Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 12
Þetta arnarpar sem á sitt óðal
á Vesturlandi kom upp
tveimur ungum í sumar.
Öminn
flýgur
fugla hæst
Svo virðist sem arnarstofninn hér á
landi sé að ná sér eftir að hafa verið í
útrýmingarhættu frá því í byrjun
aldarinnar
Það er einkum á vorin sem am-
arhjón iðka svifdans. í miklum
loftfimleikum velta þau sitt á
hvað, svífa, læsa klónum saman
og láta sig hrapa 10-15 metra, en
taka svo til vængjanna á ný og
líða í sveip upp og niður eins og
rólur hvort andspænis öðru. Vor
og sumar er tími væntinga, en á
veturna er hann einn á ferð og þar
sem hann svífur um í skammdeg-
isskímunni ellegar trónir tímun-
um saman á kletti er sem dmngi
og þunglyndi þjaki þennan vold-
uga ránfugl.
í flugtaki er mikill sláttur á
vængjum arnarins þegar hann
varpar sér til flugs og fuglinn sil-
ast af stað, en svo er eins og arn-
arflug sé átakalaust óháð lögmál-
um náttúmnnar. Örninn hring-
sólar iðulega yfir óðali sínu og
verði hjónin fyrir alvarlegri trufl-
un hringsólar hann mjög hátt.
Hringsól er svifflug, þar sem fugl-
inn nýtir uppstreymi og líður æ
hærra án þess að blaka vængjum.
Fleiri fuglar kunna þessa list, en
öminn er meistari,“ segir Guð-
mundur og hann heldur áfram:
„Fæða ama er bæði fugl og
fiskur, fýll, æðarfugl, lundi og
máfar em miklivægasta fugla-
bráð hans. Af fiski tekur hann
aðallega hrognkelsi. Veiði amar-
ins fer eftir staðháttum og í æðar-
varplöndum verður æðarfugl
stundum drjúgur hluti fæðunnar,
en það er firra að örninn hafi
áhrif á stofnstærð æðarfulgs, sem
telur hálfa miljón fugla.“
Fæðuöflun
„Fæðuöflun arna er fjölhæf,
hann situr sem fastast og skyggn-
ist eftir bráð eða eygir hana úr
lofti. Stundum svífur hann hljóð-
lega og dýfir sér svo eldsnöggt
niður að bráðinni. Hann hrem-
mir hana oftast við jörðu eða kló-
festir hana í yfirborði sjávar eða á
grunnu vatni. Þegar maður
nálgast óðal hafarnar á varptíma
svífur hann hljóðlega og varlega í
átt að manninum, en síðan hring-
sóla hjónin og taka dýfur í lofti.
Þá kalla þau stöðugt, hátt og
hvellt: Klikk- klikk-klikk... og
unginn grúfir sig niður í hreiðrið á
meðan. En nálgist hrafn eða
minkur er hann hvorki hægfara
né varkár."
Um amarungann segir Guð-
mundur: „Amamngi kemur van-
þroska í heiminn og assan hlúir
stöðugt að honum fyrstu tvær vik-
urnar, en þá er hann vel sjáandi
og hvít-dúnhærður. Karlfuglinn
veiðir í fjölskylduna, en kvenöm-
inn matar ungann. Eftir þrjár vik-
ur fer assan líka á veiðar. Annað
foreldrið hefur auga með ungan-
um úr fjarlægð og hlúir að honum
ef blotvirði og kuldar geisa. Að
mánuði liðnum er arnarunginn
fær um að rífa í sig bráðina og sex
vikna gamall étur hann aðeins
kvölds og morgna. Foreldrar
koma þá í hreiðrið, annars ekki
nema í rigningu eða til að fá sér
dúr á daginn. Amarungi er
fleygur 10-11 vikna gamall. Hann
nýtur umhyggju foreldra áfram í
4-8 vikur og þjálfar þá volduga
vængi og nemur veiðikúnstir áður
en hann fer út í óvissuna. Ung-
em félagslyndari en þeir
og halda stundum hópinn
haustin og fram eftir vori. Fyrsti
veturinn er tvísýnn og örlög
fuglsins ráðin þá að miklu leyti,
en dánartala ungra ama er mjög
há.“ _sg
- Arnarstofninn er að ná sér,
það sést best á því að ernir eru
farnir að helga sér óðul á stöðum
sem þeir hafa ékki sést á lengi.
Þannig hafa nokkrir fuglar helg-
að sér óðul sunnan til á Snæfells-
nesi og einnig á Norðurlandi
vestra, sagði Jóhann Óli Hilmars-
son sem á sæti í stjórn Fugla-
verndarfélags íslands, I samtali
við Nýtt Helgarblað. Hann sagði
að nú væru að minnsta kosti um
120 ernir í landinu.
í frétt frá Fuglaverndarfélag-
inu segir að í sumar hafi komist
upp átján arnarungar úr tíu am-
arhreiðram. Auk þess er vitað
um 20 arnarpör sem hafa helgað
sér óðul, en varp hefur misfarist
hjá þeim.
- Því miður er það svo að í
ákveðnum landshlutum em til
menn sem sjá sér hag í því að
steypa undan erninum. Margir
æðarvarpsbændur telja að öminn
styggi æðarfuglinn og vilja ekki
að hann helgi sér óðal nærri varp-
löndum æðarfuglsins. Þetta er
mikill misskilningur hjá þessum
bændum þar sem mun betra er
fyrir þá að hafa arnarpar á hreiðri
í nágrenni við sig heldur en ókyn-
þroska erni sem em mun grim-
mari, sagði Jóhann Óli og bætti
við að á nokkmm stöðum á
landinu byggju ernir og æðarfugl
í góðu nábýli.
íslenski amarstofninn hefur
verið í útrýmingarhættu nánast
alla þessa öld. Árið 1880 er vitað
að í landinu vom um 100 til 200
pör. í byrjun þessarar aldar
hnignaði stofninum verulega og
var svo komið þegar örninn var
friðaður árið 1913 að einungis
vom eftir í landinu um 20 pör.
Þrátt fyrir friðun hefur amar-
stofninn verið í stöðugri hættu,
ekki síst fram til ársins 1957 var
mikið um það að eitrað væri fyrir
refum. Það var gert með því að
koma eitri fyrir í hræjum, og ernir
sótt mjög í þessi hræ, sagði Jó-
hann. í upphafi sjöunda áratug-
arins hóf Fuglarverndarfélagið
baráttu fyrir verndun og eflingu
arnarstofnsins, og vora öll arnar-
hreiður skráð og fylgst árlega
með þeim.
Ófélagslyndur
í bók sinni Fuglar í náttúm ís-
lands fjallar Guðmundur P. Ól-
afsson um emi. Hann skrifar
meðal annars um þennan merka
fugl, sem af mörgum er talinn
mestur allra íslenskra fugla.
„Haförninn er mestur íslenskra
ránfugla, þótt ekki sé hann fim-
astur á flugi og bæði viðkvæmur
og styggur. Haförninn er ófélags-
lyndur, hann fer oftast einfömm
og verpir í sérbýli. Arnarhópar
eru sjaldséðir og þá helst ungfugl-
ar. Snemma vors hefst tilhugalíf
og undirbúningur varps. Hjú-
skapur amarins er ævilangt ein-
kvæni og sambúð ætíð traust.
Amarhjón helga sér stórt óðal og
halda tryggð við það svo lengi
sem kostur er. Varpstaðir innan
óðalsins geta verið fleiri en einn
og stundum færa hjónin sig um
set verði þau fyrir ónæði, en
friður á varpstað er nauðsyn-
legur.
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. ágúst 1990
\