Þjóðviljinn - 27.07.1990, Side 19
Saklaust fórnarlamb sprengjutilræðisins í jámbrautarstöðinni (Bologna 2. ágúst. 1980. Alls létu 85 manns
lífið í sprengjutilræðinu.
rædda var ekki komin frá Þýska-
landi, heldur höfðu fyrrgreindir
yfirmenn í öryggislögreglu ítalska
hersins komið henni fyrir til þess
að villa um fyrir
dómsrannsókninni. Þessi staðr-
eynd, sem viðurkennd er í endan-
legri dómsniðurstöðu sem óumd-
eilanleg, nægir þó ekki til þess að
sanna að mati dómsins að um
beina hlutdeild að verknaðinum
hafi verið að ræða. Forsendur
dómsins hafa enn ekki verið birt-
ar, en um þetta atriði málsins
segir í. leiðara dagblaðsins La
Repubblica: „Það er eins og
dómstóllinn vilji segja okkur að
afvegaleiðsla dómsrannsóknar-
innar, sem gengur svo langt að
setja tösku fulla af sprengiefni
um borð í járnbrautarlestina
Taranto-Mflanó, hafi verið ti-
lefnislaus verknaður, að einhver
hafi vaknað einn góðan veðurdag
og hugsað sem svo: við skulum
búa til alþjóðlega samsæriskenn-
ingu, þannig getum við rétt þess-
um ungu hryðjuverkamönnum
hjálparhönd, sem annars gætu
lentu í ógöngum fyrir að hafa
skipulagt þetta fjöldamorð.“
Moldviðrið og aurinn sem þyrl-
að hefur verið upp í sambandi við
þetta mál á undanförnum 10
árum takmarkast ekki við þenn-
an vafasama þátt öryggislögreglu
hersins. En þáttur hennar skiptir
meginmáli, þar sem hann er það
eina sem eftir stendur af allri
dómsrannsókninni. Vert er að
minna á annað atvik sem átti sér
stað síðastliðið sumar: einn af
saksóknurum hins opinbera í
málinu á leynilegan fund með
Licio Gelli skömmu áður en
áfrýjunarréttarhöldin hófust, og
lýsir því síðan yfir opinberlega
eftir fundinn að hann hafi skipt
Sprengjutilræði
án sökudólga
Dómsúrskurður í Bologna grefur undan tiltrú á ítalska
réttarríkinu
Miðvikudagurinn 17. júlí var
svartur dagur í sögu ítalskra
dómsmála. Eftirdómsrannsókn
og málaferli sem staðið hafa yfir í
rétt 10 ár vegna sprengjutil-
ræðisins á járnbrautarstöðinni í
Bologna þann 2. ágúst 1980
kvað áfrýjunarrétturupp endan-
legan dóm í málinu. Niðurstaðan
var sú, að hinir ákærðu voru
sýknaðir af nær öllum ákærum
og þar með dæmd ómerk öll sú
vinna sem lögð hefur verið í rann-
sókn þessa alvarlegasta hryðju-
verks sem f ramið hefur verið í
Evrópu frástríðslokum. Eftirsitja
með sárt ennið aðstandendur 85
einstaklinga, sem staddir voru á
járnbrautarstöðinni kl. 10.25 um-
ræddan morgun og létu lífið í
sprengingunni. Og þeir200
einstaklingar sem hlutu sár og ör-
kuml af sömu völdum. Eftir sitja
með sárt ennið allir þeir einstak-
lingar sem leitað hafa sann-
leikans íþessu máli ífullu trausti
þess að Italía sé réttarríki sem
leitt geti sannleikann í Ijós þegar
öryggi þegnanna er ógnað af hin-
um myrku öflum. Nei, í þessu
máli eru það hin myrku öfl sem
hrósa sigri: Þau öfl sem með
margvíslegum hætti hafa leitt
dómsrannsóknina á villigötur og
rótað upp moldviðri og rógi til
þess að hylja sannleikann.
Dómur áfrýjunarréttarins,
sem er æðsta dómsstig og því
endanlegt, var kveðinn upp eftir
15 daga einangrun dómaranna.
Hann kollvarpaði niðurstöðum
fyrra dómsstigs í öllum megin-
atriðum: Fjórmenningarnir sem
fengið höfðu lífstíðardóm fyrir að
koma sprengjunni fyrir á staðn-
um voru allir sýknaðir. Þeir voru
allir framarlega í samtökum ný-
fasista. Yfirmaður frímúrara-
stúkunnar P2, fjárglæframaður-
inn Licio Gelli, sem var potturinn
og pannan í stærsta fjársvikamáli
aldarinnar hér á Ítalíu (gjaldþroti
Ambrosiano-bankans) og hefur
verið orðaður við mörg stærstu
glæpamál síðustu ára hér á Ítalíu,
hafði hlotið 10 ára fangelsisdóm í
undirrétti ásamt lagsmanni sín-
um, fjárglæframanninum Fra-
ncesco Pazienza, fyrir aðild að
samsæri um þetta tilræði og fyrir
að hafa stuðlað að því að leiða
dómsrannsóknina á villigötur.
Þeir voru báðir sýknaðir. Tveir
yfirmenn öryggislögreglu ítalska
hersins, þeir Pietro Musumeci og
Giuseppe Belmonte, sem jafn-
framt voru félagar í frímúrara-
stúkunni P2 og góðkunningar
Gellis, yfirmanns stúkunnar,
höfðu verið dæmdir af undirrétti í
10 ára fangelsi fyrir falskan áburð
og tilraunir til að afvegaleiða
dómsrannsóknina. Dómurinn
yfir þeim er það eina sem eftir
stendur, en hann var minnkaður
niður í 3 ár, þar sem ekki þótti
sannað að framferði þeirra hafi
þjónað hryðjuverkastarfsemi af
ásettu ráði.
Viðbrögðin við þessari
dómsniðurstöðu hafa einkennst
af djúpum vonbrigðum, sársauka
og reiði. í fyrsta skipti í sögu dag-
blaðsins 1‘Unitá var forsíðan auð
daginn eftir úrskurðinn að öðru
leyti en þvf að á miðri síðunni var
lítil ljósmynd tekin á slysstaðnum
og undir henni texti þar sem
sagði. „Eftir 10 ár á fjöldamorðið
í Bologna engan gjömingsmann.
Eftir situr minningin um 85 látna
og 200 særða. Frá árinu 1969 til
dagsins í dag hafa 5 fjöldamorð
verið framin hér á landi með
hundruðum fórnarlamba án þess
að nokkur hugmyndafræðilegur
faðir þessara afbrota og nokkur
gerandi þeirra hafi verið sakfelld-
ur eða fangelsaður. Sannleikur-
inn er eftir 20 ára rannsókn ekki
falinn í leynihólfum dómaranna,
heldur í leynilegum skjalasöfnum
ítalska ríkisins. Þessi auða síða
felur í sér afneitun alls málskrúðs
og málalenginga. Hún er vitnis-
burður um hneykslun og reiði.
Hún er vitnisburður um van-
þóknun en einnig um siðferðilega
baráttu sem mun áfram halda af
fullum krafti."
Leyniþjónustan
og myrkraöflin
Ummæli blaðsins um leyndar-
skjöl ríkisins varða aðild leynil-
ögreglu hersins og öryggislög-
reglu ríkisins að þessu máli, sem
þrátt fyrir allt er staðfest í þessum
endanlega dómi. Því sannleikur-
inn er sá, að það er fyrst og fremst
öryggislögreglan sem orðið hefur
uppvís að því að leggja gildrur
fyrir rannsóknardómarana og af-
vegaleiða þannig
dómsrannsóknina. En á bak við
öryggislögregluna var í þessu
máli, samkvæmt niðurstöðu
undirréttar, hinn dularfulli frím-
úrari og undirheimamaður, Licio
Gelli. Skömmu eftir að hryðju-
verkið í Bologna var framið bár-
ust böndin að samtökum ítalskra
öfgamanna til hægri. Á þriðja tug
félaga í slíkum samtökum var
handtekinn þrem vikum eftir
sprenginguna, en skömmu síðar
fóru að heyrast raddir um að hér
hefði verið um erlent samsæri
gegn Ítalíu að ræða. Og þann 13.
janúar 1981 fannst dularfull ferð-
ataska í járnbrautarlestinni sem
fór á milli Taranto og Mflanó. í
henni reyndist vera umtalsvert
magn sprengiefnis sömu gerðar
og notað hafði verið í Bologna.
Jafnframt voru í töskunni erlend
dagblöð og skilríki sem bentu til
þess að taskan væri komin frá
Þýskalandi. Þessi uppgötvun
leiddi til þess að rannsókn máls-
ins tók aðra stefnu, þangað til
það uppgötvaðist að taskan um-
um skoðun í málinu: dómsrann-
sóknin og sakfelling Gellis í
undirrétti hafi verið pólitískt
lituð og tilkomin undir þrýstingi
frá kommúnistaflokknum. ítal-
ska dómararáðið vísaði þessum
ásökunumá bug og svipti þennan
lögfræðing starfsréttindum í 6
mánuði. Engu að síður virðist af-
staða hans hafa haft áhrif á gang
málsins og niðurstöðu fyrir áfrý-
junarrétti.
Köngulóar-
netið
„Niðurstaða áfrýjunarréttarins
er síðasti vefurinn í köngulóar-
neti sem umlukið hefur landið á
síðustu 20 árum,“ sagði Achille
Occhetto, formaður ítalska
kommúnistaflokksins í kjölfar
úrskurðarins. Hann sagði að sú
stöðuga ógnun sem ítalskt lýð-
ræði byggi við væri óþolandi, og
bætti því við að nauðsynlegt væri
að opna leyniskýrslur ítölsku
leyniþjónustunnar og leyniþjón-
usta annarra ríkja sem tengdust
þessu máli og öðrum hliðstæðum.
Sérstakt lagafrumvarp um leyni-
þjónustuna liggur nú fyrir ítalska
þinginu, þar sem gert er ráð fyrir
lýðræðislegu eftirliti með starf-
semi hennar og möguleika á opn-
un leyndarskjala þegar ríkishags-
munir krefjast að mati dómara
eins og í þessu tilfelli.
En Bologna-málið og niður-
staða þess er því miður ekki ein-
angrað tilfelli eins og áður er get-
ið. Að minnsta kosti fimm fjölda-
morð hliðstæð þessu eru enn
óupplýst og hefur í fleiri tilfellum
lyktað með sýknun í áfrýjunar-
rétti. Dularfyllst er þó Ustica-
málið, sem enn er í dómsrann-
sókn eftir 10 ár og enginn virðist
geta fengið botn í þrátt fyrir
mikla eftirgrennslan, þar sem
jafnvel forsetinn Francesco Cos-
siga hefur haft afskipti af
dómsrannsókninni.
Ustica
Það var þann 27. júní 1980,
rúmum mánuði fyrir Bologna-
sprengitilræðið, að farþegaflug-
vél flugfélagsins Itavia af gerð-
inni DC9 á leið frá Bologna til
Palermo hrapaði í hafið skammt
frá eyjunni Ustica með þeim af-
leiðingum að allir um borð fór-
ust, eða um 100 manns. Þetta
„slys“ var mönnum lengi vel ráð-
gáta og rannsókn þess leiddi lengi
vel lítið í ljós. Það var ekki fyrr en
5 árum eftir slysið að
rannsóknardómari í málinu
skipaði sérstaka nefnd tækni-
manna er annaðist málið. Eftir
rannsókn, sem byggði meðal
annars á brotum úr flakinu, sem
fiskuð höfðu verið upp, skilaði
þessi nefnd 5 tæknimanna ein-
róma áliti í mars 1989, og niður-
staðan kom á óvart: að mati
nefndarmanna hafði þessi farþ-
egavél verið skotin niður með
flugskeyti frá annarri flugvél, og
átti flugskeytið að hafa verið af
þeirri gerð sem ítalski herinn hef-
ur ekki aðgang að, en er hins veg-
ar notuð bæði af bandarískum og
frönskum herþotum. Þrátt fyrir
þessa einróma niðurstöðu var
málinu ekki lokið: ljóst var að
upptökur úr flugumferðarstjóm
og radarupptökur af svæðinu
höfðu verið skemmdar eða faldar
og önnur gögn varðandi
rannsóknina höfðu verið „falin“
eða „gleymd“. Dómarar og
tæknimenn sem unnu við
rannsóknina kvörtuðu undan erf-
iðu samstarfi við þær þjóðir sem
hugsanlega áttu aðild að málinu,
og ljóst var að háttsettir menn í
her og leyniþjónustu höfðu bæði
þagað um einstök atriði og logið
til um önnur. Enn er allt á huldu
um þetta dularfulla mál, þótt
tímafresturinn fyrir rannsókn
þess sé senn á enda. En af enda-
lausum blaðaskrifum um málið er
helst að skilja að menn áliti að
vélin hafi verið skotin niður fyrir
mistök í einhverri leynilegri loft-
orrustu sem átt hafi sér stað á
þessu svæði umræddan morgun,
þar sem fleiri orrastuþotur hafa
verið greindar á ratsjárupptökum
á svæðinu á þessum tíma. Er talið
að þar hafi hugsanlega verið um
líbýskar og bandarískar vélar að
ræða, og að hugsanlega hafi flug-
/skeytið geigað og elt uppi vitlausa
vél fyrir mistök. En hverjir sem
hinu ábyrgu eru í þessu tilfelli
sem og í þeim hryðjuverkum sem
hér voru framin af fasistum á ár-
unum 1969-80, þá er það ljóst að
þeir virðast njóta vemdar innan
ríkiskerfisins sem hefur með ótví-
ræðum hætti beitt sér gegn því að
sannleikurinn í þessum málum
sjái dagsins ljós.
„Hér hefur ekki enn birt af degi
- hér ríkir enn niðdimm nótt,“
sagði Renzo Imbeni, borgarstjóri
Bologna eftir dómsúrskurðinn.
„í 21 ár hafa allir verið jafnir
gagnvart lögleysunni, fómar-
lömbin jafnt og ættingjamir.
Hryðjuverkin í Mflanó, Brescia,
Bologna, Ustica og hinir miklu
glæpir mafi'unanr em allir án sak-
borninga. Það er framskylda
lýðræðisrfkisins að tryggja ör-
yggi. Og þegar það getur það
ekki, að tryggja réttlætið. í 21 ár
hefur þetta ekki gerst. Það er því
réttmætt að spyrja þeirrar spum-
ingar, hvort við lifum í réttar-
ríki.“ Orð hans virðast orð að
sönnu.
Frá Ólafi
Gíslasyni
fréttaritara
Þjóðviljans í
Porto Verde
Föstudagur 27. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19