Þjóðviljinn - 07.09.1990, Síða 26
Fuglar kallast þetta verk Kjartans Guðjónssonar. Málverkið var eitt þeirra sem vakti hneykslan gesta í
Listamannaskálanum árið 1947 á fyrstu samsýningu Septemberhópsins.
Kjarvalsstaðir
September/Septem:
1947/1974
Síðasta Septem-sýningin er jafnframt yfirlit yfir sýningar hópsins frá
árinu 1974, og yfirlit sýninga September-manna sem hneyksluðu
landann með „klessuverkum“ sínum á árunum 1947-1952
Valtýr Pétursson,
Uppstilling, 1987.
Nú stendur ylir á Kjarvalsstöð-
um söguleg sýning. September-
Septem er yfirskrift hennar og er
hún sfðasta sýning Septem-
hópsins sem sýnt hefur nær árlega
frá árinu 1974. Sýningin er tví-
skipt: í austursal gefur að líta
yfirlit þeirra verka sem ollu mikl-
um úlfaþyt í bænum á árunum
1947-52, það átti þó sérstaklega
við um fyrstu sýningu „klessu-
málaranna“ í Listamannaskálan-
um við Austurvöll 1947. í vest-
ursal, hins vegar, hanga uppi
verk Septem hópsins, en í honum
voru margir félagar September-
hópsins, auk yngri málara sem
bættust smám saman í hópinn
eftir því sem eldri félagar féllu
frá.
Hafsteinn Austmann listmálari
hefur sýnt með Septem síðan árið
1986. Hann tók á móti blaða-
manni Nýs helgarblaðs á Kjar-
valsstöðum, rölti með honum um
sýninguna og fræddi um sögu
Septem-September-hópsins.
Gefum honum orðið.
September
1947-52
-September hópurinn var
stofnaður árið 1947, og þá héldu
listamennirnir fyrstu samsýningu
sína í Listamannaskálanum við
Austurvöll. Engin sýning fyrr né
síðar hér á landi hefur valdið
jafnmiklum og hörðum deilum
og sú sýning. Þeir sem tóku þátt í
þessari tímamótasýningu voru
Gunnlaugur Scheving, Jóhannes
Jóhannesson, Kjartan Guðjóns-
son, Kristján Davíðsson, Nína
Tryggvadóttir, Sigurjón Ólafs-
son, Snorri Arinbjamar, Tove
Ólafsson, Valtýr Pétursson og
Þorvaldur Skúlason. Þeir Krist-
ján, Jóhannes, Valtýr og Kjartan
höfðu farið utan til Bandaríkj-
anna í lok stríðs og komið heim
með nýjar og ferskar hugmyndir,
hinn hluti hópsins voru listamenn
sem komið höfðu fram á fjórða
áratugnum í íslensku listalífi, auk
Sigurjóns og konu hans, Tove.
- Þegar horft er á myndir þessa
hóps nú er erfitt að ímynda sér að
í lok fimmta áratugarins hafi þær
orðið tilefni til hatrammra deilna
í blöðum og tímaritum. Meðal
þeirra sem harðastir vora í dóm-
um voru þeir Guðmundur Haga-
lín og Jónas frá Hriflu. Allar
deilur um list og listamenn sem
átt hafa sér stað síðan þá era eins
og jólaguðspjall til samanburðar
við rifnldið 1947. En það var
samt sem áður alls ekki markmið
þessara listamanna að hneyksla,
eins og oft er reynt nú á dögum.
September-menn héldu aðra
sýningu ári seinna, en síðan varð
hlé á sýningarhaldi vegna þess að
nokkrir meðlimir fóru utan. Á
sýningu þeirra í Listamannaskál-
anum 1951 höfðu þeir Karl Kvar-
an og Ásmundur Sveinsson bæst í
hópinn, ári síðar, á síðustu sýn-
ingu September-manna, sýndu
einnig Guðmunda Andrésdóttir,
Hjörleifur Sigurðsson og Sverrir
Haraldsson.
Það er engin einhlít skýriring á
því hvers vegna félagsskapurinn
leystist upp. Ein skýring gæti ver-
ið sú að andstaða gegn þeim hafði
minnkað til muna, og ekki var
lengur eins mikil þörf fyrir þessa
listamenn að snúa bökum saman.
Fleiri listamenn tíndust heim frá,
listnámi, og hugmyndir
September-hópsins um list og til-
gang hennar öðluðust betri
hljómgrann en áður.
Septem
1974-1990
- Á sama hátt og ekki er
auðvelt að skýra hvers vegna
September-hópurinn hætti sam-
sýningum, er erfitt að svara því
nákvæmlega af hverju Septem-
hópurinn var stofnaður 1974.
Þeir sem tóku þátt í fyrstu sýn-
ingu hans í Norræna húsinu það
ár vora mikið til þeir sömu og
sýnt höfðu saman rúmum tuttugu
árum áður. Það voru þau Guð-
munda Andrésdóttir, Jóhannes
Jóhannesson, Karl Kvaran,
Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pét-
ursson og Þorvaldur Skúlason.
Konsept-listin var allsráðandi
á þessum áram, og hafði mikið
verið reynt að ýta málverkinu til
hliðar. Septem-hópurinn vildi
efna til almennilegrar málverkas-
ýningar, en það er eins og áður
sagði ekki gott að finna einhlíta
skýringu á þessu eða hinu. Oft
eru skýringar fundnar eftir á, sem
alls ekki eru réttar. En það má
segja að sýningin 1974 hafi verið
haldin til varnar málverkinu.
Þessir listamenn voru þá
gagnrýndir fyrir afturhaldssemi
Séð yfir sýninguna í Vestursal. Hafsteinn Austmann Septem-maðurfylgdi blaðamanni um salina. Til hægri,
að baki listamannsins, má sjá módel af skúlptúrnum Spennu, sem hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir í
samkeppni um verk framan við stjórnstöð Landsvirkjupar í öskjuhlíð. Mynd: Kristinn.
af konsept-mönnum, en það er
gangur sögunnar. Eitt tekur við
af öðra, og nú era allir farnir að
mála á ný.
Þessi sýning er lokapunkturinn
á samvinnu Septem-hópsins, sem
hefur haldið sýningar nær árlega í
sextán ár. Við lofum því samt
ekki að við séum hætt að mála,
kannski stofnum við fleiri
grúppur. Listamenn geta lært
margt af því að vinna og sýna
saman. September-Septem-
menn breyttust að sjálfsögðu í
gegnum tíðina, sumir héldu sig
við harða geómetríu, og gera
enn. Aðrir, eins og Valtýr, urðu
fígúratífari með áranum. Á sýn-
ingunni hérna á Kjarvalsstöðum
geta gestir skemmt sér við að sjá
hvemig einstaka listamenn hafa
breyst og mótast frá því á fimmta
áratugnum og fram að þeim tí-
unda, sagði Hafsteinn Austmann
að lokum.
Sýningin Septem-September
stendur aðeins í þrjá daga til við-
bótar, henni lýkur sunnudaginn
9. september. Kjarvalsstaðir era
opnir daglega kl. 11-18.
BE
26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. september 1990