Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 14
PERSAFLÓADEILAN
Viðskiptabannið bítur
Nú þegar rúmur hálfur mánuður
er liðinn frá því að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðannasamþykkti
viðskiptabann gagnvart írak, er
Ijóst að bannið er þegarfarið að
bita. Allir vöruf lutningar til og frá
írak og Kúvæt hafa verið stöðv-
aðir og þegar er farið að bera á
skorti á brýnustu nauðsynja-
vörum. Ekki er þó öll nótt úti enn
fyrir (raka og telja fréttaskýrendur
að mánuðir geti liðið áður en
verulega fer að sverfa að.
Efnahagslíf íraks, eins og
reyndar flestra annarra ríkja við
Persaflóa, byggist nær alfarið á
olíuvinnslu og útflutningi olíu, er
gleggst sést á því að 95 af hundr-
aði gjaldeyristekna íraks koma af
olíusölunni. Á sama tíma og olían
hefur gegnt sífellt þýðingarmeira
hlutverki í efnahagslífi þessara
landa, hafa þau orðið háðari innf-
lutningi matvæla og hráefna og
véla til iðnaðarframleiðslu.
Þannig þurfa írakar að flytja inn
80 prósent af þeim matvælum
sem þeir neyta. Þetta gerir það að
verkum að áhrifa viðskiptabanns
gætir svo til strax og getur, ef
haldið er til streitu, komið efna-
hag viðkomandi lands endanlega
á kné.
Þegar er skortur orðinn til-
finnanlegur á ýmsum nauðsynja-
vörum í Irak og starfsemi iðnfyr-
irtækja mun stöðvast fljótlega
sökum skorts á hráefnum til
framleiðslunnar og varahluta í
vélar, tæki og tól. Þrátt fyrir
hvatningarorð Saddams Huss-
eins íraksforseta til landa sinna
um að þeir hertu sjálfviljugir sult-
arólin og hótanir um að hver sá
írakar þurfa þó ekki að
líða skort næsta hálfa árið
þrátt fyrir viðskiptabann
sem yrði uppvís að því að hamstra
yrði skotinn, greip fólk mikið
írafár þegar ljóst var að við-
skiptabanninu yrði framfylgt af
hörku ef þörf krefði. í höfuð-
borginni Bagdad, þar sem þriðj-
ungur landsmanna býr, sankaði
fólk að sér brýnustu nauðsynjum,
sem urðu fljótt uppurnar, s.s.
sykri, matarolíu og hreinlæti-
svörum. „Ma'ajun tamata“, tóm-
atkraftur, sem er uppistaðan í
daglegri matargerð landsmanna,
varð fljótlega með öllu ófáan-
legur.
í raun var mjög auðvelt um vik
að stöðva inn- og útflutning ír-
aka. Mikill hluti olíuútflutnings
íraka er fluttur um leiðslur ýmist
yfir Arabíuskaga til Rauðahafs
eða í gegnum Tyrkland til hafna
við Miðjarðarhaf. Saúdi-Arabar
skrúfuðu fljótlega fyrir olíuleiðsl-
urnar, sama gerðu og Tyrkir.
Með öflugri gæslu og eftirliti með
siglingum um Persaflóa var einn-
ig komið í veg fyrir að írakar
næðu að sniðganga viðskipta-
bannið með olíuútflutningi frá
eigin höfnum.
Á líkan hátt hefur verið
auðvelt um vik að framfylgja við-
skiptabanninu gagnvart öðrum
vörutegundum. Megnið af þeim
matvælum og iðnaðarvamingi
sem írakar flytja inn fá þeir frá
Bandaríkjunum, ýmsum Vestur-
Evrópuríicjum, Japan og Ástral-
íu, en öll þessi lönd standa ein-
huga að baki samþykktar örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna um
viðskiptabannið.
En það er þó ekki öll nótt úti
enn fyrir Saddam Hussein og
hans menn. Þrátt fyrir að írakar
hafi einangrast á alþjóðavett-
vangi og hafi ekki fengið þann
stuðning frá ýmsum arabaríkjum
sem þeir hafa sjálfsagt talið vísan
áður en þeir herleiddu Kúvæt, er
ljóst að stjórnvöld í sumum þess-
ara ríkja em dálítið tvístígandi
s.s. eins og stjórnvöld í Jórdaníu
og Yemen. Vafalaust mun Sadd-
am Hussein reyna að knýja dyra
hjá þessum ríkjum og leita eftir
stuðningi í einni eða annarri
mynd. Þannig er ekki ólíklegt tal-
ið að Hussein muni fara þess á leit
við írani að þeir greiði götu fyrir
innflutningi til íraks. Fréttaskýr-
endur telja hins vegar ólíklegt að
stjórnvöld í Teheran muni leggja
í að sniðganga viðskiptabannið
þrátt fyrir að þau eigi Hussein
gjöf að gjalda fyrir friðarsamning
ríkjanna á dögunum. Rétt er að
minna á að klerkastjórninni er
mikið í mun að efla hægt og bít-
andi viðskiptatengsl sín við Vest-
urlönd sem lið í því að rétta við
bágborinn efnahag. Þá er Ijóst að
írönum er lítt gefið um aukin
styrk íraka við botn Persaflóa.
Jafnvel þótt Saddam Hussein
tækist að fá einhver ríki til að
sniðganga viðskiptabannið, er
honum síður en svo auðvelt um
vik að færa sér slíkt í nyt. Samein-
uðu þjóðirnar hafa lagt bann við
öllum fjárhagslegum viðskiptum
við írak og innistæður þeirra er-
lendis, sem nema um fjórum bilj-
ónum Bandaríkjadala, hafa verið
frystar. Þrátt fyrir að gull og
gjaldeyrisforði íraka telji um sex
og hálfa biljón Bandaríkjadala og
þeim hafi áskotnast þrjár biljónir
til viðbótar er þeir lögðu hald á
gull- og gjaldeyrisforða Kúvæt,
kemur það þeim að litlum notum
meðan ekki er hægt að koma
fjármununum í umferð á alþjóða-
vettvangi.
Það sem verður þó frökum
fyrst og fremst til hjálpar til að
draga úr afleiðingum viðskipta-
bannsins er að þriggja mánaða
kornbirgðir eru til í landinu. Þá er
fiví einnig spáð að kornuppskera
raka verði góð í ár er gæti gert
þeim kleift að koma í veg fyrir
skort næsta hálfa árið. Verði
deilan við botn Persaflóa þá
óleyst og írökum enn haldið í
herkví þurfa þeir ekki að óttast
hungursneyð þótt þeir líði skort.
Samkvæmt klásúlu í samþykkt
Öryggisráðsins um viðskipta-
bannið er kveðið á um heimild til
matvælaflutninga til landsins tii
að koma í veg fyrir hörmungar,
en það er varla vilji nokkurs að
írakar verði sveltir til undanláts-
semi.
The Economist/-rk
PERSAFLÓADEILAN
Nebúkadnesar hinn nýi
Ekki er laust við að mönnum þyki
krossferðaandinn hafa verið endurvakinn
þegar rlki Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu
sameinast gegn írak.
Saladín soldán, sá höfðingi fyrri tíða sem
Saddam vill helst líkjast, þótt hann hafi enga
verr leikið en landa soldáns, Kúrda.
Irak telst elsta menningarland
Vestur-Asíu ásamt með Miðjarð-
arhafslöndum og Evrópu, sé
gengið út fró þeirri sumpart
hæpnu söguskoðun að „menning-
in“ hafl fyrst upphafíst í Mesópót-
amíu, breiðst síðan út til Mið-
jarðarhafslanda og þaðan norður
yfír Alpa. Og eins og aðrir vald-
hafar gerir Saddam Hussein
mikið að því að minna á það úr
sögu lands síns, sem helst er talið
því til fremdar, sérstaklega þegar
mikið liggur við.
Saddam er oft mikilmennsku-
brjálaður kallaður og ein aðalá-
stæðan til þess er hve mikið hann
gerir að því að jafna sér við fræga
menn í sögu Mesópótamíu (land-
tungunnar milli fljótanna Evfrat
og Tígris, sem er kjarni íraks).
Að sið arabískra þjóðernissinna
telur hann fornsemíta þarlendis
til araba, þeirra á meðal Sargon
konung af Akkað, sem stofnaði
fyrsta mesópótamíska stórveldið
fyrir rúmum 4000 árum með því
að leggja undir sig mestan hluta
landa þeirra, sem nú heita Mes-
ópótamía og Sýrland, að viðbætt-
um svæðum sem nú heyra Tyrk-
landi og íran til.
Konungar
og guðir
Sargon var lítillar ættar og að
sögn borinn út þegar eftir fæð-
ingu á svipaðan hátt og Móse;
settur út á fljót í örk af reyr. 28.
apríl s.l., þegar Saddam, nú 53
ára að aldri, hélt upp á afmæli sitt
í Tikrit við Tígris (út á það fljót
var Sargon settur), lét hann færa
sér að gjöf mynd, þar sem sýnt er
þegar Sargoni var borgið af fljót-
inu.
Saddam á það sammerkt með
Sargoni að hann er lítillar ættar,
fæddur í bændafjölskyldu
skammt frá Tikrit. Honum tókst
þó að komast í skóla, sem ekki
var auðvelt fyrir svo fátæka pilta
Saddam Husseinjafnar sér óspart við fræga menn í
sögu Mesópótamíu, þjóðerniskennd, samstöðu og
eigin völdum til eflingar
þá, og vann sig síðan upp í gegn-
um Baathflokkinn og herinn.
Tikrit er skammt sunnan þess
svæðis, sem til foma var föður-
land Assýringa, frægustu her-
þjóðar sem Mesópótamía hefur
alið og orðlagðrar fyrir grimmd,
þótt í því kunni Assýringar ekki
að hafa skarað svo mjög fram úr
öðrum þjóðum á þeim slóðum
sem heimildir frá þeim sjálfum
láta í veðri vaka. Þeir urðu mestir
landvinningamenn þeirra þjóða,
sem upp hafa hafist í Mesópót-
amíu. Konungar Assýringa hafa
miklu hlutverki að gegna í áróðri
Saddams. Það á einnig við um'
Hammúrabi Babýloníukonung’
(um 1700 f.Kr.), sem þekktastur!
er sem löggjafi. Saddam fer í því
að fordæmi Assýríukonunga og
fleiri mesópótamískra fom-
manna að hann gerir mikið að því
að frægja sig með víðáttumiklum
veggmyndum. Á einni slíkri
mynd í Bagdað sést Hammúrabi
afhenda Saddam pálma, sem
táknar að fornkonungur þessi út-
nefni Saddam erfingja sinn. Fyr-
irmyndin að þeirri mynd er að
líkindum önnur frá tíð Hammúr-
abis. Á henni stendur konungur
frammi fyrir Sjamasj, guði sólar
og réttlætis, sem afhendir kon-
ungi umboð til löggjafar.
Skyldan frá
Nebúkadnesari
Nebúkadnesar, annar Babýl-
oníukonungur (604-562 f.Kr.),
sem hafði undir auk Mesópótam-
íu Sýrland og Palestínu, er einn
þeirra fommanna er Saddam dáir
mest. í Gamla testamentinu er
Nebúkadnesar skúrkurinn sem
herleiðir gyðinga í „babýlonsku
útlegðina“, en einmitt vegna þess
verks er hann sérstök hetja í
augum nútíma landa sinna. Sadd-
am lítur á hann sem fomarabísk-
an kappa, sem molað hafí veldi
gyðingdómsins og frelsað fólk úr
ánauð Júdamanna. Saddam sagði
svo manni, er skrifaði ævisögu
hans, að í hvert skipti, sem sér
yrði hugsað til Nebúkadnesars,
yrði sér efst í hug að minna araba
og íraka sérstaklega á „sögulega
skyldu" þeirra. Hann fer ekki
leynt með að mikilvægur liður í
þeirri skyldu sé að hans dómi að
feta í fótspor Nebúkadnesars
gamla til Jerúsalem.
Sjálfum sér og Nebúkadnesari
til dýrðar (en einnig til að draga
að túrista sem gefa af sér gjald-
eyri) lætur Saddam endurreisa
Babýlon eins og hún var á ríkisár-
um umrædds fornkonungs. í
fjórða hvern tígulstein, sem fer í
þær framkvæmdir, er meitlað:
„Byggt á tímum Saddams“. Ne-
búkadnesar endurbyggði Babýl-
on einnig að miklu Ieyti á sinni tíð
og lét sér þá nægja að láta stimpla
nafn sitt í hundraðasta hvern tíg-
ulstein.
Tveir
frá Tikrit
Að sjálfsögðu gleymast ekki
kalífamir af ætt Abbasída, sem
gerðu Bagdað að höfuðborg ís-
lamska heimsins, sem þá var
mestallur sameinaður í eitt ara-
bískt stórveldi. Meðan þeir voru
upp á sitt besta (á áttundu og ní-
undu öld) var vegur Mesópótam-
íu líklega meiri en nokkra sinni
fyrr eða síðar sem kjamalands
þess stórveldis.
Sumir segja að engan fyrri tíða
höfðingja hafi Saddam þó í svo
miklum hávegum sem Saladín al-
Ajúb, soldán er ríkti yfir Egypta-
landi, löndunum fyrir Miðjarðar-
hafsbotni, hluta af Arabíu og
vann Jerúsalem af krossförum
1187. Hann er enn orðlagður í
íslamslöndum sem kappi mikill
og verjandi íslams gegn kristni.
Þar að auki var hann fæddur í
Tikrit, en í grennd við þann stað
fæddist Saddam. Frá því að
Baathflokkurinn tók völd í írak
hafa valdamestu menn hans og
landsins verið frá Tikrit, sumir
þeirra skyldir og tengdir. Einn
þeirra er tengdasonur Saddams,
Hussein Kamel, sem talinn er lík-
legur eftirmaður hans. Kamel
þessi er nú iðnaðar- og vopna-
framleiðslumálaráðherra.
Saladín hlaut mikla frægð fyrir
eðallyndi, ekki síst meðal krist-
inna fjenda sinna, og kannski
heldur Saddam sig líkjast honum
með því að láta laus konur og
börn, sem hann hafði áður tekið í
gíslingu. En Saladín hefur líklega
af öllum íslömskum höfðingjum
orðið vinsælastur af kristnum
mönnum, og Saddam á nokkuð
langt í land til að ná því.
Þess má geta að Saladín var
Kúrdi og engu fólki hefur Sadd-
am verið svo illur sem þeim.
Með því að jafna sér við alla
þessa fomhöfðingja í sögu lands
síns er Saddam bæði að efla þjóð-
erniskennd og samstöðu þegna
sinna og að upphefja sjálfan sig í
augum þeirra, völdum sínum til
tryggingar. -dþ
Ekki hægt að útiloka stórstyrjöld
Eg hugsa mér þrjá möguleika
hvað þróun mála við botn
Persaflóa varðar, eftir að írakar
hernámu Kúwait, 2. ágúst sl., og
einn þeirra er stórstyrjöld, sagði
Hákan Wiberg þegar haft var
samband við hann af hálfu Nýs
Helgarblaðs sl. þriðjudag. Hák-
an, er jafnframt því að vera for-
stöðumaður rannsóknastofnunar
á sviði alþjóðamála þ.e. Center
for Freds- og Konfliktforskning,
formaður Evrópusamtaka vís-
indamanna er fást við slíkar
rannsóknir. Féllst hann fúslega á
að miðla lesendum Nýs Helgar-
blaðs af áratuga reynslu sinni og
þekkingu á sviði alþjóðamála og
svara nokkrum spurningum
varðandi það ástand sem skapast
hefur fyrir botni Persaflóa.
„Forsendur þeirrar stöðu sem
nú er upp komin í Mið-
Austurlöndum eru vissulega
margslungnar,“ segir Hákan Wi-
berg. „Meðal olíuútflutnings-
rikja, þau helstu á meðal þeirra
mynda Samtökin OPEC, hafa
átök farið vaxandi um verðlagn-
ingu olíunnar. Átök þessi hafa nú
birtst í innrás íraka inní Kúwait,
innrás eins OPEC-ríkis í annað.
Fram til þess dags höfðu OPEC-
ríkin látið sér nægja að deila um
verðlagningu olíunnar á fundum
samtakanna, en þó ætíð með það
að markmiði að komast að
samkomulagi aö lokum.
Samkomulagi sem öll ríkin gætu
nokkurnveginn sætt sig við og
tryggði þeim viðunandi ágóða af
olíuframleiðslunni.
OPEC-rikin skiptast í tvær
meginfylkingar þ. e. þau fá-
mennu en jafnframt ríku og síðan
þau fjölmennu en oftastnær fá-
tæku. Kúwait ásamt Sameinuðu
Arabísku Furstadæmunum, Ba-
hrain og Qatar tilheyra t. d. fyrr-
nefnda hópnum, írak, íran, Ven-
esúela og Indónesía þeim síðari.
Saúdí-Arabía er í einskonar milli-
hópi sem þrátt fyrir miklar olíu-
auðlindir er tiltölulega fjölmennt
OPEC-riki. írakar hafa talið
hagsmunum sínum best borgið
með hærra olíuverði en Kúwaitar
hafa hinsvegar verið formælend-
ur þess að olíuverði yrði haldið
niðri. Hverning má það svo vera
að olíuútflutningsríki sem Kúwa-
it telji hag sínum betur borgið
með lægra olíuverði? Kúwait hef-
ur nýtt olíuauðæfi sín til fjárfest-
inga í hinum ýmsu olíuinnflutn-
ingsríkjum og þá fyrst og fremst
iðnríkjum OECD (NATÓ-ríkin
og hlutlaus ríki Evrópu, Ástralía
og Japan). Hagsmunir Kúwaita
eru í dag svo nátengdir efnahag
OECD-ríkjanna vegna þessara
fjárfestinga að lágt heimsmark-
aðsverð á olíu kemur þeim betur
en hátt. Með innrás sinni í Kúwa-
it og hernámi hafa írakar vonast
til þess að geta betur haft áhrif á
heimsmarkaðsverð olíu til hækk-
unar. En jafnvel þótt þeim tækist
að innlima Kúwait er óvíst að
með því hefðu þeir nein afger-
andi áhrif á olíuverð. Hlutur ír-
aks og Kúwaits í olíuframleiðslu
fyrir heimsmarkað er 8%. Með
hafnbanni Sameinuðu Þjóðanna
berst nú engin olía frá þessúm
ríkjum, þó má ætla að Saúdí-
Arabía ein geti með aukinni
framleiðslu bætt heimsmarkaðn-
um þetta tap.“
Leiðtogahlutverk
USA endurvakið
„Helstu olíuinnflutningsríki,
fyrst og fremst OECD-ríkin, hafa
líkt og olíuútflutningsríkin mis-
munandi hagsmuna að gæta hvað
olíuverð og ekki síður olíufram-
boð áhrærir,“ segir Hákan; „Inn-
flutningur Bandaríkjanna á olíu
frá Mið-Austurlöndumert.d. að-
eins um 5% af heildarneyslu
þeirra. Hvað önnur OECD-ríki
varðar nemur olíuinnflutningur
þeirra frá Mið-Austurlöndum á
bilinu 30-50% heildarolíun-
eyslunnar. Japan er hvað háðast
OECD-ríkjanna innflutningi olíu
frá Mið-Austurlöndum, Evrópu-
bandalags-ríkin minna, sum
þeirra reyndar olíuframleiðendur
sjálf. Á Norðurlöndum er þetta
einnig nokkuð mismunandi.
Hversvegna skyldu Bandaríkin
leggja svo mikla áherslu á breyta
málum við botn Persaflóa til fyrra
horfs? Hverjar eru forsendur
hemaðaruppbyggingar þeirra í
Saúdí-Arabíu? Bandaríkin verða
aðeins að litlu leyti fyrir áhrifum
minnkandi framboðs og hækk-
andi verðs olíu á heimsmarkaði
sem eru afleiðingar innarásar ír-
aka í Kúwait. Samkepnisstaða
þeirra batnar jafnvel gagnvart
helstu keppinautum. Það sem er,
er það, að Bandaríkjunum hefur
nú boðist visst tækifæri til þess að
sanna gildi sitt fyrir bandmenn
sína, sem jafnframt eru keppi-
nautar þeirra þ.e. Evrópubanda-
laginu og Japan. Velgengni kepp-
inautanna er þrátt fyrir allt undir
hernaðarmætti Bandaríkjanna
komin. Leiðtogahlutverk Banda-
ríkjanna á meðal iðnríkjanna ætti
nú að vera lýðnum ljóst, hafi ein-
hverjum sýnst að hlutverk þetta
væri að falla f gleymsku og dá, þá
hefur það svo sannarlega verið
endurvakið.“
Án stórtíöinda
Þegar talið berst að mögulegri
þróun mála í framhaldi innrásar
og hernáms íraka í Kúwait og
hernaðaruppbyggingar Banda-
ríkjamanna og ýmissa banda-
manna þeirra í Saúdí-Arabíu og
jafnvel fleiri rikjum á Arabíu-
skaga þá telur Hákan Wiberg
einkum þrjá möguleika koma til
geina: Kalt strið, málamiðlunar-
lausn eða þá stórstyrjöld.
Með köldu stríði er fyrst og
fremst átt við áframhaldandi
hernaðaruppbyggingu án þess þó
að til átaka komi. Herir íraka og
andstæðinga þeirra stæðu gráir
fyrir járnum hvor gegnt öðrum
við landamæri íraks þar sem
hætta væri mest á átökum. Þrátt
fyrir hafnbann á írak og Kúwait,
semj fylgja má eftir með vopna-
valdi, samkvæmt ákvörðun Ör-
yggisráðs Sameinuðu Þjóðanna,
geta liðið mánuðir og jafnvel ár
áður en slíkt viðskiptabann hefði
tilætluð áhrif á stefnu fraka þ.e.
að þeir drægju hersveitir sínar til
baka frá Kúwait.
Þá liði varla á löngu þar til
kaupsýslumenn hinna ýmsu ná-
grannalanda íraks þ.e. Tyrk-
lands, írans, Sýrlands, Jórdaníu
og jafnvel Saúdí-Arabíu hyggðu
gott til glóðarinnar hvað viðskipti
við íraka varðar, því nóg hafa
þeir nú gullið eftir að hafa látið
greipar sópa um fjárhirslur kúwa-
itískra banka. Landamæri íraks
og grannlandanna eru þúsundir
kílómetra, yíða liggja þau um
fjöll og fimindi, og víða munu
finnast á þeim smugur fyrir írak-
ískt gull í skiptum fyrir nauð-
þurftir.
Málamiðlun
með reisn
Hákan Wiberg telur nokkra
möguleika á málamiðlun til
lausnar deilunni um yfirráðin yfir
Kúwait, landssvæði því sem nú
hefur verið innlimað í írak. Kröf-
ur Sameinuðu þjóðanna gagnvart
innrásaraðilanum írökum eru á
þá leið að her þeirra hverfi þegar
á brott frá Kúwait. Bandaríkin
gera ennfremur þá kröfu að fur-
stinn, en hann og fjölskylda hans
hafa verið næsta einráð, fái völd
sín að nýju. Völd Kúwaitfursta
yfir landi og lýð hafa verið nánast
takmarkalaus, að vísu hefur
stundum mátt heita að um þing-
bundna konungsstjórn væri að
ræða. Hafi þingmenn hinsvegar
gerst um of gagnrýnir á stjórnar-
hætti furstans hefur þingið ein-
faldlega verið leyst upp. Einungis
um 3% íbúa landsins hafa þó haft
kosningarétt til þingsins þ.e.
vellríkir og velættaðir karlmenn.
Hákan segir þann möguieika
Hákan Wiberg, forstöðumaður
Rannsóknastofnunarfriðar og átaka
við Kaupmannahafnarháskóla, í
viðtali við NýttHelgarblað
vera fyrir hendi að írakar dragi
her sinn til baka frá Kúwait með
_því skilyrði að fram fari almenn
atkvæðagreiðsla um það meðal
Kúwaitbúa hvert skuli vera fram-
tíða stjómarform í landinu. Slík-
ar kosningar hefðu að öllum lík-
indum í för með sér að stjóm
furstans væri hafnað. írakar gætu
þá haldið því fram að þeir hefðu
með innrásinni orðið þess vald-
andi að makráðugum fursta hefði
verið steypt af stóli, almenningi í
arabalöndum til hagsbóta, og
haldið þannig andlitinu. Slík
málamiðlunarlausn væri þó erfið
í framkvæmd. Ættu slíkar kosn-
ingar t.d. að fara fram áður en
eða eftir að írakar hefðu dregið
hersveitir sínar til baka? Ættu
þær að fara fram undir eftirliti
Sameinuðu þjóðanna? Hverjir
íbúa landsins ættu að hafa rétt til
þátttöku í slíkum kosningum?
Aðeins um 27% íbúa landsins eru
upprunalegir Kúwaitbúar, 10%
hirðingjar, reikandi um eyði-
merkur Arabíuskagans og 60%
innflytjendur frá ýmsum löndum
heims.
Kenningar flokks þess sem nú
fer með völd í írak undir stjórn
Saddams Husseins forseta mæla
fyrir um að arabískumælandi
menn sem jafnframt eru nær
undantekningarlaust múslímar
séu ein þjóð og skuli sameinuð,
ekki hvað síst í „baráttunni gegn
gömlum (Bretland, Frakkland,
Italía) og nýjum (Bandaríkin, ís-
rael) nýlenduherrum og arðræn-
ingjum". Hákan Wiberg segir
fjölmarga araba líta á Saddam
Hussein sem leiðtogann sanna er
þori að rísa gegn Bandaríkunum
og fylgiríkjum þeirra. Furstar og
konungar araba hafi hinsvegar
flestir svikið málstaðinn sem og
stjórn Égyptalands. Fall fursta
eins auðugasta arabaríkisins gæti
því orðið vatn á áróðursmyllu ír-
aka.
Fjöldi ríkja sem átt hafa við-
skipti við írak og verða nú af
þeim munu verða og hafa
reyndar þegar orðið fyrir skakka-
föllum vegna hafnbannsins. Sum
þeirra, t.d. Búlgaría, hafa krafist
skaðabóta frá Sameinuðu þjóð-
unum vegna þessa. Það má því
ljóst vera að þrýstingur mun
aukast á það að friðsamleg lausn
verði fundin á því kalda stríði sem
nú geisar. Hinir ýmsu sáttasemj-
arar, bæði sjálfskipaðir s.s. Huss-
ein Jórdaníukonungur og síðan
fulltrúar stofnanna sem Samein-
uðu þjóðanna, Sovétríkjanna og
PLO. Aðrir gefa kost á sér að
gegna slíku hlutverki s.s. Mand-
ela og jafnvel Jessy Jackson.
Verði niðurstaða sáttasemjar-
anna málamiðlunarlausn í þá
veru sem að framan greinir, við-
sættanleg fyrir írak og Samein-
uðu þjóðirnar, en hvað um
Bandaríkin? Vissulega ætti það
að vera auðvelt verk fyrir Banda-
ríkjaforseta að snúa heim frá
samningaviðræðum með samn-
ing uppá vasann sem greindi frá
brotthvarfi íraka frá Kúwait og
jafnframt lýðræðislegum kosn-
ingum meðal Kúwaitbúa. En
hver yrðu viðbrögð fursta og kon-
unga araba? Vafalaust myndu
þeir telja sig svikna í tryggðum af
Bandaríkjamönnum. Veldi
þeirra yrði ógnað af hinum ýmsu
hreyfingum meðal almennings í
löndum þeirra. Slík málamiðlun-
arlausn yrði því ekki jafn að-
gengileg fyrir Bandaríkin og ætla
mætti, enda hafa þau krafist þess
að kúwaitfursti komist til valda á
ný, nokkuð sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa ekki gert.
Stórstyrjöld
„Det blir en blodig historia“
(það verður blóðug saga) segir
Hákan Wiberg á móðurmáli sínu
sænsku þegar hann er spurður um
möguleg hernaðarátök í Mið-
Austurlöndum. Þrátt fýrirmögu-
leika á áframhaldandi pattstöðu,
köldu stríði, jafnvel næstu miss-
eri, þá eykst hættan á hernaðará-
tökum eftir því sem lengra líður,
án þess að friðsamleg lausn sé í
sjónmáli, og spennan vex. Ekki
er víst að írakar telji sig tilneydda
til samninga um framtíð Kúwait
né að Bandaríkin og helstu stuðn-
ingsríki þeirra kæri sig um slíkt.
Einhvemtíma í septembermán-
uði munu Bandaríkjamenn
reiðubúriir til hernaðarátaka við
íraka. Þá munu þeir hafa byrgt
sig nægilega upp af vopnum og
vistum í Saúdí-Árabíu til þess að
geta hafið árás. Að írakar hefji
árás að fyrra bragði t.d. með
innrás inní Saúdí-Arabíu eða
með árás á ísrael telur Hákan Wi-
berg útilokað. Að hefja innrás
inní eyðimerkurlandið Saúdí-
Arabíu, 2.253.000 km2 að flatar-
máli, 22 sinnum.stærra en ísland,
með þéttbýliskjömum á víð og
dreif um eyðimörkina, með það
að takmarki að hernema landið,
væri óðs manns æði. Jafnvel þótt
Saddam Hussein hafi gerst sekur
um ýmis mistök þá lætur hann
ekki slíkt henda sig. Jafnvel
flugher Saúdí-araba gæti stöðvað
slíka innrás skriðdreka auðsjáan-
legra í eyðimörkinni. Með öflu-
gasta herveldi veraldar sér við
hlið yrði þeim ekkert að vanbún-
aði að stöðva slíka innrás. Að ír-
akar grípi til þess ráðs að ráðast
gegn ísrael, jafnvel þótt slík
innrás nyti víðtækrar samúðar
meðal araba almennt, telur Hák-
an og útilokað, slíkur er hernað-
armáttur ísraelsmanna. Mögu-
leikinn á árás Bandaríkjanna á
írak í því augnamiði að fá þá út úr
Kúwait mun hinsvegar vaxa með
degi hverjum þá þeir telja sig
færá um slíkt. Vaxandi óþolin-
mæði mun gæta í Bandaríkjunum
eftir því sem nær dregur þing-
kosningum þar í landi í nóvem-
ber. Bandaríkjaforseti mun að
öllum líkindum telja sig til-
neyddan að sýna fram á eigin
styrkleika og Bandaríkjanna, eigi
hann og flokkur hans að njóta
þess fylgis sem þeir ætla sér með-
al kjósenda.
Ætli Bandaríkjamenn sér að
hrekja íraka endanlega frá Kú-
wait að dugar þeim ekki að ráðast
til inngöngu í Kúwait. Ekki dugar
heldur, að áliti Hákans Wiberg,
að þeir sprengi sundur og saman
hernaðarlega mikilvæga staði í
írak. Ætli Bandaríkjamenn sér
að yfirbuga íraka verða þeir að
fara með her manns inn í írak,
það verður blóðugt stríð. Því
mun þó lykta með sigri Banda-
ríkjamanna og bandamanna
þeirra á írökum.
„Áður en yfir lýkur,“ segir
Hákan Wiberg, „mun hafa brot-
ist út stórstyrjöld því við árás
Bandaríkjamanna munu írakar
leitast við að draga ísrael inní óf-
riðinn og kalla þá árásaraðila
ásamt Bandaríkjamönnum. Nú
þegar halda írakar því fram að
ísraelskar herþotur séu í Saúdí-
Arabíu dulbúnar sem bandarísk-
ar þotur. Árás bandarískra her-
Íiotna munu þeir því kalla árás
sraela. Með hernaði gegn ísrael,
sem írakar munu kalla varnar-
stríð, munu þeir fá samúð al-
mennings í arabalöndum. Slíkt
myndi gera þátttöku herja hinna
ýmsu arabaríkja í árás á íraka
ómögulega og jafnvel valda því
að þeir slægjust í lið með írökum í
stórstyrjöld gegn ísrael t.d. Eg-
yptaland,“ sagði Hákan Wiberg.
Viðtal Jóhannes Ágústsson
14 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. ágúst 1990
Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15