Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1990, Blaðsíða 7
Mitterrand Frakklandsforseti spurði margs þegar hann skoðaði hand- ritin undir leiðsögn dr. Jónasar Kristjánssonar og undraðist þegar honum var tjáð að enn gætu íslendingar lesið og skilið texta hinna fornu bóka. Mynd Börkur/ Mbl. Mitterrand Skoðaði þjóðar- gersemamar í tengslum við opinbera hcim- sókn Mitterrands Frakklands- forseta undirrituðu á miðvikudag Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og frú Edwige Avice, sem er staðgengill Dumas utanríkisráðherra Frakka, tví- sköttunarsamning milli landanna sem mun auðvelda íslenskum fyrirtækjum að starfrækja skrif- stofur sínar og útibú í Frakk- landi. Opinberri heimsókn Mitterr- ands lauk síðdegis í fyrradag og þá tók við einkaheimsókn sem hann notaði til að skoða þjóðar- gersemar íslendinga, m.a. hand- ritin í Árnastofnun. Þangað fór Mitterrand á fæti frá Hótel Sögu í gærmorgun klukkan níu, ásamt Lang menn- ingarmálaráðherra og skoðaði Konungsbækur Eddukvæða og Snorraeddu, Flateyjarbók, Njálssögu, Gráskinnu og fleiri undir leiðsögn dr. Jónasar Krist- jánssonar. Njálu mun forsetinn hafa lesið á yngri árum. Hann hlýddi á útskýringar Jón- asar af athygli og spurði margs þegar Jónas las fyrir hann um fund Vínlands, m.a. hvort sann- að væri að Leifur Eiríksson hefði fyrstur fundið Ameríku eða hvort það væri aðeins tilgáta. Það vakti undrun frönsku gestanna að ís- lendingar gætu enn lesið og skilið texta hinna fornu bóka. Að lokinni heimsókninni í Árnastofnun fylgdi Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands gestun- um út á Reykjavíkurflugvöll og þaðan var haldið með þyrlu að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Þaðan fóru gestirnir haldið um 14.30 og klukkustund síðar hélt Mitterrand heimleiðis. -vd. ERLENDAR Kórea Ætla að hittast Forsætisráðherrar Norður og Suður Kóreu ætla að hittast í næstu viku. Gengið var frá þessu í gær. Svo háttsettir menn hafa ekki hist í Suður og Norður Kór- eu síðan 1945, en þá lauk 35 ára yfirráðum Japana. Forsætisráð- herra Norður-Kóreu, Yon Hyong-muk, mun ferðast suður yfir landamærin með sex öðrum 4. september. Sérfræðingar draga þó í efa að fundurinn verði haldinn. Fulltrúar í Suður-Kóreu eru þó vongóðir um góðan árangur. Þeir vonast til þess að gert verði sam- komulag um heimsóknir á milli landanna, fríhafnarviðskipti og önnur viðskiptasambönd. Norður-Kóreumenn telja þó spurningar um herstyrk land- anna, veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu og kjarnorkuvopn þeirra meira knýjandi. Forsætisráðherrarnir munu ræða öryggisatriði svo tryggt verði að Kóreustriðið frá 1950-53 endurtaki sig ekki. Suður- Kóreumenn vilja svo að þjóðirn- ar verði teknar inn í Sameinuðu þjóðirnar samtímis en sem tvær þjóðir. Norður-Kóreumenn vilja hinsvegar að norður og suður verði tekin inn sem ein þjóð því tvísetning ýti undir aðskilnað þjóðanna. Reuter/gpm Burma Flokkamir vilja á þing Tveir stærstu stjórnarand- stöðuflokkarnir í Burma lýstu því yfir í gær að þeir myndu setja þing landsins í blóra við herstjórn landsins. Fiokkarnir unnu næst- um öll sætin á búrmanska þinginu í maí s.l. í yfirlýsingunni kom fram að flokkarnir hyggjast setja þingið í næsta mánuði og ætlar annar flokkur að mynda ríkis- stjórn með aðstoð hins. Ekki kom fram hvað flokkarn- ir hyggðust gera ef herstjórn landsins tæki ekki mark á þing- setningunni. En þetta var fyrsta yfirlýsing flokkanna síðan þeir unnu kosningarnar. Síðan þá hef- ur herinn stöðvað allar tilraunir annarra til að taka völdin í landinu og hafa krafist þess að þingfulltrúarnir yrðu fyrst að semja stjórnarskrá og fá hana samþykkta af hernum og þjóð- inni. Herráðið sem tók völdin fyrir tveim árum hélt loforð sitt um að halda kosningar í maí s.l. en hafa síðan reynt að ómerkja úrslitin. Stjórnmálaflokkarnir hafa gefist upp á því að reyna að semja um valdskipti að sögn sérfræðinga og eru nú tilbúnir til að láta skerast í odda. Búist er við átökum í sept- ember á afmæli blóðugrar valda- yfirtöku hersins. Reuter/gpm Föstudagur 31. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 \ „Það hefur myndast gjá milli skólanna og heimilanna," segir Helga Sigurjónsdóttir. Mynd: Kristinn. Það geta allir lært Á dögunum kom út bók eftir Helgu Sigurjónsdóttur, kennara og námsráðgjafa í Menntaskólan- um í Kópavogi. Bókin heitir „For- eldrar - nemendur - kennarar“ og fjallar m.a. um samskipti skóla, þ.e. kennara og foreldra. Hún tekur á mörgum við- kvæmum málum sem lengi hafa brunnið á fólki, en ekki verið tal- að um. Vandamál sem koma upp hjá börnum og unglingum í skóla geta verið nyög alvarleg og jafnvel fylgt þeim allt lífið. Þess vegna er mikilvægt að finna strax í byrjun skólagöngu hvert meinið er og uppræta það. Aldrei þessu vant er skrifuð bók sem ekki er bara ætluð kennurum, heldur er þessi bók ætluð öllum, foreldr- um, kennurum og nemendum. Stærsti áherslupunkturinn í bók Helgu er samt sem áður tengsl og samskipti kennara og foreldra. En hefur vantað uppá að þau samskipti séu í lagi? „Já, að vissu leyti. Með þeim miklu breytingum sem komu með „nýja skólanum" svokall- aða, þ.e. lagasetningunni 1974 um grunnskóla, urðu kennararn- ir meiri sérfræðingar og foreldr- arnir duttu svolítið út. Þeir misstu af lestinni, því þeir vissu ekki hvað var að gerast, þekktu ekki þá hugmyndafræði sem lá, og liggur til grundvallar öllum þess- um „nýjungum“. Foreldrarnir urðu þar af leiðandi óöruggir. Mér finnst að með þessum breytingum hafi myndast gjá milli skóla og heimilis, sem var minni fyrir. Gamíi skólinn svokallaði byggði á gamalli hefð um kennslu á heimili og beinni kennslu og þátttöku foreldra. Þeir kenndu börnum að lesa og sendu þau síð- an læs í skólann og lásu svo lexí- urnar með börnunum frá degi til dags. Það voru allir aðilar sam- mála um þetta fyrirkomulag. Að heimilið væri nauðsynlegur aðili í kennslu, námið væri það mikið að skólinn annaði því ekki ein- samall og foreldrarnir voru að vissu leyti viðurkenndir sem kennarar. Síðan kemur nýja stefnan og kennararnir læra ýmislegt nýtt sem foreldrarnir vita ekkert um. Til dæmis kom nýtt námsefni sem stundum va,r og er, þannig úr garði gert að foreldrum er beinlínis sagt að þeir megi ekki kenna það vegna þess að þeir kunni það ekki. Kunni ekki að- ferðirnar og geti þar af leiðandi ruglað börnin í ríminu og það sé verra að foreldrarnir séu að skipta sér af því. Eftir að grunnskólalögin komu 1974 hefur þessi þróun aukist mjög mikið, þ.e. að skólinn hefur orðið meiri sérfræðistofnun og foreldramir meira ólærðir. Þetta hefur orðið skiptingin á milli leikra og lærðra. Foreldrarnir sitja eftir og vita ekki hvað er að gerast. Þeir hafa fáar forsendur til gagnrýni, því það er ekki hægt að gagnrýna það sem maður þekkir ekki. Einnig finnst mér til viðbótar við þetta, að kennarar séu með ýmsa sleggjudóma um foreldra. Kennarar slá gjarnan fram ýms- um óhugsuðum hlutum eins og t.d. „foreldrar hafa ekki áhuga á börnunum sínum“. Þetta heyrir maður oft, en ég mótmæli þessu hreinlega. Auðvitað hafa allir foreldrar áhuga á börnunum sín- um, af hverju ættu þeir ekki að hafa áhuga á þeim? Ef það er ein- hver sem hefur áhuga á einhverju í þessum heimi, þá eru það for- eldrar sem hafa áhuga á börnun- um sínum. Ef barni gengur illa í skóla er heimilið meira og minna undirlagt og foreldrarnir miður sín.“ - Þjóðfélagið hefur breyst mjög mikið og foreldrar og börn eyða minni tíma saman en áður, hefur það ekki áhrif á námið? „Það er alveg öruggt. Mæður voru miklu meira heima áður og hluti af þeirra starfi var að lesa með börnunum. Þarna hefur heill þáttur í námi barna dottið út. En ég er viss um að ef skólinn kemur til móts við foreldra og hjálpar þeim til hjálpa börnunum í nám- inu, þá stendur síst af öllu á for- eldrunum.“ - Hvaða áhrif hefur þessi þró- un haft á nemendur? „Barnið eða unglingurinn missir þarna hluta af sinni kenns- lu. Missir stoð í náminu sem for- eldrarnir eru og auðvitað kemur þetta alltaf verst niður á barn- inu.“ - Þú talar í bókinni um mikið fall nemenda eftir 9-10 ára skóla- göngu. Er það vegna þessarar þróunar? „ Alveg frá því grunnskólalögin komu hefur verið mikið fall. Það hefur verið föst tala og ég held að hún sé föst vegna þess að það er útbreitt bæði meðal kennara og einnig í okkar menningu, að svo og svo mikill hluti af fólki sé svo vitlaus að hann geti varla lært. Ég tel þetta rangt og þótt það sé mik- ill munur á einstaklingum er þetta ekki svona. Ef fólk gengur með þessu hugarfari að kennslu, þá er greinilegt hvað getur gerst. Og meðan fólk er með þessa inngrónu hugmyndafræði þá fell- ur þessi hluti, alveg sama hvaða kerfi er komið með. Kennarar ganga með mismunandi hugarf- ari í mismunandi bekki. Það hef- ur að vísu breyst og er minna núna en það var, vegna þess að núna er blandað í bekki. Til að breyta þessari þróun, þ.e. fallinu, þarf grunnskólinn að endurskoða stefnu sína rækilega. Hann þarf virkilega að taka á málum sem áður var kannski haldið að væru rétt, en eru það ekki. Ég vil kalla þetta einskonar gjaldþrota skólastefnu. Það er svo margt í skólastefnunni sem hreinlega gengur ekki, og þá verða menn að hafa kjark til að horfast í augu við það, taka á því og færa það niður á jörðina. Og þetta verður ekki gert nema í mjög góðri og náinni samvinnu við heimilin. Það þarf að taka heimilin miklu meira inn í mynd- ina en nú er gert. Þess utan þarf að vanda mun meira kennslu í byrjun, þ.e. hjá yngstu börnun- um. Eftir því sem maður skoðar vandamálin betur, kemur í ljós að vandinn hefst strax í byrjun. Byrjendakennslan er svo gífur- lega mikilvæg og viðkvæm og það er mikil hætta á að kennarar og foreldrar brjóti börnin niður óvart. Börnin koma f skólann 7 ára gömul og þá hefst aðgreining- in. Þau uppgötva allt í einu að það er farið að dæma þau. Og ef þeim mistekst og ráða ekki við námsefnið, dæma þau sig sjálf úr leik. En ef tekið er á vandanum strax í byrjun og heimilin og skólinn vinna saman er hægt að koma í veg fyrir mikið og stórt vandamál. Ef ekkert er gert dæmir barnið sig sjálft úr leik og gerir það áfram og jafnvel allt sitt líf. Missir allt sjálfstraust og sjálfsálit og það getur haft mjög alvarleg áhrif þegar fram líða stundir. Þannig að bæði foreldrar og skólinn verða að vera vakandi og taka á vandanum strax og hans verður vart,“ segir Helga Sigur- jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.