatn kl. 14. (Ekið í gegnum Rauðhóla.) Nánari upplýsingar gefur Árni Þór í síma 625460. Stjórn ABR Neðansjávarspenna Háskólabíó Leitin að Rauða október (The Hunt for Red October) Leikstjóri: John McTiernan Handrit: Larry Ferguson & Donald Stewart, eftir samnefndri skáldsögu Tom Clancy Aðalleikarar: Sean Connery, Alec Baldwin, Scott Glenn, Sam Neill, James Earl Jones. Leikstjórinn John McTiernan sem er helst þekktur fyrir spenn- umyndina Die Hard, er nú farinn af fimmtugustu hæð og kominn niður á fimmhundruð metra dýpi til að kvikmynda metsölubók Tom Clancy, Leitin að Rauða október. Bókin kom út 1984 og gerist litlu fyrr, í lok stjórnartím- abils Chernenko þegar Rússar voru ennþá „Grýlan" og Glas- nost bara draumur. Þetta er sem sagt fyrsta kaldastríðsnostal- gíu-myndin, hverjum hefði dott- ið í hug að hún kæmi svona snemma? Sean Connery leikur Rússann Marko Ramius sem er skipstjóri á splunkunýjum sovéskum kjarn- orkuknúnum kafbáti, Rauða okt- óber. Þetta er súperkafbátur, ris- astór drápsvél sem gengur fyrir alveg sérstökum útbúnaði sem næst ekki á radar. Rússar geta siglt óséðir alla leið inná Times Square þessvegna og sprengt Bandaríkin margsinnis í tætlur áður en þeir komast til að þrýsta á hnappinn. Andstyggileg hug- mynd. En allar áætlanir Rússa fara í vaskinn því að Ramius skip- stjóri tekur þá ákvörðun að flýja til Bandaríkjanna og taka kafbát- inn með sér. Rússar senda þá út allan flotann sinn til að leita að honum og segja Könum að Rami- us sé brjálæðingur sem ætli að senda kjarnorkusprengju á Was- hington. Þannig að Kanar fara líka að leita að honum. Útlitið er sem sagt svart fyrir manninn sem talar rússnesku með skoskum hreim. Þá kemur til sögunnar CIA-maður sem hitti hann einu sinni í partíi og veit þessvegna al- veg hvað hann er að hugsa: hann ætli að flýja en ekki tortíma neinu. Þetta gerist allt á fyrstu tíu mín- útunum og þá eru tveir tímar eftir. Ég las einhversstaðar að öll neðansjávaratriði væru tekin inni í stúdíói og reykur notaður í stað- inn fyrir vatn. Kannski það sé þessvegna sem mér finnst þau svona óraunveruleg og kafbát- arnir líkari leikföngum en mörg- hundruð metra löngum apparöt- um, þar sem þeir snúast hver um annan undir kórtónlist. Atriðin inni í kafbátunum eru mun magnaðri, þar eru allskonar tæki og ljós sem blikka og alvar- legir menn að skipa fólki fyrir í gegnum síma. En enginn leik- stjóri hefur, að mér finnst, náð jafn vel tilfinningunni að maður sé lokaður inni á mjög afmörk- uðu svæði og Wolfgang Petersen í myndinni Das Boot. Samt tekst McTiernan það sem hann ætlar sér. Leitin að Rauða október er skemmtileg og hröð spennumynd, og skartar Sean Connery í aðalhlutverki ásamt hinum nýlega Alec Baldwin, sem er víst á leiðinni að verða súper- stjarna. Þá sem finnst efni myndarinn- ar, kalda stríðið, orðið dálítið úr- elt vil ég minna á að ekki er svo langt síðan því lauk - ef því er þá alveg lokið. Víetnamstríðinu lauk fyrir fimmtán árum og núna fyrst er það háð af fullri hörku á hvíta tjaldinu. Sif Horfur á laugardag og sunnudag. SA-átt. Vætusamt um landið sunnanvert og á Austfjörðum, en þurrt og sumstaðar léttskýjað um landið norðanvert Híti 10-14 stia sunnanlands, en allt að 20 stig i innsveitum Norðanlands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.