Þjóðviljinn - 13.07.1990, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 13.07.1990, Qupperneq 21
Hamingjubandið í svörtum hliðum tilverunnar Einkaviðtal dægurmálasíðunnar við Johny Brown söngvara The Band Of Holyjoy Johny Brown, söngvari The Band Of Holy Joy. Þann 19. júlí heldur breska hljómsveitin The Band Of Holy Joy tónleika í Tunglinu á vegum Listahátíðar næturlífsins. Þetta verður í annað skipti sem hljóm- sveitin heldur tónleika hér á landi, en rokkunnendum gafst tækifæri til að heyra og sjá ham- ingjubandið á sama stað í febrúar í fyrra. Þá var hljómsveitin nýbúin að senda f rá sér sína fy rstu breið- skífu, „Manic, Magic, Majestic". Þegar hljómsveitin heimsækir landann í annað sinn er síðan ný- komin út önnur breiðskífa henn- ar, „Positively Spooked". Þó The Band Of Holy Joy hafi sýnt það og sannað með þessum tveimur breiðskífum að hún er með allra forvitnilegustu hljóm- sveitum, er hún enn á spámanns- stiginu hvað varðar lýðhylli í heimalandi sínu. Það er með rokktónlistina eins og annað það sem mennirnir taka sér fýrir hendur, alltaf eru til stofnanir sem halda sig þess verðugar að gefa þessum verkum haffæmis- skírteini, þó sömu aðilar hafi kannski aldrei á skipsfjöl komið. Hamingjubandið hefur ekki nennt að elta ólar við þá ytri um- gjörð sem útgáfufyrirtækin setja rokktónlistinni með það fyrir augum að skapa tísku og um leið múgsefjun. Fyrir okkur íslend- inga er þetta visst lán í óláni, þar sem hljómsveitin hefur þá tíma til að heimsækja okkur reglulega. í tilefni heimsóknar The Band Of Holy Joy sló dægurmálasíðan á þráðinn til Johny Brown, söngvara hamingjubandsins, og átti viö hann stutt spjall. Hann semur alla texta hljómsveitarinn- ar og því rétt að hefja umræðuna á þeim. Johny Brown segir texta sína engu minna svartari á nýjustu plötu hljómsveitarinnar, „Positi- vely Spooked“, en þeir voru á fyrstu breiðskífu hamingjubands- ins „Manic, Magic, Majestic“. Inn á milli megi þó finna texta af léttara taginu, en ef eitthvað er þá séu svörtu textarnir svartari nú en áður. Umræðuefni textanna er ekki endilega skuggahliðar London, að sögn Johny. Þeir væru meira um skuggahliðar lífsins almennt. Hann sagðist engu að síður oft hugsa jákvæðar hugsanir en sé stundum niðurdreginn vegna auraleysis og kærustuleysis. „Ég held að ég sé viðkunnanlegur náungi, en hlutirnir líta heldur dökkt út listrænt séð fyrir okkur og það kemur fram í textunum," sagði Johny Brown. Þetta væri samt algerlega ómeðvitað, hann gæti ekki gert að því hvaða til- finningar bærðust innra með hon- um. Hvernig hefur nýju plötunni verið tekið? Gagnrýnendur hafa tekið „Positively Spooked“ mjög vel en almenningur hefur látið standa á sér, sem er kannski hluti skýringarinnar á svartsýninni, því almenningur tók heldur ekki við sér þegar fyrri platan kom út. Þetta breytist vonandi. Johny segir að „Positively Spo- oked“ virðist ekki ætla að seljast meira en „Manic, Magic, Majest- ic“, þó hreyfingin á henni virðist vera eitthvað meiri. Þetta sé leiðinlegt vegna þess að hann telji hljómsveitina hafa góða plötu fram að færa og sá sem hér skrifar getur tekið heilshugar undir þetta. Þessar dræmu viðtökur breskra hljómplötukaupenda hafa haft fjárhagsleg áhrif á hljómsveitina. „Við vitum aldrei hvort við eigum fyrir næstu mál - tíð eða hvar við getum haldið næstu ætingu," sagöi Johny. Hljómsveitin ætti þó nóg af bún- aði og væri alltaf að semja ný lög og fjárhagsþrengingamar hefðu ekki áhrif á andann í hljóm- sveitnni, þar sem menn væru sterkir fyrir. Skýringuna á sinnuleysi al- mennings telur Johny vera að The Band Of Holy Joy sé ekki tískufyrirbæri en um það snúist allt í Englandi. En nú er Band Of Holy Joy ekki svo ólík Happy Mondays og fleiri hljómsveitum frá Manc- hester sem gengur mjög vel? Ástæðan er sú að þessar hljóm- Upphituð kássa alveg eins og ný I hillum hljómplötuverslana liggur nú plata sem sennilega hefur ekki vakið athygli margra en það er önnur plata hljómsveitarinnar World Party, „Goodbye Jumbo“. Hér er á ferðinni fyrrum meðlimur hinnar ágætu hljómsveitar Waterboys, Karl Wallinger. Wallinger var eirin aðalmanna Waterboys og spilaði þar á bassa. Hann hætti hins vegar í hljómsveitinni eftir að hún sendi frá sér gæðagripinn „This Is The Sea“ árið 1985. En sú plata er að mínum dómi ein forvitnilegasta plata síðasta áratugar og það var einnig sú plata sem lyfti Waterboys upp á athyglihimininn. Karl Wallinger yfirgaf hljóm- sveitina engu að síður og Mike Scott hefur einn séð um störfin í brúnni síðan. Árið eftir að Karl yfirgaf Waterboys gaf hann út sína fyrstu plötu með hljóm- sveitinni World Party, sem í raun og veru er hans persónulega hug- arsmíð. „Goodbye Jumbo“ er fjöl- breytt blanda sem erfitt er að henda reiður á. Platan er meira eins og dagskrá þar sem flakkað er á milli áratuga í tónlist, án þess að maður kannist við nokkurt laganna. Hún er þó langt í frá „nostalglíuleg". Karl Wallinger er ekki að mæra fyrri tíma á grát- klökkan hátt þó hann leiki sér með ólíka hljóma fortíðarinnar, því nútíðin og jafnvel framtíðin eru ekki langt undan. Rokksagan DÆGURMÁL er hins vegar orðin svo fjölbreytt að frjóir tónlistarmenn eins og Karl Wallinger geta leikið sér að púsla saman ólíkum skeiðum og skapað með því nýjan tón. Þeir sem hafa hlustað á Water- boys heyra vel á „Goodbye Jumbo“ að Wallinger hefur haft mikil áhrif í Waterboys. Það má til dæmis heyra melódískan skyldleika með ýmsum lögum á „Goodbye Jumbo“ og lögum af „This Is The Sea“. „Take It Up“, er til að mynda lag sem vel hefði getað verið á „This Is The Sea“. En Karl Wallinger vinnur allt öðruvísi úr tónlistinni en Water- boys gerir og það er ekki ólíklegt að hann og Mike Scott hafi ólíkar Karl Wallinger, fyrrum bassa- leikari Waterboys, gerir merki- legar og velheppnaðar tilraunir á „Goodbye Jumbo". skoðanir í þessum málum. Sú breyting sem varð á Waterboys með síðustu plötu hljómsveittir- innar, „Fishermans Blues“, markar kannski fyrst og fresmt þá breytingu sem brottför Karls hafði í för með sér. Wallinger er ekki eins rokkað- ur og Waterboys var og er enn, þó stíll Waterboys hafi tekið miklum stakkaskiptum. Hann vinnur mikið með órafmögnuð hljóðfæri, píanó og fiðlur og maður heyrir jafn sérkennilegar blöndur eins og Electiric Light Orchestra, Rolling Stones og Be- ach Boys. í laginu „God On My Side“ eru til að mynda svipaðar raddanir og hjá ELO, sem Jeff Lynne fékk síðan frá The Beat- les, sem er önnur saga. Karl Wal- linger er líka greinilega undir miklum áhrifum frá Mick Jagger sem sólósöngvari og getur verið ótrúlega líkur gamla brýninu, eins og í léttum blús sem hann kallar „Sweet Soul Dream“. Wallinger er stöðugt að koma á óvart út alla plötuna. Hann fiktar við svo marga stfla að í lokin er maður alveg orðinn ruglaður og ef maður heyrði plötuna í heilu lagi í útvarpi án þess að þekkja til hennar, gæti maður auðveldlega haldið að þarna væru á ferðinni margar og ólíkar hljómsveitir. Það sem skapar heildarmynd plötunnar er frekar hrá og kæri- leysisleg hljóðblöndun, sem gerir það að verkum að engu er líkara en platan hafi verið tekin upp í bflskúr í Hlíðunum. Þetta er aftur á móti svo vandlega skapaður bfl- skúrahljómur að manni finnst að platan eigi akkúrat að hljóma svona en ekki einhvemveginn öðruvísi. Þeir sem hafa gaman af því að skoða rokktónlistina í sögulegu samhengi ættu að leggja eyrun við „Goodbye Jumbo“. Gamal- kunnir hljómar, sem spanna um 25 ára tímabil, kitla eyrun en em samt svo nýir að manni finnst maður aldrei hafa heyrt þá áður. Hlustun er sögu ríkari. —hmp Heimir Már Pétursson sveitir eru alveg nýjar, eins og til dæmis Happy Mondays og þær eru líka á tískulínunni. Við klæð- um okkur ekki í blómaskyrtur, erum ekki með sítt hár og við reykjum ekki hass. Þó að taktur- inn sé svipaður hjá okkur og þess- um hljómsveitum erum við ólíkir þeim að mörgu leyti og ég held að við vildum ekki eiga mikið saman við þær að sælda. Við spiluðum þó með James í fyrra og það var mjög skemmtilegt. Við erum heldur ekki í þessari sjöundaáratugar tísku allri og kunnum ágætlega við tísku okkar tíma. Hins vegar er ég hrifinn af „sækadelik“ tónlistinni frá sjö- unda áratugnum og tónlist Stones frá sama tíma og ég er líka hrifinn af hip hop. Sest sólin virkilega ekki? Þegar hljómsveitin kom hing- að til lands í febrúar í fyrra var mikið fannfergi og frekar kalt. Hlakkið þið til að koma hingað nú þegar er sumar? Já mjög, er ekki bjart allan sól- arhringinn? Ég á líka nokkra vini í Reykjavík sem ég hlakka til að hitta, þannig að það verður gam- an að koma aftur. Eftir andartaks hik spyr Johny aftur vantrúaður: Sest sólin íraun og veru ekki allan sólarhringinn? „Nei hún gerir það ekki á þessum árstíma,“ segi ég, en er ekki viss um að hann trúi mér. Eftir að hafa rætt íslenska sumarveðráttu í nokkra stund spurði ég Johny hvað hann ætlaði að stoppa lengi. Hljómsveitin verður á fslandi í þrjá daga en ég stoppa að öllum líkindum lengur svo ég geti notið þess að hitta vini mína. Eg vonast til að geta farið í Blá lónið og vonandi kemst ég einnig eitthvað til fjalla. Það var mjög gaman í Reykja- vík þegar við komum í fyrra og snjórinn var ekki til nokkurs ama. Ég er sjálfur ættaður frá sjávarbæ í Norður Bretlandi, Newcastle, þannig að ég ekki óvanur snjónum. Fólkið í Reykjavík er vinalegt og nætur- klúbbarnir eru frábærir. Þetta er góður bær sem þið eigið þarna upp frá, segir Johny sannfærandi og ég velti því fyrir mér hvort eitthvað væri að sjóninni hjá mér. Á tónleikunum þann nítjánda komum við til með að spila nokk- ur lög af „Positively Spooked“, nokkur af „Manic, Magic, Ma- jestic“ og síðan erum við með töluvert af nýjum lögum. Við erum miklu betri en síðast. Að lokum Johny, hvernig eru íslenskir áheyrendur í saman- burði við breska? Þeir eru mjög góðir, jafn góðir og hér í London. Það er hins veg- ar miklu skemmtilegra að spila fyrir Reykvíkinga en Manchest- erbúa og Newcastlebúa. Áheyrendur þar eru erfiðir og í Suður Englandi eru áheyrendur ósköp einfaldlega leiðinlegir. Móttökurnar í Reykjavík í fyrra voru svo góðar að við tókum tíu aukalög og vonandi verða tónleikamir þann 19. jafn skemmtilegir. Dægurmálasíðan mælir ein- dregið með tónleikum The Band Of Holy Joy. Þeir sem mættu í fyrra voru ekki sviknir. Fyrir þá sem ekki mættu þá skal upplýst að hamingjubandið á það sam- eiginlegt með Les Negresses Vertes að styðjast mikið við óraf- mögnuð hljóðfæri og textar beggja hljómsveitanna eru frekar svartir, þó lagaumgjörðin sé létt og fjörug. -hmp Föstudagur 13. ]úlf 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.