Þjóðviljinn - 07.09.1990, Síða 17
Brennivínið gefur anda og snilli
Goðsögnin um áfengið og skáldskapinn
Hemingway: Þeir kunna ekki að drekka, en það kann ég.
Ég hefi verið að blaða í bók
sem heitir „Listagyðjan þyrsta".
Hún er eftir Tom nokkurn Dardis
og undirtitill hennar er: „Áfengiö
og bandarískir rithöfundar."
Gægjugats-
bókmenntir?
Og nú getið þið spurt strax: Er
eitthvað merkilegt við drykkju-
skap bandanskra rithöfunda?
Jafnvel þótt heimsfrægir menn
eins og William Faulkner eða
Hemingway drekki eins og
svampar, séu jafnvel sendir í af-
vötnun hvað eftir annað eins og
raunin varð á með þann fyrmefn-
da: hvaða máli skipti það? Verða
þeir eitthvað merkilegri eða
ómerkilegri rithöfundar fyrir
bragðið?
Það er nú spurningin.
Reyndar tekur maður sér slíka
bók í hönd með nokkrum fyrir-
vara. Maður heldur að hér sé eina
ferðina enn verið að leggjast á
glugga hjá frægu fólki, hnýsast í
einkamál. Og einhver slíkur
keimur er óneitanlega af bókinni.
Þó verður hún í rauninni miklu
stærri en slíkar slúðurbækur og
ber ýmislegt til. Fyrst þó það, að
bókinni er ætlað að kveða niður
goðsögnina um snilldina og
brennivínið. Þá hugmynd að
þetta tvennt eigi samleið. Eða
eins og segir í kvæði Frödings um
skáldið Wennerbóm sem Magnús
Ásgeirsson þýddi: „Brennivínið
gefur anda og snilli“...
Fimm
Nóbelsskáld...
Og þá er ekki að ástæðulausu
spurt um einmitt bandaríska rit-
höfunda og brennivínið. Þegar
bókin var skrifuð höfðu sjö
innfæddir Bandaríkjamenn
hlotið Nóbelsverðlaun í bók-
menntum og fimm þeirra voru
alkóhólistar. Sinclair Lewis (höf-
undur Babbit), leikskáldið Eug-
ene O'Neill, William Faulkner,
Ernest Hemingway og John
Steinbeck. Og ef skyggnst er um
bókmenntasviðið ameríska þá er
fljótgert að bæta yið nöfnum.
Scott Fitzgerald og Tennessee
Williams, Jack London og Thom-
as Wolfe, Dorothy Parker og Ro-
bert Lovell og margir fleiri - öll
voru þau þorstlát í meira lagi.
Með öðrum orðum: listinn er
það glæsilegur að hann virðist hin
prýðilegasta staðfesting á því, að
reyndar sé brennivínið hollt
sköpunargáfunni. Menn freistast
til að taka mark á gömlum og nýj-
um kenningum um það, hvemig
áfengið losar um hömlur, stækk-
ar vitundina, gefur nýja sýn, hug-
myndum um að skáld EIGI að
vera ölvað - með hvaða ráðum
sem væri, hvort heldur það
drekkur eða notar sjálfan skáld-
skapinn og hugarflugið sem vím-
ugjafa.
Ófullur er maður
ekki til
Þeir bandarísku rithöfundar
sem bókin fjallar um (Faulkner,
Fitzgerald, Hemingway og
O'Neill) höfðu allir mikla trú á
krafti vímunnar. Siðmenningin
byrjar á því að menn eima sterka
drykki, sagði Faulkner. Snafsinn
er það eina sem fær mig til að
finnast ég vera lifandi, sagði Eug-
ene ONeill. Helst vil ég sjá hvem
mann fullan, sagði Hemingway:
Maðurinn er ekki til fyrr en hann
er fullur. Með öðrum orðum:
veruleikinn er eitthvað skertur,
leiðinlegur og aumur án áfengis.
Þeirri afstöðu, sem er reyndar
einkennandi fýrir alla alkóhól-
ista, hvort sem þeir kunna að
koma fyrir sig orði eða ekki, lýsti
Scott Fitzgerald (höfundur The
Great Gatsby), á eftirminnilegan
hátt:
„Ég var aldrei á því að taka
samtíðinni eins og hún er, heldur
reyndi alltaf að breyta henni,
bæta hana, stundum jafnvel að
eyðileggja hana. Ég átti mér
alltaf fjarlægan sjóndeildarhring
sem var glæsilegri en það sem nær
var, einhversstaðar var himinn-
inn blárri.“
Hvers vegna
drekkur Jeppi?
Bókarhöfundur gerir sér það
til erinda að ráðast gegn þessum
goðsögnum, þessum kenningum,
og rífa þær rnður með því að rekja
feril þeirra fjögurra rithöfunda
sem fyrr vom nefndir. Hann
kemur víða við: gerir m.a. grein
fyrir þeim bandarísku karl-
mennskuhugsjónum sem gerðu
drykkjuskap að manndómsraun
(Hemingway var mjög á þeim
buxum). Einnig fyrir þeim orðstí
sem áfengið fékk á bannárunum í
Bandaríkjunum, þegar rithöf-
undur gat talið það sér til upp-
reisnar gegn kerfinu að hella sig
fullan. (Helvítis ríkisvaldið var
búið að banna OKKUR að
drekka!). En fyrst og síðast hefur
hann hugann við nútíma skilning
á alkóhólisma og rekur það
hvemig þeir ágætu höfundar sem
um ræðir falla að honum eins og
flís við rass.
Allt á
sínum stað
Tom Dardis getur þess, að til
skamms tíma hafi það verið hálf-
gert feimnismál að kalla hlutina
réttum nöfnum: merkir rithöf-
undar drekka kannski of mikið
eða illa, en það má helst ekki
kalla þá alka. (Ef við lítum okkur
nær: það var ekki fyrr en í sam-
talsbók sem kom út í fyrra, að
dóttir Einars Benediktssonar
tekur af skarið með það að hann
hafi verið „það sem nú er kallað
alkóhólisti“.) Dardis rekur síðan
brennivínssögu höfundannna -
bæði í einkalífi og ritstörfum. Þar
er náttúrlega allt það að finna á
sínum stað, sem til framvindu
alkóhólisma heyrir. Skáldin
dýrka áfengið og kveða því lof,
þeir fara smám saman að óttast
það um leið, reyna að breyta til:
skipta um bústað, skipta um
maka, skipta um víntegundir.
Þeir reyna tímabundið bindindi
og hófdrykkju, fá sér jafnvel
gæslumann sem á að gefa þeim
hæfilegan skammt á hverjum
degi (Faulkner). Þeir eru reglu-
lega lagðir inn til afvötnunar
(Faulkner) leita til sálfræðinga
(0‘Neill), þeir skandalisera,
lemja konumar sínar og kenna
þeim um eigin drykkjuskap. Þeir
vísa náttúrlega frá sér með hroka
öllum tilmælum til að þeir hætti
að drekka eða slái því á frest - og
er til dæmis sögð eftirminnileg
saga af William Faulkner sem
dregur vel fram þennan gikks-
hátt.
Sagan er sú, að dóttir
Faulkners, Jane, sá að karl faðir
hennar var að byrja á túr
skömmu fyrir afmælið hennar og
hún bað hann (aðeins í þetta eina
sinn) að fara nú ekki að drekka.
Hann leit á hana kalt og sagði:
„Veistu, það man enginn lengur
hvað krakkarnir hans Shakespe-
ares hétu.“
En fyrst og síðast eru þessir
höfundar iðnir við hina fornu
LÚn$t afneitunarinnar. Ekki síst
Hemingway. Hann var maður
mjög hraustur og þoldi vel dryk-
kjuna frameftir aldri. Hann var
líka sannfærður um að „hinir“
væru fyllibyttur - Faulkner og
Fitzgerald. Af því þeir kynnu
ekki að drekka. Hefðu ekki þá
réttu afstöðu og það rétta þol. En
sjálfur var hann sannfærður um
að hann kynni að drekka: það er
allt í lagi með mig, hinir eru verri.
Niöurbrot skálds
Bókarhöfundi nægir ekki að
rekjajþað ítarlega hvemig stór-
skáldtn hans fylgja nákvæmlega
alkóhólisku .mynstri: höfuðtil-
gangurinn er að sýna fram á að
drykkjuskapurinn hafi aldrei lagt
þeim lið við skriftir og fljótlega
snúist gegn þeim og brotið gáfu
þeirra niður. Þeir Faulkner, Fitz-
gerald og Hemingway endast allir
fram undir fertugt - sitt hvomm
megin við þau tímamót skrifa
þeir síðustu stórverk sín, þar eftir
tekur hnignunin við. Sem er mjög
brött, einkum í dæmi Fitzgeralds.
Að vísu er það svo að „galdur
nafnsins“ vinnur með höfundun-
um. Gerir það til dæmis að verk-
um, að lélegt verk eins og „Yfir
ána og inn undir trén“ sem Hem-
ingway sendi frá sér 1950 og of-
lofuð stutt skáldsaga, „Gamli
maðurinn og hafið“ sem kom
skömmu seinna, þessi verk seld-
ust fimavel. Maðurinn var orðinn
svo frægur að rödd gagnrýninnar
koðnaði niður: hver var sá að
hann þyrði að segja að kóngurinn
væri ekki í neinu?
Sá sem hætti
Tom Dardis gerir allvel grein
fyrir sínu máli, þótt hann mætti
reyndar fara betur út í einmitt þá
hnignun í sköpunarverki höfund-
anna sem er aðaltrompið á hans
hendi í slagnum við goðsögnina
lífseigu. (Og mætti þá á hinn bóg-
inn spara sjálfar fylliríssögurnar,
sem era því miður allsstaðar
eins.) Hann hefur reyndar eitt
gott tromp í hendi - en það er
Eugene 0‘Neill. Eugene Ó‘Neill
var alinn upp í fíklafjölskyldu,
faðir hans og bræður alkóhólistar
og móðirinn morfínisti, og hann
trúði aldrei á að það færi í raun-
inni saman að skrifa og drekka.
Rosalegar uppákomur í eigin
drykkju, dapurleg örlög annarra í
fjölskyldunni og vaxandi
sköpunartregða - allt þetta sam-
einaðist um að gera Eugene
O'Neill svo hræddan við brenni-
vínið, að þegar hann var 38 ára
gamall rak hann tappann í
heimsbokkuna. Það var hoU
hræðsla. Þetta ágæta leikskáld
átti rúman áratug eftir með sæmi-
legri heilsu - og á þeim tímum
skapaði hann mörg sin bestu
verk. Og þá tvö leikrit sem era
með því merkilegasta sem um
fíkn hefur verið skrifað: „ísmað-
urinn kemur“ og „Húmar hægt
að kvöldi“ sem er reyndar saga
hans eigin fjölskyldu. Niðurstað-
an er náttúrlega sú, að betur
hefðu fleiri orðið nógu hræddir -
áður en það varð um seinan.
^ppf,; a; ■
Eugene O'Neill: Hann varð nógu William Faulkner: Siðmenningin byrjar Scott Fitzgerald: Himinninn er blárri
hræddur. á bruggi. annarsstaðar.
Föstudagur 7. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17