Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 18
Judit er nú langfremst Polgar-systra Nú er nokkuð um liðið síðan Polgar-systurnar þrjár vöktu heimsathygli og árangur þeirra við skákborðið vekur ekki svipað umtal og áður. Elsta systirin Susza Polgar og miðsystirin Sofia hafa, þrátt fyrir ágætan árangur, algerlega fallið í skuggann fyrir þeirri yrigstu, hinni 14 ára gömlu Judit Polgar sem virðist líkleg til að velta Bobby Fischer úr sessi sem yngsta stórmeistara allra tíma. Hún hefur í sumar unnið tvö eftirtektarverð afrek, fyrst sigraði hún á heimsmeistaramóti unglinga 14 ára og yngri, og síðan lá leiðin til Am- sterdam þar sem hið árlega OHRA- skákmót fór fram um mánaðamótin júlí-ágúst. OHRA-mótið er tvískipt, annarsvegar er teflt í svokölluðum „Krúnu-flokki“ þar sem stórmeistar- ar með yfir 2600 Elo stig tefla tvöfalda umferð og síðan er samhliða því geysisterkt opið mót og margir þátt- takendur þar ættu fullt erindi í efsta flokkinn. Alexander Beljavskí vann öruggan sigur í efsta flokki og hlaut 6V2 vinn- ing úr tíu skákum en keppendur voru sex talsins. Hann tók forystuna þegar í stað í sínar hendur og hélt henni mótið á enda og sigur hans hefði orð- ið mun glæsilegri ef ekki hefði komið til tap fyrir Viktor Kortsnoj í síðustu umferð: Lajos Portisch varð annar með 5V2 vinning, Kortsnoj þriðji með 5 vinninga, Azmaparashvili og Nunn deildu fjórða og fimmta sæti með 4'/2 vinning og Jon van Der Wiel rak le- stina með 4 vinninga. í opna flokknum voru þátttakend- ur 24, þar af níu stórmeistarar og Polgar-systur. Tefldar voru níu um- ferðir eftir Monrad-kerfi og eftir mikla baráttu varð Judit Polgar í efsta sæti ásamt sovéska stórmeistaranum Vladimir Tukmakov en þau hlutu 6 vinninga af 9 mögulegum. f 3.-8.sæti með 5V2 vinning komu Indverjinn Anand, Daninn Curt Hansen, Svíinn Hellers, Bandaríkjamaðurinn Feder- owicz, A-Þjóðverjinn Uhlmann og Hollendingurinn Brenninkmeijer. Susza Polgar fékk 4Vi vinning en Sof- ia rak lestina með 2'/2 vinning. Wolfgang Uhlmann er án efa fræg- asti skákmaður sem A-Þjóðverjar hafa eignast. Stjarna hans reis hvað hæst á sjöunda áratugnum en eftir að lokað var fyrir allar ferðir a-þýskra skákmanna til Vesturlanda kringum 1974 gleymdist hann og tíminn leið. Þeir fengu að tefla heilmikið í heima- landi sínu, Póllandi og Sovétríkjun- um en sjaldnast nema í minni háttar mótum. Uhlmannn er frægur fyrir þá tryggð sem hann hefur haldið við frönsku vörnina og kemur það kann- ski ekki á óvart, trúin á Kerfið hefur verið ansi lífseig þar eystra. Vissulega gerir þessi staðfesta andstæðingum auðveldara með allan undirbúning og Judit hafði svo sannarlega lært sína lexíu fyrir eftirfarandi skák: Judit Polgar - Wolfgang Uhlmann Frönsk vörn 1. e4-e6 2. d4-d5 3. Rc3-Bb4 4. e5-Re7 5. a3-Bxc3+ 6. bxc3-c5 7. Dg4-0-0 8. Bd3 (Þessi leikaðferð hefur verið afar vin- sæl uppá síðkastið og svartur farið halloka í fjölmörgum skákum. En Uhlmann lætur sér það í léttu rúmi liggja.) 8. .. f5 9. exfó-Hxfó 10. Bg5-Hf7 11. Dh5-h6 12. Bg6-Hf8 13. Rf3-Rbc6 14. 0-0-Dc7 15. Bxe7-Dxe7 16. Hael-Df6? (Uhlmann ætti að vita hvað hann er að gera því hann teflir ekki aðra byrj- un. Þessi leikur sýnist mér þó vera ónákvæmur og að betra sé 16. .. Bd7 með hugmyndinni - Be8.) 17. Re5! cxd4 18. f4-dxc3 19. g4! (Með nokkrum þrumuleikjum í röð er Judit skyndilega komin með ógnvekjandi sókn.) 19. .. De7 (Svartur gat reynt 19. .. Rxe5 en nið- urstaðan er ekki glæsileg eins og eftir- farandi afbrigði sýnir: 20. fxe5-De7 21.Bd3!-De8 - þvingað vegna hótun- arinnar22. Dg6-22. Hxf8+ Kxf823. Helgi Ólafsson Hfl+ Ke7 24. Bg6+ og svartur er glataður.) 20. Bd3-De8 21. Rg6-Bd7 22. g5! Hf7 23. gxh6-gxh6 24. Khl! (Sóknaráætlun hvíts hefur gengið fullkomlega upp. Nú getur svartur ekki varist atlögunni eftir g-línunni.) 24. .. Re7 25. Hgl-Rf5 (Hvað annað?) 26. Rc7+ Kf8 27. Rxf5-Hf6 28. Dg4-Df7 29. Rd6-Hxf4 30. Rxf7-Hxg4 31. Hxg4-Kxf7 32. Hh4 - Svartur er hrók undir og staðan gjörsamlega vonlaus. Hefði margur meistarinn kosið að draga niður flaggið undir þessum kringumstæð- um. Það er ekki með öllu sársauka- laust að tapa fyrir konu við skákborð- ið og Uhlmann þráaðist við fram í 53. leik. í næstu skák leggur Judit þann lit- ríka stórmeistara John Federowicz að velli sem í skákheiminum gengur undir nafninu „bardagamaður frá Bronx“ en talsmáti hans allur minnir ótrúlega mikið á Sylvester Stallone. Skákin lýsir stíl Juditar vel. Henni tekst snemma að byggja upp vænleg sóknarfæri og gengur beint til verks og mylur niður stöðu svarts: Judit Polgar - John Federowicz Sikileyjarvörn 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-Rc6 6. Bc4-Db6 7. Rb3-e6 8. Be3-Dc7 9. De2-a6 10. Bd3-b5 11. f4-Be7 12. a4-b4 13. Rbl-e5 14. f5-Bb7 15. Rld2-Rb8 Alltof tímafrekur leikur en byrjun svarts, sem er þó tiltölulega algeng, hefur einhvernveginn misheppnast.) 16. g4! d5 17. g5-dxe4 18. Bc4-Rd5 a b c d e f g h 19. f6! (Judit hikar ekki við að fórna tveimur peðum til að komast í tæri við kóngs- stöðu svarts.) 19. .. gxf6 20. gxf6-Bf8 (Sjálfsagt var 20. .. Bf8 sem hvítur svarar sennilega best með 21. 0-0-0 með vænlegum sóknarfærum.) 21. 0-0-0 Rd7 22. Rxe4-R7b6 (Hvítur er með óstöðvandi sókn því það er engin leið að koma kóngnum í skjól. Hér strandaði 22. .. Rxe3 á 23. Bxf7+ Kxf7 24. Dh5+ Ke625. Rg5+ með mátsókn.) 23. Bxb6-Rxb6 24. Ra5-Rxc4 25. Rxc4-Bh6+ 26. Kbl-Kf8 27. Hhgl-b3 28. cxb3 - og svartur gafst upp. Keppni í landsliðsflokki frestað um tvo daga Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi fslands 1990 átti að hefjast sl. mánu- dag á Höfn í Hornafirði. Þar sem ekki var flugfært til Hafnar vegna þoku var ákveðið að fresta mótinu um tvo daga og hófst keppni sl. miðvikudag. Mót- inu verða gerð skil í þessum dálkum á næstunni. Oflugt landssamband Skráðir bridgespilarar á landinu í dag eru 3552. Hvorki meira né minna. Á höfuðborgarsvæðinu eru þeir (með Hafnfirðingum) alls 1150. Á Reykjanesi (án Hafnfirðinga) eru þeir 144. Á Suðurlandi eru þeir 525. Á Austurlandi alls 481. Á Norður- landi eystra eru þeir 307. Á Norður- landi vestra alls 376. Á Vestfjörðum alls 283. Og á Vesturlandi alls 286. Þessum 3552 spilurum er skipt í 52 félög. Af þeim eru ein 4 sem ekki eru starfandi í dag (með um 130 skráða félaga). Ef við rennum yfir þá sem hlotið hafa viðurkenningar frá Bridge- sambandinu fyrir árangur í spila- mennsku (nálar) þá eru það 1987 spil- arar sem hlotið hafa þann heiður, frá mars 1976, er BSÍ tók upp nv. fyrir- komulag í skráningu meistarastiga hér á landi. Þetta þýðir að 1565 spilar- ar hafa ekki stundað þessa íþrótt að ráði, af þeim sem skráðir eru. Enginn spilari er skráður hjá tveimur eða fleiri félögum, en mönnum er frjálst að velja sér félag og geta raunar verið félagar í eins mörgum félögum og þeir kjósa. Stigin sem viðkomandi spilarar ávinna sér eru aðeins skráð á eitt fé- lag, þ.e. það félag sem viðkomandi spilari hefur kosið að skrá sín stig hjá. Þessar vangaveltur leiða okkur að því vandamáli sem skapast á hverju ári varðandi þátttöku spilara á svæða- mótum. Mín skoðun er sú, að spilarar eiga aðeins rétt á að taka þátt í einu svæðamóti árlega. Með þátttöku sinni þar útiloka þeir sjálfa sig frá þátttöku á öðrum svæðamótum enda sé verið að keppa um réttindi og stig á öllum svæðamótum og óeðlilegt að spilarar geti „valsað“ á milli, allt eftir því hvernig viðrar þann daginn. Það væri þessari stjórn Bridge- sambandsins til sóma ef hún kippti þessu máli í liðinn á næsta ársþingi, í eitt skipti fyrir öll. Bridgefélag Kópavogs er 30 ára um þessar mundir. Af því tilefni eru uppi ráðagerðir í stjórn félagsins að minn- ast þeirra tímamóta með einhverjum hætti í haust. Hugsanlega með Opnu afmælismóti með tvímenningsfyrir- komulagi og veglegum peningaverð- launum. Tímasetning þessa móts (ef af verður) ræðst þó af Mótaskrá Bridgesambandsins, sem trúlega ætti að liggja fyrir á skrifstofu BSÍ innan tíðar, eða hvað? 26 pör tóku þátt í Opna mótinu sem spilað var á Ákureyri sl. laugardag. Sigurvegarar urðu feðgarnir Steinar Jónsson og Jón Sigurbjörnsson frá Siglufirði. 1 2. sæti urðu svo Arnar Geir Hinriksson og Guðmundur M. Jónsson frá Isafirði. Keppnisstjóri var Jakob Kristinsson frá Akureyri. Vestfjarðamótið í tvímenning verður spilað á Patreksfirði um miðj- an september. Skráning er hafin, m.a. hjá Ævari Jónassyni á Tálkna- firði. Stjórnun og útreikning mun Kristján Hauksson annast. Heimsmeistaramótið í Bridge 1990, í parakeppni, óopinberri sveita- keppni og opinni tvímenningskeppni, auk tvímennings kvenna, hefst í Zúr- ich í Sviss á morgun (laugardag). Um 15 keppendur héðan taka þátt í mót- inu að þessu sinni, en þetta er í 5. sinn sem keppendur héðan taka þátt í þessu móti (mótum), eða frá 1974, en þá tók afar stór hópur keppenda héð- an þátt í tvímenningskeppninni og parakeppninni (alls um 20 keppend- ur). Mótinu lýkur um miðjan sept- ember. Hauststarfsemi Bridgedeildar Skagfirðinga hefst þriðjudaginn 11. september með eins kvölds tví- menningskeppni. Fljótlega þar á eftir mun haustbarometer deildarinnar hefjast. Hauststarfsemi Bridgefélags Breiðholts hefst einnig þriðjudaginn 11. september með eins kvölds tví- menningskeppni. Og hauststarfsemi Bridgefélags Hafnarfjarðar hefst mánudaginn 10. september með eins kvölds tví- menningskeppni. Mánudaginn 25. september hefst svo haustbarometer félagsins. Formaður félagsins er Erla Sigurjónsdóttir. Þátturinn óskar þeim Önnu Þóru Jónsðóttur og Ragnari Hermannssyni til hamingju með „gyllta" áfangann þann 18. ágúst. Til eru fyrirbrigði í bridgeleiknum, sem nefnast „þvinguð“ vinningsleið (-ir). Þó nokkrar útgáfur eru til og kannast víst flestir við afbrigði sem komið hafa fyrir. Lítum á dæmi: S: ÁK5 H: Á73 T: G82 L: 7643 S: 92 S: 743 H: DG1086 H: 952 T: D106 T: 9743 L: ÁK9 L: G105 S: DG1086 H: K4 T: ÁK5 L: D82 Eftir hjartaopnun Vesturs verður Suður sagnahafi í 4 sþöðum. Eins og sjá má eru 9 slagir „kaldir“ í 3 gröndum. Vestur spilar út hjartadrottningu og þú tekur við. Sérðu vinnings- leiðina? Eins og spilið liggur er aðeins ein vinningsleið fyrir hendi. Hún byggist á aðferð sem áður er nefnd og kallast „þvinguð, fyrirfram gefin vinnings- íeið“. f ofangreindu spili er notast við „tæmingu", þ.e. spila-aðferð þar sem vörnin neyðist til að fylgja frumkvæði sagnhafa frá byrjun, þar til sviðið er sett fyrir úrslitaslaginn. Eftir hjartaútspil Vesturs og tekið á kóng heima, er spaðaás og spaða- drottning tekin, hjartaás og hjarta trompað heima og þá tígulás, tígul- kóngur og meiri tígull. Vestur er fast- ur í netinu og verður að spila út í tvöfalda eyðu (hjarta eða tígli, ef hann á tígul eftir eða laufi frá ás- kóng). 10. slagurinn kemur því á þann hátt. Það sem mælir með þessari spilamennsku er að tíguldaman gæti komið niður á ás og kóng, frekar en að ás og kóngur sé stakt á hendi Vest- urs. Það gæti hjálpað mörgum sagn- höfum í viðkvæmum samningum að gera sér grein fyrir úrvinnslunni áður en lagt er af stað. í mörgum tilvikum er aðeins um eina aðferð að ræða. Að vísu eru byrjendur óvenju naskir á að finna aðrar aðferðir, sem oftast duga alls ekki. 18 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.