Þjóðviljinn - 07.09.1990, Síða 22
Elísabet
Þorgeirsdóttir
Þegar
frjáls-
hyggjan
kom
. Ég velti því oft fyrir mér
hvort nokkum tíma verði hægt
að gera alla jaftia á íslandi.
Kannski er það hvergi hægt, af
þeirri einföldu ástæðu að mann-
fólkið vill ekki að allir verði
jafhir. Samt er þetta eilíft slag-
orð stjómmálaflokka sem marg-
ir kjósendur virðast falla fyrir og
vilja trúa að geti einhvem tíma
orðið.
Ég man vel hvað þær komu
illa við mig lýsingamar, sem
ungir Alþýðubandalagsmenn
höfðu uppi fyrir kosningar
1983, um það ástand sem myndi
skapast ef fijálshyggjan næði
völdum í landinu. Eftir það
myndi kalt peningasjónarmið
alls staðar ráða ríkjum og engin
samfélagsleg hugsun verða eft-
ir. Rikisfyrirtæki yrðu seld og
sjúkrahús og skólar einkavædd.
Eg held ég eigi enn áróðurspés-
ann sem þeir dreifðu með dóms-
dagssvip og þarf að flnna hann í
drasli hjá mér, svo ég geti borið
spádómana saman við raunveru-
leikann 1990. Pésinn hafði auð-
vitað þau áhrif á mig að ég ham-
aðist enn meir við að reyna að
koma Kjartani Ólafssyni á þing
fyrir vestan, og missti þar af
leiðandi alveg af þeirri stórkost-
legu upplifun Kvennalista-
kvenna að koma konum í fyrsta
sinn á þing.
En hvemig hefúr hugsunar-
háttur fijálshyggjunnar síast inn
í okkur sl. sjö ár? Fyrir mér er
það engin spumig að kalt við-
horf peningahyggjunnar hefúr
náð ótrúlegri útbreiðslu. Reynd-
ar stóð ekki í áróðursbæklingn-
um 1983 að fyrsta verk ftjáls-
hyggjunnar yrði að taka vísi-
tölubindingu launa af með lög-
um, en það er einmitt eitt af því
sem gert hefúr það æ fjarlægari
draum með hveiju árinu sem
líður, að allir verði jafnir á Is-
landi. Þeir vom ekki svo miklir
spámenn, strákamir.
Síðan hefur ójafriræði verið
vemleiki þúsunda fjölskyldna
og alltof margir hafa þurft að
þola niðurlægingu gjaldþrota.
Það er líklega fólk sem hélt að
allir gætu orðið jafnir á Islandi.
Það hefur haldið að það gæti
keypt sér hús af svipaðri stærð
og nágranninn og jafnvel líka
álíka dýran bíl. Bankamir vom
jú fúsir að lána og seljendur
kepptust við að selja, bjóða hag-
stæð greiðslukjör, enga útborg-
un á hinu og þessu. Hélt þá ekki
sama fjölskylda að hún gæti líka
keypt sér innbú og tæki af ýms-
um gerðum? Það má ekki
gleyma því að 1986 samdi ASÍ
um lækkun tolla á bílum og
„nauðsynlegum“ heimilistækj-
um.
Kannski hefúr sama fjöl-
skylda haldið að hún gæti líka
farið til útlanda, að sjá sólina,
sérstaklega með því að taka ein-
hveiju af gylliboðunum sem
ferðaskrifstofúmar em alltaf að
bjóða. Og ekki er óalgengt að
ffeistast hafi verið til að stofna
eigið fyrirtæki, - bara smáfyrir-
tæki, ekkert mál. Það geta jú all-
ir í heimi fijálshyggjunnar og
ekki lifandi af taxtalaununum.
Og svo fengu allir sér
greiðslukort. Það hefúr komið
sér vel bæði erlendis og á ís-
lenskum veitingahúsum, en
einkum þó við matarinnkaupin.
Peningar fyrir brauði em sjaldn-
ast til eftir mánaðamót, kaupið
dugir rétt fyrir síðasta greiðslu-
korti.
Ég velti því enn fyrir mér
hvort þeir vilji að allir verði
jafnir, strákamir sem setið hafa í
stjómarráðinu undanfarið. Ætli
þeir muni enn hve mikill skað-
valdur fijálshyggjan var talin
vera fyrir sjö ámm? Er það ekki
hennar vegna sem fjármagnseig-
endur hafa fitnað eins og púkinn
á fjósbitanum? Og lögffæðingar
malað gull? Hefúr ekki eitthvað
snúist við í þessu öllu? Nú em
laun almennings mestur skað-
valdur. Þau mega alls ekki
hækka, um það snýst málið.
Ég er því nærri viss um að
það er langt í land að allir verði
jafnir á Islandi. Það er mjög
fjarri hugsunarhætti margra, t.d.
lítur fólk ærið misjafnlega á
skuldir sínar. Sumum finnst ein-
faldlega að þeir verði að borga
þær, þó tekjumar dugi ekki til
þess. Öðrum finnst ekkert sjálf-
sagðara en að aðrir borgi skuldir
þeirra, t.d. ríkið, þó um svim-
andi háar upphæðir sé að ræða.
Því kaldari sem menn em í of-
fjárfestingum og braski, þeim
mun sjálfsagðara að láta skuldir
falla í slóðina á eftir sér.
Þó ég þykist viss um að
jafnræði komist ekki á meðan ég
lifi, á ég mér þann fjarlæga
draum að geta gert eins og
amma og afi, sem áttu sína íbúð
og fengu sér göngutúr saman
niður í bæ í hvert sinn sem olíu-
, rafmagns- eða símareikningur
barst til þeirra. Að borga sam-
dægurs, það var þeirra stolt.
David Coverdale söngvari og fyrirliði Whitesnake (tv), Tommy Aldridge trommari og gftarsnillingurinn
Steve Vai. Mynd: Kristinn
Þungarokk er þerapía
Þeir eru margir sem bíða helgarinnar með óþreyu og telja stundirnar
þangað til Whitesnake stíga á svið Reiðhallarinnar. Nú þegar er löngu
uppselt á tónleika Hvíta snáksins og The Quireboys á föstudag og þrjú
þúsund miðar af fimm þúsund eru seldir á laugardagstónleikana.
Strætisvagnar Reykjavíkur ætla að aka hljómleikagestum á staðinn
þannig að allt ætti að vera klárt.
Whitesnake kom til landsins á
miðvikudag og röbbuðu meðlim-
ir aðeins við fjölmiðlafólk. David
Coverdale, sem flestir telja vera
holdgerving Whitesnake, sagði
hljómsveitina hafa verið á
ströngu tónleikaferðalagi um
Evrópu og varla fengið frídag í
margar vikur. Gærdagurinn var
því notaður til að slappa af, renna
fyrir lax og „til að njóta gæða
landsins", eins og Coverdale orð-
aði það. Hann lofaði góðum tón-
leikum um helgina, enda væru
Whitesnake hættulegustu menn-
irnir í bransanum.
„Ég hef farið hringinn í kring
um hnöttinn fimm hundruð sinn-
um, en hef aldrei verið þeirrar
ánægju aðnjótandi að koma til ís-
lands áður. Þetta er því ný og
spennandi reynsla,“ sagði Cover-
dale. Hann sagði tónlist Whi^p-
snake hafa fágast með árunum og
jafnframt orðið meira spennandi. f
Þetta og innganga gítarsnillings-j
ins Steve Vai ætti örugglega stór-í
an þátt í velgengni hljómsveitar-
innar í Bandaríkjunum.
Það fylgir tónlistarbransanum
að sögn Coverdale að taka geð-
sveiflunum sem fylgir því að gera
tónlistina að hjákonu sinni.
Þungarokkið færi í hringi. Á ní-
unda áratugnum hefði diskóið
ráðið ferðinni með Michael Jack-
son og Donnu Summer í broddi
fylkingar, en nú í byrjun tíunda
áratugarins hefði hljómsveitin
leikið fyrir eina og hálfa milljón
áheyrenda á tveimur og hálfri
viku. „Tryggð þungarokkaranna
er ótrúleg," sagði Coverdale. Út-
gefendur og fjölmiðlar reyna
gjaman að skapa hljómsveitum
ímynd og sveipa þær einhverri
dulúð, að sögn Coverdale. En
áheyrendur væm ekki neinir vitl-
eysingar, þeir sæju í gegnum
þetta allt saman. Annað hvort
kynnu þeir að meta tónhstina
sjálfa eða ekki. „Ég ber mikla
virðingu fýrir vitsmunum
áheyrenda,“ sagði Coverdale.
En þó þungarokkið eigi líkama
og sál Coverdales segist hann að-
allega hlusta á klassíska tónlist
heima hjá sér. „Klassíkin hjálpar
mér að róa dýrið í sjálfum mér,“
sagði Coverdale. Hann sagðist
einnig hlusta á flest það nýjasta
sem væri að gerast í dægurtónlist-
inni, þannig að hann hefði ágæta
mynd af því sem aðrir tónlistar-
menn væru að gera. Coverdale
vildi líka taka fram að hann feng-
ist ekki lengur við Heavy metal
tónlist og hefði ekki gert það síð-
an hann var með Deep Purple.
Tónlist Whitesnake væri líkam-
leg og tilfinningarleg og laus við
allt satanskjaftæði. „Þungarokk
er tónlist um fólk,“ sagði Cover-
dale.
Stór hluti tónlistarinnar er
tíska en það á ekki við um þung-
arokkið, að mati Coverdale.
„Þungarokkið er þerapía og
líkamlegur og andlegur léttir,
ekki aðeins fyrir tónlistarmenn-
ina heldur áheyrendur líka,“
sagði Coverdale. Þetta ætti sér-
staklega við um stór iðnaðar-
svæði eins og Dússeldorf, Det-
roit, Chicago, þar sem krakkam-
ir væru mjög spenntir og þess
vegna í mikilli þörf fyrir að losa
um spennuna.
Að Whitesnake frátaldri voru
Coverdale og Vai sammála um að
AC/DC og Van Halen væm bestu
þungarokkshljómsveitimar.
Annars væri mikið að gerast á
þessu sviði og erfitt að gera upp á
milli hljómsveita.
Whitesnake varð til árið 1978.
En frá og með plötunni sem kom
út 1987 varð hún heimsfræg. Nú-
verandi meðlimir hljómsveitar-
innar David Coverdale, Steve
Vai, Adrian Vandenberg, Rudy
Sarzo og Tommy Aldridge, hafa
verið í Whitesnake síðan 1987, að
Vai undanskildum sem gekk til
liðs við sveitina þegar „Slip Of
The Tounge" var hljóðrituð. Vai
kom inn vegna þess að Vanden-
berg slasaði sig á hendi og gat
þess vegna ekki leikið á gítarinn
en síðan hefur Vai verið í hópn-
um á tónleikaferðalögum eftir út-
komu plötunnar.
Tónleikamir í Reiðhöllinni
verða þeir síðustu í Evróputúm-
um.1 Að þeim loknum sagði Co-
verdale hljómsveitina taka sér
viku frí en svo tækju Austurlönd
fjær við. -hmp
Afslappað og fagmannlegt
Jeff Lynne erdálítið sérkennilegurfugl í rokksögunni. Hann kom inn
í Electric Light Orchestra nokkru eftir að hljómsveitin var stofnuð en
endaði sem aðalsprauta hennar og aðallagahöfundur. Þá var það á
stefnuskrá ELO að spila rokk í anda frumkvöðlanna. Lynne þróaði
ELO frá frumrótum rokksins yfir í hátækni rokksveit, sem notfærði sér
sérhvern effekt sem raftæknin bauð upp á og skapaði hljómsveitinni
miklar vinsældir.
Sjálfur er Lynne þó mikill uð-|
dáandi frumrokksins og hann
hefur verið Bítlaaðdáandi svo
lengi sem hann man. Þessi að-
dáun hans á The Beatles kom
skýrlega fram í mörgum lögum
ELO hvað raddanir og útsetning-
ar varðaði. Þegar Lynne var síð-
an orðinn leiður á öllu tæknives-
eninu hætti hann í ELO.
Fiktið við raftæknina og upp-
tökutæknina hafði hins vegar gert
hann að eftirsóttum galdramanni
í hljóðveri. Hljómsveitir og sóló-
istar, bæði frægir og ófrægir, hafa
sóst eftir því að fá Jeff Lynne til
að stjórna upptökum á plötum
sínum. Orðstír hans leiddi hann
að George Harrison sem fékk
Lynne til liðs við sig á „Cloud 9“,
plötunni sem kippti Harrison aft-
ur fram í dagsljósið. Lynne virtist
vera samstarfsmaðurinn sem
Harrison vantaði, því „Cloud 9“
er án efa það besta sem Harrison
hafði gert í háa herrans tíð þegar
platan kom út árið 1987.
Þetta samstarf þeirra Lynne og
Harrison átt síðan sinn þátt í
Traveling Wilburys, sem gerði
það gott fyrir rúmu ári og er að
fara að senda frá sér sína aðra
plötu. Traveling Wilburys er
raunar meira leið fullnuminna
rokkara til að slappa af en hljóm-
sveit með háleit markmið. Lynne
segir hann og félaga sína í Wil-
burys mjög fljóta að semja allt
efni og koma því á band, þó svo
hendur þeirra séu fullkomlega
frjálsar frá útgáfusamningum
stórfyrirtækjanna.
Að eigin sögn var það mikil
upphefð fyrir Lynne að fá að
vinna með Harrison, sem hann
hafði alla tíð borið mikla virðingu
fyrir en aldrei þekkt persónulega
fyrr en kom að því að taka upp
„Cloud 9“. En nú er komið að
Harrison að endurgjalda Lynne
greiðann.
Jeff Lynne sendi nýlega frá sér,
að ég held, sína fyrstu sólóplötu
frá því ELO gaf upp öndina.
Skífuna kallar Lynne „Armchair
Theatre" og George Harrison
kemur töluvert við sögu á þessari
plötu, bæði sem gítarleikari og
bakraddari. Þeir sem endalaust
sækjast eftir nýjungum fá ekki
mikið við sitt hæfi á „Armchair
22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. september 1990