Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 26
Blúsgrtarkonart Bonráe
fær uppreisn æru
i
Þrátt fyrir látlaust ströggl
kemur frægöin seint hjá sumum
og hjá öðrum lætur hún aldrei á
sér kræla. Bonnie Raitt hefur ver-
ið viðloðandi tcmlistarheiminn
síðan árið 1970 og gefið út einar
níu eða tíu plötur. Allan þennan
tíma hefur hún notið mikillar
virðingar annarra tónlistarmanna
og plötur hennar hafa hver um sig
selst i nokkur hundruð þúsundum
eintaka. I hvert sinn sem plata
kom út allt frá fyrstu plötunni
„Bonnie Raitt“ árið 1971, hafa
gagnrýnendur sagt að nú hljóti að
vera komið að því að slá í gegn,
en allt hefur komið fyrir ekki.
Það er margt sem gerir Raitt
og feril hennar merkilegan. Hún
er fædd í Los Angeles árið 1949
og er því 41 árs. Hún byrjaði tólf
ára gömul að fondra við gítarinn,
hljóðfæri sem fáar stelpur endast
til að ná árangri með, og endaði
sem einn merkasti núlifandi ,;sli-
de“ gítarist Bandaríkjanna. Arið
1969 var Raitt farin að spila þjóð-
lagatónlist, rokk og blús á klúbb-
um og þá má segja að tuttugu ára
ferðalag um Bandaríkin þver og
endilög hafi hafist en á ferli sín-
um hefúr hún spilað með mörgum
forvitnilegustu blúsurum vestan-
hafs. A síðustu tuttugu árum hef-
ur hún líka oft hitað upp fyrir
frægustu rokkara og blúsara tón-
listarheimsins, eins og til dæmis
Eric Clapton.
En eftir tólf ára samning við
Wamer Brothers gafst fyrirtækið
upp á Raitt og sparkaði þessari
gítarkonu sem svo oft var næstum
því búin að slá í gegn. Ástæðum-
ar fyrir lánleysi Raitt að þessu
leyti era sjálfsagt margar. Ekki er
þó ólíklegt að sú staðreynd að hún
semur lítið af lögum sjálf, hafi
haft mikil áhrif á sölu platna
hennar. Það er heldur ekki ólík-
legt að barátta hennar fyrir rétt-
indum kvenna hafi eitthvað trafl-
að bandaríska hljómplötukaup-
endur.
Eins og í góðum ævintýrum
kom síðan að því að lukkuhjólið
fór að snúast Raitt í hag. Eftir að
Bonnie Raitt á hljómsveitarkistu sem hún hefurflogið á um Bandarfkin f tuttugu ár.
hafa verið í sex ár án hljómplötu-
samnings, tók Capitol hana upp á
sína arma og fyrsta plata Raitt
síðan 1983, „Nick of Time“, kom
út í fyrra. Raitt á sjálf aðeins tvö
lög á plötunni, titillagið og lag
sem ber þann viðeigandi titil,
„The Road is my Middle Name.“
Fyrir þessa plötu fékk Bonnie Ra-
itt hvorki flsiri né færri en fem
Grammy-verðlaun. Titillag plöt-
unnar, „Nick of Time“, gerði það
gott á vinsældalistum í Bandaríkj-
unum og platan seldist í miljón-
um eintaka. Þessi fjórfaldi heiður
kom Raitt sjálffi vægast sagt á
óvart og að eigin sögn varð hún
að breyta öllum sínum áætlunum.
Hún hafði fyrirhugað að hefja
upptökur nýrrar plötu í júní síðast
liðnum, en því var frestað ffam á
haustið til að fylgja eftir
Grammy-verðlaununum.
En heiður Raitt við síðustu
Grammy-verðlaunaafhendingu
var meiri. Hún hafði sungið blús-
dúett með gömlum vini sínum,
John Lee Hooker, á endurkomu-
plötu hans „The Healer“ og fyrir
það lag fengu þau sameiginlega
Vehiet Underground
íkortér
Ein umdeildasta hljómsveit
rokksögunnar, Velvet Undergro-
und, reis upp úr gröf sinni
snemma sumars, eftir 15 ár undir
grænni torfu. Vegna deilna um
höfundarrétt hafa þau Lou Reed,
John Cale, Maureen Tucker og
Sterling Morrison varla talast við
eftir að þau slitu samvistunum. En
þeim og mörgum öðrum að óvör-
um hittust þau öll við minningar-
athöfn um Andy Warhol í París í
júnímánuði. Nokkrum dögum áð-
ur hafði Lou Reed gefið út þá yf-
irlýsingu á blaðamannafundi, að
Velvet Underground myndi aldrei
aftur koma fram sem hljómsveit.
Eftir að fjórmenningamir hittust
var ekki víst fram eftir kvöldi,
hvort þau myndu grípa í hljóðfær-
in. Þau létu engu að síður til leið-
ast og tóku 15 mínútna útsetningu
af „Heroin“. Það fylgir ekki sög-
unni hvort framhald verður á
samspilinu.
Verögikfi Hencfeix
misskilið
Hann var heldur betur dýr
misskilningurinn sem ítali nokkur
lenti í fyrir skömmu. Vinurinn tók
þátt í að bjóða í Fender Stratocast-
er gítar á uppboði hjá Sotheby’s í
London, en gítarinn átti Jim
Hendrix forðum. Italinn kom
boðum sínum áleiðis í gegnum
síma. Að lokum fór svo að enginn
bauð betur en hann, 180 þúsund
pund eða 18 miljónir íslenskra
króna. Eitthvað hefur hann víst
raglast í líram og pundum þvi
sögur herma að hann hafi gránað
duglega í andlitinu þegar hann
gerði sér grein fyrir því að gítar-
inn kostaði ekki 18 þúsund pund
eins og hann héit, sem samsvarar
1,8 miljónum króna. Heimildir
herma ekki hvort hann átti fyrir
gripnum að lokum.
Smáskrfusafn
TheFall
Manchester-grúppan The Fall
á sér örfáa en þó nokkuð góða að-
dáendur á íslandi. Snemma í þess-
um mánuði var gefin út safnplata
með lögum hljómsveitarinnar og
Grammy-verðlaun, þannig að Ra-
itt var verðlaunuð fimm sinnum.
Við afhendinguna sagði hún: „Ef
einhver hefði sagt við mig fyrir
rúmu ári að ég ætti eftir að fá
Grammy-verðlaun fyrir „Nick of
Time“ hefði ég sagt, auðvitað og
Berlínarmúrinn fellur á næsta
ári.“
Á þeim sex árum sem Raitt
var samningslaus, skildi hún við
mann sinn og hætti að drekka
áfenga drykki, sem hún hafði gert
heldur ótæpilega i langan tíma.
Hún þakkar þessari ákvörðun að
nokkru leyti velgengni sína og
fjallar um hana í laginu „Nick of
Time.“ Þetta titillag plötunnar
sker sig nokkuð úr öðram lögum
plötunnar. Þetta er þægilegur
þjóðlagablandaður blús og raunar
eitt þeirra laga sem mér finnst
best á plötunni.
Það er alltaf hætt við því, þeg-
ar lög eru tekin eftir marga og
ólíka höfúnda, að plata verði
sundurlaus. „Nick of Time“ er
ekki alveg laus við þetta. Platan
er þó ffekar tvískipt en margskipt
þannig að Raitt sleppur fyrir hom.
Mig langar að nefna nokkur lög
til sögunnar. „Nobody’s Girl“ eft-
ir Larry John McNally er til dæm-
is ljúft lag um sjálfstæða stelpu
sem kærir sig ekki um að láta aðra
segja sér til vegar. Kassagítarinn
og öguð rödd Raitt mynda góðan
samhljóm og lagið er bæði laust
við væmni og kvennabaráttukli-
sjur. Næsta lag þar á eftir, „Heave
A Heart“ eftir Bonnie Hayes, er í
svipuðum dúr, nema þar sleppir
Raitt gítamum algerlega. Bonnie
Raitt endar plötuna síðan á lagi
sínu „The Road is my Middle
Name,“ hefðbundnum blús þar
sem hún sýnir svo ekki verður um
villst, að hún er rúmlega liðtækur
blúsgítaristi.
Þessi bandaríska gítarkona
hefúr ekki hljómað í mörgum
hljómtækjum á Islandi. Þeir sem
hafa aðeins kynnst henni á „Nick
of Time“ geta hins vegar náð sér í
saínplötu sem Wamer Brothers
hafa gefið út og nær yfir allan
hennar ferli. Platan sú heitir
ósköp einfaldlega „Bonnie Raitt
Collection“. í þessu safni er að
finna marga mjög skemmtilega
hráa blúsa og marga hveija mun
blárri en em á „Nick of Time“.
-hmp
heitir sú „458489“. Platan hefúr
að geyma 17 lög sem komu út á
smáskífúm á ámnum 1984 -
1989.
Inspiral Carpets
Enn ein Manchester-grúppan
sem hefúr notið vaxandi vinsælda
sendi ffá sér sína fyrstu breiðskífú
í sumar. Nú era drengimir ný-
komnir úr hljóðveri þar sem þeir
tóku upp efni á nýja smáskífu sem
er væntanleg í næsta mánuði.
Fágættefhi
Aðdáendur þeirrar ágætu
hljómsveitar Decon Blue ættu að
gleðjast við þessa ffétt. Hljóm-
sveitin ætlar að senda ffá sér í
næsta mánuði tvöfalda skifú sem
hefúr að geyma lög sem áður voru
gefin út á B-hlið smáskífa og ann-
að fágætt efni sem gefið var út í
takmörkuðu upplagi. Hljómsveit-
in verður einnig með tónleika á
Wembley um svipað leyti og plat-
an kemur út. -hmp
26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990