Þjóðviljinn - 13.07.1990, Side 15
OT7T A ¥> 1\ /íí71VTl\J¥lVr^ HVT
ii iLi^ljAJtvlVI HFN IM Ji> viln
Ríki og borg lögðu saman í kaup á húsi Islandsbanka í portinu við
Vatnsstig 3b, þar sem Nýlistasafnið opnar á ný eftir árs lokun á
morgun.
Listamenn að störfum, þeir Kess Visser og Níels Hafstein í hlutverkum iðnaðarmanna við lagfæringar á
Nýlistasafninu.
Nýtt Nýlistasafn
Listelskendur bæjarins, og þá
sérstaklega þeir nýjungagjörnu,
hafa eflaust saknað Nýlista-
safnsins við Vatnsstíg, nú geta
menn tekið gleði sína á ný því að
á morgun opnar safnið aftur eftir
stækkun, hækkun, breikkun,
bætur og lagfæringar.
Nýlega tókst samkomulag ríkis
pg borgar um kaup á húsnæði
íslandsbanka við Vatnstíginn,
þar sem safnið var áður til húsa,
en starfsemi þess hefur legið nið-
ur í ár. Formleg afhending á safn-
inu fór fram í gær.
Níels Hafstein: Byggingin má ekki skyggja á listina
Bjartsýnis-
fyrirtæki
Kees Visser og Níels Hafstein
sýndu blaðamanni Nýs Helgar-
blaðs húsakynnin. Nýlistasafnið
hefur nú um 550 fermetra til um-
ráða. Á fyrstu hæð eru tveir stórir
sýningarsalir, smíðahús og fleira.
Á annarri hæð er listaverkag-
eymsla, lítill sýningarsalur, skrif-
stofa, bókasafn og tækjasalur,
þar sem listamenn sem vinna með
myndbandstækni og slíkt geta
fengið aðstöðu. Og á þriðju hæð
er stór sýningarsalur sem áður
var Gallerí SUM.
Þótt stutt sé í opnun virðist enn
margt ógert, Níels Hafstein for-
maður Nýlistsafnsins sest niður
með blaðamanni og segir að safn-
ið eigi að vera fremur hrátt, og
auk þess sé endurbótum og
breytingum ekki lokið enn og
hefur endanleg mynd safnsins
ekki verið njörðuð niður.
Níels segir félagsmenn hafa
hafið starfsemi að nýju vegna
þess að það var þrýstingur á þá
vegna Listahátíðar f Reykjavík.
Við vildum vera með, segir hann.
Og til þess að sýna að við værum
ekki aiveg dauð á þessu tímabili
þá skipulögðum við sýninguna
Fyrir ofan garð og neðan, en
þurftum inniaðstöðu líka. Þá
fengum við leyfi hjá bankanum til
að fara strax inn, enda var þá
búið að gera bindandi samning
við bankann um kaupin hvort
sem var.
Hvernig hefur vinnan verið?
Það hafa aðallega verið við
Kees Visser sem höfum unnið
hérna, svo fengum við auðvitað
pípara og rafvirkja svo allt væri
nú löglegt. Einnig tóku margir fé-
lagsmanna þátt í vinnunni við
endurbæturnar.
Hvernig félagsskapur er Ný-
listasafnið? í félaginu eru nálægt
því hundrað félagsmenn. Það var
stofnað 1. janúar 1978, og þá
höfðu farið fram undirbúnings-
fundir og geysileg vinna með lög-
fræðingum til að gera skipulags-
skrá. Þetta var náttúrlega
bjartsýnisfyrirtæki og er enn. Ný-
listasafnið var stofnað til að ýta
SÚM-salurinn gamli fær uppreisn æru í Nýlistasafninu, og að sögn Níelsar Hafstein eru gamlir Súmarar ánægöir með breytingarnar sem
hafa verið gerðar á salnum. Myndir: Jim Smart.
við því sem okkur fannst alveg
steingelt og staðnað ástand í ís-
lenskum myndlistarmálum, sér-
staklega opinbera geiranum, og
beindum við þá spjótum okkar
nokkuð að Listasafni íslands. Þar
hafa menn síðar viðurkennt að
þetta hafi verið svolítið högg og
hróflað við þeim þar.
Við lögðum áherslu á það á sín-
um tíma, 1978, að það vantaði
tuttugu ár inn í listasögu þjóðar-
innar á Listasafni íslands, og væri
það sögufölsun, einhver varð að
taka í taumana. Verk lágu undir
skemmdum í alls konar
geymslum, jafnvel voru menn
farnir að taka í sundur verk til að
nota í nýrri verk!
Safnið er bara
skel
Við hóuðum saman 20-30
manns, sem síðan stofnuðu Ný-
listasafnsfélagsskapinn. Starf-
semin jókst svo smátt og smátt,
og verkum í eigum safnsins fjölg-
aði. Menn hafa verið að gefa
verk, vilja sem sagt að verkin séu
hérna og þá náttúrlega sýnd.
Erlendir listamenn sem við
höfum fengið til landsins í gegn-
um tíðina gefa oft eitt til þrjú verk
eftir stærð og umfangi þegar þeir
fara. Við höfum síðan fengið
sendingar að utan því að margir'
félagsmenn eru útlendingar, og
er t.d. sérstök klausa í skipulags-
skrá sem rekur rétt og skyldur
þeirra.
í gegnum sambönd við íslend-
inga erlendis og útlenda meðlimi
höfum við byggt upp mikil sam-
bönd út um allan heim. Ég held
ég fari rétt með að eftir að við
stofnuðum þetta safn þá er stofn-
að safn í New York með svipaða
stefnuskrá. Það eru listamennirn-
ir sjálfir sem taka sig saman um
að safna verkunum í stað þess að
láta listsafnfræðinga eða ein-
hverja aðra í söfnum um þá hlið
mála.
Sífellt hafa bæst nýjar félagar
við, og í ár gengu fjórtán í félagið.
Nú þegar starfssemi safnsins er
að aukast og breytast þá kviknaði
áftur áhugi á því að vera meðlim-
ur í félaginu.
Það var á tímabili að unga fólk-
ið fór utan til náms og var oft
lengur en þeir sem eldri eru, og
menn voru lítt spenntir fyrir fél-
agsmálum og hópstarfi lista-
manna. Menn hugsuðu um það
eitt að slá í gegn, en eru nú að átta
sig á því að það er ekki gangurinn
í þessu. Samstaða er það sem
gildir í listinni held ég, segir Ní-
els.
Við inngönguna eru engar
hömlur lagðar á menn, það eru
engin inngönguskilyrði, nema
þau að menn þurfa að afhenda
safninu verk við inngöngu og síð-
an eitt verk á fimm ára fresti.
Þetta er sjálfseignastofnun rekin
af félagi Nýlistsafnsins, og við
lítum á þetta fyrst og fremst sem
eign þjóðarinnar, sem á að vaxa
og dafna undir ábyrgðarfullri
stjórn. Við tökum hlutverk okkar
mjög alvarlega; það að móta ein-
hverja stefnu og hafa áhrif á gang
mála. Við reynum ekki aðeins að
safna verkum heldur einnig að
vera alltaf í fararbroddi við það
að kynna það sem er nýjast og
ferskast, þótt það eigi engan
hljómgrunn annars staðar. Við
erum brautryðjendur.
Húsnæðið skiptir ekki öllu
máli, heldur það eitt að fólk sé
skapandi og tilbúið til að starfa,
safnið er bara skelin. Efnið í
byggingunni skiptir engu máli,
verkin sjálf eru aðalatriðið, segir
Níels að lokum.
Á morgun verða opnaðar þrjár
sýningar í nýuppgerðum sölum
Nýlistasafnsins. I sölum fyrstu
hæðar verður einkasýning
franska listamannsirfs Bauduin, á
annarri hæð verður einkasýning
Níelsar Hafstein, og á þriðju
hæðinni verður safnsýning. þar
sem sýnd verða verk Ástu Olafs-
dóttur, ívars Valgarðssonar,
Rúnu Á. Þorkelsdóttur og Þórs
Vigfússonar. Safnið er opið alla
daga frá kl. 14-19, og sýningarnar
standa til 29. þessa mánaðar.
Föstudagur 13. júli 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15