Þjóðviljinn - 28.09.1990, Page 3
Kæstur
hákarl í
hjarta
Oslóar
Geysir, alíslenskur veitingastaður í miðborg
Oslóar sem hefur slegið rækilega í gegn
Skammt frá Karli Jóhanni í
hjarta Oslóar liggur Keysergata.
Þar blasir kunnugleg sjón við
landanum, skilti með mynd af
Geysi og íslenski fáninn blaktir
við hún. Það er gengið upp nokk-
ur þrep og inn í heimilislegt and-
dyri. Ur hátölurum berst lágvær
íslensk tónlist en innan úr eldhúsi
heyrist kallað á íslensku: Ertu bú-
inn að flaka ýsuna?
Við erum stödd á eina alís-
lenska veitingahúsinu á erlendri
grund, Veitingahúsinu Geysi.
Allt starfsfólk veitingahússins er
íslenskt og á matseðlinum má
finna ýmsar krásir sem koma Is-
lendingum kunnuglega íyrir sjón-
ir einsog t.d. hangiket og skyr.
Nýtt Helgarblað ræddi stutt-
lega við Óla Jón Ólason eiganda
staðarins þegar blaðamaður var
staddur í Osló í fyrri viku. Óli
sagði að tilviljun hefði ráðið því
að staðurinn var stofnaður.
„Við rákumst á auglýsingu
um að spænskur veitingastaður
væri til sölu. í ffamhaldi af því
ákváðum við að skoða staðinn og
leist strax vel á hann. Við gerðum
svo tilboð í innbúið og því var
tekið. Staðurinn var opnaður með
viðhöfn 17. júní 1989.“
ÓIi sagði að upphaflega hefði
ætlunin verið að hafa staðinn ís-
lenskari en raun varð á. Hann
sagði að þeir hefðu sótt um leyfi
til þess að flytja inn íslenskt
lambakjöt og ýmsar aðrar vörur
að heiman en ekki fengið.
„Lambakjötið er ómögulegt
að fá flutt inn, því það er algjört
bann í Noregi á innflutningi á
lambakjöti og ekki mögulegt að
fá neina undanþágu. I staðinn not-
um við lambakjöt frá Norður-
Noregi og eldum það á íslenskan
máta, t.d. er einn lambakjötsrétt-
urinn eingöngu kryddaður með
íslenskum íjallagrösum. Þá búum
við til eigið skyr, sem er vinsæll
eftirréttur hjá okkur. Einnig get-
um við yfirleitt boðið upp á ís-
lenskt hangiket og kæstan hákarl,
sem vinir og velunnarar flytja
okkur að heiman. Reyktur lundi
er fastur á matseðlinum og þykir
Norðmönnum hann mjög sér-
stæður því lundinn er alfriðaður í
Noregi. Stolt okkar er svo seytt
rúgbrauð, sem við bökum sjálfir,
en það er eina brauðið sem borið
er ffam í Geysi. Við höfúm svo
eldað brauðsúpu úr rúgbrauðinu,
sem er herramannsmatur með
þeyttum ijóma.“
Á þorranum var boðið upp á
þorramat og Óli hefúr haft mikinn
hug á að framleiða sjálfúr ýmsa af
þessum séríslensku réttum. Hann
hafði samband við nokkur slátur-
hús og spurði hvort hægt væri að
fá keypta hrútspunga og blóð. Á
fimm stöðum var skellt á hann áð-
ur en hann loksins náði sambandi
við mann sem ekki hélt hann vera
að gera grín. Óli sagði að lang-
flestir gestir staðarins væru Norð-
menn og væru þeir yfirleitt hrifn-
ir af íslensku réttunum, þótt sum-
Allt á sínum staö
Sem áður er hægt að fá skápana útbúna með föstum
hillum, hillustoðum, útdregnum hillum, upphengjum
bæði föstum og útdregnum fyrir skjalapoka, útdregnum
spjaldskrárhillum og útdregnu vinnuborði til að leggja á
þá hluti sem unnið er við hverju sinni. Nú eru fáanlegir
rekkar fyrir segulspólur/diska. Segulspóluupphengjur og
síðast en ekki sist upphengjur fyrir tölvumöppur. Að
stafla tölvumöppum í hillur er nú ekki lengur nauðsyn.
Möppunum er einfaldlega rennt í þar til gerðar brautir.
Ef einhver sérstök vörsluvandamál þarf að leysa biðjum
við viðkomandi góðfúslega að hafa samband við okkur
sem allra fyrst og munum við fúslega sýna fram á
hvernig Shannon skjalaskápur hefur „Allt á sínum stað“.
HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA.
Gunnar Már Geirsson yfirþjónn, Óli Jón Ólason eigandi Geysis og Erwin Ámason yfirkokkur á tröpp-
um veitingahússins Geysis. Mynd Sáf.
um fyndist einstaka réttur of sér-
stakur fyrir sinn smekk. Það væri
þó áberandi að allir virtust vera
hrifnir af hangiketinu.
Þá hefúr staðurinn eignast
sína fastagesti, sem koma aftur og
aftur. Einn fastagestanna er jap-
anskur kaupsýslumaður sem
kemur reglulega til þess að fá sér
kæstan hákarl og snafs með.
Hann varð svo hrifinn af staðnum
að hann bauð Óla að aðstoða hann
við að opna íslenskan matsölu-
stað i Japan. Af því verður þó
tæpast í bráðina að sögn Óla, þrátt
íyrir að hugmyndin sé ffeistandi.
Óli sagði að íslendingar
sæktu staðinn lítið, enda væri
hann í dýrari kantinum. Hinsveg-
ar hafa íslendingar notað staðinn
á stórafmælum.
Alls starfa fímm íslendingar
á Geysi í föstu starfi og um helgar
eða þegar mikið er að gera bætast
tveir íslendingar í hópinn. Erwin
Amason er yfirkokkur en hann
lærði á Hótel Holti. Gunnar Már
Geirsson er yfirþjónn en hann
varð Norðurlandameistari í lær-
lingakeppni sl. vetur, enda er
þjónusta og matur einsog það ger-
ist best á veitingahúsum á Islandi.
Óli sagði að þeir hefðu lítið
auglýst staðinn heldur treyst á
það að hróður hans myndi spyij-
ast út. Sú hefúr og orðið raunin
því aðsókn að staðnum hefúr auk-
ist jafnt og þétt. Skiptir þar ekki
minnstu máli að staðurinn hefúr
fengið mjög lofsamleg ummæli í
norskum blöðum. Dagblaðið
Dagens Neringsliv gerði úttekt á
48 matstöðum í Osló og lenti
Geysir þar í 6 til 9 sæti. Tveir af
stöðunum fengu hæstu einkunn
fyrir mat en það voru staðurinn
sem lenti i fyrsta sæti og Geysir.
,3ftir að þessi úttekt birtist
jókst aðsókn að staðnum vemlega
og nú em pöntuð borð langt ffam
í tímann, allt að tveim mánuðum.
Þetta er þvi allt að smákoma en
auðvitað er þetta mikil vinna og
sama streðið og heima ef rekstur-
inn á að ganga upp,“ sagði Óli Jón
Ólason.
-Sáf
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1980-2.fl. 25.10.90-25.10.91 kr. 213.582,92
1981-2.fl. 15.10.90-15.10.91 kr. 131.828,16
1982-2.fl. 01.10.90-10.10.91 kr. 91.523,46
*)lnnlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, september 1990.
OlMIIIR OISIASOM & CO. Slí.
SUNDABORG 22 SÍMI 91-84800
SEÐLABANKI ÍSLANDS