Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 4
Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra á beininu Víðaþörf fyrir breytingar Lokanir sjúkrahúsdeilda hafa verið mjög til umræðu í sumar, deila við tannréttara, læknaskortur í einmenningshéruðunum, óheyrilegur lyfjakostnaður sem og fleiri mál sem viðkoma heilbrigðiskerfinu. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra er tekinn á beinið í dag og við spyrjum hann fyrst um sumarlokanir sjúkrahúsanna. Hvernig er hægt að leysa þetta vandamál? „Lokanirnar eru að verulegu leyti því að kenna að við höfum ekki starfsfólk til að leysa af allan þann fjölda opinberra starfs- manna sem þurfa að fara í sumar- leyfi á sama tíma. Mér finnst nú reyndar að sparnaður í opinber- um rekstri hafi verið gerður að meginmáli og þá sérstaklega á sjúkrahúsunum, og vissulega er rétt að þar hefur verið reynt að gæta aðhalds. En þó er það svo að spamaður sem boðaður var í fjárlögum árs- ins 1989 var upp á 4% í Iaunum og var auðvitað yfir alla hina opin- beru starfsemi, ekki bara heilbrigðisþjónustuna. Úr þess- um sparnaði var reyndar nokkuð dregið í fjárlögum ársins 1990, þá var t.d. bætt við álagsgreiðslum um 1%. Það hefur þýtt að þessi 4% sparnaður 1989 er minni árið 1990 heldur en umræðan gefur til kynna. Og ég á ekki von á því að þó að stofnanirnar fengju þennan spamað að fullu bættan þá myndi það ekki þýða að ekki yrði um einhverjar lokanir vegna þess að það em aðrar ástæður sem ráða ekki síður.“ - Ertu að segja að þetta sé óleysanlegt mál og sumarlokanir séu frambúðarástand? „Sumarlokanir em ekki nýtt vandamál og það sem mestu ræður um er að það hefur dregið úr aðsókn að þeim skólum sem mennta heilbrigðisstéttirnar og í gegnum læknadeildina er ekki hleypt nema ákveðnum fjölda nemenda. Svoleiðis að við eigum ábyggilega í einhverjum erfið- leikum áfram við að fullmanna þessar stofnanir. Pað er sem sagt ekki neitt sem segir okkur í dag að það sé að verða nein gjör-' breyting á því. Hvort þetta er ástand til frambúðar vona ég að sé ekki en það þarf fleira að koma til en krafan um aukna fjármuni. Ég held að menn verði að skoða breytt skipulag á stofnun- um og við hér í heilbrigðisráðu- neytinu höfum sagt við stjóm- endur þeirra að þetta aðhald, sem við erum að reyna að fá fram, verði að leysast með breyttu skipulagi; t.d. breyttu vaktafyrirkomulagi og breyttum vinnutíma. Menn hafa m.a. talað um fimm daga deildir þannig að hægt sé að draga úr vaktaálagi um helgar og viðbótarlaunakostnaði. Þessu og fleiru verða menn að taka á.“ - Ljóst er að öldruðum fjölgar mjög hlutfallslega á næstu ára- tugum. Hvernig getur heilbrigð- iskerfið brugðist við þessarri þró- un? „Ég held að á undanfömum árum höfum við verið að gera ákaflega margt í uppbyggingu fyrir aldraða og bæta þjónustu við þá. Víða úti á landi er þörfinni fullnægt þannig að þar era ekki biðlistar og sums staðar hafa í sumar m.a.s. verið laus pláss á meðan við höfum búið við allar þessar þrengingar hér. Þess vegna sýnist mér að áhersla á úr- lausnir þurfi að vera fyrst og fremst hér á höfuðborgarsvæð- inu. í haust er í undirbúningi að hefja byggingu hjúkmnarheimil- is í Grafarvogi fýrir 80 einstak- linga. Þetta yrði samstarfsverk- efni Reykjavíkur, Seltjarnarness og e.t.v. fleiri sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, nokkurra fé- lagasamtaka og ríkisins að hluta, þ.e. Framkvæmdasjóðs aldraðra. Þetta yrði sennilega byggt sam- kvæmt sérstakri kostnaðarskipt- ingu, Framkvæmdasjóðurinn myndi greiða 40% en þetta yrði sjálfseignarstofnun. Bygging þessa heimilis gæti tekið 2-5 ár. Það er hins vegar rétt að það hefur gengið alltof hægt að koma áfram B-álmu Borgarspítalans sem er þjónustuálma fyrir aldr- aða, en þar emm við að tala um öldmnarlækningar en ekki hjúkr- unarheimili." - Deila ríkisvaldsins við tann- réttara um nýja reglugerð um endurgreiðslur hefur staðið lengi yfir og á meðan er ekkert endur- greitt fyrir tannréttingar. Hve- nær ætlar ráðuneytið að höggva á hnútinn? „Við höfum reynt að sýna nokkuð mikla biðlund og reynt að leita eftir samningum við þessa tannréttingamenn en mér sýnist að nú sé svo komið að svo geti ekki gengið öllu lengur. Þeir hafa verið mjög stífir í þessum samningum og í fyrsta lagi ekki viljað fallast á hugmyndir okkar að reglugerð um hvemig flokka beri tannréttingar. Nú er því komið svo að á borðinu hjá mér er reglugerð sem ég reikna með að ganga frá allra næstu daga og það verður þá að reyna á hana. Við getum ekki beðið lengur eftir því að ná um þetta samkomulagi heldur setjum þessa reglugerð og reynum að framkvæma eftir henni. Spumingin er síðan, hvemig samningum við náum síðan við tannréttingamenn til að virða reglugerðina. Það gæti endað með því að setja yrði sérstaka gjaldskrá sem unnið yrði eftir en ég vonast til að þetta geti gengið eftir með samkomulagi. Núna era að nást samningar við almenna tannlækna og samn- ingaviðræður við þá hafa líka staðið lengi yfir. Þeir munu leiða til nokkurs sparnaðar í þeim út- gjaldaþætti svo það er vert að nefna það.“ - Ef tannréttarar neita áfram að meta og flokka aðgerðir sínar mun þá Tryggingastofnun taka að sér það hlutverk? „Ef ekki næst samkomulag um framkvæmdina þá sér maður það fyrir sér svo að Tryggingastofnun myndi reyna að vinna eftir á úr þeim gögnum sem kæmu frá tannréttingamönnum. “ - Tilvísanir heimilislækna til sérfræðinga voru afnumdar í fyrravetur eftir miklar deilur milli ráðuneytis og sérfræðinga. Verða tilvísanir teknar upp í ein- hverju formi aftur í nýju frum- varpi um almannatryggingar sem leggja á fyrir næsta þing? „Það er ekki hægt að segja fyrirfram um hvað verður í frum- varpi sem menn em enn að vinna að, en það er þó komið alveg á lokastig og ég vænti þess að geta lagt það fyrir strax og þing kemur saman. Það sem við höfum fyrst og fremst talað um er að koma á þessu boðskiptakerfi eða vísana- kerfi sem við ræddum um við lækna í fyrravetur og þá viljum við fyrst og fremst að upplýsingar milli heimilislækna annars vegar og sérfræðinga hins vegar séu þannig að upplýsingaskyldunni sé fullnægt. Ég á ekki von á að tilvísanir verði teknar upp í sama formi og þær vom fyrir 4-5 ámm. Við fór- um mikið yfir hvernig slíkt sam- skiptaform gæti verið og um það náðist ákveðið samkomulag. Það hefur leitt til þess að þjónustan hefur færst aftur mikið til heimil- islækna en við töldum að sérfræð- ingarnir væm famir að vinna að óeðlilega miklu leyti sem al- mennir heimilislæknar." - Á íslandi er hlutfall sérfræð- inga og heimilislækna sjö sér- fræðingar á móti einum heimilis- lækni á meðan víða erlendis er talið að eðlilegt hlutfall sé einn á móti einum. Eru sérfræðingar hér á landi of margir? „Það er sjálfsagt erfítt að segja til um hvert hlutfallið á að vera en sérfræðingar hér em ábyggilega margir. Við höfum í þessum um- ræðum í fyrravetur fjallað um að sérfræðikostnaðurinn sé orðinn hár miðað við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Og með því vorum við að álíta að sérfræðingar störfuðu að ein- hverju leyti sem almennir læknar og við væmm þá að kaupa dýrari þjónustu en við þyrftum ef að þjónustan væri veitt af heilsu- gæslustöð vunum. “ - Telur þú að hægt væri að ná auknum sparnaði við rekstur sjúkrahúsa með meiri samnýt- ingu á dýrum tækjabúnaði og stofum en nú er? „Já, ég held að það væri hægt að spara með betra skipulagi, betra samstarfi og verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna á höfuðborg- arsvæðinu. Við höfum undanfar- in misseri verið að ræða hvemig megi koma þessu á. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort eigi að sameina sjúkrahúsin öll undir einn hatt og eina stjóm eða hvort þau geti starfað áfram nokkuð sjálfstætt en þó með sam- eiginlegri yfimefnd sem hefði m.a. það hlutverk að fjalla um samstarf og verkaskiptingu. Ég ímynda mér að það mætti nýta betur ýmsan tækjakost og fjárfestingar í húsnæði t.d. með betri nýtingu skurðstofa og röntgendeilda. Við megum þó ekki láta endumýjun tæknilegra þátta líða fyrir þetta." - Hefur ráðuneytið eitthvað á prjónunum til að leysa úr lækna- skorti í einmenningshéruðum landsins? „Þetta er eitt af vandamálun- um sem við stöndum frammi fyrir. Það em um fimm til sex svæði sem hefur verið mjög erfitt að manna og það hafa verið uppi ýmsar hugmyndir í því. Bæði er um að ræða launakjör og einnig álag á einstaklinginn og faglega einangrun. Þetta er ekki bara spuming um laun. Þó er það svo að vegna þess hvemig launakerf- ið er uppbyggt þá hafa læknar í fámennum hémðum minni tekj- ur en hinir. Hér held ég a$ þurfi að breyta hlutfalli föstu launanna og við- bótargreiðslnanna fyrir unnin læknisverk þannig að hlutfall föstu launanna hækki. Það þarf líka að gefa þessum læknum kost á að taka sín leyfi þannig að þeir séu ekki einir á vakt. Okkur hef- I ur dottið í hug að koma á nokkurs Ikonar samstarfskerfi þar sem tvær til þrjár heilsugæslustöðvar liggja nokkuð þétt. I framtíðinni sé ég það fyrir mér að þessar svokölluðu H-1 stöðvar þar sem aðeins einn læknir er að störfum verði lagðar niður og alls staðar verði tveir læknar. Þetta verður að leysa en það er óhjákvæmilegt að horfast í augu við það að það kostar fjár- muni.“ - Hvenær verður fyrirkomu- lagi á lyfjasölu breytt og hvernig er hægt að réttlæta 65% álagn- ingu á lyf? „Ég álít að það megi Iækka þessa álagningu og draga úr lyfj- akostnaði með því. En við búum við ákveðið lögskipað form í lyfjasölu. Ég hef átt ítarlegar við- ræður við fulltrúa í lyfjaverðlags- nefnd og þeir hafa út af fyrir sig skýrt fyrir mér hvemig þeir hafa byggt þetta form upp þó ég sé ekki fyllilega sammála öllum þeirra rökum. Nefiid, sem starfað hefíir und- anfarin 2-3 ár við að vinna til- lögur fyrir ráðuneytið um hvemig lækka mætti lyfjakostnað, nefndi nokkur skipulagsatriði: T.d. það að breyta fyrirkomulagi í heildsölunni þannig að innflytj- endum fækkaði eða þeir mynd- uðu með sér einhvers konar fé- lagsskap þannig að hægt væri að draga úr kostnaðinum þar og eins var þar nefnt að stækka lyfsölu- svæðin úti á landi þar sem minnstu einingarnar em. Tvær aðrar hugmyndir hafa einnig komið fram, mun róttæk- ari en þessi. Önnur er sú að gefa lyfjasöluna algerlega frjálsa. Við sjáum það sums staðar í nágrann- alöndunum að hægt er að kaupa lyf út í búð án þess að framvísa lyfseðli, en ég held að meðan greiðandinn er nánast einn, þ.e. ríkið, þá sé þetta form óskynsam- legt og það skapi litla eða enga samkeppni. Hin hugmundin er áð draga þetta meira saman ög setja alla lyfjadreifinguna á færri hendur, jaétvel aðeins eina, eins og t.d. er gert í Svíþjóð. Ég held að við eigum að athuga gaumgæfilega hvort við þurfum ekki að fara út í róttækar breytingar á þessu kerfi því lyfjakostnaðurinn er farinn langt fram úr áætlunum.“ - Lokaspurningin: Óttast heilbrigðisráðherra ellina? „Nei, það geri ég ekki.“ -vd. 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 31. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.