Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 17
Á tónleikum með The Rolling Stones
í algleymi rokksins
er múgurinn til í allt
[ fyrsta skipti í sautján ár, The
Rolling Stones í Kaupmanna-
höfn. Það er spenna í lofti sem
eykst jafnt og þétt eftir því sem
líður á daginn því það er eitthvað
stórt í vændum. Áhrifanna gætir
ekki aðeins hjá mannfólkinu
heldur virðist sem dönsku veður-
guðirnar hafi haft pata af ein-
hverju stóru því þeir eru í sól-
skinsskapi og leika við hvern sinn
fingur. Heiðblár himinn og hiti.
Tónleikar með virtustu og bestu
rokksveit veraldar eru að hefjast
á Idrætsparken, og eru þeir síð-
ustu í Norðurlandaferð sveitar-
innar. Áður hefur rokksveitin
haldið tvenna tónleika í Gauta-
borg og aðra tvenna í Osló við
mikla hrifningu þeirra sem þar
voru.
Nokkru áður en hliðum íþrótt-
aleikvangsins er lokið upp, þrem-
ur tímum áður en upphitunar-
sveit Rollinganna á að byrja, er
þegar múgur og margmenni fyrir
utan. Séðir íbúar, sem búa í ná-
grenni vallarins hafa bakað vöf-
flur og pönnukökur, sem renna
eins og heitar lummur ofan í
svanga tónleikagesti á leið þeirra
á leikvanginn. Þegar hliðin opn-
ast streymir manngrúinn inn á
völlinn þar sem við þeim blasir
eitt hið stærsta svið sem sett hefur
verið upp til tónleikahalds í kóng-
sins Köben. Hermt er að það hafi
tekið hundrað manns heila viku
að koma því upp, þar sem það
gnæfir yfir skaranum og fyllir al-
veg út í annan enda vallarins.
Von bráðar er leikvangurinn orð-
inn fullur á óþreyjufullu fólki, 45
þúsund manns sem bíður þess
eins að fá að heyra og sjá
fimmmenningana sem fyrirlöngu
eru orðnir að þjóðsagnapersón-
um rokksögunnar ásamt Elvis,
Beatles og Dylan.
Stundvíslega klukkan hálfátta
um kvöldið stekkur upphitunar-
bandið fram á sviðið og þenur sig
fyrir framan áhorfendur sem allir
bíða þess eins að þeir ljúki leik
sínum sem fyrst. Sú bið stóð yfir í
þrjá stundarfjórðunga og þar á
eftir tóku við aðrir fimm áður en
stóra stundin rann upp, rétt fyrir
klukkan hálftíu.
Start Me Up
Skyndilega heyrast miklar
drunur frá sviðinu sem lifnar við
þegar eldsprengjur springa og'
loftið fyllist af reyk. Allar kynn-
ingar eru óþarfar. The Rolling
Stones eru mættir til leiks, með
þrjár bakraddir, tvo hljómborðs-
leikara, hornaflokk og Bobby frá
Texas á saxann. Það fer um
manngrúann sem fagnar eins og
vitlaus enda tilefni til þess. Þvag-
an fyrir framan sviðið þjappast
saman eins og sfld í tunnu og þá er
tækifærið notað til að komast sem
næst hljómsveitinni í 20-30 metra
fjarlægð.
Sem fyrr er opnunarlag tón-
leikanna Start Me Up og síðan
fylgja á eftir Sad,Sad,Sad og
Harlem Shuffle. Strax frá byrjun
er völlurinn vel með á nótunum,
dansar, öskrar og syngur og lætur
sér fátt um finnast þótt íslending-
ar hvísli hver að öðrum að svona
lagað væri virðisaukaskattskylt
uppá Fróni.
Fyrstu þrjú lögin hljóma eins
og þau séu spiluð af góðri rokk-
sveit en strax í fjórða lagi, Tumb-
ling Dice leikur enginn vafi á því
að hér er á ferðinni hljómsveit
sem á engan sinn líka, sjálfir
Stones í eigin persónu. Á eftir
koma Miss You og eitt gamalt og
gott, Ruby Tuesday sem Jagger-
inn syngur eins og engill og band-
ið í firna góðu formi.
Það er eins og tíminn standi
kyrr, slíkt er algleymið á vellinum
þegar hvert snilldarverkið tekur
við af öðru. Rock And A Hard
Place og Mixed Emotions og Ron
Woods þenur gítarinn undir ár-
vökrum augum Keith Richards
sem stjórnar sveitinni sem er rek-
in áfram með taktföstum slögum
Charlie Watts og sjálfum Bill
Wyman á bassa.
Þetta er
lyginni líkast
Það er f arið að hitna á vellinum
þegar Keith slær fyrstu hljómana
í Honky Tonk Women og gefur
sér góðan tíma. Skyndilega blása
út tvær gínur sín hvorum megin
við sviðið, uppí 20 metra hæð
þegar Jagger hefur sönginn og
allt verður vitlaust. Strax á eftir
kemur Midnight Rambler og enn
æsist leikurinn. Keith sannar á
ótvíræðan hátt snilli sína á gítar-
inn og sveitin leikur á als oddi og
gefur ekkert eftir nema síður sé.
Þetta er lyginni líkast.
Án nokkurs hlés vindur hljóm-
sveitin sér strax í næsta smell og
hrifningarkliður fer um fjöldann
þegar fyrstu tónar lagsins Can‘t
Always Get What You Want ber-
ast frá sviðinu. Manngrúinn er
vel með á nótunum og tekur
undir með Jagger í söngnum og
fær sjálfur að syngja viðlagið án
þess að það þurfi að hvetja til
þess á nokkum hátt. Vímaðir af
bjór og reyk í algleymi rokksins
er múgurinn til í allt.
Eftir að tónleikagestir hafa
sungið nægju sína lýsir Jagger því
yfir á dönsku að Kaupmannahöfn
sé besta borgin á Norðurlöndum
og dregur sig þvínæst í hlé til að
hleypa Keith Richards að með
lögin Can‘t Be Seen og Happy.
Það lag endar kappinn með því
að renna í C. Berry Splitt við
mikil fagnaðarlæti. Án þess að
pústa slær hann fyrstu hljómana í
Paint It Black sem er keyrt áfram
með hörðum trommuleik Watts
sem leikur við hvem sinn fingur
og verður sffellt betri trymbill
eftir því sem árin færast yfir.
í næsta lagi sýna hljómborðs-
leikaramir tæknisnilli sína í
laginu Two Thousand Light Ye-
ars From Home og áður en nokk-
ur veit af er mannfjöldinn horfinn
út í geiminn undir söng Jaggers.
Þegar tónleikagestir nálgast jörð-
ina á nýjan leik er sviðið umvafið
rauðum og gulum ljósum eins og
eldur sé eldur laus. En það er
öðm nær, heldur er sveitin að
byrja á einu sínu þekktasta lagi
Sympathy For The Devil, en á
sviðinu er enginn Jagger. Allt í
einu springa eldsprengjur uppi á
tumi sviðsins sem er í 30-40 metra
hæð frá jörðu og viti menn: Þar er
hann kominn í gervi skrattans og
kann vel við sig að því er virðist.
Á eftir kemur annar smellur ekki
síðri sem er lagið Street Fighting
Man. Upp úr sviðinu spretta þá
uppblásnir fjórir heldur ófrýni-
legir hundar, með blóðhlaupin
augu og sýna vígtennumar. Á
meðan gítaramir væla í millikafl-
anum stekkur Jagger fram á svið-
ið með langa stöng í hendi og slær
henni hvað eftir annað í pung eins
hundsins við gífurlegan fögnuð
viðstaddra sem eru margir hverjir
orðnir blautir af svita.
Heimsins besta
rokksveit
Þegar hér er komið sögu er
stemmningin á vellinum löngu
orðin ólýsanleg, enda tekur við
hver smellurinn af öðmm. Eftir
frábæran flutning á laginu Gim-
me Shelter gefur Jagger sér loks-
ins tíma til að kynna hljóm-
sveitina. Eftir að hafa kynnt
Keith Richards rennir bandið sér
strax í It‘s Only Rock ‘N Roll,
Brown Suger og Jumping Jack
Flash. Að því loknu hverfur
bandið af sviðinu svona til mála-
mynda því allir vita að það er eitt
lag eftir. Tónleikagestirriota síð-
ustu kraftana til að klappa
sveitina fram á sviðið og 'hún
tekur I Can‘t Get No Satisfaction
í hálfgerðri pönkútgáfu. Jagger
syngur lagið í frotté-sloppnum
sínum og bandið keyrir lagið
áfram á fullu eins og þeir eigi nóg
eftir. Síðan myrkvast sviðið en
völlurinn lýsist upp þegar tónl-
eikunum lýkur með allsherjar
flugeldasýningu, enda mann-
grúinn að niðurlotum kominn
eftir að hafa hlýtt á heimsins
besta rokkband í sínu besta for-
mi.
-grh
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 1985-2.fl.SDR 10.09.90-10.03.91 10.09.90-10.03.91 •10.09.90-10.03.91 10.09.90 kr. 50.572.98 kr. 33.190,33 kr. 23.664,25 **) ***j
Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
***)Sjá skilmála.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, ágúst 1990.
SEÐLABANKI ÍSLANDS