Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 23
Fyrir og eftir
syndafallið
Listasafn Reykjavíkur,
Kjarvalsstaðir:
Skúlptúrar Brynhildar
Þorgeirsdóttur /Inua,
andleg veröld eskimóa
í Alaska.
Ekki veit ég hvort það er til-
viljun að Kjarvalsstaðir sýna nú
saman skúlptúra eftir Brynhildi
Þorgeirsdóttur og listiðnað inúíta
frá ströndum Beringshafsins í Al-
aska. En sé ekki um tilviljun að
ræða, þá er það vel til fúndið, því
sýningamar bæta hvor aðra upp
með ýmsu móti og gefa tilefni til
ögrandi samanburðar.
Sýningin frá Smithsoni-
an-stofnuninni í Washington gef-
ur okkur heillandi innsýn í menn-
ingarheim þeirra samfélaga, sem
bresk-ceylonski listfræðingurinn
Ananda K. Coomaraswamy
(1877-1947) kallaði hefðbundin,
til aðgreiningar frá hinu sundur-
virka samfélagi nútímans sem
Coomaraswamy segir að hafi haf-
ist með falli lénsskipulagsins og
eftir dauða Leonardos da Vincis.
Coomaraswamy var einhver
snjallasti fræðimaður um mið-
aldalist og menningarheim Aust-
urlanda sem um getur, og átti á
sínum tíma mikinn þátt í að opna
austurlenskan menningarheim
fyrir Vesturlandabúum, en hann
starfaði lengst af sem yfirmaður
austurlandadeildar Listasafnsins í
Boston. í ritgerð ffá árinu 1939,
sem hann kallaði „Hinn ffurn-
stæði hugarheimur", gerir hann
nokkra grein fýrir helstu einkenn-
um hins hefðbundna samfélags,
sem einnig á vel við samfélag
inúíta.
I fyrsta lagi, segir Coomaras-
wamy, er það einkenni þessara
samfélaga að hugmyndimar eiga
sér samfélagslegt birtingarform
gagnstætt því persónubundna,
sem einkennir siðmenningu sam-
tímans. 1 hinu hefðbundna samfé-
lagi er persónuleg eign á hug-
myndum óhugsandi og staðfest-
ing sannleikans óijúfanlega
bundin guðdómlegum vísdómi,
sem er sameign samfélagsins.
Myndlist og sagnalist þessa sam-
félags fjallar ekki um einstak-
lingsbundnar persónur heldur
manngerðir sem hægt er að end-
urgera í ólíku formi, á meðan eft-
irlíking einstaklingsbundinnar
persónu verður aldrei annað en
eftirherma.
Annað megineinkenni hins
hefðbundna samfélags og hins
„frumstæða hugarheims" er það
sem hann kallar „dulræna innlif-
un eða þátttöku“. Hlutur er ekki
bara það sem hann sýnist, heldur
líka það sem hann stendur fyrir.
Hlutir og fyrirbæri (manngerð
eða náttúruleg) eru ekki gerð að
tilfallandi táknmyndum æðri
veruleika eins og okkur er tamt að
líta á, heldur eru fyrirbærin sjálft
birtingarform þessa veruleika.
„Öminn eða ljónið, svo dæmi séu
tekin, eru ekki tákn eða ímynd
sólarinnar, heldur em þau sólin
með táknrænum hætti...á sama
hátt og sérhvert hús er alheimur-
inn og sérhvert fómaraltari er
staðsett í miðju alheimsins...Upp-
mni dýratótemsins er því ekki
fjarstæðukenndur eins og mann-
fræðingunum er tamt að halda,
heldur má rekja hann til sólarinn-
ar, frumfoður allra, í þeirri mynd
sem hann birtist stofnanda ætt-
bálksins í draumi eða sýn. Sama
hugsun liggur á bak við altaris-
gönguna: Frumfaðirinn fómar sér
og afkomendur hans taka þátt í
fóminni í gegnum hold hins heil-
aga dýrs: „Þetta er minn líkami,
takið og etið“.
Og Coomaraswamy vitnar
áfram í franska mannfræðinginn
Lévy-Bmhl, sem segir að slík
tákn séu oft ekki gerð í þeim meg-
intilgangi að gera viðfang sitt sjá-
anlegt, heldur til þess að gera inn-
lifunina eða þátttökuna mögu-
lega. Táknin em því í bókstaflegri
merkingu staðgenglar ósýnilegra
vera eða fyrirbæra, og það er því
ekkert skilyrði að þau séu bein
sýnileg eftirlíking á sama hátt og
venjuleg portrettmynd, svo dæmi
sé tekið. Og síðan heldur Coomo-
roswamy áfram: „Tilgangur hinn-
ar frumstæðu listar skýrir hið
abstrakta eðli hennar, sem á ekk-
ert skylt við fagurfræðileg eða
skreytileg markmið „listamanns"
nútímans, sem einungis skilur
hina fomu myndlist sem merk-
ingarlaus „listræn form“. Við,
hinir siðmenntuðu menn, höfum
glatað þeirri Paradís sem felst í
frummynd sálarinnar (Urbildse-
ele). Við lifúm ekki lengur meðal
þeirra mynda sem við skópum hið
innra með okkur: við erum orðnir
einfaldir áhorfendur sem skoða
fyrirbærin utanfrá."
Af þessu má vera ljóst að
Coomaraswamy gaf ekki mikið
fyrir myndlist eða siðmenningu
samtímans. Enda vitnaði hann
gjaman í John Lodge: „Frá stein-
öld til dagsins í dag, hvílík hnign-
un!“ Og syndafallið varð, segir
Coomaraswamy, þegar maðurinn
hætti að geta lifað líílnu í allri
sinni stærð og heild, þegar hann
hætti að vera frumspekileg vera,
en fór að leggja stund á heimspeki
og vísindi og „listir" í staðinn.
Samkvæmt túlkun Coomaras-
wamy höfúm við sem skoðum
inúítasýninguna á Kjarvalsstöð-
um takmarkaða möguleika til að
skilja það sem þar er að sjá. Okk-
ur skortir þá mikilvægu forsendu
sem er hin metafysíska eða frum-
spekilega innlifun og þátttaka.
En þá er rétt að spyija: hvem-
ig hefðu inúítamir skilið sýningu
Brynhildar Þorgeirsdóttur?
Coomaraswamy hefði sjálf-
sagt sagt okkur að þeir hefðu ekki
skilið hana með neinu móti, því
þar væri í rauninni ekkert að
skilja. Því myndlist nútímans
hefði í raun losað sig við allan til-
gang og þar með skilning og eftir
stæði tilfínningasemin nakin og
ómenguð: hreinræktuð estetík.
Því gagnvart hinum metafýsíska
manni er listaverkið óskiljanlegt
nema í tengslum við áþreifanleg-
an tilgang. Annað hvort er það
helgimynd eða verkfæri/nytja-
hlutur. Og listrænt gildi hlutarins
fer eftir því hversu vel helgi-
myndin eða nytjahluturinn þjónar
sínum tilgangi.
Vel gerður hlutur og sannleik-
anum samkvæmur er hlutur sem
gegnir sínu hlutverki fúllkomlega
og er í formi sínu eða omamenti
samofmn trúarlegum hugmynda-
heimi samfélagsins.
Okkar samfélag á sér ekki
slika sameiginlega trúarvitund.
Jafnvel lútherska kirkjan hefur af-
neitað því að oblátan sé í raun og
vem hold Krists, eins og kaþól-
ikkamir þó segja. Hún er þara
frauð, segja prestamir, en við
skulum í þykjustunni reyna að
ímynda okkur að hún sé líkami
Krists.
Sú innsýn sem Coomaras-
wamy veitir í list fomaldar og
miðalda er vissulega opinbemn
fyrir þá sem kynna sér hana, en
hafði hann rétt fyrir sér um þann
glötunarveg sem mannkynið
Gríma hins illa anda „tunghak“, sem andamaðurinn einn gat séð. Augun
tengjast fullum og vaxandi mána. Háriö sem stóð út úr munnopinu er
dottið af.
gekk inn á eftir síðara syndafall-
ið? Vissulega er gagnrýni hans á
vélmenningu samtímans sláandi,
þar sem hið fagra og hið nytsama
hefur verið aðskilið og möguleik-
ar mannsins til alhliða þroska og
altækrar upplifunar takmarkaðir,
en fordæming hans á myndlist
samtímans þarf ekki að standast
fyrir því. 1 þessu sambandi er
fróðlegt að heyra hvað Theodor
W. Adomo segir:
„Sú skoðun sem vesturlanda-
menn og stalínistar hafa blásið út
í sameiningu, að nútímalist sé
óskiljanleg, er rétt ffá sjónarmiði
reynsluhyggjunnar. En hún er líka
röng, því hún meðhöndlar skynj-
unina sem óbreytanlega stærð og
horfir framhjá þeim áhrifum sem
óskiljanleg verk geta haft á vit-
undarlífið. I hinum skipulagða
heimi nútímans er eina mögulega
aðferðin til þess að tileinka sér
listina sú að leita þar sem hið
ósegjanlega er sagt og þar sem ok
hinnar firrtu eða hlutgerðu vit-
undar er þar með rofið.“ (Aesthet-
ic Theory, bls. 280)
Svo virðist sem Adomo telji
að sannleiksgildi listaverksins
verði sannreynt í þeim ffelsandi
krafti sem það kann að miðla. Og
þessi frelsandi kraftur tengist
þeim galdri sem á sér stað þegar
áður ósögð hugmynd eða tilfinn-
ing - hið ósegjanlega - tekur á sig
efnislegt form. Þegar inúítinn
efnisgerir anda selsins er hann
ekki að segja nýjan sannleika, því
fyrir honum er sannleikurinn einn
og óbreytanlegur og óháður tím-
anum. í nútímanum er listin háð
sögunni og samfélaginu, en hún
leitast jafnramt við að frelsa okk-
ur undan oki sögunnar og samfé-
lagsins. Sannleiksgildi hennar er
afstætt út frá sjónarhóli sögunnar
en verður hins vegar sannreynt í
þeirri einstaklingsbundnu upplif-
un sem víkkar sjálfsvitund okkar.
Þess vegna hafa umboðsmenn
valdsins jafnan litið listina hom-
auga. Sannleikur hennar hefúr
með frelsun mannsins að gera.
Hvemig tengjast þessar
vangaveltur svo skúlptúrverkum
Brynhildar Þorgeirsdóttur?
Ekki nema óbeint. Brynhildur
dregur upp úr hugarfylgsnum sin-
um kynjaverur og form og um-
Brynhildur Þorgeirsdóttir: „Bæjar-
fjall", 1990. 120x120x130 sm.
Steinsteypa, gler og sandur.
breytir þeim í sement og gler.
Sumar myndimar eru mjúkar og
ávalar eins og mótaðar af veðmn
höfúðskepnanna. Aðrar em loðn-
ar eða göddóttar, ógnvekjandi eða
lúmskt spaugilegar. Þegar best
tekst til em þær fúllkomlega
ómennskar og eins og til orðnar af
sjálfum sér, þar sem glerið virðist
hafa vaxið sjálft út úr sendinni
áferð steinsins. Eins og til dæmis
í myndinni Bæjarfjall. Auðvitað
er þetta blekking. Fjallið er holt
að innan, sandinum er stráð i se-
mentið og glerið er álímt. En
samt... Blekkingin, sjónhverfmg-
in er einfaldlega hluti af galdrin-
um. Galdrinum sem er í því fólg-
inn að binda saman anda og efni.
Samkvæmt goðsögninni
skapaði Guð heiminn úr orðinu
einu. Hann þurfti ekki að
óhreinka hendur sínar i glímunni
við efnið. Hann blés lífi í sköpun-
arverkið og gaf því merkingu.
Fyrir inúítanum er andagríman
ekki blekking. Hún er andinn
sjálfur manaður fram í efni trés-
ins. Hún veitti manninum aukið
vald yfir náttúruöflunum. Bæjar-
fjallið hennar Brynhildar veitir
ekki slíkt vald. En ef við getum
upplifað það í gegnum galdurinn,
að við sjálf séum slíkt fjall, þótt
ekki sé nema stundarkom, þá er-
um við reynslunni ríkari.
Reynslu, sem gæti komið að
gagni, reynslu sem gæfi okkur
nýjan heim að ferðast í. Hvemig
væri að prófa?
Ólafur Gíslason
Gljáin
Ný ljóðabók eftir
Baldur Oskarsson
Ut er komin hjá bókaforlaginu
Hringskuggar ný Ijóðabók eftir
Baldur Óskarsson. Bókin, sem er
99 blaðsíður, ber nafnið Gljáin eft-
ir einu ljóðanna, en þau em sam-
tals 75. Þetta er áttunda ljóðabók
Baldurs frá því að Svefneyjar
komu út árið 1966.
Ljóð Baldurs em lágmælt en
hnitmiðuð og einkennast af tæm
myndmáli og næmri tilfmningu
fyrir augnabliki líðandi stundar.
Ljóðið Hvíldardagur er gott dæmi
þess: __
Sumar stundir
liða ekki
Þær hvíla
eins og litafletir
hlið við hlið
Nú vef ég að mér
einum svona degi
Baldur Óskarsson /
Útkoma þessarar bókar ætti að
vera ljóðaunnendum fagnaðarefni.
-ólg.
Föstudagur 2. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23