Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 24
Bflabrandarar
Háskólabíó
Cadillac maðurinn (Cadillac Man)
Leikstjóri: Roger Donaldson
Framleiðandi: Charles Roven
Handrit: Ken Friedman
Aðalleikarar: Robin Williams, Tim
Robbins, Pamela Reed.
Ég geri alltaf sömu skyssuna,
að halda að bara af því að leikari
slysast til að leika í einni góðri
mynd þá verði sú næsta góð líka.
Robin Williams lék eins og flestir
vita í Dead Poets‘ Society, sem
var alveg yndisleg mynd. Og eftir
þá mynd setti ég á hann einskon-
ar gæðastimpil, sem ég tek hér
með af, eftir að hafa séð Cadillac
manninn.
Williams leikur hér bílasölu-
mann sem verður að selja 12 bfla
á tveimur dögum, annars verður
hann rekinn. Þetta er einn böm-
mer. Annar bömmer er að hann á
eina fyrrverandi konu og tvær
kærustur og þær gera allar tilkall
til hans. Þriðji bömmerinn er að
hann á fimmtán ára dóttur sem er
búin að vera úti alla nóttina.
Þessir bömmerar verða þó að
engu þegar Larry (Tim Robbins)
kemur með byssu og sprengju
inná bflasöluna til að drepa hvern
þann mann sem hefur verið með
konunni hans, en hún er ritari á
bflasölunni og hefur haldið við
son forstjórans. Williams segir
hins vegar að hann sé sá seki og
bjargar deginum. Algjör hetja.
Petta er týpísk amerísk gaman-
mynd, full af skothvellum og allir
öskra og æpa allan tímann, svo að
ef einhver er að segja eitthvað
sniðugt heyrist það ekki fyrir
látum. Innanum eru þó ágætir
sprettir (ég hló nokkrum sinnum
upphátt) en þeir eru að mestu
leikurunum að þakka. Williams
hefur mjög gott tímaskyn og
Robbins er sannfærandi
heimskulegur (hann lék líka
heimska hafnaboltaspilarann í
Bull Durham á móti Kevin
Kostner og Susan Saradon).
Nýsjálendingurinn Roger
Donaldson hefur leikstýrt ágæt-
um myndum eins og t.d. spenn-
umyndinni No Way Out, sem var
óvenjulega sterkur tryllir, en ég
held að þetta sé hans fyrsta gam-
anmynd og maður hefur á tilfinn-
ingunni að hann treysti hvorki
textanum né leikurunum til að
gera sitt og drekki þessvegna öllu
í hávaða og látum. En það gengur
bara betur næst!
SIF
TJALDIÐ
Háskólabíó
Leitin að Rauða október
(The hunt for Red October)**
John McTiernan, sá sem gerði Die Hard, er
nú kominn af fimmtugustu hæð og niður á
fimmhundruð metra dýpi. Sean Connery í
hlutverki rússnesks kafbátaforingja ákveð-
ur að flýja til Bandaríkjanna með kafbátinn.
Fyrsta nostalgíumyndin um kalda stríðið
en alveg örugglega ekki sú síðasta. /SIF
Mlami Blues*
Er þetta ástarsaga með ofbeldisívafi eða
öfugt? Ég veit það ekki og mér er ekki Ijóst
hvort George Armitage, sem bæði semur
handrit og leikstýrir, er þaö Ijóst heldur.
Baldwin og Leigh leika glæpamenn og
gleðikonu, sem bæði eiga auðvitað sínar
góðu hliðar. Það er Fred Ward sem á
stjörnu skilda fyrir að leika eina óvenjuleg-
ustu löggu sem ég hef séð lengi. /SIF
Vinstri fóturinn
(My left foot)****
Algjöriega yndisleg mynd sem maður get-
ur ekki annað en fallið fyrir, nokkurskonar
óðurtil likamshluta. Daniel Day Lewis sýnir
manni í hlutverki Christy Brown að vinstri
fótur er allt sem maður þarf til að vera
sjarmerandi og sexy. /SIF
Cinema Paradiso
(Paradísarbíóið)* ★ ★ ★
Það er í rauninni fáránlegt að vera að gefa
svona mynd stjörnur, því hún er langt yfir
alla stjörnugjöf hafin. Svona mynd er að-
eins gerð einu sinni og þessvegna má eng-
inn sem hefur hið minnsta gaman af kvik-
myndum missa af henni. /SIF
Siðanefnd lögreglunnar
(Internal affairs)*1/2
Það eru aðalleikararnir Gere og Garcia
sem fá þessar stjörnur, þeir eru báðir góðir,
allt of góðir fyrir þetta lélega handrit sem er
mengað af kvenfyrirlitningu. /SIF
Shirley Valentine***
Pauline Collins fer á kostum sem Shirley
Valentinel (Þetta er klisja en það er 'alveg
satt) Shiriey er kona sem talar við eldhús-
vegginn sinn, afþví allir aðrir f kringum
hana eru svo leiðinlegir. Svo talar hún líka
við stein en hann skilur hana ekki afþví
hann er grískur. Þetta er skemmtileg mynd
um konu sem er dálítið galin og skammast
sln ekkert tyrir það. /SIF
Stjörnubíó
Stálblóm
(Steel magnolias)***
Þetta er ekki „skemmtilegasta gaman-
mynd allra tíma" eins og stendur í auglýs-
ingunni. Þetta er reglulega skemmtileg
mynd um líf sex vinkvenna í smábæ. En
lífið er ekki alltaf tóm skemmtun svo að þið
skuluð taka einn vasaklút með. /SIF
Fjölskyldirniúl**1/2
Mynd um þetta eilífa vandamál hverjir geta
eignast börn og hverjir ekki og hversvegna
það passar ekki að þeir sem geti það vilji
það. Söguþráðurinn er ósköþ einfaldur en
leikurinn stórgóður, sérstaklega hjá hinni
ungu Mary Stewart Masterson. /SIF
Laugarásbíó
Aftur til framtíðar III
(Back to the Future III) ★★V2
Marty og Doc eru hér komnir í þriðja og
siðasta skiptið. Nú eru þeir félagar komnir í
Villta vestrið og Doc orðinn ástfanginn. En
söguþráðurinn er eins og venjulega um
vandamál þeirra við að komast aftur til
framtíðar. /SIF
Unglíngagengin
(Cry baby)***
Dans og söngvamynd á la John Waters.
Töffara strákur verður hrifinn af prúðri
stelpu og gagnkvæmt. Síðan syngja þau f
gegnum alla erfiðleikana. Þó að ykkur finn-
ist þið kannast við söguþráðinn skuluð þiö
samt fara því útfærslan er alveg splunku-
ný. /SIF
Bíóborgin
Þrumugnýr (Impulse) 0
Þessi mynd fær alls enga stjörnu, hún á
það fyllilega skilið. Þrumugnýr er bæði
leiðinleg og illa leikin og það er best að láta
hana fram hjá sér fara. /SIF
Fullkominn hugur
(Total Recall)**
Schwarzenegger er í súperformi og hegg-
ur mann og annan. Skýtur þá, lemur þá og
stingur þá. öll þessi dráp eru tæknilega
mjög vel gerð og fólk sem hefur gaman af
svoleiðis ætti að vera ánægt. En sögu-
þráðurinn drukknar í blóði og maður bjóst
svo sem við meiru frá manninum sem gerði
framtfðarþrillerinn Robocop.
Regnboginn
í slæmum félagsskap
(Bad Influence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og James
Spader í aðalhlutverkum. Þeir sem líta
Lowe hornauga fyrir allar lélegu myndirnar
sem hann hefur leikið í ættu að gefa honum
sjens því hér sýnir hann að hann getur
meira en brosað fallega. Djöfullinn er enn-
þá á lífi og býr í Los Angeles. /SIF
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í2. FL. B.1985
Hinn 10. september 1990 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B.1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr.10 verður frá og með 10. september n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini = kr. 3.904,60
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. mars 1990 til 10. september 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 2932 hinn 1. september 1990.
Athygli skal vakin á því aö innlausnarfjárhæö vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr.10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiöslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1990.
Reykjavík, 31. ágúst 1990.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Flugvallarfantar
Bíóborgin
Die Hard 2
Leikstjóri: Renny Harlin
Handrit. Steven E. De Souza & Doug
Richardson
Framleiðendur: Lawrence Gordon,
Joel Silver & Charles Gordon.
Aðalleikarar: Bruce Willis, Bonnie
Bedelin, William Atherton, William
Sadler.
Ég ætla að byrja á að segja
óttalega klisju: mér fannst fyrri
myndin betri. Mér fannst hún
einfaldlega meira spennandi og
það voru mun færri lík, ef ég man
rétt þá voru bara tveir góðir gæjar
drepnir. Vondu mennirnir strá-
féllu náttúrlega, en það er líka
allt í lagi, annars hefði John
McClane (Bruce Willis) ekkert
að gera. í Die Hard 1 lendir New
York-löggan McClane í að bjarga
gíslum úr háhýsi í Los Angeles
(hann sem ætlaði bara að ná í
konuna sína í jólamatinn).
Myndin var æsispennandi og Wil-
lis þrumugóður í að flækjast á
milli hæða að leita að glæpa-
mönnum.
Die Hard 2 gerist á alþjóð-
legum flugvelli í Washington.
Það eru aftur komin jól og
McClane er að bíða eftir konunni
sinni sem er væntanleg með flugi
frá Los Angeies. En það eru fleiri
að bíða en hann. Hópur af hryðj-
uverkamönnum sem eru allir
fyrrverandi amerískir hermenn
eru að bíða eftir vél með einræð-
isherranum og kókaínkóngnum
Esperanza sem verið er að fram-
selja til Bandaríkjanna. Hryðju-
verkamennirnir ætla að koma í
veg fyrir framsalið og síðan ætlar
allur hópurinn að forða sér flug-
leiðis. Til að flugvallarmenn láti
að óskum hryðjuverkamannanna
hafa þeir náð fjarskiptakerfi vall-
arins á sitt vald og hver einasta
vél sem ætlar að lenda er í hættu.
En hryðjuverkamennirnir
reiknuðu ekki með McClane sem
er ekki á því að láta þá stofna lífi
konu sinnar í hættu.
Die Hard 1 var leikstýrt af John
McTiernan og honum tókst vel
upp. Þess vegna átta ég mig ekki
alveg á hversvegna framleiðend-
ur skiptu um leikstjóra, en það er
Finninn Renny Harlin sem leik-
stýrir nr. 2. Harlin er talinn
heitastur af ungu leikstjórunum í
Hollywood í dag. Fyrir þrem
árum var hann bara eins og hver
annar Finni en nú er hann fræg-
asti Finni í heimi (eins og hann
segir sjálfur). Stjarna hans reis
eftir að hafa leikstýrt Nightmare
on Elm Street IV, þá fékk hann
Die Hard 2, The Adventures of
Ford Fairlane, Aliens III og Gale
Force sem er drama í ætt við
gömlu Bogart-myndina Key
Largo.
Harlin elskar tæknibrellur og
lík og það er nóg af hvoru tveggja
í Die Hard 2. Myndin er mjög
spennandi. Það er hvergi dauður
punktur og Willis er í toppformi.
Sum atriði eru eiginlega bondísk,
eitthvað sem maður hélt að að-
eins James Bond gæti, en hann
hefur fengið hættulegan keppi-
naut í John McClane, sérstaklega
ef það verður haldið áfram að
gera myndir um hann. En aðal-
munurinn á myndum 1 og 2 er að
þar sem maður sat og svitnaði af
ótta á nr. 1 um að glæponarnir
dræpu saklausa fólkið fer maður
á bömmer á nr. 2 af því þeir gera
það. SIF
Sigurjónssafn
Tutl leikur á píanó
Síðustu tónleikar sumardagskrár safnsins
Á þriðjudagstónleikum í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar þann
4. september n.k. kl. 20.30 mun
David Tutt píanóleikari leika
verk eftir Hándel, Schumann og
Liszt.
Þetta eru síðustu tónleikarnir á
sumardagskrá safnsins, sem hafa
notið mikilla vinsælda. Ævinlega
hefur verið húsfyllir og hefur
þurft að endurtaka nokkra tón-
leika.
David Tutt er fæddur í Kan-
ada, en er nú búsettur í Sviss.
Hann stundaði píanónám í
heimalandi sínu og hjá prófessor
Gyorgy Sebok við Háskólann í
Indiana í Bandaríkjunum. Hann
hefur hlotið fjölda verðlauna og
viðurkenninga fyrir leik sinn. Da-
vid Tutt hefur víða komið fram
sem einleikari, hérlendis og
beggja vegna Atlantshafsins,
m.a. með Sinfóníuhljómsveit
ungverska útvarpsins í Búdapest,
og sinfóníuhljómsveitum Cal-
gary, Edmonton og Toronto o.fl.
Hann hefur haldið tónleika í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
árlega frá stofnun þess.
Oskukall
Pétur Hraunfjörð sýnir
Málaðan hugveruleik
í Hlaðvarpanum. Sýningin opnar 1. sept-
ember n.k. og stendur til 10. september.
Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12.00
til 18.00 og laugardaga frá kl. 10.00 til 16.00.