Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 10
Nýtt Helgarblað birtir hér kafla úr splunkunýrri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Rauðir dagar, sem vœntanleg er frá Almenna bókafélaginu innan skamms. Eins og lesendur sjá, er hér fjallað á frjálslegan hátt um blómaskeið Fylkingarinnar á 8. áratugnum. Rauðir dagar Furðulegum fregnum rigndi yfir borg- ina. Hver hafði málað trén í Hljómskála- garðinum rauð, klætt styttuna af þjóðskáld- inu í kjölfot, letrað klúryrði á kirkjudyr og reist ríkisstjóminni níðstöng með galdra- stöfum? Af og til sprungu plastpokar fullir af svínsblóði við útidyr erlendra sendiráða og einn dag upplýstist að miklar birgðir af sprengiefni væru horfnar úr verkfæra- geymslum og vinnuskúrum. „Hér býr djöfull borgaranna“ stóð letr- að á eina stærstu kirkjuhurðina í borginni og óprúttnir náungar höfðu laumast inn i braggana við Kirkjusand og skreytt alla strætisvagnana vígorðum. Ragnhildur sá fregnir í dagblöðum og heyrði sögur á skotspónum en sjálf varð hún einskis vör. Það var engu líkara en næturhúmið gleypti öll atvik og skolaði þeim mannauðum út í birtuna. Þannig vissi enginn hver hafði hlaðið götuvígið sem íbúar við litla og fáfama götu sáu einn morgun, þegar þeir vöknuðu, að stóð við annað götuhomið. Gamalt fólk greip óttaslegið fyrir hjart- að og hætti sér ekki út fyrr en lögreglan var búin að senda þrjá sprengjusérfræðinga á vettvang ásamt sporhundum sem snuðruðu um nágrennið. Götuvígið bara stóð þama, hlaðið úr framhliðum þriggja vinnuskúra, ónýtum ís- skápum, gömlum eldavélum, ryðguðum bílliræjum og dekkjum undan dráttarvélum og þó að það væri rannsakað hátt og lágt fannst ekkert sem gaf tilefni þess til kynna, engin prentuð yfirlýsing, enginn fáni, ekki neitt. Kannski flaug fugl yfir eða köttur gekk hjá, en enginn hafði sést á ferli og ekkert heyrst og vígi ekki verið hlaðið i þessari borg síðan í langa verkfallinu meira en ára- tug áður þegar forseti Alþýðusambandsins hótaði að skera á raflínumar. En hvað sem því leið var þetta msl. Það lá beinast við að fá hreinsunardeildinni málið í hendur. Enginn gat ætlast til að ibú- ar þessarar litlu og fáfomu götu þyrftu að horfa upp á þennan bing, jafn tilgangslaus og hann var. Samt hikuðu yfirmenn lögreglunnar fram eftir degi. Töldu þeir nauðsynlegt að hafa samband við ábyrga aðila, svo sem vegamálastjóra, þjóðminjavörð og ekki síst forTáðamenn listasafna, áður en götuvígið yrði fært burt. Fyrr um sumarið höfðu nokkrir óbreytt- ir lögregluþjónar tekið sig til og skikkað hreinsunardeildina til að fjarlægja fúið spýtnadrasl sem lá í hrúgu við gangstétt á Bergþórugötunni. Oskubíllinn hafði komið bmnandi og öskukarlamir tekið hrúguna, hent henni á sturtupallinn og híft: en þegar búið var að sturta hrúgunni á haugana kom í ljós að hér var á ferðinni myndlistarsýning sem ferð- ast hafði land úr landi. Háfieygar raddir tóku til máls. Lögregl- an var sökuð um svívirðilegt ntenningar- leysi og gat átt von á að þurfa að greiða himinháar skaðabætur því eigandi spýtna- hrúgunnar var enginn aukvisi í listaheimin- um. En iögregluþjónamir sem pöntuðu öskukarlana á staðinn voru hinir kotroskn- ustu og vísuðu öllum ásökunum á bug, sögðu einfaldlega að ef þetta væri myndlist mundu þeir aldrei framar geta gómað inn- brotsþjóf á staðnum nema þeir fullvissuðu sig fýrst um að sá hinn sami væri ekki að leika í kvikmynd. Þó að úr þessu yrði hið mesta spaug og Iögregluþjónamir nytu stuðnings fjöl- margra bréfdálkaritara voru það engu að síður slík vandræði sem yfirmenn lögregl- unnar vildu fyrir alla muni forðast. En þegar enginn ábyrgur aðili né nokk- ur annar gerði tilkall til götuvígisins var það um miðjan dag fjarlægt og menn von- uðu að þar með væri þetta mál úr sögunni, sem það auðvitað var ekki, því næsta morg- un var götuvígið komið afiur, að vísu ekki við sama götuhom, heldur annars staðar í borginni og þannig flakkaði það á milli götuhoma. En hveijir stóðu á bak við þetta? Var hugsaniegt að einhverjir af öllum undarlegu sérstrúarsöfnuðunum, sem nú héldu til í borginni, ættu þar hlut að máli? Samtökin í Rauða húsinu þóttu samt líklegust til brambolts af þessu tagi eða jafnvel ungu myndlistarmennimir sem römmuðu inn rúgbrauð og hengdu upp sem málverk, fýlltu sultukrukkur af spakmæl- um, klæddu öskutunnur í jakkaföt og gáfu út digurbarkalegar yfirlýsingar. bömunum og reyndi að taka af þeim leik- föngin og setja þau aftur í hillumar. Þá æstust bömin því þau trúðu á jóla- sveininn og tóku margfalt meira mark á honum en afgreiðslufólkinu. I fimm versl- anir kom lögreglan, handtók jólasveina og færði þá burt í jámum. Sá fýrsti sem kallaður var til yfir- heyrslu var Gunnlaugur sterki. Að henni lokinni var hann hnepptur í stutt gæslu- varðhald vegna gmnsemda um aðild að ýmsu því sem að ofan er nefht. Ahugi lögreglunnar beindist ekki síður að sprengiefninu sem horfið var úr verk- færageymslum og vinnuskúrum og gat ver- eða fuglahræða, enda hugkvæmdist lög- reglunni ekki að leita í tréskúmum sem í hennar augum var aðeins gamall fúahjallur síðan á dögum fatahreinsunarinnar sem starfrækt var löngu áður en Rauða húsið varð rautt. Þegar Gunnlaugi sterka var sleppt úr haldi bámst böndin einna helst að Guðrúnu myndlistarkonu. Ekki nóg með að hún til- heyrði Samtökunum í Rauða húsinu og væri álitin lagskona Magnúsar miðstjómar- manns, sem elskaði hana út af lífinu, held- ur tengdist hún líka ungu myndlistarmönn- unum. Það var Guðrún sem fór fýrir hópnum er lagði undir sig sjónvarpsstöð hersins, hrakti lafhræddan fréttamanninn úr stóln- um og las upp yfirlýsingu, en á listasviðinu vakti Guðrún fýrst vemlega athygli þegar hún, ásamt fleimm, hélt myndlistarsýningu í Hljómskálagarðinum. Verk hennar á sýningunni var eldgöm- ul þvottavél, sem stóð einsog hún kom af kúnni, nema hvað að Guðrún hafði teiknað æðahnúta á fætur hennar, enda var það ekki sjálft verkið sem kom nafni hennar á varir landsmanna heldur sú upphæð sem hún vildi fá fýrir það: fimm milljónir króna. Um tíma flaug sú saga um borgina að moldríkur Japani hefði keypt verkið á staðnum. Guðrún fékk skrifleg bónorð, heillaóskaskeyti og konfektkassa en bæði kvenfélög og bréfdálkahöfundar, meðal annarra frægur frístundamálari, létu í ljós vanþóknun sína á því að þvottavélin væri með þessum hætti höfð að háði og spotti og listinni sýnd vanvirða. Ekki svo að skilja að lögreglan tryði því að Guðrún gengi um á nætumar og hlæði götuvígi, en hún gat mjög auðveldlega ver- ið heilinn á bak við slíkar aðgerðir, ekki að- eins í samkrulli við Samtökin í Rauða hús- inu eða ungu myndlistarmennina. Hún þekkti líka unga sálfræðinginn sem stundum kom fram í sjónvarpinu og sat ofi með krosslagða fætur út í glugga á gömlu bámjámshúsi í miðbænum, en þeir vom til sem héldu unga sálfræðinginn vera í sambandi við framandi vemr úti í geimn- um og trúðu því að hann gæti flutt til hluti með hugarorku. Hann stóð fýrir fjölsóttum slökunar- námskeiðum og boðaði nýjan anda í þjóð- félaginu, hafði skrifað greinar um frjálsar ástir í dagblöðin og átti lengi í ritdeilu við háaldrað tónskáld. Aðgerðir einsog taka sjónvarpsstöðvar- innar, svo og dreifibréfin sem smyglað var inn á herstöðina um hveija helgi, flokkuð- ust undir verklegar aðgerðir þar sem dvöl bandaríska hersins á Miðnesheiði var mót- mælt með áþreifanlegum hætti. Guðrún hafði varpað fram ýmsum hug- myndum sem Magnús miðstjómarmaður, Jón veðurfræðingur og Gunnlaugur sterki vom að velta fyrir sér ásamt Haraldi gjald- kera og Óla kýrhaus, en þeim hafði enn ekki verið hmndið í framkvæmd og yfir þeim hvíldi mikil Ieynd. Ætlunin var að vinna spjöll á mann- virkjum í eigu hersins og beindu menn helst sjónum sínum að gömlu herskála- hverfi, skammt fyrir utan borgina, sem ekki var lengur notað nema til tómstunda og íþróttaiðkana fýrir hermenn. I einum af skálunum var samkomusalur og bar og í grenndinni skutu hermennimir fugla og höfðu aðgang að tveim veiðivötn- um. Þar æfðu þeir einnig hjólreiðar og tor- fæmakstur. Annars gnifði myrkrið yfir staðnum og oftast nær var þar enginn. En þegar lögreglan hugðist hafa tal af Guðrúnu varðandi götuv'gið og önnur mál, greip hún í tómt: Guðrún var horfin af land- inu, ekki á flótta undan lögreglunni heldur til að upplifa hinn stóra heim þar sem hlut- imir gerast í hita og sól, undir fánum og hrópum. Eftir sátu málin, dönsuðu eir.sog andar á borðum og spunnu grillur, fúrðulegri en flest annað. Bókarkafli eftir Einar Má Guðmundsson Efstir á blaði hjá yfirvöldum vom því að sjálfsögðu þeir Jón veðurfræðingur og Gunnlaugur sterki eða einhverjir sam- verkamenn þeirra úr Samtökunum í Rauða húsinu, Guðrún myndlistarkona, Linda B. Jónsdóttir, kölluð Lyndon B. Johnson manna í millum í Samtökunum, Haraldur gjaldkeri, Magnús miðstjómarmaður, Óli kýrhaus eða Eiríkur rauði sem nefhdur var hugmyndafræðingur Samtakanna en haföi sig lítið í frammi nema með greinaskrifúm í Roðann, málgagn Samtakanna, auk þess sem hann hélt stundum ræður. Fyrir utan fjármálavit sitt þótti Harald- ur gjaldkeri liðtækur kassagítarleikari, var rómað kvennagull og auk þess að stunda nám við Leiklistarskólann fékkst hann við reiðhjólaviðgerðir, dyravörslu, húsamálun, trésmíðar og grasalækningar. Sakir tengsla sinna við Leiklistarskól- ann hafði Haraldur tvívegis útvegað Sam- tökunum löreglubúninga, tvö sett í hvort skipti, og fyrir ein jólin birtist hann með kynstrin öll af jólasveinabúningum á skrif- stofu þeirra. Öðmm lögreglubúningnum klæddist hann sjálfur en hinn, sem hentaði hávöxn- um lögregluþjóni, passaði nákvæmlega á Jón veðurfræðing. Haraldur og Jón ferðuðust á milli bamaskólanna í borginni og spjölluðu við bömin um ranglætið í þjóðfélaginu og þrátt fyrir ótal fýrirspumir frá foreldum sem heyrðu böm sín hafa furðulegar kenningar eftir lögreglunni, komst aldrei upp hverjir þessir dularfúllu lögregluþjónar vom. Þegar Haraldur birtist með jólasveina- búningana á skrifstofu Samtakanna var afl- ur á móti hringt í kaupmenn og þeim boðn- ir jólasveinar til að skemmta bömunum í verslunum þeirra og búðum. Kaupmennimir þáðu boðið með þökk- um og vom hinir ánægðustu þegar jóla- sveinamir mættu á staðinn og það var ekki fyrr en þeir vom allt í einu famir að Qar- lægja leikföng úr hillum og gefa þau böm- unum að gleðisvipurinn rann af andlitum kaupmanna og gamanið varð grátt. Fyrst reyndu kaupmennimir að stöðva jólasveinana en án árangurs. Kom þá víða til handalögmála á milli kaupmanna og jólasveina en afgreiðslufólkið réðst að ið mun alvarlegra mál en götuvígið sem jafnvel var af yfimáttúrlegum toga. Fáir fyrir utan herstöðina höföu jafn mikinn áhuga á sprengjum og meðlimir Samtakanna í Rauða húsinu. Magnús mið- stjómarmaður þekkti efnafræðilega hlið þeirra mála og Guðrún myndlistarkona átti bók sem var full af leiðbeiningum um hvemig hægt var að setja saman sprengjur. Samt haföi ekkert spmngið í eða við Rauða húsið nema einn bruggkútur sem Jón veðurfræðingur og Gunnlaugur sterki geymdu í gömlum tréskúr á bak við það og haföi kúturinn verið endumýjaður. Sprengingin í tréskúmum varð líka til þess að skúrinn var allur tekinn í gegn. Þrír róttækir iðnnemar hentu út úr honum öllu drasli og smíðuðu í hann hillur eflir teikn- ingum ffá Gunnlaugi sterka sem stundum vann við húsasmiðar. Skúrinn varð fýrirtaks geymslustaður, ekki aðeins undir mótmælaspjöld, borða og risastórt útilegutjald sem Samtökin áttu, heldur mátti einnig geyma þar eggjabakka, málningu og aðra hluti sem tengdust barátt- unni gegn þjóðfélaginu, svo sem níðstangir með galdrastöfúm, fúglahræðu í svörtum kjólfötum og fleira. A meðan Gunnlaugur sterki var stöðugt yfirheyrður slapp Jón veðurfræðingur við allar málalengingar, enda sat hann ráð- stefnu norrænna veðurfræðinga í Kaup- mannahöfn dagana þegar götuvígið lék lausum hala og rambaði um borgina. A ráðstefnunni hélt Jón erindi um rann- sóknir sínar sem voru liður í doktorsverk- efni hans, sem styrkt var af ótal erlendum vísindastofnunum og tengdust einnig starfi hans hjá Veðurstofunni. Svarta taskan sem Jón veðurfræðingur gekk jafnan með og tók jafnvel með sér á bari, innihélt ekki aðeins pappíra og skjöl frá Samtökunum heldur einnig öll gögn varðandi doktorsverkefnið. Gunnlaugur sterki neitaði staðfastlega öllu sem á hann var borið. Götuvígið fannst honum jafn dularfullt og lögreglunni og hann vildi hvorki kannast við sprengiefnið né önnur mál og við húsleit í Rauða húsinu fannst ekki neitt. Ekki einu sinni mótmælaspjöld og borðar, eggjabakkar og málning, níðstangir 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.