Þjóðviljinn - 27.07.1990, Page 6
Vondir eins
og villidýr
Af 135 aðspurðum tíu ára
börnum í skólum í Varsjá, höfuð-
borg Póllands, reyndust aðeins
fjögur vera vinsamleg grannþjóð-
inni Þjóðverjum. Helmingur
barnanna svaraði að Þjóðverjar
væru grimmlynd fúlmenni,
Austur-Þjóðverjar þó heldur
verri en þeir sem vestar búa. Einn
nemandi svaraði: „Þjóðverjar
eru vondir eins og villidýr. Svo-
leiðis þjóð ætti alls ekki að vera
til. Og ofan á allt ætla þeir nú að
sameinast." Til skýringar á
meintri illsku Þjóðverja héldu
sum barnanna því fram að þeir
tryðu á djöfulinn.
Mannblót
í Gabon
30 manneskjur hafa verið
handteknar í Mið-Afríkuríkinu
Gabon, grunaðar um hlutdeild
að morði á lögreglukonu, sem
Flavienne Nzoua hét. Lét hún
lífið við innvígsluathöfn hjá
Bwiti, þarlendum trúflokki sem
hún sjálf var í. Við athöfnina var
neytt ofskynjunarlyfja og fóma
átti þremur dýrum. Að sögn á-
kvað þá prestur safnaðarins að
lögreglukonan skyldi koma í stað
eins dýranna.
í janúar var þekktur Bwiti-
prestur dæmdur tii dauða eftir að
hafa verið fundinn sekur um að
hafa drepið einn safnaðarmeð-
lima sinna á fórnarhátíð. Lagði
söfnuðurinn hinn látna sér síðan
til munns. Þetta getur orðið al-
varlegt mál í stjórnmálunum í
Gabon, þar eð þó nokkrir menn í
ríkisstjórninni og kringum hana
eru í trúflokki þessum.
Málaferli út
af þrælaverslun
Shaka Zulu Assegai, banda-
rískur blökkumaður sem býr í
Keníu, hefur höfðað meiðyrða-
mál gegn Peter Okondo, atvinnu-
málaráðherra landsins, sökum
þess að ráðherrann kallaði
bandaríska blökkumenn negra
(negroes). Sagði ráðherrann við
þetta tækifæri að Bandaríkja-
mönnum færist ekki að prédika
mannréttindi fyrir öðrum, þar eð
negroes og indíánar þarlendis
væru ekki frjálsir enn.
Assegai segir orðið negro hafi
verið fundið upp til að niðurlægja
„Afríkumenn þá, sem afrískir
bræður þeirra og systur seldu í
þrældóm“. Hann telur kenísku
stjórnina samábyrga um þræla-
söluna frá Afríku forðum tíð og
hefur höfðað gegn henni annað
mál út af því. Vill hann hafa af
stjórninni kenískan ríkisborgar-
arétt og 16 hektara lands í bætur.
Allir kvenhatarar
Michele Andre, kvenréttind-
amálaráðherra Frakklands, sagði
í sjónvarpið þar fyrr í vikunni að
enginn franskur karlmaður væri
laus við kvenhatur. Jafnframt gaf
hún í skyn að að þau Pierre Joxe,
innanríkisráðherra, töluðust með
minna móti við þessa dagana.
Andre kvað sér hafa mislíkað við
Joxe að hann hefði ákveðið, án
þess að ráðfæra sig við hana, að
til þess að verða teknar í lögregl-
una yrðu konur að vera a.m.k.
166 sentimetra háar. Áður hafði
lágmarkshæð franskra lögreglu-
kvenna verið 163 sentrimetrar.
Göróttur drykkur
15 menn hafa látist og tveir
misst sjónina síðustu daga í Santa
Amaro í Bahiafylki, Brasilíu,
eftir að hafa drukkið heima-
bruggað romm, kallað cachaca,
sem bannað er með lögum að
framleiða og selja. Margir í við-
bót hafa veikst alvarlega. Yfir-
völd telja að rommið hafi verið
blandað tréspíritus. Lögregla
leitar manns, sem seldi cachaca
þar um slóðir, en hann er horf-
inn.
LeiðtogarsjöauðugusturíkjaheimsáleiðtogaráðstefnunniíHouston. Mörgum þykir nú sem Kohl gnæfi yfir alla hina, og ekki einungis
líkamlega.
Kákasíska undrio
Með samningiþeirra Gorbatsjovs og Kohls var rutt á brottsíðustu meginhindruninni í vegi
sameiningar Þýskalands og hafið tímabil náinnar samvinnu Þýskalands og Sovétríkjanna
efnahagsmálum ístjórn-og
Samkomulag þeirra Míkhaíls
Gorbatsjovs, Sovétríkjafor-
seta, og Helmuts Kohls, sam-
bandskanslara Vestur-
Þýskalands, er farið að ganga
undir nafninu „kákasíska und-
rið“ eftir ZheIeznovod.sk, hress-
ingarstað þeim á heimaslóðum
þess fyrirnefnda þar sem þessi
sögulegi samningur þeirra var
gerður fyrr i mánuðinum. Segja
má með sanni að þeir höfðin-
gjarnir hafi tekið Nató á orðinu,
cftir að leiðtogafundur þess á
dögunum lýsti því yfir að banda-
lagið skoðaði Sovétríkin ekki
lcngur sem andstæðing sinn, og
fellt formlega úr gildi það fjand-
skaparástand á milli ríkja sinna,
sem hófst með innrás Þjóðverja í
Sovétríkin fyrir 49 árum og var
áfram við lýði út kalda stríðið.
Stórlega var að vísu farið úr því
að draga með Ostpolitik Willys
Brandts og síðustu árin hefur það
ástand aðeins verið formið eitt.
„Kákasíska undrið" kom sem
sé ekki eins og þjófur úr heið-
skíru lofti, heldur átti það sinn
aðdraganda sem kominn var til
sögunnar þó nokkrum árum fyrir
tíð þeirra Gorbatsjovs og Kohls
sem heimsstjórnmálamanna. Og
sá aðdragandi spratt ekki heldur
úr engu.
Katrín mikla
og Ostpolitik
Með hliðsjón af heimsstyrjöld-
unum, sérstaklega þeirri síðari,
þegar Rússar og Þjóðverjar
hlóðu ofurháa valkesti hvorir úr
öðrum, er mönnum tamt að
hugsa sér þá sem erfðaóvini.
Sanni nær er að lengst af hafi ver-
ið til þess að gera gott á milli
þeirra, að fráfaldri öldinni okkar,
og meira að segja á henni hafa
þeir stundum verið bandamenn.
Allt frá því á miðöldum, þegar
Hansasambandið verslaði mikið
við furstadæmið Novgorod, hafa
samskipti þjóðanna verið tals-
verð og oft mikil. Pétur mikli
sóttist eftir þróunaraðstoð frá
þýsku ríkjunum, þau samskipti
jukust á tíð eftirmanna hans, ekki
síst Katrínar miklu, sem sjálf var
þýsk. Þýsk-baltnesku aðals-
mennirnir gegndu mikilvægu
hlutverki í Rússlandi 18. og 19.
aldar sem stjórnmálamenn, emb-
ættismenn í stjórnsýslu, herfor-
ingjar og stjórnarerindrekar.
Fjöldi Þjóðverja fluttist búferlum
til Rússlands. Þessi samskipti í
aldaraðir, ásamt með þeirri ein-
földu staðreynd að þjóðirnar búa
ekki ýkja langt hvor frá annarri,
hafa gert að verkum að Rússland
hefur aldrei verið fjarlæg og dul-
arfull grýla í augum Þjóðverja á
sama hátt og Vestur-
Evrópumanna og síðar einnig
Norður-Ameríkumanna.
Með hliðsjón af þessu þurfti
ekki á óvart að koma að Þjóð-
verjar ættu frumkvæði að því af
hálfu vesturlandaríkja að draga
úr kaldastríðskuldanum í sam-
skiptunum við Sovétríkin og
Austur-Evrópuríki. Frumkvæðið
að því átti Willy Brandt, fyrrum
leiðtogi vesturþýskra jafnaðar-
manna og sambandskanslari
Vestur-Þýskalands. Með Ostpo-
litik Brandts, eins og þetta nýja
viðhorf austur á bóginn var nefnt,
tókst að draga talsvert úr spenn-
unni milli Vestur-Þýskalands og
ríkjanna undir stjórn kommún-
ista. Mestu máli skipti að líkind-
um í því sambandi að Brandt
viðurkenndi Austur-Þýskaland
formlega. Það leiddi til síaukinna
samskipta þýsku ríkjanna og sí-
aukin kynni við Vestrið, sem
þeim samskiptum fylgdu, urðu
ásamt með öðru aðdragandi að
hruni alræðisins í Austur-
Þýskalandi s.l. ár.
Af öllum stjórnmálamönnum
jarðarinnar nýtur Kohl líklega
mestrar aðdáunar eins og sakir
standa. í bandaríska blaðinu
New York Times, sem að vissu
marki hefur tileinkað sér tor-
tryggnisafstöðu gagnvart Þýska-
landi, stóð fyrir skömmu: „Vera
má Gorbatsjov sé maður níunda
áratugar, en nú lítur út fyrir að
Kohl verði efstur á blaði á þeim
tíunda."
Ekki verður annað sagt en að
þetta sé nýtt fyrir Kohl. Þessi nú
sextugi leiðtogi hefur verið allur í
stjórnmálum frá því að hann
komst til þroska og jafnan sýnt
drjúg klókindi við að halda sér
uppi og hækka smátt og smátt.
Hann er af millistéttarfólki kom-
inn og hefur reynst einkar laginn
við að átta sig á hugarfari milli-
stéttarþjóðverjans og haga segl-
um stjórnmálanna eftir vindum
þaðan. Öðrum stjórnmálamönn-
um og enn frekar blaðamönnum
þykir á hinn bóginn að hann
skorti fágun, að hann sé ekki laus
við að vera fljótfær og klaufskur.
Er þá gjarnan minnt á ýmislegt,
sem upp úr honum hefur hrokk-
ið, eins og þegar hann líkti Gor-
batsjov og Göbbels saman sem
áróðursmönnum. Þá þykir ekki
nógu gott að sambandskanslar-
inn er ekki vel mæltur á aðrar
tungur en móðurmálið.
Genscher
skildi öðrum fyrr
hvað klukkan sló
Hann nýtur þess bæði heima-
fyrir og erlendis að síðan hann
tók við kanslaraembætti 1982
hefur Vestur-Þýskaland orðið
ennþá meira stórveldi í fjár- og
efnahagsmálum en áður var. Ár-
legur hagvöxtur hefur tvöfaldast
og þýska markið er orðið jafnvel
enn harðari gjaldeyrir en
svissneski frankinn. Gífurlegur
efnahagsstyrkur Vestur-
Þýskalands gerir því ekki einung-
is fært að innlima Austur-
Þýskaland, þótt það komi til með
að kosta Vestur-Þjóðverja býsn,
heldur og að rétta Sovétríkjunum
efnahagslega hjálparhönd svo
um muni. Allar horfur eru á að
þau samskipti ryðji braut þýskum
ítökum, bæði efnahagslegum og
pólitískum, vítt og breitt um
austantjaldsheiminn sem einu
sinni var.
Annar vesturþýskur framá-
maður hefur þó ef til vill stuðlað
enn meira en Kohl að því, sem nú
er fram komið. Sá er Hans-
Dietrich Genscher, aðalmaður-
inn í stjórnun utanríkismála
Vestur-Þýskalands s.l. tvo ára-
tugi. Hann er leiðtogi frjálsdem-
ókrata, miðjuflokksins í vestur-
þýskum stjórnmálum sem verið
hefur til skiptis í stjórnarsam-
starfi með jafnaðarmönnum og
kristilegum demókrötum, flokki
Kohls. Genscher tók í arf línuna
frá Ostpolitik Brandts og sem
utanríkisráðherra hefur hann frá
1987 verið óþreytandi við að
reyna að sannfæra bandamenn
Vestur-Þýskalands um að Gor-
batsjov vildi í alvöru sættast.
Hann lagði sig svo fram við það
að ekki einungis Reaganstjórnin
bandaríska þykktist við, heldur
og Kohl. S.l. ár var það Gensc-
her, sem fékk Kohl til þess að
þvertaka fyrir að í stað Lance-
flauga Bandaríkjamanna í
Vestur-Þýskalandi yrðu settar
þar niður nýjar eldflaugar, sem
miðað yrði sumum hverjum á
skotmörk í Austur-Þýskalandi.
Út af því lá við klofningi í Nató,
en vesturþýska stjórnin hafði sitt
fram. Það féll í góðan jarðveg í
Moskvu, og einnig meðal austur-
þýsks almennings.
Álfurinn
glöggskyggni
Nú er sú deila gleymd og
Genscher, sem þá var í Washing-
ton og Lundúnum kallaður „linur
gegn kommúnismanum“, hlýtur
þar nú hrós fyrir glöggskyggni og
framsýni.
Genscher, sem í útliti er stund-
um sagður minna á álf úr
Grimmsævintýrum, virðist hafa
allra vestrænna stjórnmála-
manna best áttað sig á ástandinu í
Austur-Þýskalandi. Hann er það-
Hætta á átök
r
Iskýrslu frá Páfagarði segir að
hætta sé á átökum milli ka-
þólskra manna og múslíma í Afr-
íku og fari sú hætta vaxandi.
Skýrslan var tekin saman fyrir
sérstakt kirkjuþing á vegum Vat-
íkansins fyrir Afríkulönd, sem
stendur til að haldið verði 1993.
I skýrslunni stendur að líkur
séu á vaxandi útbreiðslu
kristninnar í suðurálfu. En mús-
límar þar leggi einnig allt kapp á
að snúa sem flestum til sinnar trú-
ar. Ennfremur sé um að ræða við-
leitni til að endurmóta afrísk
þjóðfélög í anda íslams og breyta
lögum, menningu og fjármála-
stofnunum að því skapi. Þar sem
bæði kaþólskir menn og múslím-
ar leggi sig fram við boðun trúar
■ sinnar, sé hætta á að samkeppni
milli þeirra leiði til alvarlegra
árekstra.
Þá er því haldið fram í skýrsl-
unni að brögð séu að því í
löndum, þar sem íslam er ríkj-
6 SÍÐA - NÝTT h'ELGARBLAÐ