Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 25
MYNDLISTIN Árbæjarsafn, opið alla daga nema má kl. 10-18. Prentminjasýning í Mið- húsi, kaffi íDillonshúsi, Krambúð, og stríðasárasýningin „og svo kom biessaðstríðið''. Ásmundarsalur, Helgi Valgeirsson sýnir teikningar og málverk. Opið daglega kl. 14-22, til 6.8. Félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra við Bóistaðarhlíð 43, María Ásmundsdóttir, málverkasýning. Opin má-fö kl. 14-16, til 1.8. Ferstikluskáli Hvalfirði, Rúna Gísl- adóttir sýnir vatnslita-, akryl-, og klippimyndir. Opið fram til kl. 23 dag hvern. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Inga Þórey Jóhannsdóttir, málverk, opið alladagakl. 14-18, til 7.8. Gallerí 8, Austurstræti 8, sýnd og seld verk e/um 60 listamenn, olíu-, vatnslita-, og grafíkmyndir, teikning- ar, keramík, glerverk, vefnaður, silf- urskartgripir og bækur um íslenska myndlist. Opið virka daga og lau kl. 10-18ogsu 14-18. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Hafsteinn Guðmundsson smiður [leldsmiðjuÁrbæjarsafns.Ásunnudag verður í safninu sýnt handbragð fyrri tíma, og margt fleira sér til gamans gert. Hvað á að gera um helgina? i Arthur Morthens ! sérkennslufulltrúi Ætlunin er að fara í smáferðalag á Snæfellsnesið norðanvert og að láta kylfu ráða kasti hvert farið verður nákvæmlega. Ef veðrið verður okkur hagstætt er ætlunin að fara út í Breiðafjarðareyjar. Gallerí Nýhöfn, Alcopley opnar mál- verkasýningu í dag kl. 14-16. Sýning- in er opin virka daga nema má kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Hafnarborg, á morgun opnaður nýr sýningarsalur, Sverrissalur, kl. 14, jafnframt opnuð sýning á verkum úr listaverkasafni hjónanna Sverris Magnússonarog IngibjargarSigur- jónsdóttur, sem þau gáfu safninu. Opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 27.8. Kjarvalsstaðlr, árleg sumarsýning á verkum Kjarvals, nú undir yfirskrift- inni Land og fólk. Vestursalur: Nína Gautadóttir, málverk. Opiðdaqleqa frákl. 11-18. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema má 13.30-16, högg- myndagarðurinn alla daga 11-17. Listasafn íslands, sumarsýning á íslenskum verkum í eigu safnsins. Opiðdaglega kl. 12-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau og su kl. 14-18, má, þri, mi og fi kl. 20-22. Tónleikar á þriðju- dagskvöldum kl.20:30. Listhús við Vesturgötu 17, Einar Þorláksson, Elías B. Halldórsson, Hrólfur Sigurðsson og Pótur Már Pét- ursson sýna málverk. Opið daglega kl. 14-18, til 31.7. Ath. síðastasýn,- helgi. Menntamálaráðuneytið, Húbert Nói og Þorvaldur Þorsteinsson. Minjasafn Akureyrar, Landnám í Eyjafirði heiti sýningar á fornminjum. Opið daglega kl. 13:30-17, til 15.9.1 Laxdalshúsi Ijósmyndasýningin Ak- ureyri.opiðdaglegakl. 15-17. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveq, su 14-16. Norræna húsið, kjallari: Snorri Arin- bjarnar, málverk. Opin 14-19 dag- lega, til 26.8. Reykholt, M-hátíð í Borgarfirði, sýn- ing borgfirskra myndlistarmanna. Samsýning 19 listamanna. Opið dag- legakl. 13-18, til 6.8. Skálholtsskóll, Gunnar Örn Gunn- arsson, sýningin Sumar í Skálholti, opinjúlí-ágústkl. 13-17. Vín, Akureyri, Hallgrímur Helgason sýnirgamanmyndir. Opiðkl. 10- 23.30 alla daga, til 29.7. Þjóðmlnjasafnið, opið 15.5-15.9 alladaganemamákl. 11-16.Bogas- alur: Frá Englum og Keltum. TONLISTIN Sumartónleikar í Skálholtskirkju, önnur helgi: 28.-29.7., lau kl. 15 Söngverk e/Bach og ættmenni hans. Kl. 17 konsertar fyrir 2,3 og 4 semb- alae/J.S.Bach. Su kl. 15 3 sembalk- onsertar e/Bach. Kl. 17 messa. Tveir vlnlr og annar í fríi, Laugavegi 45; í kvöld Megas ásamt hinni stór- hættulegu hljómsveit. Lau islands- vinir, su og má blúsrokktríóið P.E.S. LEIKLISTIN- Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói Tjarn- argötu 10E, Light Nights, í kvöld, lau ogsukl.21. HITT OG ÞETTA Hana-nú í Kópavogi, samveraog súrefni á morgun lau, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl.10. Komum sam- an upp úr hálftíu og drekkum mola- kaffi. Púttvöllurinn á Rútstúni öllum opinn. Félag eldri borgara, Göngu-Hrólfur hittast á morgun lau kl. 10 að Nóatúni 17. Opið hús Goðheimum á su frá kl. 14. Frjálst spil og tafl. Dansleikur hefstkl.20. Útivist, helgarferð 27-29; Básar í Goðalandi, brottför í kvöld kl. 20. Sunnudag: Katlatjarnir - Ölfus- vatnsgljúfurkl. 10:30. Þorsteinsvík - Hellisvík kl. 13 (róleg ganga). Brottför í su-ferðir frá BSl-bensínsölu, stans- aðv/Árbæjarsafn. Ferðafélag (slands, helgarferðir: Þórsmörk, miðsumarsferð. Land- mannalaugar- Eldgjá - Háifoss. Kjölur- Kerlingarfjöll - Hveravellir. Álftavatnsskáli. Á sunnudögum dagsferðir í Þórsmörk. Árbæjarsaf n, starfshættir fyrri tíma á su kl. 13-17, járnsmíði, trésmíði, tó- vinna, prentsmíði o.fl. Krambúð, elsti bíll landsins, messa og kirkjukaffi. Norræna húsið, (slandskynni á lau kl. 17 á sæ, kl. 18 á fi, Borgþór Kærn- ested. Su fyrirlestur: Kristofer Glam- an forstjóri Carlsberg um fjárframlög Heitir ÚR RÍKI mT ARI TRAUSTI OUÐMUNDSSON SKRIFAR ■ m m NATTURUNNAR 20 rerar Möttull jarðar er allur massinn sem liggur milli þunnrar skorp- unnar og hins glóheita kjarna. Dýpi möttulsins er um 2900 kíl- ómetrar. Hann er nær örugglega úr dálítið lagskiptu bergi sem er ekki óskylt basalti og inniheldur mikið af málmum eins og áli, járni og magnesíum. Þótt mött- ullinn sé mjög heitur er þrýsting- ur svo hár þarna í djúpunum að bergið er víðast hvar „fast“ í sér. Það mjakast þó undan tröllaukn- um átökum sem eiga sér orsök m.a. í mishitun. Hún veldur því að berg sem er heitara en um- hverfið er hlutfallslega léttara en aðliggjandi möttulefni og rís því löturhægt meðan „köldu“ hlut- arnir síga. Sums staðar (og í frek- ar smáum stíl) er möttulefnið bráðið að hluta (algengast 5%- 25%, getur þó náð hærra hlut- falli). Þar er ein helsta uppspretta kviku. Svo er t.d. háttað undir hryggjunum og við trogin sem einkenna annars vegar plötuskil og hins vegar plötumót. En utan þeirra og reyndar í nánd líka eru svo blettir með snarpri eldvirkni. Athuganir benda til að undir blettunum eru stróklaga upp- streymissvæði hlutbráðar, 50-100 km breið og djúp (líklega nokkur hundruð kílómetrar á dýpt). Uppstreymið hefur verið nefnt möttulstrókur og svæðið ofan við heitur reitur - og reyndar oft átt við hvort tveggja með hugtakinu heitur reitur. Milli 20 og 30 heitir reitir teljast vera á yfirborði jarðar og er ekki enn unnt að svara hvers vegna. Sumir eru á (og undir ef við höld- um okkur við tvöföldu merking- una) meginlöndum eins og Yellowstone-reiturinn í Banda- ríkjunum, aðrir eru um miðbik jarðskorpufleka (platna) eins og sá sem fæðir af sér Hawaií-eyjar og enn aðrir við jaðra fleka eins og íslandsreiturinn. Og þegar saman fer gliðnun á hrygg vegna plötuskriðs (landreks) og virkni á heitum reit, líkt og hér, er tíðni eldgosa há og framleiðslan mikil. Þar er komin meginskýringin á tilvist svo stórrar eyju sem ísland er úti í miðju Ballarhafi. Á heitum reit gubbast upp ósköpin öll af kviku; möttu- lstrókurinn færir hlutbráð sífellt nær yfirborðinu og minni þrýst- ingi og eykst þá hlutfall bráðar sem enn léttist miðað við jaðra stróksins og þannig koll af kolli. Uppi opnast sprungur og/eða Möttulstrókur JORÐ^ KVIKA 4 MÖTTULL 'Att/Í Lækkandi þrýstingur 4 Uppstreymi heits bergs 'bráðnun* •ttti Hundruð km I I 1 ÞJÓÐVUJINN / ÓHT r Heitir reitir eru hringlaga svæði, 50-100 km í þvermál, á yfirborði jarðar. Þá einkennir mikil eldvirkni. Undir er hægfara, stígandi strókur úr heitu bergi, möttulstrókur. gosmiðstöðvar myndast (eldfjöll sem teljast megineldstöðvar er gjósa margendurtekið). Gos- bergið er oft einhver deilitegund basalts og mörg gosanna ákaflega settleg en afkastamikil flæðigos þar sem þunnfljótandi hraun bunar í loft upp og storknar sem helluhraun. Ein einkennandi teg- und gosstöðva eru breiðvaxnar og fremur flatar dyngjur af ætt Skjaldbreiðar NA Þingvalla og Mauna Kea á Hawaií- eyjum. Yfirleitt er litið á möttulstróka sem kyrrstæð fyrirbæri. Plöturn- ar yfir þeim rekur hins vegar til einhverrar áttar. Afleiðingamar eru þær að gossvæði á yfirborði jarðar færast úr stað því strókurin „gatar“ í sífellu plötuna yfir sér. Islandsreiturinn var virkur undir Grænlandi fyrir um 40-70 milljón árum og hefur þá (og síðan) „færst" í SA eða A-átt eða með öðrum orðum: Platan yfir kyrr- stæðum stróknum hefur færst í vestur og eldvirkni reitsins færst nær og nær lengdargráðum ís- lands. Um leið hafa plötuskilin verið að færast og taka sig upp á nýjum stöðum þannig að allflók- in atburðarás hefur fætt af sér misgömul basaltsvæði á V- Grænlandi, A-Urænlandi, í Eær- eyjum og á norðanverðum Bret- landseyjum. Fyrir um 15-20 milljón árum var orðið fremur stutt milli plötu- skila í N-Atlantshafinu og heita reitsins sem enn var fyrir vestan þau. Eldvirkni jókst þá til muna þar sem nú er ísland og upp hlóðst myndarleg eyja og gerir enn. Rek landsins í heild (burtséð frá gliðnun mill platnanna) hefur „fært“ heita reitinn undir landið, leitt til uppstokkunar virkra gliðnunarsvæða á því og er nú reiturinn að komast austur fyrir plötuskilin. Miðja hans er talin nokkurn veginn við NV-jaðar Vatnajökuls og ef fer sem horfir nálgast strókurinn austurjaðar landsins á næstu ármiljón eða svo. En hvort það hefur í för með sér að eldvirkni færist æ austar á landinu og að breyting verður á rekbeltum skal ekki fjölyrt um, en ekki hafnað heldur. Föstudagur 27. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.