Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 9
Alþýðubandalagið hefur borið á góma í
helgarumræðunni hér undanfarið. I síðasta
helgarblaði fjallaði Mörður Amason um
það að breyta flokknum í nothæfan um-
bótaflokk, sem auðvitað er mikil nauðsyn
á. Vandamálið er bara að þau stefnuatriði
sem Mörður leggur áherslu á mundu ffem-
ur breyta flokknum í nothæfan íhaldsflokk
heldur en umbótaflokk.
Alþýöubandalagiö
er tveir flokkar
Ég gekk til liðs við Alþýðubandalagið
fyrir nokkrum árum, eftir að hafa einbeitt
starfsorku minni um skeið innan pólitískra
samtaka til vinstri við Abl. og innan ýmiss
konar baráttusamtaka, allt frá verkalýðsfé-
lögum yfir í Mið-Ameríkunefndina. Ég
fann að fólkið sem ég starfaði með var allt
hálfgert Alþýðubandalagsfólk, jafnvel þótt
sumt kysi Kvennalistann. Allir þessir
verkalýðssinnar og félagshyggjufólk, allt
voru þetta einhvers konar Allaballar. Þegar
ég gekk í flokkinn var ég að ganga til liðs
við þetta fólk og hina yfirlýstu stefnu Al-
þýðubandalagsins.
Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því
að það sem birtist okkur sem Alþýðu-
bandalag er oft allt annað en þetta. Það er
Alþýðubandalag flokksbroddanna, þing-
mannanna, ráðherranna og strákanna þeirra
í ráðuneytunum. Þetta Alþýðubandalag
leggur allt í sölumar fyrir ráðherradóminn,
bæði samvisku sína og stefnu flokksins. Til
að tolla í ríkisstjómum sjá þeir þann kost
einan að aðlaga flokkinn öðmm flokkum,
að komast á lygnan sjó hins algera pólitíska
sammna.
Vinstri stefna innan
Alþýðubandalagsins
Sú vinstri stefna, sem ég og fleiri em
sagðir reka innan Alþýðubandalagsins, er
fyrst og fremst fólgin í því að knýja á um
að Alþýðubandalagið fylgi eigin yfirlýstri
stefnu. Ef slíkt yrði ofan á, er ég viss um að
fjöldi fólks mundi koma inn i flokkinn. Ég
hefði reyndar viljað snúa þessum hlutum
við, sem sé að fólk komi inn í Alþýðuban-
dalagið til að hjálpa til við að knýja á um
framkvæmd stefnu þess.
Hver eru þau stefnu-mió
sem tekist er á um?
Til að útskýra stefnu flokksins og á-
greininginn við foringjastefnuna er gott að
taka mið af þeiri stefhu sem Mörður Ama-
sons vill gera að stefnu flokksins og birtist
í síðasta Helgarblaði. Mörður er nefhiiega
berorðari um stefnu foringjanna en þeir em
sjálfir, þótt margt sem hann segir eigi ekki
við þá alla. Ég tek stefnuatriðin í sömu röð
og Mörður til að gera samanburðinn auð-
veldari.
Atvinnumál
- sjávarútvegur
Lausn Marðar, kvótaleiga og fiskmark-
aðir, leiðir fyrst og fremst til samþjöppunar
kvótans í hendur hinna efnuðustu, til sam-
þjöppunar á staði sem þeir telja heppileg-
asta. En hún leiðir líka til samþjöppunar
valds í hendur úthlutunarvaldsins, rík-
isvaldsins. Slík stefna leiðir til stórfelldrar
byggðaröskunar.
Stefna flokksins, eins og félagamir
hafa mótað hana á landsfúndum sínum, er
hins vegar að byggðimar eignist kvótann í
hlutfalli við hlutdeild þeirra í veiðunum
hingað til, þótt heildarveiðin verði að tak-
markast við það sem rannsóknir benda til
að sé vogandi. Slík stefna mundi færa
byggðum landsins efnahagslegt sjálfstæði,
leiða til valddreifingar og gera byggðinni
mögulegt að öðlast pólitískt sjálfstæði, eins
og svo mikið er talað um nú. Byggðir
landsins verða ekki lengur ölmusumenn á
ríkinu, þær verða sjálfs sín herrar.
Atvinnumál
- landbúnaður
Hér vill Mörður „miða við raunvem-
leikann” þótt bitur kunni að reynast, vill að
markaðssjónarmiðin komist að og er á móti
innflutningsbanni á Iandbúnaðarvörum.
„Mörður er hér að gæla við stefnu, sem gengurmiklu lengra hjá
foringjum Alþýðuflokksins og hjá íhaldsmönnum eins og Jónasi
Kristjánssyni, ritstjóra DV," segir Ragnar Stefánsson meðal annars
í þessari grein.
Mörður er hér áð gæla við stéfnu, sem
gengur miklu lengra hjá foringjum Al-
þýðuflokksins og hjú, íhaldsmönnum eins
og Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra DV,
Sú fúllyrðing, að fijáls innflutningur
landbúnaðarafurða rhuni leiða til bættra
kjara almennings, á hokkúm hljómgmnn.
Það er samt ekkert sem segir að beint Sam-
band sé þama á milli\ Niðurstaðan gæti
orðið þveröfúg. Byggðaröskun og atvinnu-
leysi sem leiðir 'af slíkri 'ákvörðun gaeti
nefnilega gert \ verkalýðshreyfingunni
miklu erfiðara fyrir en ellá áð sækja sinn
hlut. Hraður hagvöxtur og aukin framleiðni
leiða engan veginn beint til betri lífskjara.
Þau dæmi hafa verið sett upp\og það sann-
að, að íslendingar múndu hafa það miklu
betra ef þeir settust allir að á suðvestur-
hominu, eða erlendis. Slíkt eiga hagfræð-
ingar auðvelt með að áanna ef þeir taka
bara það með í reikninginn sem hentar
þeirri útkomu. Reyndar sendi Byggða-
stofnun nýlega frá sér útreikninga sem
sýndu hið gagnstæða.
að fólkið'eignist framleiðslutækin með ein-
hveijum hætti og ráði yfir framleiðslunni.
Eitt dæmí um þetta er byggðakvótinn í
fiskveiðum. En það mætti nefna miklu
fleiri dæmi, sem varða nýtingu gæða lands
og sjávar og mannlegra hæfileika.
Slík þjóðfélagsleg markmið mundu
leiða til gagnkvæmrar virðingar fyrir stöðu
hvers annars, til viðurkenningar á stöðu og
hlutverki verkamanna og bænda, til viður-
kenningar á stöðu byggðarinnar, á stöðu
kvenna, á stöðu aldraðra og bama og ann-
arra þeirra sem minna mega sín á
hrollköldum markaði. Slíkt mundi eyða
tortryggni og óttanum við að verða lagður
niður eða gerður óþarfur. Menn öðluðust
nýja bjartsýni, fæm að reyna að leysa mál-
in hver á sínum stað í stað þess að flýja
stöðugt á náðir bjargvættanna með miklu
peningana, hinum megin við fjallið. Við
sameinumst um ákveðna umgjörð. Sam-
komulag um slíkt skapar forsendur til þess
að einbeita sér að framförum og þróun á
öllum sviðum.
hina eftir aðstæðum. Hitt verðum við
stöðugt að minna á að NATO aðildin
skuldbindur okkur til að hafa hér her með-
an Bandaríkin krefjast þess. Hitt minnum
við líka á að hlutverk NATO hefur í engu
breyst, sem er að vera hemaðarlegur bak-
hjarl yfiráða Bandaríkjanna í efhahagslífi
heimsins. Það er eins og sumir telji að tví-
stígandi og stimdum jákvæð afstaða ýmissa
AusturEvrópuleiðtoga til NATO þýði að
eðli NATO hafi breyst. Þessa menn vil ég
minna á að við vorum aldrei á móti NATO
af því að Sovétríkin væra það, ekki heldur
út af kalda stríðinu. Við viljum einfaldlega
frið og sjálfstæði.
Evrópubandalagiö
Mörður segist vera á móti aðild að EB.
Því fagna ég. En allt annað sem hann segir
um þessi mál bendir til þess að hann vilji
semja sig inn í evrópska efnahagssvæðið
sem að margra mati leiðir óhjákvæmilega
til inngöngu í EB.
Verkefni Alþýðubandalagsins í þessu
sambandi era ekki síst þau að afhjúpa þær
leiðir sem nú er beitt til að troða landinu
inn í EB bakdyramegin. Mér fannst Birgir
Bjöm sýna rækilega ffam á þetta í við-
horfsgrein um næstsíðustu helgi og sama
má segja um Hjörleif Guttormsson í ýms-
um blaðaskrifúm. Mér finnst að það mætti
vera meira af slíkri stefnu í ffamgöngu ráð-
herra og annarra valdamanna Abl. Ég vona
að þeir taki ekki undir stefnu Marðar, sem
afgreiðir skrif þeirra með orðunum ofsókn-
arbijálæði og heimóttarskapur. Þjóðviljinn
ætti að stunda rannsóknarblaðamennsku í
EB-málinu.
Við þurfum
Alþýöubandalag
Ég hugsa að margir segi með mér að
vissulega þurfi flokk til að berjast fyrir öll-
um þeim málum sem ég hef hér á undan
kennt við Alþýðubandalagið. Ég veit að
það stendur fjölmargt fólk utan Alþýðu-
Róttækara og sann-
ara Alþýðubandalag
■ wm . . '*mSr
Stefna Alþýðubandalagsins mætti nú
vera skýrari í þessu máli, en mér sýnist hún
vera að viðhalda byggðinni, að gera fólki
kleift að búa þar sem það býr, að halda
ræktarlandi í rækt. Líklega er þessi fróma
stefna, sem byggist bara á langri reynslu,
sú hagsýnasta, þegar til lengri tíma er litið.
En það sem skiptir mestu máli er að hún er
í samræmi við þarfir manneskjunnar í okk-
ar landi og heiminum öllum. Við þekkjum
það líka að verð á matvælum getur breyst
mjög hratt, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fýr-
ir umhverfisslysum. Það er heldur ekki víst
að þeir sem framleiða landbúnaðarafúrðir
fyrir lítinn pening vítt um heim muni alltaf
sætta sig við það. Alla vega held ég að það
væri brjáluð ævintýramennska að láta land-
ið fara í órækt vegna lágs verðs á landbún-
aðarafurðum í heiminum á síðustu áratug-
um.
Efnahagsmál
Skoðun Marðar er sú, að stefna skyn-
samlegrar hagstjómar leggi grandvöll að
varanlegum kjarabótum. Þessi margþvælda
klisja hefúr nú yfirleitt verið notuð til að fá
launafólk til að halda aftur af kröfum sín-
um.
Ef ég hins vegar ætti að reifa stefhu
Abl. í efnahgsmálum í örfáum orðum yrði
hún eitthvað á þessa leið: Við sameinumst
um ákveðin þjóðfélagsleg markmið, þar
sem efnahagslegan og félagslegan jöfnuð-
ber hæst ásamt byggðastefnu og um-
hverfisvemd. Við höfnum vinnuþrældómi
vegna lágra launa og því að menn séu gerð-
ir atvinnulausir, að bændur séu lagðir nið-
ur, að byggðir séu lagðar í eyði. Við aukum
áhrif manneskjunnar á framleiðsluna og
umhverfi sitt á hverjum stað. Markmiðið er
Kjaramál
I hugsýn Marðar á að leiðrétta kjörin
ofanfrá og jafna aðstæður hópa. Lítið er
gert úr sjálfstæðri baráttu verkalýðsstéttar-
innar, og að hans mati virðist svipting
samningsréttar BHMR bara vera flókið og
erfitt mál.
Ef ég hef skilið margítrekaða stefnu
Alþýðubandalagsins rétt vill það efla sjálf-
stæði og skipulagðan styrk verkalýðsstétt-
arinnar. Verkalýðshreyfmgin er vettvangur
til vemdar lýðréttindum gagnvart ægis-
hjálmi atvinnurekenda og ríkisvaldi sem
oftast er fjandsamlegt hagsmunum launa-
fólks. Það vantar vissulega mikið á lýðræði
og virkni í verkalýðshreyfingunni, en það
er eitt af því sem við þurfum að bæta. Arás
núverandi ríkisstjómar á umsamin launa-
kjör era að sjálfsögðu í algerri andstöðu við
stefnu Alþýðubandalagsins. Það er líka í
algerri andstöðu við sjálfstæða verkalýð-
hreyfingu hvemig launataxtar hafa verið
Iátnir drabbast niður undanfarið, sem aftur
leiðir til þess að launaskriðið verður ráð-
andi og launastefna atvinnurekenda ofan á.
Þótt við viljum sátt innbyrðis milli al-
þýðufólks, þá er engin sátt möguleg við þá
sem niðurlægja fólk með launatöxtum sem
era langt fyrir neðan það sem lifandi er af.
Við styðjum því alla þá baráttu sem miðar
að því að bijóta hlekki láglaunastefnunnar.
Alþjóöamál
Mörður er búinn að taka upp klisjuna
um að þátttaka í NATO verði til reglulegrar
endurskoðunar eins og það er kallað.
Stefna flestra okkar hinna er ísland úr
NATO, herinn burt. Við kunnum auðvitað
að leggja meiri áherslu á aðra kröfuna en
bandalagsins sem mundi vilja koma með ef
Alþýðubandalagið sýndi af sér einlægni í
að beijast fyrir þessari stefnu. Það er mikil-
vægasta sameiningarmál á vinstri kantin-
um nú. Innan Abl. er það mikilvægast að
fella stefnu foringjaveldisins og leyfa
stefnu Abl. að koma ffam í verkum flokks-
ins.
Að sameinast
, Alþýöuflokknum
í yfirbyggingu Abl. hefúr í seinni tið
borið á alls kyns sameiningarbrambolti við
Alþýðuflokkinn. Rökstuðningurinn fyrir
þessu er yfirleitt einhvers konar sagnfræði
um það að orsök væringa milli þessara afla
fyrir 50-100 árum sé úr sögunni, og því
sjálfsagt að sameinast. Ef menn efast fá
þeir yfir sig fúkyrðaflaum eins og þann
sem lesa mátti í helgarpistli Marðar.
Astæða þess að menn era ekki tilbúnir
að fallast á slíka sameiningu er einfaldlega
sú að menn telja að áffam þurfi flokk til að
beijast fyrir þeim markmiðum Alþýðu-
bandalagsmanna sem ég rakti hér að ffam-
an. Alþýðuflokkurinn hefúr verið harður
andstæðingur okkar í flestum þessum mál-
um. Við höfum verk að vinna að fá Al-
þýðuflokksfélaga til stuðnings við þennan
málstað. Eflir það verður enginn vandi að
sameinast þeim.
Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9