Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN Fagurfrædi vélvæðingarinnar alla þessa starfsemi þá er engin herbergjaskipting, byggingin er eirm stór geimur. Jafnvel há- skólaskrifstofurnar, með veggj- um, dyrum og lofti, minna helst á veggjatennisvöll þar sem fram- hlið hans er úr gleri. Sérhverri annarri starfsemi, sem þarfnast meira næðis, er komið fyrir sam- hliða þykkum langveggjunum þar sem salerni og fatahengi er að finna. En kannski það tæknileg- asta við hönnun byggingarinnar liggur í samsetningu hennar. Sér- hver hluti útveggjanna og þaks er breytilegur og auðvelt að skipta innan nokkurra mínútna. Þannig myndast hugsanlega önnur sam- setning álplatnanna sem klæða meginhluta byggingarinnar. Hvernig tilfinning ætli það annars sé að vinna á þess háttar vinnustað, svo ólíkt því daglega umhverfi sem fólk á að venjast? Því er ekki hægt að neita að flest fólk á ekki kost á að vinna, eða búa við slíkar aðstæður - að vera í stöðugu, sjáanlegu sambandi við beinagrind byggingarinnar. Hver er ástæðan fyrir þeirri staðreynd að svo fáir, bæði arkitektar og almenningur yfirleitt, noti há- tæknina til að stuðla að bættu um- hverfi? Er það kannski almennt viðhorf fólks að tækni og tækni- væðing sé eitthvað ógeðfellt og þarflegt að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá? Er „mannlegt“ um- hverfi gersneytt allri tækni, eða tækninýjungum? Margur er á þeirri skoðun að tækni og hús- byggingar fari ekki saman. Það er að þó svo viss tækni sé alltaf nauðsynleg þá þarf byggingin ekki endilega að líta út eins og vélbúnaðurinn sem um hana fjallar. Eitt þekktasta dæmið um Fer listin framúr tækninni, eða er það ef til vill öfugt? þetta viðhorf er Karl Bretaprins, sem víða hefur talað og m.a. skrifað bók um þetta hjartans mál. Alltaf er það deilumál hvers konar stíll á að ríkja í hverju landi eða hvort samræmi sé einhver lausn yfirleitt. Umræðuefnið er alltaf til staðar á meðan byggt er. En hvað um okkur hér heima á íslandi? Treystum við hátækn- inni til að leysa vanda okkar í byggingariðnaðinum? Eða verð- ur viðhaldið of dýrt? Það kostar auðvitað fjármagn að halda við byggingum, án þess litið sé til byggingarkostnaðar. En gaman, og athyglisvert, væri að ímynda sér Lloyds* bygginguna komna niður á Lækjartorg! Helstu heimildir: Sudjic D. (1986) New directions in British architecture. Norman Foster, Richard Rogers, James Stirling. Thames and Hudson. (bls. 25). Daries, C. (1988) High Tech Archit- ecture. Thames and Hudson. (bls. 101, 181, eða 185). Low Life Theatre Skoskur leikhópur f Djúpinu Saga úr dýragarði eftir Edward Albee sýnd hér á landi. Leikendur eru Felix Bergsson og Graeme Dallas Felix Bergsson og Graeme Dallas í hlutverkum sínum (The Zoo Story á leiklistarhátíðinni I Edinborg í ágúst síðastliðnum. Léku þeir verkið utandyra og fengu mjög góðar viðtökur. Mynd: lain Dallas. í okkar nútímaþjóðfélagi tökum við sem sjálfsagða hluti að tæki, sem áður þótti tilkomið með óskiljanlegum hætti en nú erorð- ið auðfengið og almennt - t.d. japanskt segulbandstæki - sé gott, vel hannað og kaupanna virði. Hönnuðir þurfa ekki lengur að leika þann leik að blekkja við- skiptavini sína með því að útlit, t.d. segulbandsins, gefi einungis til kynna gæði þess og kosti á tæknilegu sviði. ( okkar þjóðfé- lagi eru slík „ódýr“ tæki talin leikföng ein. Pastellitir, áhersla á snertiskyn notandans hvað varð- ar stjórnunarmöguleika o.fl. hafa tekið við hlutverki grófs áls, fyrir- ferðarmikilla takka og fjölda, sem áður þótti merki um gæði og hag- kvæmni. Sú trú manna er nú ekki lengur við lýði heldur hefurfrekar þveröfug áhrif á hugi kröfuharðra kaupenda. En hvað kemur þessi tækni- væðing byggingarlist við? Eins og minnst hefur verið á í undanfar- inni grein, þá var það trú sumra um 1920 að svokallaður „andi síns tíma“ ríki yfir hverju tímabili og hafi sín áhrif á gang mála á öllum sviðum samfélagsins. Þannig hefði byggingarlist skyldum að gegna, að koma „anda síns tíma“ á framfæri. „ Andi“ okkar tíma mætti ef til vill segja að sé þróun tæknivæðingar. f því sambandi er skylda bygging- arlistar að vera hlutgengur aðili í því að nota tækni í sína þágu, s.s. tækni iðnaðar, flutnings, sam- skipta, flugs, og jafnvel geim- ferða. En hvaðan hafa áhrifin borist? Að mörgu leyti má rekja þau til ítölsku framtíðarsinn- anna, u.þ.b. 1916-‘20, sem voru ákafir stuðningsmenn orku- stöðva, flugvéla (og alls hraða, stríðs og átaka). Þessir menn túlkuðu tilfinningar sínar bæði í máli og myndum, þ.e. notuðu listformið sem og skrifuðu pólit- ísk rit. Einnig gætir áhrifa frá Le Corbusier sem leit á hús, eða byggingar, sem „lifandi vél“ eða „vél gagngert til búsetu“. Hann hannaði hús sem voru tæknilega séð á frumlegu stigi og litu alls ekki út eins og vélar. Nútíma há- tæknibyggingar líta hins vegar út eins og vélar. Vélin ber meira með sér en einungis táknrænt' gildi. Uppruni hennar er tækni og hugvit. Vélar eru yfirleitt fjölda- framleiddar, hreyfanlegar á einn eða annan hátt, og gerðar úr málmi, gleri, eðaplasti. Þessi ein- kenni eru oft viðumefni hátækni byggingarlistar. En byggingin þarf ekki að vera fjöldafram- leidd, né samansett af fjölda- framleiddum þáttum. Aftur á móti gefur útlit hennar fjöldafr- amleiðslu til kynna, allavega möguleika á endurtekningu. Rómantíkin sem umleikið hef- ur vélina nær ekki einungis því hlutverki að skapa byggingar sem líta út eins og vélar, eða eru til- komnar úr þeim hugmynda- heimi. Það er líka áframhaldandi hefð fyrir byggingum skynjaðar sem starfandi vél, eða vélbúnað- ur - innihalda hreyfanlega hluti, Halldóra Arnardóttir skrifar og þætti sem verða fyrir áhrifum af umhverfinu. Sem dæmi um þetta er t.d. Pompidou listamið- stöðin í París eftir Richard Ro- gers. Byggingin dregur að sér fjölda fólks, bæði vegna götuupp- ákoma, byggingarinnar sjálfrar, eða einfaldlega til þess að njóta tilkomumikils útsýnis út yfir borgina, er blasir við ef notuð er lyfta byggð utan á byggingunni. Pompidou er í grónu umhverfi en þrátt fyrir stærð sína og yfir- bragð, sem kallar á athygli, þá tekur hún sér stöðu innan mynst- urs stræta og torga sem fyrir voru á mjög áhrifamikinn hátt. Fáir tæku eflaust þannig til orða að hún félli inn í umhverfið á hæ- versklegan hátt og án þess að gera vart við sig. En er bygging- um einhver takmörk sett varð- andi umhverfi og aðstæður? Ef vel er athugað og viljinn er nægi- legur má líka oft finna samlíking- ar og samspil meðal umhverfis og byggingarinnar sem á í hlut. Þannig má kannski einnig finna tengsl milli Pompidou og klass- ísks umhverfis hennar. En svo við snúum okkur aftur að byggingum Rogers þá komast þær mjög nærri því að vera raunverulegur vélaútbúnaður. Pompidou minnir á vélaútbúnað að því leyti að hún skapar samskiptatengsl innan borgarinnar. Hún er breytileg, aðlögunarhæf, og skemmtileg að mörgu leyti. Einn- ig er hún opin og fjölsótt, en ekki lokuð og til einkanota. Að mati Rogers, er frumskilyrði að inni- hald byggingarlistarinnar sé læsi- legt. Hann hannar framhliðar bygginga þannig að það sé engin spurning um ástæðu eða tilgang. Hver þáttur er hannaður með það fyrir augum að sýna tilgang hans greinilega - tengsl hans við aðra hluti og einnig samband hans við heildina. Hægur vandi er að fylgjast með jafnvel smæstu atriðum, og sjá hvernig þau starfa á tæknilegan hátt. Dæmi eru, hreyfingar lyftunnar eða litasam- setningar sem gefa til kynna hvaða pípur og lagnir eru raf- magnsleiðslur og hverjar eru vatnsleiðslur. Önnur bygging eftir Richard Rogers er Lloyds' byggingin í London. Hana má bera saman við Pompidou þar sem breyti- legum þáttum er att saman, stöðugt breytanlegir og skipting- um háðir. Þessi tæknilegi mögu- leiki er hluti af hönnuninni, sér- staklega hvað varðar auðveldan aðgang að umhirðu og viðhaldi. Samkvæmt Rogers þá er lykillinn að byggingunni sá að tæknilegir möguleikar eru nýttir til fulls. Þannig mætti þekkja í hverri ein- ingu; framleiðslu, uppfærslu, við- hald, og að lokum, hrun. Ekkert er falið heldur kemur allt fram í dagsljósið. Þannig mætti nefna áfastan krana á þaki byggingar- innar sem stöðugt tákn um við- hald og gluggahreingerningar. Að lokum gefur kunnátta manns- ins um hverja einingu, bygging- unni, stærð, áferð og skugga. En viðhorf Richards Rogers er ekki eina viðhorfið gagnvart mikilvægi tæknivæðingarinnar í byggingarlist. Sainsbury Centre for the Visual Arts í Norwich, Englandi er hannað af arkitektin- um Norman Foster. Þessi bygg- ing inniheldur tvo sýningarsali, listfræðideild háskólans, og stór- an veitingasal fyrir 300 manns, svo nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir Skoskur leikhópur sem kallar sig Low Life Theatre sýnir The Zoo Story eftir Bandaríkjamann- inn Edward Albee í Djúpinu í næstu viku. Leikhópurinn samanstendur af ungum leikurum sem áhuga hafa á krefjandi og spennandi leiklist. Saga úr dýragarði er fyrsta verk- efni hópsins, en þegar hafa verið lögð drög að næstu verkefnum, m.a. munu þau setja upp leikritið Play Donkey og látbragsleik sem hópurinn mun semja og útfæra. Verk Albees var frumsýnt á leiklistarhátíðinni í Edinborg í ágúst síðastliðnum, og fékk hóp- urinn lof fyrir frammistöðuna þar. Leikrit Albees fjallar um tvo menn, Peter (Felix Bergsson) og Jerry (Graeme Dallas), sem hitt- ast af tilviljun í Central Park í New York og taka tal saman. Áður en yfir lýkur hafa Peter og Jerry komist að ýmsu í fari og lífi hvors annars. Atburðarás verks- ins tekur óvænta stefnu og endar leikurinn með harmþrungnum hætti. Saga úr dýragarði fjallar á hispurslausan máta um tilfinning- ar persónanna, einmanaleika, firringu stórborgarinnar og kyn- líf. Verkið tekur klukkutíma í flutningi. Saga úr dýragarði var frum- smíð Edwards Albees, en vakti strax mikla eftirtekt. Hróður Al- bees óx enn eftir að annað verk hans; Who‘s Afraid of Virgina Woolf, kom út. Þrátt fyrir mikið lof um heimsbyggðina alla hefur Albee ekki skrifað staf eftir Virg- inu Woolf, og lifir nú eingöngu af rithöfundarlaunum fyrir verkin tvö. Eins og áður sagði verður verk- ið leikið í Djúpinu, en svo kallast bar í kjallara veitingastaðarins Hornsins við Hafnarstræti 15. The Zoo Story verður sýnd á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20.30. Hópurinn ætlar einnig að sýna verkið í framhaldsskólum í haust. Verkið er leikið á ensku. BE Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.