Þjóðviljinn - 07.09.1990, Page 5
Iljósi þess að við höfum dregið
verulega úr brennisteinsmeng-
un með því að útrýma olíukynd-
ingu að mestu þurfum við ekki að
skammast okkar þótt við aukum
losun brennisteinsdíoxíðs með
nýju álveri, segir Júlíus Sólnes,
umhverfismálaráðherra, í sam-
tali við Þjóðviljann.
Þjóðviljinn hefur sagt frá því
að verði 200 þúsund tonna álver
reist á íslandi án vothreinsibún-
aðar muni losun brennisteins-
díoxíðs (brennisteinstvíildi) í
andrúmsloftið aukast um 50 af
hundraði. Þá er gert ráð fyrir að
brennisteinsinnihald skauta nemi
2,5 af hundraði og að þau nýtist
vel. Brennisteinsdíoxíð er talið
valda sýringu regns og er alþjóð-
legt vandamál.
ísland hefur skrifað undir nor-
ræna umhverfisvemdaráætlun og
samþykkt framkvæmdaáætlun
um að vinna gegn loftmengun.
Gerðir vom fyrirvarar af íslands
hálfu, en þó hafa íslensk
stjórnvöld heitið að fara varlega í
þessum efnum.
„Með því nánast að útrýma olí-
ukyndingu höfum við kannski
dregið meira úr loftmengun en
önnur Norðurlönd eru að gera nú
samkvæmt umhverfisvemdar-
áætluninni. Ég get ekki samþykkt
að umhverfisvemdaráætlunin
geti komið í veg fyrir allan iðn-
rekstur á íslandi sem veldur
loftmengun. Ég vil heldur túlka
þetta þannig að ef við hefjum nýj-
an rekstur eigum við að vera
varkárir og gera ítmstu kröfur
um mengunarvamir,“ segir Júlí-
us.
Enn liggur ekki fyrir hvað felst
í orðunum „ítrustu kröfur um
mengunarvarnir". Náttúm-
verndarráð hefur lagt áherslu á
að gerð verði krafa um vot-
hreinsibúnað til þess að draga úr
losun brennisteinsdíoxíðs út í
andrúmsloftið. Ef slíkur búnaður
verður settur upp verður að losa
vemlegt magn súlfats í hafið, en
ekki er talið að lífríkinu stafi ógn
af því þar sem blöndunarskilyrði
eru góð.
Júlíus Sólnes segir hins vegar
athugandi að reyna að komast að
samningum við eigendur áivers
um að notuð verði rafskaut sem
innihaldalítinnbrennistein. Ráð-
herra telur hugsanlegt að það geti
skilað betri árangri en vothreinsi-
búnaður.
„Það mætti líka hugsa sér að
tengja saman ákvæði um brenn-
isteinsinnihald rafskauta og
kröfu um vothreinsibúnað,“ segir
Júlíus.
Þess ber að geta að álverið í
Straumsvík er ekki búið vot-
hreinsibúnaði. Ekki hefur enn
verið gengið formlega frá kröfum
um leyfilegt hámarksmagn
brennisteins í skautum fyrir ál-
verið í Straumsvík, og það gildir
einnig um kröfur varðandi losun
annarrar mengunar frá álverinu.
í ályktun Náttúruvemdarráðs
vegna hugsanlegra áhrifa álvers á
umhverfið segir:
„Ýmsar upplýsingar benda til
þess að búast megi við að magn
brennisteins í forskautum fari
vaxandi og geti það tvöfaldast á
næstu ámm vegna aukinnar notk-
unar á hráefni sem inniheldur
meiri brennistein."
Að sögn Sigurbjargar Gísla-
dóttur' efnafræðings hjá Hollust-
uvernd ríkisins, munu rafskaut
teljast góð á næstu ámm ef
brennisteinsinnihald þeirra nem-
ur 1,5 af hundraði. Éf miðað er
við að 200 þúsund tonna álver
noti slík skaut má gera ráð fyrir
að það losi 2,700 tonn af brenni-
steinsdíoxíði í andrúmsloftið á
ári.
Ef 200 þúsund tonna álver not-
ar skaut með 3,0 prósent brenni-
steinsinnihaldi, án vothreinsi-
búnaðar, losar það 5,400 tonn af
brennisteinsdíoxíði á ári. Með
vothreinsibúnaði væri hægt að ná
losuri þess niður í 540 til 1620
tonn á ári. Slíkur búnaður er hins
vegar geysilega dýr.
-gg
Menntamálaráðuneytið
Dagurlæsisá morgun
Maraþonlestur íIðnó og dagskrá á Lœkjartorgi. Málþingumlistþörf barna á sunnudag
Frá blaðamannafundi menntamálaráðherra og nefndar um barnamenningu í gær. Mynd: Kristinn.
Dagur læsis verður haldinn há-
tíðlegur á morgun, laugar-
daginn 8. september en hann er
liður í Ári læsis 1990. Markmiðið
er að vekja athygli á mikilvægi
þess að vera læs. I tilefni dagsins
efna leikarar Þjóðleikhússins til
maraþonlesturs í Iðnó frá kl. 11
til 22.30. Á þeim tíma lesa þeir úr
ýmsum bókmenntaverkum, bæði
fyrir unga og aldna.
Á Lækjartorgi hefst dagskrá
helguð degi læsis kl. 13.30 og
stendur í rúman klukkutíma. j
Valgeir Guðjónsson spilar og
syngur, Einar Áskell og pabbi
hans spjalla saman og götu-
leikhús bregður á leik. Að lok-
inni dagskrá fer skrúðganga frá
skemmtipallinum að Iðnó.
Bílastœðisgjöld
Hækkunum
mótmælt
Neytendafélag höfuðborgar-
svæðisins skora á borgaryfirvöld
að draga nú þegar til baka þær
hækkanir sem ákveðnar hafa ver-
ið á bflstæðisgjöldum í Reykja-
vík.
Borgaryfirvöld ákváðu nýlega
að hækka gjöld í bflageymsíum í
Kolaporti, Bergshúsi, á Bakkast-
æði og á Vestugötu 7, um allt að
50%.
Á fundi í félaginu nýlega var
samþykkt ályktun þar sem þess-
um hækkunum er mótmælt og
bendir félagið á að ekki er trú-
verðugt þegar hið opinbera hvet-
ur alla til að halda verðlagi í
skefjum, að þessir sömu aðilar
gangi á undan með miklum
hækkunum. Að mati félagsins
hefur miklill árangur náðst í bar-
áttunni við þá óðaverðbólgu sem
verið hefur hér síðustu áratugi.
Það er því mikilvægt að allir legg-
ist á eitt að viðhalda þessum ár-
angir, segir í ályktun fundarins.
sg
í tilefni bamamenningarátaks
menntamálaráðuneytisins verður
efnt til málþings um listþörf og
sköpunarþörf barna í Háskólabí-
ói á sunnudag og hefst hún á söng
leikskólabarna. Að honum lokn-
um flytja erindi meðal annarra
Svavar Gestsson, Örn Ingi, Sjón,
Þórhildur Þorleifsdóttir og Her-
dís Egilsdóttir kennari. Þá verður
Upp hefur komist um útflutning
á allt að 900 tonnum af fiski
án heimilda á sjö vikna tímabili
sem nær frá júlí og fram til
næstsíðustu viku í ágúst. Jafn-
framt er verið að athuga hvort
þetta hafi verið stundað lengra
aftur í timann.
Sigurbjörn Svavarsson stjóm-
arformaður Aflamiðlunar segir
að hér eigi hlut að máli þeir hinir
sömu sem vora staðnir að fersk-
fiskútflutningi án heimilda í vor.
En þá var smyglað frá landinu um
eitt þúsund tonnum af fiski.
Spjótin beinast því að Gámavin-
um í Eyjum, Skipaafgreiðslu
Vestmannaeyja, Skipaafgreiðslu
framsýnd mynd Námsgagnast-
ofnunar „Hér komum við“ og
einnig verður starf listasmiðja
barna í Gerðubergi og í Borgar-
nesi kynnt. Börn frá Borgamesi
,munu vinna í anddyri á meðan á
þinginu stendur.
Þá hefur verið ákveðið fyrir
milligöngu nefndar um barna-
menningu og Bandalags íslenskra
Suðurlands, Hrelli á Höfn í
Hornafirði og Jóni Ásbjörnssyni í
Reykjavík.
Stjóm Aflamiðlunar kemur
saman á mánudag þar sem
ákvörðun verður tekin um fram-
haldið en næsta víst er að við-
komandi aðilar verði settir í tíma-
bundið útflutningsbann, auk þess
sem útflutningsheimildir þeirra
verði skertar. Ennfremur hefur
stjórn Aflamiðlunar skrifað emb-
ætti ríkistollstjóra þar sem þess
hefur verið krafist að ferskfiskút-
flytjendur verði sviptir þeirri hei-
mild að tollafgreiða fiskinn
nokkru eftir að hann hefur verið
fluttur út. Jafnframt leikur gran-
listamanna að hleypa af stokkun-
um tilraun til að koma á beinu
sambandi milli skóla og lista-
manna. Skrifstofa BÍL mun gefa
skólum upplýsingar um þá lista-
menn sem áhuga hafa á verkefn-
inu og sömuleiðis um þá skóla
sem óska eftir því að fá listamenn
í heimsókn.
ur á að viðkomandi útflytjendur
hafi vísvitandi gefið upp rangar
útflutningstölur til veiðieftirlits
sjávarútvegsráðuneytisins. Brot
á þeirri reglugerð getur varðað
sviptingu veiðileyfa.
Snorri Jónsson hjá Gámavin-
um mótmælir því harðlega að
þeir hafi ástundað skjalafals en
.telur það ekki vera afbrot að
bjarga verðmætum með því að
senda of mikið af fiski á markað
erlendis. Hann segir það vera
næsta víst að Aflamiðlun muni
setja þá í straff og þá sé ekki ann-
að fyrir sóknarmarksbáta í
Eyjum, sem eru í viðskiptum við
þá, en að hætta veiðum á meðan.
-grh
Leigumarkaðurinn
Engin þjóðar-
sátt þar
Leigafyrir3 herbergja
íbúðir hefur hœkkað úr
35.000 kr. í45.000 kr. á
einum mánuði eða um
30%. Leigjendasam-
tökin: Hvar eru þeir sem
tala um þjóðarsátt?
Það ríkir engin þjóðarsátt á
leigumarkaðnum. Nú, þegar
skólarnir eru að byrja, er hús-
næðisskortur mjög áberandi og
húsaleiga fyrir litlar 3 herbergja
fbúðir hefur hækkað úr 35.000
kr. frá í sumar í 45.000 kr. í sept-
ember, sagði Jón Kjartansson
formaður Leigjendasamtakanna
í samtali við Þjóðviljann.
Jón sagði að fyrir um 2 mánuð-
um hefði illa gengið að koma
íbúðum í úthverfunum í leigu en
nú færa þær á sama háa verðinu
og húsnæði í miðborginni. Hann
kvaðst vilja benda leigjendum á
að óheimilt er að hækka leigu ef
þeir hafa í höndunum samninga
um ákveðna leiguupphæð. „Fólk
reynir hvað sem er í svona ástandi
en ég vil líka benda leigusölum á
að ef leigan er ekki sprengd upp
fá þeir oft betri leigjendur. Það er
óvíst að þeir sem taka hverju sem
er geti borgað þegar til kemur,“
sagði hann.
1 Leigjendasamtökin era nú
mjög fjárþurfi og hafa nýlega
sent verkalýðsfélögum bréf og
óskað eftir stuðningi. „Þetta er
starfsemi sem hlýtur að koma
þeim við sem vinna að hag al-
mennings. Þeir sem tala um þjóð-
arsátt og setja lög á 4% launa-
hækkun ættu ef til vill að líta á
hvað er að gerast á leigumark-
aðnum,“ sagði hann.
Húsaleigubætur hafa verið til
umræðu í sumar og sagði Jón
nauðsyn á að gert yrði ráð fyrir
þeim í fjárlögum. „Þeim verður
að koma á ef ná á markmiði lag-
anna um að jafna rétt leigjenda
og húseigenda. Húsaleiga er ekki
frádráttarbær til skatts og
leigjendur verða því að borga
skatt af húsnæðiskostnaði án þess
að húsnæðisbætur komi á móti.
Auk þess eru mjög algengt að
leigusalar telji leigutekjur sínar
ekki fram og setji það sem skil-
yrði við leigjendur að þeir geri
hið sama.“
í i -vd.
Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5
-vd.
Aflamiðlun
Viðamikið fisksmygl