Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 3
 Hólmavík Lífleg afmælis- hátíö framundan Hundrað ár eru liðin frá því Hólmavík fékk verslunarréttindi. Óvenjuleg afmælishátíð verður um helgina - Ég er kominn til Hólmavíkur til þess eins að gera allt vitlaust, sagði Örn Ingi Gíslason mynd- listarmaðurfrá Akureyri, en hann er framkvæmdastjóri mikillar af- mælishátíðar sem verður á Hólmavík um helgina í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því staðurinn fékk verslunarréttindi. - Grunnhugmyndin er sú að að skapa öðru vísi stemmningu á svæðinu en gengur og gerist á svona hátíðum. Það gerum við helst með því að gefa ekki allt upp fyrirfram, og einnig með því að stilla ekki fólkinu fyrir framan eitt svið, heldur höfum tvö svið, eitt á landi hitt á sjó. Fremra svið er terta 70 fermetra að stærð. Allt sem fer fram á því sviði verður eins konar tertuskreyting. Svo verðum við með 100 tonna bát út á höfninni fyrir skemmtiatriði og rokktónleika, sagði Örn og bætti við að þegar gestir koma í bæinn Loks kom hetjan [ vísnaþætti í blaðinu Skinfaxi, málgagni UMFÍ, kemur það fram, að nýráðinn bæjarstjóri í Kópavogi, Sigurður Geirdal framsóknarmaður, leggur nokkra stund á vísnagerð. Sigurður, sem um árabil var framkvæmdastjóri hjá UMFÍ, verður þar við áskorun um að senda seinnipart við vísu. Þegar báðir partar eru saman komnir er útkoman þessi: / Grímsey hann fæddist og flæktist víða nú farínn er loksins í pólitík. Já, mikið var þjóðin búin að bíða að byðist í framboð hetja slík. Vísan hefur reynst spá- jdómsleg. Eins og kunnugt er byrjaði Sigurður hetjuskap sinn sem yfirvald í Kópavogi í samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn á því að hækka bæjarstjóralaunin um fjórð- ung eða svo. Og mega allir vita að þetta er einungis gert til þess að Kópavogsbúar viti að mikill vandi fylgir þeirri veg- semd að stjórna þeim og mun meiri en að stjórna Reykvík- ingum, sem eru miklu nískari á laun við sinn borgarstjóra. ÁVALLT ÁLAGER Stálrör - heildregin og rafs. Suðuflansar Suðufittings Rennilokar Kúlulokar Stálprófílar Vinkil- og flatstál Þakpappi Bræðslupappi Asfalt L/ND/N HF. Bíldshöfða 18. Sími 8 24 22 fái þeir kort þar sem getið er um hvað eina annað sem er í gangi. Við viljum að gestir gangi um bæ- inn, upplifi ýmislegt óvænt, jafnvel í portum og lokuðum verksmiðjum og á götum úti. Þetta á að gerst meðfram venju- legri og óvenjulegri dagskrá sem við stillum upp á sviði sagði Örn Ingi. - Við verðum með gríðarlega veislu á laugardaginn, tónleika og markaðstorg. Þetta grær allt saman, það eru engin samskeyti á þessu. Á markaðstorginu verð- um við með tjald þar sem við bjóðum upp á þjónustu sem ekki er venjulega hér til staðar, t.d. hárskurð, nudd, spádóma, lög- fræðiaðstoð og sálfræðiaðstoð. Síðan er ætlun að stilla prestum upp á svið og gefa út tilskipun um að þeir vinni öll þau prestsverk sem til falla s.s. að skíra börn, gifta fólk, einnig er til í dæminu að þeir flýti eða seinki skilnuð- um. Ég geri mér vonir um gift- ingu, sagði Örn Ingi. - Sunnudagurinn er meira hefðbundinn Forsetinn kemur í heimsókn. Nokkir bæir senda ekki skeyti heldur fólk sem mun færa íbúum árnaðaróskir í list- rænu formi. Þannig kemur t.d. strengjasveit frá Akureyri. Her- legheitin enda svo með revíu sem hlotið hefur nafnið Hundrað ára Hólmavík, sagði Örn Ingi. Hann sagði að von væri á fjölda manns víðs vegar að til að taka þátt í þessari hátíð. í tilefni af- mælisins hafa Raufarhöfn og Hólmavík bundist vinabæjar- böndum. - Það er von á um 100 manns frá Raufarhöfn en það er rúmur fjórðungur íbúa þar. Þá er einnig gert ráð fyrir fjölda manns frá Hvammstanga, auk þess er búist við að stórum hópi sem tengist átthagafélagi Strandamanna. Allir þessir hópar hafa látið prenta boli, þannig að hver og einn ber utan á sér hvaðan hann er, sagði Örn og bætti við að það auðveldi þegar etja eigi hópunum saman í leiki. - Auk þeirra gesta sem koma á sjálfa hátíðina hafa verið hér góð- ir gestir sem hafa hjálpað okkur við að undirbúa afmæliðhátíð. örn Ingi sagði að fyrir sig væri undirbúningur að afmælihátíð á Hólma- vík gott framhald á afmælishátíð sem hann hefði stjórnað á Hvamms- tanga fyrir tveimur árum. Fjórir myndlistarmenn hafa dval- ið hér í nokkra daga og málað myndir af mönnum og náttúru. Nokkrir félagar í leikfélögum hér á Norðurlandi hafa líka lagt sitt af mörkunum, sagði hinn glaðbeitti framkvæmdastjóri Örn Ingi, sem var hæst ánægður með samstafið við afmælisnefndina og þó sér- staklega formann hennar, Björk Jóhannesdóttur. -sg Guðmundur stakk uppá Sveinbirni Deilurnar á meðal fornleifa- fræðinga hafa vart farið fram- hjá neinum. Sveinbjörn Rafnsson formaður fornleifa- nefndar hefur gagnrýnt harð- lega ýmis störf fornleifafræð- inga og viljað setja mun harð- ari reglur en hingað til hafa tíðkast. M.a. hefur Sveinbjörn gagnrýnt störf Guðmundar Olafssonar deildarstjóra forn- leifadeildar Þjóðminjasafns- ins og dregið í efa lögmæti ráðningar Guðmundar. En fyrir tilstilli hvers ætli Sveinbjörn hafi verið ráðinn formaður fornleifanefndar? Jú, mikið rétt. Það mun hafa verið Guðmundur Ólafsson sem stakk upp á Sveinbirni. KIVTT HPI rSADRI AFl — RÍFIA 1 AUGLÝSING UMINNLAUSNAFSVERÐ VEFÐTRYGGÐRA SPARISKlFTTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1984-1. fl. 01.08.90-01.02.91 kr. 47.475,68 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.