Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 6
Kanada
Quebéc og sjálfstæöið
Eftir að Meech Lake samkomulagið féll um sjálftsig hafa sífelltfleiri
íbúar fylkisins Quebéc áhuga á sjálfstæði
Ég sem ekfj
um samSúð znð
‘Xanada á ftnjánum.
það geri ég
Quebéc fylki hefur í raun ekki viðurkennt stjórnarskrá Kanada sem tók
gildi 1982. En þá og allar götur síðan hefur ríkisstjórn landsins og
önnur fylki gengið með grasið í skónum á eftir Quebéc fylki. Hér hefur
cknntoiknflrinn cntt fnrca^ti.cráfthprrflnn Rrian Miilrnnnv/á hnén mfiftan
Undanfarið hafa birst fréttir
þess efnis að slegist hafi í
brýnu milli indíána og íbúa fylkis-
ins Quebéc í Kanada. Það er í
sjálfu sér ekki nýtt að átök milli
þessara aðila eigi sé stað þó sjald-
an hafi þurft að kalla á herinn,
líkt og nú hefur verið gert. Mo-
hawk indíánar lokuðu brú hjá
bænum Oka nálægt Montréal og
meinuðu mönnum yfírferð til að
mótmæla stækkun golfvallar
Oka. Stækkunin verður á svæði
sem er þeim heilagt.
Um 4.000 hermenn umkringdu
200 indíána sem lokuðu brú yfir
Lawrencefljót á dögunum en
máttu ekki skjóta á indíánana að
fyrra bragði. Búist var við blóð-
baði en í gær urðu þau tíðindi að
leiðtogar indíána, fylkisstjórinn
Robert Bourassa og opinberir
aðilar komust að samkomulagi
um að taka niður brúartálmana.
Mercier brúin lá að landi sem er
yfirráðasvæði Mohawk indíána,
Kahnawake. Ástæður þessara
átaka eru þó mun víðtækari en
ætla má við fyrstu sýn og tengjast
tilurð og tilvistarvandamálum
Kanada sem lands.
Stjórnarskráin 1982
Kanadamenn fengu ekki sína
eigin stjórnarskrá fyrr en Pierre
Trudeau, sem þá var forsætisráð-
herra, kom einni saman 1982.
Það gekk þó alls ekki hljóðalaust
fyrir sig og á endanum skrifaði
fylkisstjóri Quebéc, Rene Le-
vesque, ekki undir stjórnar-
skrána. Hans undirskrift þurfti
þó ekki til þess að skjalið öðlaðist
lagagildi. Hinsvegar hafa
Quebéc-búar aldrei litið á stjórn-
arskrána sem sína þó þeir hafi
notfært sér ákvæði hennar til að
tryggja tilvist frönskunnar sem
tungumáls fylkisins.
Eftir þá uppákomu styrktist
staða aðskilnaðarsinna í Quebéc
og náðu þeir meirihluta á fylkis-
þinginu og hugðu á sjálfstæði.
Fram fór hatrömm kosningabar-
átta en á endanum vildu íbúar
fylkisins tilheyra Kanada áfram.
Þakka menn það helst ræðu sem
Trudeau hélt en hann einn fárra
manna í Kanada hefur haft hug-
sjón um Kanada sem eitt
heilsteypt land.
Ólíkar leiðir
Ríki Norður-Ameríku hafa
farið tvær gjörólíkar leiðir.
Bandaríkin hafa farið samsuðu
leiðina þar sem innflytjendur
hafna í raun uppruna sínum og
verða einsog þeir sem fyrir eru:
Bandaríkjamenn. Kanada hefur
farið leið fjölmenningarinnar þar
sem innflytjendur hafa í heiðri
uppruna sinn og þá menningu
sem þeir þekktu áður líkt og
Vestur-íslendingar. En þetta hef-
ur skapað ósamstæða heild þar
sem stærsta brotið eru hinir
frönskumælandi Quebéc-búar.
Einhvern veginn hefur landið
haldist saman. Mestmegnis með
því að hafa í gangi tvær ríkisrekn-
ar sjónvarpsstöðvar, eina á ensku
aðra á frönsku. Og með því að á
opinberum stöðum er hægt að fá
þjónustu hvorttveggja á frönsku
eða á ensku. En hér hefur ein-
ungis verið tekið tillit til eins
hóps, þ.e. þeirra sem eru
frönskumælandi. Öll hin þjóðar-
brotin, að ekki sé minnst á indí-
ána og inúíta, hafa verið látin
sitja á hakanum. Og sérstaklega
hafa minnihlutahópar innan Qu-
ebéc mátt þola menningarlegt
harðræði því yfirvöld í fylkinu
hafa alltaf reynt að tryggja fram-
gang frönskunnar á kostnað alls
annars. Skiptir þá ekki máli hvort
aðskilnaðarsinnar sitja við
stjórnvölinn eða einsog nú Bour-
assa sem er í Frjálslynda flokkn-
um, flokki Trudeaus.
Meech Lake
Árið 1984 náði Hægri flokkur-
inn undir stjórn Brians Mulron-
eys völdum. Það var mikið
áhugaefni hjá hinum nýja forsæt-
isráðherra að gera það sem ekki
einu sinni Trudeau gat þ.e. fá
yfirvöld í Quebéc til að undirrita
stjórnarskrána. Báðir þessir
menn eru frá Quebéc líkt og flest-
ir aðrir forsætisráðherrar Kana-
da. Mulroney vann áður sem lög-
fræðingur hjá Vinnuveitendas-
ambandi Kanada og hafði aðrar
hugmyndir um samkomulags-
gerð en Trudeau. Árið 1987 fær
hann alla fylkisstjóra Kanada, 10
talsins, með sér á fund á sveita-
setri stjórnarinnar við stöðuvatn-
ið sem kallast Meech (Lake).
Að hætti samningagerðar-
manna vinnumarkaðarins heldur
hann þessum 10 hvítu, miðaldra
mönnum inni á löngum nætur-
fundum þangað til samkomulag
næst. Ný stjórnarskrá varð til en
öll fylkin þurftu að samþykkja
hana og höfðu til þess þrjú ár, eða
til 23. júní 1990. Samningurinn,
kallaður Meech Lake, hafði í sér
fimm grundvallaratriði sem Que-
béc taldi algert lágmark. Fylkið
hefur ekki verið til viðræðu um
breytingar á Meech Lake, þar
sögðu menn hingað og ekki
lengra. Flest þessara fimm atriða
Iúta að sérstöðu Quebéc innan
fylkjasambandsins. í upphafi
töluðu því Mulroney og Bourassa
um það að ekki mætti breyta ein-
um einasta staf í Meech Lake.
Sumir á móti
Það sem þeir áttuðu sig ekki á
var að í sumum fylkjum skipti um
stjórnendur áður en Meech Lake
fékkst samþykkt. New
Brunswick og Manitoba höfðu
ekki samþykkt Meech Lake vorið
1990. Einnig hafði fylkisstjóri
Nýfundnalands, Clyde Wells,
hótað að taka til baka stuðning
fylkisins ef ekki væri hægt að gera
breytingar á Meech Lake.
Meech Lake felur í sér að vald
fylkjanna og sjálfræði eykst á
kostnað stjórnarinnar í Ottawa.
Þetta er krafa komin frá Quebéc
svo stjórnvöld þar geti örugglega
tryggt sérstöðu fylkisins, þ.e.
franska tungumálið og sína
menningu. Fylki einsog Ný-
fundnaland kemur illa útúr þessu
dæmi. Fylkið er fátækt og fær um
það bil 3.000 dollara á manns-
barn meira frá ríkisstjórninni í
Ottawa en íbúar fylkisins borga í
skatta og gjöld. Sterk stjórn í Ott-
awa er þeirra hagur.
Neitunarvald
í Meech Lake er einnig ákvæði
um að öll fylkin þurfi að sam-
þykkja breytingar á stjórnarsk-
ránni. Einnig þetta er krafa Que-
béc sem vill neitunarvald til að
tryggja tunguna og menninguna.
En samkvæmt Meech Lake fá öll
fylkin neitunarvald sem þýðir í
raun að það verður aldrei hægt að
breyta stjórnarskránni, svo sem
endalok Meech Lake sanna.
Nýfundnaland dró svo stuðn-
ing sinn til baka snemmsumars.
Þrjú fylki áttu þá eftir að sam-
þykkja Meech Lake og stutt í
tímamörkin 23. júní 1990. Ef
samkomulagið yrði ekki frá-
gengið fyrir þann tíma félli það
ómerkt um sjálft sig.
Maraþonfundur
Mulroney ætlaði þá að beita
sömu aðferð og áður og kallaði
alla leiðtoga fylkjanna á sinn
fund í júníbyrjun. Þeir funduðu
stíft í rúma viku og lá oft við að
uppúr slitnaði. En Mulroney hef-
ur hæfileika til að halda mönnum
við efnið og að lokum virtist sem
samkomulag væri í höfn. Sam-
þykkja átti viðbótarplagg sem
eitthvað bætti úr óánægju fylkj-
anna þriggja.
Reyndar hafði New Brunswick
samþykkt Meech Lake stuttu
áður til að liðka fyrir samkomu-
lagi. En í meðferð lögfræðinga
fellur niður setning sem var Cly-
de Wells kær og hann telur sig
ekki geta samþykkt aukaplaggið.
Hann skrifar þó undir það með
því fororði að þing Nýfundna-
lands verði að samþykkja plaggið
verði ekki tími fyrir alla íbúa fylk-
isins að greiða atkvæði um málið.
í Manitoba þarf að halda al-
mennar umræður um stjórnar-
skrárbreytingar og þarf þingið að
verja löngum tíma í að ræða slík
mál. En þingið gat stytt tímann ef
allir þingmennirnir gæfu leyfi sitt.
Það gerðist ekki því indíáninn El-
ijah Harper gaf ekki leyfi sitt.
Það vannst því ekki tími til að
samþykkja Meech Lake í Manit-
oba. Nýfundnalendingar hættu
svo við atkvæðagreiðslu sína
þannig að enginn veit með hverju
þeir hefðu greitt atkvæði. Meech
Lake dó 23. júní 1990 - fyrtust þá
Quebéc-búar mjög og sýndu það
daginn eftir á Jónsmessu sem þeir
kalla þjóðhátíðardag sinn.
Sjálfstæði Quebéc
Dauði stjórnarskrárbreyting-
anna jók mjög vilja Quebéc-búa
til að öðlast sjálfstæði, eða a.m.k.
til að breyta fyrirkomulaginu
innan fylkjasambandsins Kana-
da. Samkvæmt skoðanakönnun-
um er meirihluti íbúanna
hlynntur einhverskonar sjálf-
stæði. Það þýddi að Kanada
myndi klofna í tvennt landfræði-
lega. Fjögur fýlki í austurhluta
Kanada yrðu klofin frá Ontario
og vesturfylkjunum. Fyikisstjór-
inn í Nova Scotia lét hafa það
eftir sér að ef Quebéc yrði sjálf-
stætt gæti hans fylki ekki annað
en sameinast Bandaríkjunum.
Það er aftur á móti eitthvað sem
enginn Kanadamaður getur
hugsað sér.
Fámennari fylkin í Kanada eru
mjög upp á greiðslur úr ríkissjóði
komin, þ.e. stóru fylkin Ontario
og Quebéc greiða niður kostnað-
inn fyrir hin fylkin. Sérstaklega er
Nýfundnaland háð greiðslum
sem kemur íslendingum skringi-
lega fyrir sjónir því Nýfundna-
lendingar lifa á því sama og við.
Þeir hafa sínar fiskveiðar,
mestmegnis þorskveiðar, og þeir
eiga mikla vatnsaflsorku á Labra-
dor. Hversvegna þeir geta ekki
lifað á því sem við lifum á er
spurning sem spennandi væri
fyrir okkur íslendinga að fá svar-
að.
Erfiðleikum bundið
Það er þó ekki hlaupið að
sjálfstæðinu. Hvernig á að skipta
eignum og starfsemi t.d. póst-
þjónustunnar? Líklega yrði
reksturinn eins og hann er nú til
að byrja með, við sjálfstæði af
einhverju tagi myndi lítið sem
ekkert breytast nema að völd
fylkisins myndu aukast. Það er
það sem átti að gerast með sam-
þykkt Meech Lake. En þó menn
hafi uppi hugmyndir um sjálf-
stæði og kjósi menn í aukakosn-
ingum á þing sem vilja sjálfstæði
þá hillir ekki alveg undir það.
Fram þyrfti að fara fylkisat-
kvæðagreiðsla og alls ekki er víst
að útkoman yrði sjálfstæði. Fyrir
áratug, þegar svona atkvæða-
greiðsla fór fram, sýndu skoðana-
kannanir að meirihluti væri fyrir
sjálfstæði. Á endanum greiddu
íbúar fylkisins samt atkvæði gegn
sjálfstæði fylkisins.
Indíánar
Afleiðingar dauða Meech
Lake eru þó fleiri því indíánar
hafa eftir frammistöðu Elijahs
Harpers orðið einbeittari í kröfu-
gerð og sínum sjálfstæðistilhneig-
ingum. Málið í Oka er angi af því.
Harper stóð dag eftir dag á Man-
itobaþinginu og neitaði að leyfa
að umræðunni yrði hraðað. Indí-
ánar sáu þá að þeir eru ekki afls-
lausir í kanadískum
stjórnmálum. Þeir eiga sér hins-
vegar fáa fulltrúa á fylkisþingum
og þinginu í Ottawa og leiðast því
út í skæruhemað.
Það hefur svo verið umhugs-
unarefni hjá mörgum Kanada-
manninum afhverju það væri svo
hræðilegt að Quebéc fengi sjálf-
stæði þegar flestir virðast sam-
mála um að það væri hagur
Eystrasaltslýðveldanna sovésku
að fá sjálfstæði. '
6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. ágúst 1990