Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Hálsbindi og önnur kynferðisták GUÐ BLESSI LETINA Morðalda skelfir Banda- ríkjamenn. Duglegir við að drepa náungann. Fyrirsagnir í DV EFTIR ÖLLU ÞURFA ÞEIR AÐ HERMA Drykkjuskapur meðal ástral- skra páfagauka er nú farinn að hafa alvarleg áhrif í byggðum þeirra. DV HIN ÆÐRI GUÐFRÆÐI Myndi Kristur kvarta um of háa húsaleigu? DV DJÖFULLINN ER KVENKYNS! Úr því að minnst er á friðar- ömmumar íslensku má nefha að Elena kona Sjáseskús, virðist hafa verið enn verri en maður hennar, heimsk og ágjöm. Hannes Hólmsteinn í DV LÍFIÐ ER ERFITT Eg vil vita hvort skrifstofú- menn með bindi verða í framtíð- inni sottir til saka fyrir að vera haldnir kynferðislegri athyglis- þörf. Morgunblaöió Nú er ég hlessa, sagði ég upp úr Morgun- blaðinu mínu og yfir kaffi sem ég deildi með Villu frænku minni úr Kvennó og Jóni skarpa, sem er líka frændi minn og táknfræðingur að auki. Á hvetju ert þú hlessa, gamall maðurinn? spurðu þau. Það stendur hér, að körlum á skrifstofum menningarmálaráðuneytis Neðra-Saxlands í Vestur-Þýskalandi hafi verið bannað að vera með hálsbindi. Yfirmaðurþeirra, sem erkven- maður, skipaði svo fyrir á þeirri forsendu að hálsbindi væm tákn fýrir kynfæri karla. Að sjálfsögðu, sagði Villa. Mér hefur aldrei dottið neitt svo ljótt í hug, gömlum manni, sagði ég. Eg hélt að hálsbindi væri tákn auðmýktar andspænis hinstu rökum tilvemnnar. Hálsbindi minnir á hengingaról og dauða: mundu maður að þú ert bara dauð- legur, segir hálsbindið. Enda ert þú í rúllukragapeysu frændi, sagði Jón skarpi. Vitleysa, sagði Villa stutt og laggott. Bindi em reðurtákn, það vita allir sem vita þurfa. En til hvers að banna þau? spurði ég. Iss þetta er bara kvennafasismi, sagði Jón skarpi. Nei lagsi, sagði Villa reið. Þetta er eðlileg uppreisn kvenna gegn frekri og valdsjúkri sýndaráráttu ykkar karla. Ykkur nægir ekki að hafa þennan ófögnuð dinglandi milli fótanna, þið þurfið að bera hann um hálsinn líka, eins og sleggju sem allt rotar. Ykkur kerlingum ferst, sagði Jón skarpi. Eða á hvað emð þið að minna með því að mála varimar á ykkur bleikrauðar, mér er spum? Þetta hefði hann ekki átt að segja. Ruddi og svin! æpti Villa, réðst á Jón skarpa, tók í hálsbindið og herti að fast svo að Jón blánaði. Ykkar frekja skal ykkur í koll koma, sagði hún og strunsaði út og skildi eftir fullan kaffi- bolla. Jahéma, sagði ég. Þegar frændi minn, Jón skarpi, haföi jafn- að sig, fór ég að spyrja hann nánar út í tákna- vandann sem ég sé nú að er heilmikið mál. Það er náttúrlega allt kyntákn ef út í það er farið, sagði Jón skarpi. Til hvers heldur þú til dæmis að tumar séu? Til að fá útsýni, sagði ég. Það er rangt, sagði Jón, tumar em ekki til að fá útsýni. Þeir em karlmannsholdið uppris- ið. Rétt eins og súlur em ekki til að halda uppi þökum heldur til að minna konur á stærstu staðreynd tilvemnnar. Og svona er um allt þetta uppleita og háleita i mannanna verkum. Ætlarðu að segja mér að siglutré séu ekki til að festa á þau segl? spurði ég. í og með, sagði Jón skarpi. En þau era vit- anlega kynferðistákn líka. Hafa konur þá engin kyntákn? spurði ég sakleysislega. Biddu guð að hjálpa þér, sagði Jón skarpi. Þær sem hafa sjálfan hringinn, sem er óendan- legur eins og fláttskapur kvenna og laumulegt kynvald þeirra yfir okkur. Þær hafa hringtorg- in sem er svo gott að spóka sig á, þær hafa tjamimar í landslaginu sem menn vilja gjama þusla i eða drekkja sér í eins og, ja þú skilur. Þú segir nokkuð, sagði ég. Já og ég get sagt miklu fleira, sagði Jón skarpi. Af hverju heldurðu til dæmis að sirku- stjaldið spænska sem nú stendur hér í túni sé hringlaga? Það er til að minna á kynferði kon- unnar sem stýrir leik heimsins. Þú hefur von- andi tekið eftir því líka hvemig umferðar- merki em í laginu? Já að vísu, sagði ég. Og hvað með það? Umferðarmerki em blygðunarlaus kyn- ferðistákn kvenna, sagði Jón skarpi. Meira að segja með striki þvert yfir sig sum hver. Og þau tákna þá líka um leið, að það em konur sem stjóma allri traffik í heimi hér og þá því hver fær að leggja sínum bíl hvar. Sínum bíl? hváði ég. Já, þú gerir þér væntanlega ljóst, að bílinn er okkar kyntákn, sagði frændi minn hinn skarpi. Hann er dæmigerð framlenging af pen- is, það sér hver maður. Og Villa ekur í bíl, sagði ég hugsi. Einmitt, sagði Jón skarpi með illkvittni. Fólk er nú ekki alltaf sjálfú sér samkvæmt. En segðu mér eitt frændi, spurði ég. Ef hálsbindið er kynferðistákn, hvers vegna er ég alltaf í rúllukragapeysum. Jón skarpi leit á mig alvarlegur í bragði. Mér þykir svo vænt um þig, kæri frændi, sagði hann, að ég ætla að láta þessari spum- ingu ósvarað. EN LIF ER EFTIR ÞETTA LIF HERRA... Ef núverandi dómarar verða höggnir gæti farið fyrir hrossa- ræktini eins og fór fyrir kaþólsk- unni hér á landi er öxin var reidd að Jóni Arasyni. Morgunblaðiö GREIÐVIKINN ER DROTTINN Það sem drottinn lét gera við gyðinga í Þýskalandi var einmitt það sem þeir höföu sjálfir óskað eftir. Morgunblaóiö RAUNIR UPPLÝS- INGAFLÆÐISINS Nú sit ég fyrir framan tölv- una, leysi vind eins og frísnesk- ur svifriökkvi, kasta upp á hveij- um morgni, fer minnst þrisvar sinnum fram á hverri nottu til að pissa (og reyni að hitta...) Morgunblaóiö KANNSKI VAR HANN AÐ ÞEFA AF MOGGAFJÓLU? Kohl tekur rósina og lyktar af henni. Það er augljóst að kanslarinn kann vel að meta ilm- inn. En hann var ekki að anda að sér ilminum af þýska Jafnaðar- mannaflokknum. Morgunblaöió LOKSINS ISLENSK AHRIF A HEIMS- MENNINGUNA? Það er í tisku að vera draug- ur í Hollywood þessa dagana. Morgunblaóiö 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.