Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 2
#rxrif
„I skólanum,
í skólanum...“
Grunnskólar Reykjavíkur
voru settir í gær. Af svip þess-
ara yngstu grunnskólanema
sem eru að hefja skóla-
gönguna má ráða að eftir-
væntingin hafi verið mikil eins
og þessar myndir Kristins
sýna. Sumir voru óöryggið
uppmálað og héldu sig sem
næst mömmu eða pabba,
aðrir horfðu athugulum
augum á framandi umhverfið
á meðan enn aðrir létu sérfátt
um finnast og höfðu allan
hugann við knattfimina.
MyndirKristinn.
ER EKKI HAG-
KVÆMARA AÐ
LÁTA ÞÁ BOXA?
Nýjasti leikur Kópavogsbúa
var að hækka laun bæjarstjórans
um hátt í hundrað þúsund kall
svo að hann hefði hærri laun en
Davíð. Það stóð ekki á svari frá
Davið sem hækkaði sín laun um
hundrað og fimmtíu þúsund kall
og er nú aftur kominn með hærri
laun en Sigurður Geirdal. Nú
bíða allir spenntir eftir svarleik
Kópavogsbúa. DV
FJANDSKAPUR
VIÐ LÍFRÍKIÐ
Stolt (danska) herskipsins er
76 millimetra sjáífvirk fallbyssa.
Með þessum kostagrip má
skjóta spörfúgla af fimm kíló-
metra færi og hitta. DV
NÝ BÚGREIN
FUNDIN?
„Að leika í klámmyndum er
gott starf,” segir Ginger. „Það er
vel borgað og maður fær tæki-
færi til að elskast með fallegum
konum og körlum.” Sem sagt
draumastarf. Tíminn
LIFI ÍSLENSKT
HUGVIT!
Hann hafði ætlað að borga
leigubíl með merkimiðum utan
af tómatsósuflöskum sem ein-
hver óprúttinn íslendingur hafði
prangað inn á hann.
Morgunblaóið
OG MOGGINN
HELSTA MÁLGAGN
OFBELDISINS
Góð auglýsing er þannig
hvorki góð né vond en hún er
valdbeiting.
Morgunblaóió
ENDA KEMST
EKKI HVER SEM
ER AÐ ÞAR
Uppselt i fangaklefúm.
Fyrírsögn í DV
LAUSN UNGLINGA-
VANDANS
Við erum orðnir nokkuð
þreyttir á þessum ólátum ung-
menna og teljum best að þau
verði send með bát út í eyjar á
föstudögum og ekki sótt fýrr en
á sunnudagskvöldin.
Lögreglumaóur
á Olafsvík í DV
SKILGREININGA-
VANDI
AFGREIDDUR
Kári villtist um þetta leyti
inn í eldhús og sagði við þær:
„Þið eruð bara hörkueld-
húsmellur.” Og svarið kom um
hæl: „Við erum engar eld-
húsmellur, við erum pottapíkur.”
Dagur
UNDUR
TILVERUNNAR
Sumarið kom með vorinu og
hefúr varað síðan.
Bæjaríns besta
ALLTAF ER
EITTHVAÐ AÐ
Veðurblíðan á sumrinu góða
kom ekki í veg fyrir storma á
vettvangi þjóðmála.
Bæjaríns besta
2 SIÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. september 1990