Þjóðviljinn - 27.07.1990, Síða 24
Schwarzenegger í aksjón.
Lowe og Spader ræöa málin.
Mars vs. Los Angeles
Bíóborgin
Fullkominn hugur(Total Recall)
Leikstjóri: Paul Verhoeven
Framleiðendur: Mario Kassar &
Andrew Vanja
Handrit: Ronald Shusset, Dan 0‘Bri-
an, Steven Pressfield & Gary Gold-
man
Aðalleikarar: Arnold Schwarzeneg-
ger, Sharon Stone & Rachel Ticotin
Regnboginn
íslæmum félagsskap(bad Influence)
Leikstjóri: Curtis Hanson
Framleiðandi: Steven Tisch
Handrít: David Koepp
Aðalleikarar: Rob Lowe, James Spa-
der & Lisa Zane
Það er verið að sýna tvær mjög
ólíkar spennumyndir í bíó um
þessar mundir. Onnur, Fullkom-
inn hugur, í Bíóborginni, kostaði
tæpar 90 milljónir dollara í gerð
og skartar ofurmenninu Arnold
Schwarzenegger í aðaihlutverki.
Hin, í slæmum félagsskap, í
Regnboganum, er öll minni um
Eins og orðið er nokkuð ljóst
eru framleiðendur í Hollywood
afskaplega hrifnir af að gera
framhald af myndum sem ganga
vel. Og hér eru nokkur framhöld
sem við getum átt von á í náinni
framtíð.
* Aliens III er í bígerð og það er
Finninn Harlin sem leikstýrir.
Hann hefur líka nýlokið við að
leikstýra Die Hard II þar sem
Bruce Willis bjargar alþjóðlegum
flugvelli frá hryðjuverka-
mönnum.
* Nú er loksins búið að ganga
frá Chinatown II en hún hefur
verið á leiðinni síðan 1974 þegar
sú fyrsta sló í gegn. í þetta skiptið
fer Jack Nicholson ekki aðeins
með aðalhlutverkið, leynilögg-
una Jake Gittes, heldur leikstýrir
hann líka.
* Godfather III á að vera vænt-
anleg í lok árs. Það er A1 Pacino
sem leikur Guðföðurinn Michael
Gorleone og sagan á að vera í
beinu framhaldi frá því þar sem
hún hætti síðast, 1979.
* Þeir sem höfðu gaman af
myndinni Good Morning Viet-
nam geta hlakkað til, því það er
verið að reyna að fá Robin Wil-
liams til að leika í Good Morning
Chicago. Hún er um útvarps-
manninn Adrian Cronauer í
Chicago 1968.
* Highlander II gerist árið 2020
og það er Christopher Lambert
sem er í aðalhlutverki sem fyrr.
Sean Connery ku líka vera í
myndinni þó hann hafi dáið í nr.
1.
* Honey, I shrunk the kids sem
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ
sig, t.d. kostaði hún ekki nema 9
milljónir dollara en það þykir
lítið vestanhafs og aðalleikararn-
ir eru með mun minni vöðva.
Hún er nú samt að mörgu leyti
„stærri“.
En við byrjum á Fullkomnum
hug. Ég man að þegar ég var í
gaggó var sýnd einhver mynd í
bíó um andstyggilegan morðingja
sem aflimaði og aflífaði fólk með
keðjusög eða einhverju álíka.
Sumir af strákunum í mínum
bekk voru afskaplega hrifnir af
þessari mynd og töluðu allt að því
andagtugir sín á milli um hvað
það hefði verið obboslega raun-
verulegt þegar hann (morðing-
inn) sagaði hausinn af konunni og
blóðið spýttist út um allt. Þessir
sömu strákar ættu að ffla
Fullkominn hug. Fólkið er drepið
tugum saman á afskaplega raun-
verulegan hátt. Það er skotið og
barið og stungið með hnífum með
tilsvarandi (ó)hljóðum og blóð-
slettum, svo að manni dettur si
svona í hug að einhver hluti af
gekk svo vel í Bíóborginni fyrir
nokkru á að halda áfram. Þar eru
3 handrit í deiglunni; Honey, I
Made the Kids Invisible, Honey,
I Sent the Kids to the Moon; og
Honey, I Xeroxed the Kids.
Spennandi?
* Mel Gibson og Danny Glo-
ver finnst svo gaman að vinna
saman, að Lethal Weapon III ætti
að líta dagsins ljós áður en langt
um líður.
* Anthony Perkins fær að leika
Norman Bates einu sinni enn því
það er búið að skrifa handritið að
Psycho IV.
* Það er hugsanlegt að Mary
Poppins birtist bráðum aftur á
hvíta tjaldinu, börnum eflaust til
ómældrar ánægju. En engar frétt-
ir hafa lekið um leikaraval.
* Sylvester Stallone situr ekki
auðum höndum því Rambo og
Rocky eru báðir í vinnslu. Rambo
þessum 90 milljónum hafi farið í
jarðarfarir.
Fullkominn hugur gerist í
framtíðinni þegar fólk flakkar um
sólkerfið, og myndin gerist að
mestu á Mars. Schwarzenegger
leikur mann sem bjargar plánet-
unni og íbúum hennar frá
bráðum bana, um leið og hann
reynir að komast að því hvort
hann er einn af góðu eða vondu
gæjunum, byggingaverkamaður
eða njósnari.
Handritið er unnið lauslega
eftir smásögunni „We can rem-
ember it for you wholesale" eftir
Philip K. Dick. (Hann skrifaði
líka vísindaskáldsöguna Do And-
roids dream of electric sheep?
sem síðar varð að myndinni Bla-
derunner). Dick er snjall rithöf-
undur og söguþráðurinn er ekki
það versta. En utan á hann er
hlaðið svo mörgum tæknibrellum
og miklu ofbeldi að hann týnist.
Leikstjórinn er enginn nýliði í
að setja ofbeldi upp á hvíta tjald-
ið, það er Hollendingurinn Paul
IV mun í þetta skiptið halda
merki vistfræðinnar á lofti!
Rocky V er hinsvegar kominn
með heilaskemmd af því hann
hefur verið barinn svo oft í
hringnum, og ráfar um fátækur
og vinasnauður. Stallone vildi
víst láta hann deyja í þessari
mynd en United Artists stúdíóið
gaf ekki leyfi.
* Tökur á Three Men and a
Baby II byrja næsta vor en mynd-
in mun heita Three Men and a
Little Lady. Og þar með eru Kan-
ar komnir fram úr Frökkum sem
áttu upprunalega handritið Trois
Hommes et un Couffin.
Þetta er aðeins brotabrot af því
sem er væntanlegt. Young Guns
II, Who Framed Roger Rabbit
II, Robocop II, Gremlins II, Be-
verly Hills Cop III og Batman II
koma líka fyrr eða síðar. Góða
skemmtun. sif
Verhoeven sem ber ábyrgð á
þessu, sá sami og gerði Robocop
fyrir nokkrum árum. Um
Schwarzenegger er fátt að segja,
hann verður aldrei leikari, en
hann er feikilega duglegur að
ber j a og skj óta og meira þarf ekki
hér.
Þó að Total Recall sé ein af
dýrustu myndum sem gerð hefur
verið þá er ekkert mál að koma
svoleiðis fyrirtæki af stað. Aðal-
leikarinn trekkir pottþétt og
leikstjórinn er búinn að sanna sig
líka, svo eru nokkrar skvísur sett-
ar inn upp á punt. Það var annað
uppi á teningnum þegar fram-
Ieiðandi myndarinnar I vondum
félagsskap, Tisch, fór að leita að
fyrirtæki til að fjármagna hana.
Universal, Columbia, Orion og
fleiri neituðu öll nema henni yrði
breytt, hún yrði gerð glaðlegri og
settur á hana happy end. Það
fannst Tisch og höfundinum, Ko-
epp, alveg ómöguiegt og það var
ekki fyrr en þeir töluðu við lítið
B-mynda fyrirtæki, Trans World
Entertainment, sem hafði áhuga
á að búa til betri myndir, að hjól-
in fóru að snúast. Þó eru bara
tveir drepnir í henni á móti tugum
í Fullkomnum hug.
James Spader (úr Sex, Lies and
Videotapes) leikur Michael, við-
skiptastrák á uppleið. Hann er
trúlofaður prúðri ljósku af góð-
um ættum, gengur vel í vinnunni
og á flotta íbúð. Hann heldur að
hann sé sáttur við allt en í ljós
kemur að það þarf afskaplega
lítið til að hann breyti algjörlega
um lífsstfl. Dag einn gengur hon-
um illa á skrifstofunni og hann fer
niður á strönd, í framhaldi af því
kynnist hann Alex (Rob Lowe).
Alex er myndarlegur og sjarmer-
andi flækingur, eigur hans kom-
ast allar fyrir í einni íþróttatösku.
Michael fellur alveg fyrir Alex og
lífsvenjum hans. Hann virðist
ekki bundinn neinum, hefur enga
atvinnu og enga siðgæðisvitund.
Alex hjálpar Michael með vanda-
mál í vinnunni, fer með hann í
undarleg partý og hjálpar honum
að ná í æðislega stelpu (Lisu
Zane) eftir að hann klúðrar trú-
lofuninni.
Michael kynnist nýrri hlið á
sjálfum sér í gegnum Alex,
dekkri og harðari hlið. Svo kem-
ur að því að Alex ofbýður honum
og þá vill Michael losna við hann,
en það er hægara sagt en gert að
losna við djöfulinn þegar maður
hefur selt honum sálu sína.
Rob Lowe vendir hér sínu
kvæði í kross og sýnir á sér alveg
nýja hlið. Vegna útlitsins hefur
hann yfírleitt lent í að leika sæta
viðkvæma drengi í myndum eins
og Youngblood og Oxford Blues.
En hann getur svo sannarlega
meira en að brosa fallega.
Tvískipting persónunnar er
ógnvekjandi. Fyrst er hann eins
og samnefnari yfir allt sem er
elskulegt og sjarmerandi þó hann
sé pínulítið geggjaður. Svo magn-
ast geggjunin og djöfulskapurinn
skín í gegnum elskulegt brosið.
James Spader fór beint að leika
í þessari mynd eftir leiksigurinn í
Sex, Lies and Videotapes. Hér
leikur hann mann sem kynnist
dökku hliðinni á sjálfum sér og
afleiðingunum af því. Hann er
fanta góður leikari og það verður
gaman að sjá hvað hann tekur sér
næst fyrir hendur. Þriðja aðal-
hlutverkið er eiginlega í höndum
myndbandsvélar, en það er
ómögulegt aö fara nánar út í það
án þess að eyðileggja söguþráð-
inn fyrir væntanlegum bíógest-
um.
Það eru ungir menn sem standa
að þessari mynd. Aðalleikararnir
eru ungir, handritshöfundur er
aðeins 26 ára og Curtis Hanson,
leikstjórinn, er heldur ekki gam-
all. Hann á eina þekkta mynd að
baki, Bedroom Window, sem er
tryllir eins og þessi en ekki eins
góð. Honum tekst vel að skapa
andstæður, eins og á milli Micha-
el og Alex og undirstrikar þær
með borginni Los Angeles þar
sem myndin gerist. Michael þrífst
á daginn innanum bindisklædda
menn og kor.ur, innanum háhýsi,
síma og tölvur. Alex kemur hins
vegar út á næturnar og er um-
kringdur sexý konum, nýstár-
legum listamönnum og háværri
tónlist.
Þetta er smart mynd og fyrsta
flokks afþreying. Hún var valin
besta spennumyndin á kvik-
myndahátíð á Ítalíu, ég veit ekki
hvernig samkeppnin var en hún á
það örugglega skilið.
Sif
Hðskólabíó
Leitin að Rauða október
(The hunt tor Red October) **
John McTiernan, sá sem gerði Die Hard,
cr nú kominn af fimmtugustu hæð og niður
á fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery
í hlutverki rússnesks kafbátaforingja á-
kvcður að flýja til Bandankjanna með kaf-
bátinn. Fyrsta nostalgíumyndin um kalda
stríðið en alveg örugglega ckki sú síðasta.
Vlnstri fóturinn
(My left foot) ****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óður til líkamshluta. Daniel Day Lewis
sýnir manni í hlutvcrki Christi Brown að
vinstri fótur er allt sem maður þarf til að
vera sjarmerandi og sexy.
Shlrley Valentine ***
Paulinc CoUins fer á kostum sem Shirley
Valentine! (Petta er klisja en það er alveg
satt.) Shirley er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, afþví alhr aðrir í kringum
hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka
við stein en hann skilur hana ekki afþví
hann er grfskur. Þetta cr skemmtilcg mynd
um konu sem er dálítið galin og skammast
sín ekkert fyrir það.
Clnema Paradiso
(Paradísarbfólð) ****
Pað er í rauninni fáránlegt að vera að gefa
svona mynd stjörnur, því hún cr langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þessvcgna má eng-
inn scm hefur hið minnsta gaman af kvik-
myndum missa af henni.
Siðnefnd lögreglunnar
(Internal affairs) 'V-i
Það cru aðalleikararnir Gere og Garcia
scmfá þessar stjörnur, þeircru báðirgóðir,
allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er
mengað af kvenfyrirhtningu.
Horft um öxl
(Látum það flakka) 0
Þetta er ein leiðinlegasta mynd sem ég hef
séð lengi. Hún er svo fyrirsjáanleg að mað-
ur getur farið heim eftir fimm minútur og
samt vitað endinn. Ég skil bara ckki hvað
afburðaleikarar á borð við Hopper og
Sutherland eru að gera þama.
Stjörnubíó
Stálblóm
(Steel magnolias) ***
Þetta er ekki „skemmtilegasta gamanmynd
allra tíma“ eins og stendur í auglýsingunni.
Þetta er rcglulega skemmtileg mynd um líf
sex vinkvenna í smábæ. En lífið er ekki
alltaf tóm skemmtun svo að þið skuluð
taka einn vasaklút með.
Fjölskyldumál **Vi
Mynd um þetta eilífa vandamál, hverjir
geta eignast börn og hverjir ekki og hvers-
vegna það viU ekki alltaf fara saman að þeir
sem geta það vilji það. Söguþráðurinn er
ósköp cinfaldur en lcikurinn stórgóður,
sérstaklega hjá hinni ungu Mary Stcwart
Masterson.
Laugarásbíó
Unglingagengin
(Cry Baby) ***
Dans- og söngvamynd á la John Waters.
Töffarastrákur verður hrifinn af prúðri
stelpu og gagnkvæmt. Síðan syngja þau í
gegnum alla erfiðleikana. Ef ykkur finnst
að þið kannist við söguþráðinn þá skuluð
þið samt fara því útfærslan er alveg splúnk-
uný.
Alltaf (Always) **
Spielberg cr hér með ansi væmna mynd um
flugmann sem deyr cn kemur aftur til að
hjálpa ungum flugmanni að verða góður og
reyna við ckkjuna f leiðinni. Dreyfuss er
ekki alveg nógu sannfærandi scm fmynd
fífldirfskunnar en Hunter og Goodman eru
bæði mjög góð.
Sif
Framhaldsmyndir —
sama gamla sagan?