Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 23
Stevie Ray Vaughan - eini gítarleikarinn sem hefur getað líkt eftir töktum Jimmys Hendrix með
bærilegum árangri.
Stevie Ray
Vaughan—
blúsuð sé hans minning
Það er ekkert vafamál að Stevie Ray Vaughan, sem fórst i þyrlu-
slysi s.l. mánudagsmorgun ásamt flugmanni, umboðsmanni Erics
Claptons og tveim aðstoðarmönnum hans, var fremsti blúsgítarleikari
í heimi af yngri kynslóð, eða eins og segir í blaðinu Guitar World (sept.
1990), fyrsta blúsgítarhetjan (og enn sem komið er sú eina) sem kom
fram á sjónarsviðið siðan hinn tíu árum eldri Johnny Winter var hvað
frægastur (um og uppúr 1970). Robert Cray er svo sem talinn vera á
hælunum á honum, jú, og auðvitað Eric Clapton (af sömu kynslóð og
Johnny Winter), en þeir hafa ekki verið eins trúir blúsnum og Stevie
Ray Vaughan, eins og plötur hans sanna.
Stevie Ray Vaughan fæddist í
Dallas í Texas fyrir 35 árum og
byrjaði snemma að spila á gítar.
Ekki hefur það heldur sakað, að
Jimmy, eldri bróðir hans, var for-
fallinn blúsgítarleikari, en hann
er liðsmaður í Fabulous
Thunderbirds, þeirri ágætu blús-
rokksveit. Stevie hóf hins vegar
sinn hljómsveitarferil með Paul
Ray & the Cobras, síðan stofnaði
hann Triple threat revue og loks
Double Trouble, sem til að byrja
með var kvartett, en tríó eftir að
söngkonan Lou Ann Barton
hætti. Auk Stevies voru í Double
Trouble trommarinn Chris
Clayton og bassaleikarinn Tom-
my Shannon. En er hér var kom-
ið sögu var orðspor gítarleikarans
orðið slíkt að hann var fenginn til
að leika á Montreux-djasshátíð-
inni og með David Bowie á Lets
dance hljómleikaferðalaginu
1983. Strax að því loknu var Ste-
vie Ray Vaughan ákveðinn í að
halda sig við sína sveit og sinn
blús. CBS-fyrirtækið gerði samn-
ing við hann og sama ár varð til
platan Texas Flood. Tvær
traustar plötur komu í kjölfarið:
Couldn't stand the weather og
Soul to soul og ein hljómleika-
plata, sem reyndar er talin frem-
ur litlaus miðað við getu gítar-
leikarans, Live alive. En Stevie
tók sér tak og næsta plata hans, In
step (1988), er talin meistaraverk
hans og þar að auki ein djarfasta
blús-plata sem út hefur komið í
mörg ár.
Á þessu ári voru bræðurnir
Jimmy og Stevie Ray Vaughan
byrjaðir að spila inn á plötu sem
þeir ætluðu að gefa út saman, en
ekki veit ég hve langt upptökur
voru á veg komnar. Þeir bræður
voru auk þess fengnir til liðs við
Bob Dylan við hijóðritun á hans
nýjustu plötu, sem er væntanleg
fljótlega.
Stevie Ray Vaughan hefur líka
verið iðinn við hljómleikaspilirí,
hitaði meðal annars upp fyrir Joe
Cocker (í New Jersey) 9. júlí
síðastliðinn, sem er kannski ekki
frekar í frásögur færandi en
önnur spilamennska hans í
sumar, nema fyrir þær sakir, að
ekki mátti mörgum mínútum
muna að hann lenti þar í slysi.
Þegar hann hafði nýlokið að leika
með félögum sínum í öðru upp-
klappi afhenti hann, eins og
venjulega, aðstoðarmanni sínum
gítarinn, sem var hans elsti og
mest notaði Stratocaster. Að-
stoðarmaðurinn setti hann hjá
hinum Stratocösturunum fimm
sem alltaf hafa verið til taks á
hljómleikum Stevies. Aðstoðar-
maðurinn gengur síðan að magn-
aranum til að slökkva á honum,
en heyrir þá undarlegar drunur
og lítur við. Partur af sviðsmynd-
inni, sem var svona um það bil 30
metra há og tonn að þyngd, hafði
hrunið og Ient á þeim stað þar
sem gítararnir sex voru á standi.
Allir gítararnir skemmdust eitt-
hvað, en enginn þó eins og um-
ræddur uppáhaldsgítar meistar-
ans: hálsinn brotnaði bókstaflega
af. Reyndar var kominn nýr háls
á fyrir hljómleikana kvöldið eftir,
en bæði aðstoðarmanni og gítar-
hetju fannst skaðinn mikill.
Hann er þó afdrifaríkari skaðinn
og sorglegri eftir þyrluslysið á
mánudaginn, þótt sumir mundu
álíta gítarhálsbrotið í júlí fyrir-
boðaogþarafleiðandij afn alvar-
legan.
(A - byggt á Guitar World,
september- og októberheftum,
en rit þetta er gefið út rúmum
mánuði fyrir skráðan tíma).
Mezzoforte
Þetta er reyndar íslensk hljóm-
sveit, en ekki íslensk útgáfa -
heldur bresk (Castle). Mezzo-
forte-drengirnir eru hér á
klukkutímahljómleikum í
Marquee-klúbbnum í London
árið 1984, og spila eins og englar í
þessari röð: Danger High Vol-
tage, Surprise, Gazing at the
clouds, Action man, Early
Autumn, Summer dream, Ven-
ue, Double orange juice, Spring
fever og klassíkina Garden party.
Myndbandið heitir High voltage,
og þótt það sé kannski hætt að
vera heitt í sölulegum skilningi,
þá áleit ég rétt að vekja athygli á
því, þar eð margur með hugsan-
legan áhuga vissi ekki um tilveru
þess - ég hafði að minnsta kosti
ekki grænan grun.
The music of Don McLean
Maðurinn sem samdi og flutti
ógleymanlega Amerian Pie og
Vincent. Hér rabbar hann um
lögin sín í stuttum innskotum á
milli laga sem hann flytur gestum
á hljómleikum í London sirka
1974. Huggulegt fyrir þá sem
kannast við Don, og rúmiega það
fyrir þá sem eru yfir sig hrifnir af
þessum rólega manni. Don flytur
hér ásamt hljómsveit 12 lög, en
perlurnar hans tvær sem ég
nefndi fyrst bera af hinum eins og
gull af eiri, og munu sjá um að
varðveita nafn hans í poppsögu-
nni.
Tonlistarmyndbönd
Það verður að teljast til tíðinda,
að nú getur fólk labbað sig út í
plötuverslanir og keypt fyrir 1790
krónur, og væntanlega fengið
leigt á myndbandaleigum, mynd-
band með íslenskum dægur-
lögum. Hér er um safnspólu að
ræða, rúmlega 40 mínútna
langa, og segir nafnið á henni du-
lítið til um innihaldið.
Mynd-Bandalög nefnist hún,
skirö i höfuðið á safnplötum þeim
sem Steinar hafa gefið út tvö ár í
röð. En myndband þetta er
auðvitað stílað upp á nútímann,
þannig að hér eru myndbönd við
lög af Bandalögum 2, 8 talsins,
og svo tvö af nýlegri safnplötu
Greifanna, Blautum draumum.
Mynd-Bandalögin eru misjöfn
eins og Bandalögin, þótt ekki
haldist það endilega í hendur.
Myndband Rúv. við lag Bubba
Morthens, Sú sem aldrei scfur, er
til dæmis heldur tilbreytingar-
lítið, en lagið er gott. Todmobile
er hins vegar bæði með góð lög og
ágæt myndbönd, við Brúðkaups-
dans og Abracadabra, og hefur
tríóið vinninginn leikrænt og
hugmyndalega séð í myndbönd-
um í þessu safni, og rétt er að geta
að Börkur Baldvinsson hjá ís-
lenska myndverinu er skráður
fyrir Brúðkaupsdansi og Rafn
Rafnsson hjá Saga film fyrir
Abracadabra.
Mér lfka líka ágætlega svona
sviðsmyndbönd, þar sem hljóm-
sveitir eru sýndar eins og á hvers-
dagslegum hljómleikum, en
þannig er Sálin hans Jóns míns
mynduð í laginu Ég er á kafi
(Saga film / Rafn Rafnsson).
Hins vegar finnst mér Ekki ansi
tilgerðarlegt, og á söngvarinn
mestan þátt í því (fyrirgefðu Stef-
án, en mér finnst þú miklu betri
bara svona eðlilegur hvers dags -
en rétt er líka að lýsa ábyrgð á
hendur Gunnlaugi Einarssyni hjá
íslenska myndverinu).
Ný dönsk eru ágæt (er annars
ekki átt við dösku blöðin?) í 7.
áratugs umhvefinu í Nostra-
Föstudagur 31. ágúst 1990
damusi, þótt ekki gangi kannski
allt upp við þann fræga tíðar-
anda. Hins vegar veit ég ekki frá
hvaða öld hallærisútgangurinn á
Loðinni rottu í Blekkingunni er,
nema þeir félagar séu að gera grín
að hippapælingum viss leik-
söngvara. Lagið er samt ágætt,
þótt Rottan hafi smitað það
Stónslagi - eða frekar vegna þess.
(Saga film / Rafn Rafnsson).
Karl Örvarsson svífur draum-
kennt um í sínum 1700 vind-
stigum, dálítið í lausu lofti eins og
eðlilegt er - og jafnvel fyndið, '
þótt það sé líklega ekki meining-
in. (Islenska myndverið / Egill
Aðalsteinsson.
Og loks Greifarnir: Þeir eru
bara sætir í Hún er svo sæt, sem er
svona íslenskt sveitasælumynd-
band, fábrotið eins og hún á að
vera en vel heppnað (íslenska
myndverið / Gunnlaugur Einars-
son). Taxi er sviðsmyndband, og
allt í iagi sem slíkt. Hins vegar
pirrar mig að viðlagið er svo
hrikalega stolið, og ég man ekki
hvaðan. (Saga film / Rafn Rafns-
son).
Sem sagt, skemmtilegur fengur
fyrir þá sem fíluðu Bandalög, og
bærileg byrjun á sölu'íslenskra
tónlistarmyndbanda. Á þá ekki
Skífan næsta leik? Hvernig væru \
Stuðmenn á hljómleikum á
myndbandi?... ekki dónalegt!
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23