Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 23

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 23
Fullt hús Þjóðleikhúsið sýnir í Gamla bíói: Örfá sæti laus eftir Spaugstofuna Handrit og textar: Karl Ágúst Úlfs- son Tónlist: Gunnar Þórðarson Leikstjóri: EgiII Eðvarðsson Leik- mynd og búningar: Jón Þórisson Lýsing: Páll Ragnarsson Dansahöfundur: Ásdís Magnús- dóttir. Hljómsveitarstjóri: Magnús Kjartansson Leikendur: Anna Kristín Arn- grimsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Hinriksdóttir, Bessi Bjarna- son, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Helga Bernhard, Jóhann Sigurðar- son, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Lilja Þórisdótt- ir, Pálmi Gestsson, Randver Þor- láksson, Rúrik Haraldsson, Sigurð- ur Sigurjónsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunnlaugsdótt- ir, Þórarinn Eyfjörð og Örn Árna- son. Er það hlutverk Þjóðleikhúss- ins að standa að sýningum sem draga dám af skemmtidagskrám vínveitingahúsanna? Gefa helstu spaugurum þjóðarinnar tækifæri til að smíða sýningu á stór svið eftir tveggja vetra samfellda sig- urgöngu í sjónvarpsþáttum sem höfðu að skotspæni sjónvarp- smiðilinn sjálfan? Þjóðleikhúsið hefur reyndar áður sótt á þennan markað, löngu áður en hann varð jafn íýrirferðarmikill keppinautur um áhorfendur og nú er orðið. I tíð Sveins Einarssonar setti Þjóð- leikhúsið á svið nokkrar skemmtidagskrár í Þjóðleikhús- kjallaranum. Það tiltæki sem leit dagsins ljós í síðustu viku undir nafninu Orfá sæti laus er því ekki nýnæmi. Og víst er það fullkom- lega réttlætanlegt að sinna slíkri nýsköpun í fáskrúðugri leikritun okkar. Og sækja má lengra aftur í okkar leikhefð og finna samsvar- anir i reviuleikjum fyrri tíma við það lausbeislaða og brotakennda form sem þeir félagar velja skopi sínu. En sýning þessi er vitaskuld vamaraðgerð Þjóðleikhúsmanna og fullkomlega réttlætanleg í stöðu mála á þeim bæ. Örfá sæti laus hefúr verið í vinnslu lengi og ómarkviss tímasetning sýningar- innar á fyrra leikári hefúr ugg- laust kostað Þjóðleikhúsið ærið fé og aðstandendur mikið ergelsi. Gaman, gaman En hvemig tekst þá til? Stundum má hlæja dátt að uppá- TJALDIÐ Háskólabfó Aðrar 48 stundir (Another 48 HRS)A Murphy og Nolte eru komnir aftur undir stjórn Walter Hill. Nú á aö slá í gegn í framleiðslumyndafárinu. En þessi mynd er bara þreytandi eftirlíking af fyrri myndum. Murphy fær eina stjörnu fyrir að syngja James Brown-lag./SIF Á elleftu stundu (Short time)** Þetta er ekki framhaldsmynd og þetta er heldur ekki stórmynd. Það eru engir frægir leikarar og hún kostaði örugglega skít og kanil. Það er bara ein sprenging og aðeins þrír bílar sem eyðileggjast. I staðinn eru smellnir brandarar, ágætur leikur og snið- ugastsi bílaeltingaleikur sem ég hef séð lengi./SIF Pappírs Pési*** Ari Kristinsson kemur hér meö alveg ágæta barnamynd. Pappírs Pési er skemmtileg fígúra (íslenskur ET?) og krakkarnir alveg einstaklega krakkalegir. Lítil vinkona mín sagði að myndin væri al- veg sérstaklega skemmtileg af því að hún kenndi svo skemmtileg prakkarastrikl! Drífið ykkur með börnin um helgina. /SIF Stjörnubíó Fram í rauðan dauðann (Love you to death)*** Stórskemmtileg gamanmynd um kvenn- abósann Joe Boca sem allir eru að reyna að drepa. Það er úrvals leikaralið sem sér um skemmtunina. Joan Plowright er ein miðavirði. Endilega að taka sér fri frá fram- haldsmyndum og bófahasar og sjá gam- finningasömum atriðum í glundroða þeirra félaga, en margt í sýningu þeirra vinnur beinlínis gegn þeim tilgangi þeirra að skemmta fólki. Sumu bera þeir sök á sem höfundar, annað verður að skrifa á reikning reynslulítils leikstjóra. Það form sem þeir kjósa er býsna opið: það er mis- heppnuð leiksýning í gangi og gengur illa. Hún er margrofin af persónulegum innskotum leikar- anna og tæknimanna, auk all- skyns innskota hóps persóna sem sumar eru þjóðkunnar úr sjón- varpsþáttum Spaugstofunnar en aðrar sem við þekkjum minna til þótt allar séu kunnuglegar figúr- ur. Og eins og gjaman verður í sýningum sem eiga að hafa heild- stætt yfirbragð og lyktir en eru samdar af kunnáttuleysi, lenda þeir félagar í stómm og miklum vanda er dregur að leikslokum. Og sá kaótíski stíll sem þeir kjósa verkinu blindar leikstjórann, sem er þaulkunnugur vinnslu sjón- varps og kvikmyndar og getur þar kosið sjónarhom áhorfandans í flóknu spili leikenda, leikmyndar, tals og tóna, svo mjög að hann of- hleður sviðið atburðum og áreit- um. Áhorfandinn verður ringlað- ur. Hvert á að horfa, hvað gengur á? Er ég að missa af einhverju fyndnu? Og þegar við bætist að leikstíll sýningarinnar er óhemju hraður og lát er hvergi á verður áhorfandi þreyttur á öllu saman. Skúffelsi Ég hef þá trú að þeim félögum hafi ekki verið greiði gerður með þeirri kröfú þjóðleikhúsmanna að þekktustu persónur Spaugstof- unnar skyldu koma fram í þessu skopi. Þær em sniðnar fyrir sjón- varp, líf þeirra bundið þeim ramma. Sú krafa hefur líka sett þeim félögum þröngar efnislegar skorður og alið af sér þá sýningu sem gefúr að líta í Gamla bíói. Og í öllum þessum fyrirgangi fer margt forgörðum. Tónlistin hverfúr og nær öll söngnúmer verða daufleg, enda er sú grein gamanleiksins ekki sterkasta hlið þeirra félaga. Þeir hafa náð best- um árangri í stuttum hnitmiðuð- um sketsum. Það em slíkir taktar sem takast best í sýningunni og em oft bráðskemmtilegir. En í heild er sýning Spaugstofúnnar skúffelsi. anmynd sem tekst stundum að minna á Dario Fo I stuði./SIF Laugarásbfó Á bláþræði (Bird on a Wire)A Gibson og Hawn leika hér gamalt kæru- stupar sem er á flótta undan bæði bófum og löggum (minna má það ekki vera). Þau passa hræðilega illa saman og hefur sýni- leg áhrif á leik þeirra. Handritið er ósköp ómerkilegt, en það er reynt að flikka upp á það með að láta aðalleikarana vera berr- assaða annað veifið./SIF Aftur til framtiðar III (Back to the Future III) ★★’A Marty og Doc eru hér komnir I þriöja og síðasta skiptið. Nú eru þeir félagar komnir í Villta vestrið og Doc orðinn ástfanginn. En söguþráðurinn er eins og venjulega um vandamál þeirra við að komast aftur til framtíðar. /SIF Bíóborgin Hrekkjalómarnir 2 (Gremlins 2)** Litlu skrímslin eru komin aftur á kreik í þetta skiptið í stórhýsi í Manhattan. Ég var full af fordómum í garð þessarar myndar og lang- aði ekkert á hana og það kom mér þess- vegna á óvart hvað ég skemmti mér vel. Það er fullt af góðum bröndurum og tækni- brellurnar eru frábærar./SIF Á tæpasta vaði 2 (Die Hard 2)★★★ Bruce Willis er kominn aftur í gervi lög- reglumannsins John McClane og I þetta skiptið fer hann ekki úr skyrtunni og bjargar alþjóðlegum flugvelli í Washington frá hryðjuverkamönnum. Það er Finninn Renny Harlin sem leikstýrir þessu fram- \ haldi og gerir það prýðilega. Ágæt spennu- mynd með fullt af sprengingum og smá gríni inni á milli. /SIF Skemmtikraftar Hvað stendur þá eftir? Bessi Bjamason og Rúrik Haraldsson virðast geta gert sér mat úr hvaða vitleysu sem er. Sigurður Sigur- jónsson skýtur út úr sér fyndnum setningum í nokkrum gervum og er glæsilegur kistusmiður úr söguheimi Dickens. Randver er oft feikilega fyndinn sögumaður. Hæfileikar Pálma og Amar njóta sín ekki í þessari sýningu. Aðrir kraftar sem em kallaðir til þessa leiks fylgja formúlu sýningarinn- ar af krafti og fimi en em harla lít- ið hlátursefni. Langir lífdagar Ekki er ólíklegt að þessi sýn- ing gangi lengi og skemmti fólki eitthvað. Fyrri vinsældir fleyta henni langt. „Það má hafa gaman af þessu,“ sagði fólk í frnmsýn- ingarhléinu. En það er bara ekki Mynd: Kristinn nægilegur árangur þótt um fmm- raun ungra höfúnda sé að ræða. Þeirra bíður núna það stranga verk að fínpússa sýninguna í keyrslum. Það er ekki öfúndsvert verk og verður erfitt. Vonandi njóta þeir til þess tilstyrks leik- hússtjómarinnar og sinna sam- starfsmanna. Því þá aðeins er til- gangi þessa skops náð að fólk skemmti sér konunglega í fúllu Dapurleg framtíðarsýn Háskólabíó Robocop2 Leikstjóri: Irvin Kershner Aðalleikarar: Peter Weller, Nancy Allen o.fl. Það er enginn endir á þessari framhaldsmaníu í sjónmáli og engin von á honum heldur, því amerfsku stúdíóin eru öll að ráð- gera fleiri framhaldsmyndir. Ég spái því að eftir nokkur ár verði það undantekning frekar en hitt að sjá mynd sem ekki er framhald af einhverri annarri. Dapurleg framtíðarsýn! Það er líka dapurleg framtíðar- sýn í Robocop 2. Eins og sú fyrri gerist hún f Detroit í náinni fram- tíð, Og eins og í fyrri myndinni er það einkafyrirtækið OPC (Omni Consumer Products) sem rekur lögregluna og borgar henni laun. Vandamálið er að OCP borgar lögreglunni alltof lág laun og löggan er þessvegna í verkfalli. Þessvegna ríkir óöld mikil í Det- roit og aðeins Robocop getur bjargað málunum. (Þessi sögu- þráður gæti alveg eins átt við mynd nr. 1). Glæponarnir í þessari mynd eru annars vegar eiturlyfjasalar. Þeir framleiða og selja eiturlyfið Nuke, sem er geysivinsælt, menn ráðast á gamlar konur og ungar konur á menn til að ræna pening fyrir Nuke. Hinir glæpa- mennirnir eru forstjórar OPC, þeir vilja eiga borgina og breyta henni, rífa fátækrahverfin og byggja dýrar stálhallir svo að þeir sem minna mega sín eiga engan samastað. En það verður lítið úr framkvæmdum meðan glæpa- tíðnin er svona há. Robocop 1. annar ekki eftirspurn og OPC á- kveður að búa til annan Roboc- op. En það er hægara sagt en gert þvf að svona vélmenni verður að hafa mannsheila. Menn fara að leita að heila og ákveða loks að nota heilann úr aðal eiturlyfja- salanum sem er nýbúið að hand- taka. (Kannist þið nokkuð við hugmyndina? Það vantar bara Igor með kryppuna.) Síðan endar allt með agalegu stríði milli vélmennanna sem er á að giska tíu mínútum of langt. Það er voða lítið nýtt í þessari mynd er hún er oft spennandi, og þar spilar inní ágæt myndataka, hetjutónlist og læti, enda hljóð- kerfið í Háskólabíói alveg kjörið fyrir svona hávaðamynd. Þetta er spennumynd fyrir þá sem hafa svo gaman af spennu að ekkert annað skiptir máli. Hinir skulu bara leigja sér vídeó. SIF Lægsta verð á Encyclopedia Britannica hingað til. Nú er dollarinn hagstæður til kaupa á Britannica 1990. 33 stór bindi - yfír 33000 blaðsíður - mikill fjöldi litmynda 1989 útgáfan kostaði kr. 95.000,- Við bjóðum þér 1990 útgáfuna í vönduðu, brúnu bandi á aðeins kr. 69.000,- gegn staðgreiðslu, eða á kr. 77.000,- með afborgunum. Þetta einstaka tilboð gildir meðan núverandi birgðir endast. BÓWU8 STEINARS BERGSTAÐASTRÆTI7, SÍMI 12030.0PIÐ 1-6 eh. Föstudagur 28.september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.