Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 26
Hljómsveitin Rosebud hefur ekki náð hlustum margra á Is- landi þau tvö ár sem hún hef- ur lifað. Engu að síöur sperrt- ust eyru fulltrúa útgáfufyrir- tækis í New York þegar hann heyrði lög hljómsveitarinnar sem meðlimir hennar höfðu sent honum á kasettu. f Rosebud eru fjórir ungir of- urhugar; Rúnar Gestsson sem syngur, Orri Jónsson trommuleikari, Dagur Kári Pétursson gítarleikari og Grímur Atlason bassaleikari. Dægurmálasíðan hitti þrjá þeirra að máli til að forvitnast um víking Rosebud í vestri. Rúnar segir hljómsveitina hafa farið í Stúdíó Bjartsýni í júlí í sumar og hljóðritað tíu, lög á átta klukkutímum, „demó“ eins og það er kallað á hljómsveitamáli. Rosebud sendi síðan nokkrum útgáfu- fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Bretlandi afraksturinn með bréfi þar sem þeir sögðust reiðubúnir til samstarfs. Það var ekki að sökum að spyrja, höfnunarbréfunum rigndi bók- staflega inn og fyrirtæki eins og 4AD hafði ekki einu sinni fyrir því að hlusta. Seinnipart sumars fór Orri til Bandaríkjanna með spúsu sinni. Þegar hann hringdi heim til Islands í félaga sinn Dag, komst hann að því að lítt þekkt útgáfufyrirtæki þar vestra, Circuit, hafði lagt inn skilaboð hjá Degi og vildi funda um Rosebud. Orri hélt síðan til fundar við Ernest nokkurn hjá Circuit í New York og eins og Öskubuska passaði í glerskóinn, virtist Rosebud passa inn í myndina hjá Circuit. „Þeir voru bókstaflega froðu- fellandi af hrifningu," segir Orri hlæjandi. En sétur svo upp alvörusvip og segir þá alla vega hafa verið mjög hrifna og vilja gefa út bæði smáskífu og breiðskífu með Rosebud. Síðan á fundinum í New York hafa hjólin snúist hratt. Þeir félagar fengu sendan samn- ing heim tii Islands og gerðu nokkrar tillögur um breytingar. Ævintýrablærinn á sög^nni fer ekkert minnkandi, vegna þess að útgáfufyrirtækið sam- þykkti þær allar. Og nú er það ákveöið að Circuit gefi út smáskífu með Rosebud í janúar og gult Ijós logar á breiðskífusamning. Rúnar segir hljómsveitina ráða öllu um útsetningar og umslag. Þeir hjá Circuit voru þó ekki ánægðir með nafnið á titillagi smáskífunnar, „Kill Ov- erdoser", þannig að því var Ijúfmannlega breytt í „Still". Ahuga Circuit á Rosebud skýrir Rúnar meðal annars með því að fyrirtækið sé ungt. Smáskífa Rosebud verður sú níunda sem Circuit gefur út. Þá virðist tónlistarmarkaður- inn vera að opnast, að mati Rúnars. Orri segir velgengni Sykur- molanna ekkert hafa að segja i þeirra tilviki, þar sem Ernest, sá sem mestu ræður í sam- bandi við útgáfu Rosebud, hati bókstaflega Sykurmol- ana. „Ég held að við eigum enga aðdáendur á íslandi," segir Rúnar. En Dagur segist hafa heyrt af aðdáendaklúbbi hljómsveitarinnar með hvorki fleiri né færri meðlimi en þrjá. „Annars held ég að það sé ekki mikill áhugi á okkar tón- list hér,“ segir Dagur og virðist ekki þjakaður af áhyggjum yfir þeirri staðreynd. En hvers konar tónlist er Rosebud að framleiða? Rúnar segir hljómsveitina reyna að forðast poppið en það gangi vægast sagt illa. „Við stöndum sjálfa okkur að því að spila popp,“ segir hann. Og Dagur segir aö jafn- vel grófustu rokklög verði að popplögum þegar í stúdíóið sé komið. Þegar þeir félagar eru spurðir hvort þeir sæki fyrirmyndir í þekktar hljóm- sveitir og tónlistarmenn, verð- ur nokkur þögn en síðan segir Orri Prince vera áhrifavald. Rúnar setur upp undrunarsvip og segist koma af fjöllum. Orri minnir hann á sviðsframkom- una og Rúnar játar í hálfkær- ingi að hann breytist í Prince þegar eldvatnið sé annars vegar. Að mati Dags er hljóm- sveitin hins vegar undir áhrif- um frá hellingi af grúppum, en hún vilji bara ekki viðurkenna það. Orri bætir því síðan við að bandarískar hljómsveitir hafi meiri áhrif á Rosebud en breskar. Þegar áhugi íslendinga á Rosebud passaöi í glerskóinn framsæknum rokksveitum er eins lítill og raun ber vitni, hvernig nenna menn þessu þá? Orri segist ekki hafa hugmynd um það. Rúnar segir að það sé bara svona gaman að spila og Orri játar að ef til vill leynist að baki vonin um að vekja athygli. Þeir félagar eru líka sammála um að útvarps- stöðvarnar mættu allar standa sig miklu betur í að kynna framsækna tónlist. Sjálfir segjast þeir hlusta á allan skrattann, þótt ekki séu þeir alltaf sammála. Þegar kemur að gömlu deildinni virðast þeir þó sammála um að hlusta megi á Velvet Underground, Rolling Stones og The Beat- les. Strákarnir í Rosebud eru hins vegar ekki mjög hrifnir af þeirri bylgju sem á rætur sínar í Manchester og á töluverðum vinsældum að fagna í Bret- landi um þessar mundir, þar sem hljómsveitirnar Stone Roses og Happy Mondays fara í broddi fylkingar. „Við er- um eins langt frá Manchester og hægt er,“ segja þeir nán- ast í einum kór. Rúnar segir þó margt ágætt koma frá Happy Mondays og Stone Roses ög fær illt augnaráð fé- laga sinna og hneykslisstunur að launum. „Djöfullinn sjálfur," segir Orri. Og eins og til að friða félaga sinn, tekur Rúnar undir það með honum að í Manchester grúppunum séu bara dópistar að vinna fyrir dópinu sínu. Dagur segir það hallærislegt þegar dópið sé orðið númer eitt. En vímuefn- ið extacy er sjaldan langt undan þegar Manchester grúppurnar eru annars vegar. Framtíðarmarkmið hljómsveit- arinnar eru ekki flókin. Þeir stefna einfaldlega að því að Dagur, Orri og Rúnar hafa það á stefnuskrá sinni að láta sér líða vel í framtíðinni. Það sama gildir um Grím sem var fjarri góðu gamni þegar Jim Smart tók þessa mynd. ar það, eins og hann ætti að vera kominn þaðan fyrir löngu, og Orri og Grímur vinna báðir á geðdeild Landspítalans. Hvað gerist í framtíðinni hjá Rosebud er óráðið. Orri segir velgengni smá- skífunnar ráða nokkru þar um. Engir tónleikar eru planaðir en þeir fé- lagar fullyrða að lokum að þeir eigi nóg efni. Á þrjár plötur frekar en eina. Spurningin er hvort aðdáendunum í aðdá- endaklúbbnum fjölgar um 100% við útkomu plöt- unnar, úr þremur I sex. Eftir að hafa heyrt í Rosebud á tónleikum kæmi það dægurmála- síðunni ekki á óvart og finnst ekki ólíklegt að fjölgunin verði jafnvel enn meiri. -hmp láta sér líða sem best. Þeir vilja sem minnst um aðrar íslenskar hljómsveitir segja. Degi finnst margar þeirra fá minni athygli en þær eigi skilið og Rúnar segist ekki kaupa plötur, þær séu svo dýrar, og síðan kosti hið Ijúfa líf sitt. Þegar hann er ekki að spila með Rosebud og ekki upptekinn við Ijúfa lífið, vinnur hann sem meðferðarfulltrúi. Dagur er enn í menntaskóla og virðist hálf skömmustulegur þegar hann ját-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.