Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 13
t 5 PERSAFLÓADEILAN Arabar allra landa sameinist Þegar Irak hundsar sjálfstæði annars arabaríkis og segist berjast fyrir skiptingu auðs olíufursta milli allra araba styðst Saddam Hussein við stefnuskrá Baathflokksins, ríkisflokks Iraks Mest umtalaða manni heimsins í þessum mánuði, Saddam Hussein at-Takriti, valdsmanni í írak, þykir gott að láta jafna sér við kalífana sem gerðu garðinn frægan í höfuðborg hans Bagdað forðum tíð, og þótt undadegt kunni að virðast gerði svo einnig erkióvinur hans til skamms tíma, Khomeini heitinn höfuðklerkur af íran. Hann kallaði Saddam „rauða kalífann“, en að vísu ekki þessum andstæðingi sínum til virðingarauka. Með því átti sá gamli við að Saddam væri ekki annað en það sem Baathflokkurinn (ríkisflokk- ur í írak síðan 1968 sem Saddam hefur verið í frá því að hann var um tvítugt) hefði gert hann að. Baath (orðið er arabískt og þýðir endurfæðing) hefur verið talinn sósíalískur öðrum þræði. Og í augum íransklerka er hverskonar sósíalismi viðurstyggð, sem og kapítalismi, lýðræði og flest ann- að af hugmyndafræðilega taginu sem frá löndum Evrópumanna kemur. Kristinn uppruni Frá sjónarhóli múslíma er þar að auki hægt að leggja Baath- flokknum það til lasts að hann er ekki sprottinn úr íslömskum jarð- vegi nema að takmörkuðu leyti. Flokkurinn var stofnaður 1940 og beittu sér einkum fyrir því kristnir Sýrlendingar, þeirra helstur Michel Aflak, sem var mikill áhrifamaður í sýrlenskum stjórnmálum um miðja öldina. Baath er veraldlega sinnaður flokkur, miðað við það sem gerist í íslamslöndum, og stefnir að því að skipta þjóðarauði sem jafnast, helst með því að örva smáat- vinnurekstur, fremur en með þjóðnýtingu, sem þó er einnig með í myndinni. Flokkurinn get- ur vart talist byltingarsinnaður í marxískum skilningi orðsins, þar eð hann vísar stéttabaráttu á bug, að því frátöldu að hann vill steypa þeim valdhöfum sem hann skil- greinir sem lénsaldarmenn. Hug- myndafræðilega séð hefur flokk- urinn stundum verið talinn standa frjálslyndum flokkum á Vesturlöndum nær en sósíalist- um. Áhrif frá fasistum Arabísk þjóðemishyggja er af öllum þáttum mest áberandi í stefnuskrá flokksins. Stofnendur hans voru ungir menn, sem mót- uðust á árunum milli heimsstyrj- alda, er Austurlönd nær skiptust í yfirráða- og áhrifasvæði milli Breta og Frakka. Það var fyrst þá, sem arabísk þjóðemishyggja komst verulega á kreik. Hún var á næstu grösum við íslamska andúð á kristnum drottnumm, og. Saddam og fjölskylda. Sitjandi er hann sjálfur á milli Sajidu konu sinnar og dóttur þeirra er Hala heitir. Standandi eru börn og tengdabörn. Annar frá hægri er Hussein Kamel, tengdasonur Saddams og líklegur til að verða eftirmaður hans. Hann er frá Tikrit eins og tengdafaðir hans og fleiri ráðamenn landsins. í því fólst hætta fyrir kristna minnihlutahópa. Má vera að Aflak og þeim félögum hafi þótt að besta ráðið til að leiða frá sér og sínum þann háska væri að efla sem mest með aröbum veraldlega sinnaða þjóðernishyggju. Þegar Baathflokkurinn fór í kreik var Frakkland að hrynja fyrir áhlaupi Þjóðverja og margir töldu að þess yrði skammt að bíða að eins færi fyrir Bretlandi. Arabískir þjóðernissinnar litu margir á öxulríkin sem eðlilega bandamenn gegn Bretum og Frökkum og þjóðernishyggja og fleira hjá nasistum og fasistum var þeim allvel að skapi. Þetta setti sitt mark á Baathliða og aðra arabíska þjóðernissinna og í framhaldi af því á stjórnarfar ríkja sem þeir urðu valdsmenn yfir eftir heimsstyrjöldina síðari. Þau ríki, t.d. Egyptaland Nass- ers, Sýrland Assads og írak Sadd- ams Husseins, sóttu til fasista millistríðsáranna fyrirmyndir að einsflokkskerfi, foringjadýrkun með miklum hrifningarlátum, hermennskulegum fjöldahreyf- ingum, fjöldaheilaþvotti með velskipulögðum áróðri, rækilega auglýstri umhyggju fyrir alþýðu og þjóðernishyggju á næstum grösum við kynþáttahyggju. Fyr- irmyndir að sumu af þessu voru einnig sóttar til ríkja undir stjórn kommúnista. Takmörkuð virðing fyrir landamærum Þegar arabar ruddust út af Ar- abíuskaga á sjöundu öld voru þeir ein þjóð, eða að minnsta kosti undir einni stjórn, og síðan hefur sú hugmynd aldrei dáið al- veg út hjá þeim að þeir séu ein þjóð og eigi að vera undir einni stjórn. Sú hugsun var frá upphafi nútíma arabískrar þjóðemis- hyggju meginatriði í henni, og sameining allra araba í eitt rfki er eitt helsta baráttumál Baath- flokksins, upphaflegri stefnuskrá hans samkvæmt. Þetta ásamt með öðm gerir að verkum að ar- abaríki bera ekki ótakmarkaða virðingu fyrir landamærum hvers annars. Þetta skýrir að nokkru hugarfar Saddams, þegar hann réðist á íran til að vinna af því arabískumælandi fylki, Kúsest- an, og einnig þegar hann tók sér fyrir hendur að hremma Kúvæt. Þegar Saddam lætur hylla sig sem frelsara út á það að hafa steypt af stóli í Kúvæt sjeikunum af ættinni Sabah, sem setið hefur að völdum á þeim slóðum frá því að manneskjur eins og Friðrik mikli Prússakonungur og Madd- ama Pompadou slógu sem mest um sig í Norðurálfu, höfðar hann til hugsjóna Baathflokksins um baráttu gegn „lénshöfðingjum“, sem og þegar hann segist berjast fyrir því að auði olíusjeika sé skipt á milli fátækra araba. Að þessu athuguðu er ekki nema eðlilegt að furstar Saúdi-Arabíu og Sameinuðu arabafurstadæm- anna óttist að Kúvæt sé aðeins fyrsti áfanginn í þesskonar upp- skiptaherferð „rauða kalífans“. Alavítar og súnna múslímar Það er með Baathflokkinn eins og fleiri að hann hefur mikið breyst í tímans rás. Kristnir menn eru þar enn meðal áhrifamanna - þeirra á meðal Tareq Aziz, utan- ríkisráðherra íraks - en aðrir hafa miklu meira að segja í flokknum í þeim tveimur löndum, þar sem hann fer með völd, en þau eru írak og Sýrland. í Sýrlandi ráða mestu í flokknum og þar með landinu herforingjar sem eru alavítar, en það er trú- og/eða þjóðflokkur sem opinber- lega kallar sig íslamskan, en er það ekki að dómi múslíma al- mennt og hafa þeir í því áreiðan- lega mikið til síns máls. Alavítar eiga það því sammerkt # með kristnum mönnum í löndum þess- um að þeim er í hag að stuðla að veraldlegri þjóðernishyggju í stað íslamskrar. í írösku flokks- deildinni ráða lögum og lofum Saddam og nokkrir gæðingar hans, flestir súnnamúslímar að trú og nátengdir hagsmuna-, átthaga- og ættarböndum. Panar- abísk samstaða Baathliða er og löngu úr sögunni; af öllum óvin- um Saddams er Assad Sýrlands- forseti líklega sá, sem hvað áhug- asamastur er um að koma honum á kné. « 1 i iSt! Viðskiptabannið Ognun við fleiri en írak við Iraka fyrir formúgu fjár, sem nú eru í uppnámi. Þannig er ljóst er að verktakafyrirtæki í Vestur- Þýskalandi verða af stórfram- kvæmdum í írak og sömu sögu er að segja um þýsk stórfyrirtæki á sviði hergagnaiðnaðar, en Vestur-Þjóðverjar hafa séð ír- ökum fyrir drjúgum hluta stríð- stóla þeirra. Viðlíka gegnir með franska vopna- og flugvélafram- leiðendur og er þá aðeins fátt eitt upp talið. Þá mega lánardrottnar íraka reikna með að fá aldrei endurgreiddan nema hluta þeirra lána sem þeir eiga útistandandi hjá írökum. íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af afleiðingum viðskipt- abannsins, nema ef vera kynni stígandi heimsmarkaðsverði á olíu. Undanfarin ár hafa viðskipti íslendinga við ríkin við Persáflóa verið næsta lítil. í fyrra voru flutt hingað inn frá írak 405 kíló af döðlum fyrir andvirði 45.000 kr. Þar með eru öll viðskipti okkar við þá íraka upptalin. Fyrstu mánuði þessa árs höfðu engin viðskipti átt sér stað milli land- anna. ( Undanfarin ár höfum við flutt; út nokkurt magn jarðefna til Saúdí-Arabíu. Á síðasta ári nam þessi útflutningur 240 tonnum. Einnig keyptu Saúdí-Arabar af okkur tæp tvö tonn af köðlum og reipi og rúm 100 kíló af vélbún- aði. í það heila tekið námu þessi viðskipti um 4,3 miljónum krpna. I -rk Viðskiptabannið á írak kempr við kaunin á fleirum en Ir- ökum einum. Fjölmörg vestræn ríki hafa undanfarin ár átt blóm- leg viðskipti við íraka, sem og Kúvæt og Saudí-Arabíu, en þau viðskipti eru nú í uppnámi í kjöl- far deilunnar við botn Persaflóa. Viðskipti íslands við löndin fyrir botni Persaflóa hafa verið næsta lítil. Það er því Ijóst að viðskipta- bannið hittir íslendinga ekki illa fyrir nema olíverð fari stígandi. írakar hafa fátt annað að bjóða en olíu, en af henni hafa þeir nær allar gjaldeyristekjur sínar. írak- ar þurfa að flytja inn gnægð mat- væla til að geta brauðfætt sig og nánast alla tækniþekkingu og vél- ar og tól verða þeir að flytja inn. Svipaða sögu er að segja um Kú- væt og Saúdí-Arabíu. Eftir að stríði íraka við ná- granna sína írani lauk, hugðu mörg vestræn stórfyrirtæki gott til glóðarinnar. írakar þurftu mjög á innfluttu fé og verk- og tækniþekkingu að halda við að rétta við bágborinn efnahag. Fjölmörg vestræn stórfyrirtæki lánastofnanir gerðu samninga Saddam Hussein íraksforseti í evrópskum fötum og með ís- lamskan höfuðbúnað-í stefnu flokks hans fara saman evrópskar og arabískar hug- myndir. Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.