Þjóðviljinn - 13.07.1990, Qupperneq 24
Dóri sér um sína
Um helgina fær Halldór
Ámason forstöðumaður Ríki-
smats sjávarafurða lausn frá
starfi þar sem hann mun þann
1. september n.k. taka við
verkefnisstjórn í gæðaátaki í
sjávarútvegi sem sjávarút-
vegsráðuneytið stendur fyrir.
Þessu starfi gegndi áður Eirík-
ur Hilmarsson sem fyrir
nokkru síðan var sagt upp
störfum fyrirvaralaust og án
nokkurra skýringa enda ekki
tengdur sjávarútvegsráð-
herra á nokkurn hátt. Það er
hinsvegar Halldór Árnason.
Sjálfstætt
smygl
Sjálfstæðismenn í Vest-
mannaeyjum hafa ekki fundið
fyrir öðrum eins titringi innan
sem utan sinna raða síðan í
gosinu, þegar það fréttist að
nýkjörinn bæjarfulltrúi þeirra
Goggi á Klöpp hafði verið
gripinn glóðvolgur í Þorláks-
höfn með fullan sendiferðabíl
af smygluðu áfengi. Eitthvað
stóð það í Gogga að kalla inn
varamann fyrir sig í bæjar-
stjórnina og herma fréttir úr
innsta hring íhaldsins að hann
hafi ekki gefið sig fyrr en eftir
mikinn þrýsting frá félögum
sínum.
Enginn vill í
Víkina
Fyrir skömmu rann út sá
frestur sem dómsmálaráðu-
neytið hafði gefið þeim lög-
lærðu til að sækja um stöðu
bæjarfógeta í Bolungarvík.
Víkurum til mikillar furðu en
öðrum ekki, sótti enginn um.
Bolvíkingar verða þó ekki án
yfirvalds því Hjördís Hákonar-
dóttir mun gegna stöðunni
fram til 1. ágúst. Ekki er vitað
til hvaða bragða Óli og félagar
í dómsmálaráðuneytinu
munu grípa til en málið mun
vera í athugun þar á bæ. Þó er
næsta víst að ekki dugir ann-
að en að þangað vestur fari
yfirvald með sterk bein í nef-
inu. En eins og alþjóð veit
komst bæjarfógeti þeirra (s-
firðinga að ýmsu misjöfnu
þegar hann fór að róta til í
skúffum embættisins fyrr í
sumar þegar hann var þar
yfirvald í stuttan tíma. Meðal
þess sem þar var að finna
voru bunkar af ölvunarsektum
sem höfðu ekki verið inn-
heimtar og margt fleira í þeim
dúr.
ÁVALLT
Á LAGER
Stálrör -
heildregin og rafs.
Suðuflansar
Suðufittings
Rennilokar
Kúlulokar
Stálprófílar
Vinkil- og flatstál
Þakpappi
Bræðslupappi
Asfalt
LINDIN HF
Bíldshöföa 18. Sími 8 24 22
Tíu þúsund
fyrir sigur
Ýmsar sögur ganga um
hinar og þessar greiðslur sem
leikmenn í Hörpudeildinni í
fótbolta fá nái þeir að sigra
andstæðinginn. Séu sögurn-
ar bornar undir forráðamenn
félaganna neita þeir því stað-
fastlega enda eru leikmenn
áhugamenn í orði kveðnu þó
það sé álitamál í verki ef
marka má það sem sagt er.
Nýlega fréttist að eitt Reykja-
víkurliðanna greiðir liðs-
mönnmum sínum allt að tíu
þúsund krónur fyrir sigur og
þá ekki aðeins þeim ellefu
sem inná vellinum eru heldur
og einnig þeim sem sitja á
bekknum. Þetta er gert til að
halda leikmönnunum við efn-
ið og hvetja þá til dáða.
Hvers eiga
Króksarar
að gjalda
Feykir sem er óháð frétta-
blað á Norðurlandi eystra
greinir frá því í síðasta tölu-
blaði að bæjarráð Sauðár-
króks treystir sér ekki til að
setja á fót jafnréttisnefnd fyrr
en handbók jafnréttisráðs
kemur út, en hún er væntan-
leg seint á árinu. Virðist þó
engu skipta þó að bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins hafi
undir höndum upplýsingar um
störf jafnréttisnefnda í hinum
ýmsu bæjarfélögum vítt og
breitt um landið.
Tíminn og
landafræðin
Landafræðiþekkingu Tímans
virðist hafa hrakað því í út-
síðufrétt íTímanum í gær virð-
ast Balkanlöndin hafa flust
norður að Eystrasalti. Rætt er
við sovétmálaráðherra Eist-
lendinga í fréttinni, en sam-
kvæmt blaðamanni Tímans er
erindi hans hingað til lands að
leita stuðnings við stefnu
Balkanríkjanna hjá íslenskum
stjórnvöldum. Einum sex
sinnum er minnst á Balkanrík-
in í fréttinni en ekki einu orði
um Eystrasaltsríkin. Hinsveg-
ar má lesa út úr samhenginu
að Eistland, Lettland og Lithá-
en séu þessi Balkanríki sem
blaðamanni Tímans er svo
tíðrætt um.
Koparinn
og snærið
Fyrir nokkrum misserum varð
uppvíst aö nokkir skipverjar á
vestfirskum togara tóku
ófrjálsri hendi koparvír sem
Póstur og sími hafði skilið eftir
í hirðuleysi inni í ísafjarðar-
djúpi. Nú er dómur fallinn í
þessu umsvifamikla sakamáli
og fengu skipverjarnir skil-
orðsbundið fangelsi í tvo
mánuði. Margir freistast til að
bera þetta stórmál við annað
mál miklu minna, þe. Haf-
skipsmálið, þar sem þeir
Björgólfur Guðmundsson
fyrrum forstjóri skipafélagsins
hefur nýlega hlotið fimm mán-
aða skilorðisbundinn fangels-
isdóm og Páll Bragi Kristjóns-
son fyrrum fjármálastjóri
tveggja mánaða skilorðs-
bundinnfangelsisdóm. Rifjast
nú upp sagan um þjófnaðinn
og snærið og þykir Ijóst að
þeir Hafskipsmenn hafa verið
beittir miklu ranglæti.
DAIHATSU
APPLAUSE
Á fráh
Verði fráV*‘
§84.000.
na
Fáanlegur fimm gíra eða sjálfskiptur
Brimborg hf.
Faxafenl 8 • S: 68 58 70
LAUNAGREIÐENDUR
_
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERSMÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi I hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða I öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjárer 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skll tímanlega!
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI