Þjóðviljinn - 07.09.1990, Side 4
Sr. Ólafur Skúlason biskup á beininu
Hræddur við það
sem skyggir á Guð
Kirkjan efndi fyrir stuttu til bænaátaks sem dulspeki-
f ólk vildi eiga þátt í og einhver misskilningur virtist vera
á ferðinni um samstarf kirkju og kvaklara. Prestar
kvarta yfir kjörunum og segjast ekki lifa á kölluninni
einni saman en vilja þó ekki kalla heiðin goð sér til
fulltingis. Þetta og fleira veldur því að sr. Ólafur Skúla-
son biskup íslands er tekinn á beinið í dag, nýkominn til
landsins eftir árlegan fund höfuðbiskupa á Norður-
löndum.
- Áhugafólki um dulspeki,
huglækningar, spákenningar og
„hugrækt“ af öllu tagi hefur fjölg-
að mjög síðustu misseri og úrval
námskeiða í boði er mikið. Hvaða
orsakir telur þú fyrir þessarri
þróun?
„Ég geri mér ekki fyllilega ljóst
af hverju þetta stafar. Það er
auðvitað enginn vafi á því að
margt af þessu fólki hefur mjög
góðan aðgang að fjölmiðlum eða
starfar á fjölmiðlum. Og við vit-
um að þar sem fjölmiðlar taka á
málum er eftirtekt fólks vakin.
Mér finnst að í svo mörgum til-
vikum ráði persónulegt mat fjöl-
miðlamannsins um hvað er fjall-
að. Þessi nýja hreyfing á tals-
menn í fjölmiðlaheiminum og
þess vegna ber mikið á þessu,
þ.e. af því að það ber mikið á
þessu fólki.
En það hefur náttúrlega alltaf
fylgt mannkyninu að reyna að
gægjast svolítið inn í það sem við
sjáum ekki með venjulegum
hætti. Það hefur alltaf verið myst-
ík í kristinni kirkju og ýmsir til
sem hafa verið með annað næmi
heldur en gengur og gerist. En
kirkjan hefur samt ævinlega
leitast við að beina þessu á
ákveðnar brautir svo að þetta fari
ekki úr böndunum.
Munurinn á þessu núna og
þeirri stefnu, sem uppi var áður
og tengdist oft klaustrum og öðru
slíku, er sá að það er ekki endi-
lega leitað eftir kristnum
leiðbeiningum, heldur fremur
leitað til Indlands eða jafnvel til
Óðins gamla. Ég er hræddur við
þetta. En kristin kirkja er búin að
starfa hér í bráðum þúsund ár og
ég trúi því að við höfum það að
bjóða sem þjóðin þarf, þ.e. Jesú
Krist og boðskap hans.“
- Hvert er svar kirkjunnar við
þessarri samkeppni um trúar-
brögð?
„Það er enginn vafi á því að
þetta eru trúarbrögð fyrir mörg-
um. Við segjum alltaf að það sem
skyggi á Guð sé alltaf það sem
einangrar okkur frá Honum. Og
ég er hræddur við það sem við
látum verða til að skyggja á
Hann, hvort sem það erum við
sjálf eða eitthvað sem ég tel að sé
ekki í samræmi við það sem
æskilegt er og Guð ætlast til af
okkur.
Það sem við í kirkjunni erum
að gera núna er að leitast við að
skoða þessar stefnur, læra um
þær og ræða við þetta fólk. Ég er
alls ekki að dæma þetta fólk. Það
er í einlægni að leita og ég vildi
óska þess að við í kirkjunni gæt-
um hjálpað því. Þannig að ég er
ekkert að skella á það og for-
dæma það. Ég virði einlægni þess
þegar hún er til staðar. En ég vil
vita að hverju þessi leit beinist og
þá benda á það sem kirkjan hefur
upp á að bjóða.“
- En er þessi dulspekiáhugi
ekki dæmi um að kirkjan hafi\
brugðist hlutverki sínu?
„Kirkjan verður aldrei alltaf
svar við öllu. Sumir eru óþolin-
móðari en aðrir og sumir átta sig
ekki heldur á því að það er líka
hægt að breyta hlutunum innan
frá. Maður þarf ekki að hverfa úr
söfnuðinum sínum til að leita
eftir því sem hugurinn beinist að
þá stundina.“
- Nýlega efndi kirkjan til bæn-
astundar fyrir friði í heiminum.
Hópurinn ,Jákvætt átak“ sem
m.a. leggur stund á svokallað
reiki, eða huglækningar, kvaðst
eiga þátt í hugmyndinni, en þú
lýstir því yfir að þú hefðir ekki
vitað af tilvist þessa hóps. Þetta
fólk hefur notað máltækið „Það
er sama hvaðan gott kemur.“ Er
kirkjan ekki sammála því?
„Nei. Þá verðum að skilgreina
hvað er gott. Það er ekki víst að
það sem einhverjum úti í bæ þyk-
ir gott sé að mínu viti af hinu
góða. Við hverfum ekki aftur til
þess sem sagt var að Jesúítarnir
hefðu tekið sér í munn: Tilgan-
gurinn helgar meðulin. Það ger-
um við ekki.
Ég sagði að ég hefði ekki haft
hugmynd þetta „Jákvæða átak“
og þegar mér var sagt frá því að
þessi reikimeistari væri einn
þeirra sem talaði við mig, þá kom
ég af fjölíum og botnaði heldur
ekkert í því hvað það er að vera
reikimeistari. Ég sagði við þetta
fólk að ég tæki þakksamlega við
því og þá var ég bara að bjóða'
einstaklinga velkomna á skrif-
stofuna mína. Og ég sagði þeim
að ef þau gætu hjálpað okkur til
að fylla kirkjurnar og kæmu
þangað sjálf til bænagjörðar þá
væri það að mínu viti af hinu
góða.
En það er ekki sama hvað fólk
er að gera og þess vegna þurfum
við að skilgreina hvað er gott.
Drykkjumaðurinn, áður en hann
áttar sig á vanda sínum, segir að
það sé gott fyrir sig að fá sér
áfengi reglulega og sér líði betur
af því. Sama gildir um reykinga-
manninn og svona má lengi halda
áfram.“
- Fyrir fáum árum fjölgaði
liðsmönnum safnaða utan þjóð-
kirkjunnar svo mjög að undrun
vakti. Hvernig er þeim málum
háttað nú?
„Ég held að sú aukning sem þá
var talað um sé ekki jafn sterk nú
eins og áður. Ég talaði við for-
stöðumann Vegarins fyrir
skömmu og hann sagði þetta
nokkuð stöðugt hjá þeim,
eitthvað um 300 einstaklingar.
Þetta kemur inn á það sem ég
nefndi áðan. Það finna ekki allir
það sem þeir leita að inni í þess-
um stóru söfnuðum og í stað þess
að mynda minni einingar innan
þeirra vilja þeir stofna nýtt og
telja allt ómögulegt sem við erum
að gera.
A fundi höfuðbiskupa á Norð-
urlöndum, sem ég var að koma
af, sagði biskupinn í Kaup-
mannahöfn að þar væri verið að
reyna að búta stóra söfnuði niður
í smærri einingar sem allar starfa
þó áfram innan sama safnaðar.
En ákveðnir hlutar eru famir að
starfa nær sjálfstætt með eigin
leiðtoga, eigin stjórn en þó undir
handleiðslu prestsins. Það verður
forvitnilegt að sjá hvað kemur út
úr þessu.“
- En er það ekki staðreynd að
íslenska þjóðkirkjan er fremur
íhaldsamt og viðamikið bákn,
sbr. sterkar hefðir í kirkjutón-
list?
„Þetta er misjafnt. Það má t.d.
nefna að söngvarinn okkar, hann
Þorvaldur Halldórsson, er búinn
að vera syngjandi í Seltjarnarnes-
kirkju, í Fella- og Hólakirkju og
víðar og það er aldeilis fjör í þeim
söng. Hann byrjaði reyndar í
kristilegu starfi innan Ungs fólks
með hlutverk, en sá hópur hefur
ekki yfirgefið kirkjuna og ákveð-
ið að reyna að hasla sér völl innan
vébanda þjóðkirkjunnar. í
könnuninni sem nýlega var gefin
út kemur fram að fólk vill meiri
léttleika í messuna og við starfs-
■fólk Biskupsstofu vomm einmitt
að ræða þetta í síðustu viku. Ég er
búinn að biðja helgisiðanefndina
um að skoða þessi mál fyrir okkur
og gera tillögur.
Við munum auðvitað aldrei
koma með létta Hallelújamúsík í
allar messur, því að margir þeírra
sem sækja kirkjumar reglulega
kæra sig ekkert um það. En mér
þætti ekkert óeðlilegt þó söfnuð-
irnir væm með tilbrigði við
guðsþjónustuna á einhverjum
öðmm tímum en aðalmessutím-
unum. Ég viðurkenni að þarna
höfum við verið alltof hægfara.
Við eigum að koma til móts við
fólkið, átta okkur á því eftir
hverju það er að leita, benda því
á réttar leiðir og taka þátt.“
- En nú ríkir tæpast jafnræði
milli hinna margvíslegu trúar-
söfnuða í landinu og þjóðkirkj-
unnar sem er á „spenanum?“
„Ríkið innheimtir sóknar-
gjöld, t.d. fyrir fríkirkjusöfnu-
ðina, alveg eins og fyrir okkur.
Og það að ríkið borgar prestum
laun á sér langa sögu. Hún er rak-
in til þess að ríkið tók við stórum
hluta af eignum kirkjunnar gegn
því að borga prestum laun um
framtíð. Þannig að ef ætti að gera
upp þessi mál þá er ég alls ekkert
viss um hver skuldar hverjum
hvað.“
- Prestar hafa að undanförnu
látið í sér heyra um kjaramál,
m.a. vegna hækkaðrar húsaleigu.
Fram hefur komið að leigan er á
bilinu 5-17.000 á meðan mark-
aðsverð fyrir 3 herbergja fbúðir
er um 45.000 krónur. Eiga þeir
ekki, eins og aðrir, að greiða fyrir
húsnæði sitt?
„Mér finnst mjög eðlilegt að
prestur borgi fyrir það húsnæði
sem hann notar og fjölskylda
hans. En mér finnst óeðlilegt að
hann þurfi að borga fyrir húsnæði
sem söfnuðurinn notar. Núna er
gert ráð fyrir að eitt herbergi sé
undanskilið frá leigu, þ.e. skrif-
stofan. En ég held að í mjög
mörgum tilvikum mætti taka stof-
una með i pessu líka því hún er
notuð af söfnuðinum. Svo verða
menn líka að líta til þess að prest-
urinn ræður ekki hvaða húsnæði
hann fær, né heldur hvernig því
er við haldið og þarf oft á tíðum
að borga ótrúlega háan hitunar-
kostnað.
Það eru engin prestsetur í þétt-
býli og við hér höfum fengið \
borgaðan húsaleigustyrk sem er
miklu lægri en húsaleigan. Á
landsbyggðinni eru t.d. kennur-
um boðin alls kyns fríðindi; flutn-
ingar, húsaleigugreiðslur og
fleira. Af hverju sitja prestamir
ekki við sama borð og þeir? Ekki
vill fólk missa prestinn sinn, það
kom skýrt fram í könnuninni sem
ég nefndi áðan.“
- Býr ríkið illa að prestum á
íslandi?
„Þetta er geypilega viðamikið
mál og það er of mikil einföldun
að svara bara með jái. Það er eng-
in stétt ánægð með launin sín né
með aðbúnað sinn. Það þótti ekki
við hæfi fyrir nokkmm árum að
prestar létu í ljós óánægju með
kjör sín, og þykir varla enn eins
og sjá má á lesendabréfum blað-
anna. Það var talað um þessa dýr-
legu fátækt og köllun prestsins.
En það þýðir bara ekki í dag. Ef
presturinn væri einn þá gæti hann
axlað þetta en hann getur ekki
tekið á sig þá ákvörðun að kona
hans og börn sitji ekki við sama
borð og aðrir háskólaborgarar.
Ríkið hefur talað um að kirkj-
an taki á sig ábyrgð á prestssetr-
um og það er allt í lagi að gera það
en það verður þá að koma
eitthvað á móti. Við getum ekki
tekið á okkur þann mikla kostnað
sem því fylgir og greitt hann úr
óskaplega mögrum sjóðum þjóð-
kirkjunnar. Við rísum ekki undir
því, þannig að það þarf að kom-
ast að samkomulagi og ríkið þarf
að standa við sitt.“
Lokaspurningin: - Keyptirðu
messuvln í Fríhöfninni í dag?
„Nei, það gerði ég ekki því þeir
eru hættir að framleiða messuvín-
ið hérlendis! Þetta eru stökustu
vandræði og ég hef talað við
Höskuld um að ég vilji endilega
að þeir haldi áfram að búa til
messuvínið hérna heima.“
-vd.
4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. september 1990