Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 22
Ingunn Ásdísardóttir Fjarverandi landsfeður Það voru eldhúsdagsumræður á þingi um daginn, og við atkvæðin fengum að fylgjast með í gegnum blessaða ljósvalcamiðlana, Etnnvem veginn er allt öðruvísi að hlusta á þessar umræður nú, heldur en þegar maður var bam. Þá var þetta stórt mál, - öll fjölskyldan settist við út- varpið með andakt í svipnum og hlustaði með fúllkominm einbeit- ingu og áhuga á þau fræði, stjóm- málalegs, hetmspekilegs og gaman- sams eðlis, sem landsfeðumir höfðu ffam að færa. Einn og einn fjöl- skyldumeðlimur laumaði fram at- hugasemdum með eða á móti stöku þingmanni eða ráðherra og afi kveikti sér í vindli. Það kom meira að segja fyrir að það varð æsingur í stofunni heima þegar einhver bláber vitleysan (yfirleitt um landbúnaðar- málin) rann upp úr heimamönnum á alþingi. En í þann tíð fauk jaftivel í kviðlingum úr ræðustól á alþingi. Mér fannst þetta alltaf dálítið merkilegur atburður, en kannski hefur það aðallega verið andrúms- loftinu á heimilinu að þakka, fremur en viskunni og stjómkænskunni á alþingi. Eitt hvarfíaði þó aldrei að mér á þessum stundum fyrir framan útvarpið þegar ég var bam, og það var að verið gæti að alþingismenn hlustuðu ekki hverjir á aðra í eld- húsdagsumræðum, létu hreinlega ekki svo lítið að láta sjá sig í þing- sölum á þessum merku kvöldstund- um. En svo fullorðnast maður og stækkar og hættir að horfa út í heim- inn bláum bamsaugunum og sjón- varpið mætir í stofuna. Þá er svo komið að eldhúsdagsumræðumar, sem og aðrir atburðir stjómmálanna og þjóðlífsins, koma inn til manns í beinni útsendingu bæði fyrir augu og eym. Og þá verður maður fyrir vtssu áfalli við að uppgötva að í söl- um alþingis em svo til öll sæti auð undir eldhúsdagsumræðum. Auð- vitað veit ég að allir þingmenn fá ræður hvers annars prentaðar, sjálf- sagt bæði fyrir og eftir eldhúsdags- umræður, og ég skil líka ósköp vel að alþingismönnum geti leiðst í þingsölum, eða að þetr þurfi öðra hvom að rétta úr sér, jafnvel fara fram að pissa, - en að þeir láti varla sjá sig inni, ræðu eftir ræðu, það er mér oskiljanlegt. Mér finnst þetta bera vott um ótrúlega blindu, - blindu manna sem starfa í og stjóma þjóðfélagi sem svo til eingöngu lýt- ur lögmálum markaðarins, þjóðfé- lagi sem hefur bólgnað og tútnað út af auglýsingaskrumi, og það hélt ég að allir vissu í dag að vara sem ekki er auglýst, á sér enga sölumögu- leika. Þingmenn verða að kunna að selja sig. Það er eitt það allra mikil- vægasta. Skítt með það hvort þeir em með eða á móti álmálinu, kvót- anum, vaxtabreytingum, skatta- hækkunum hér og þar, inngöngu í EB, viðgerð og breytingum Þjóð- leikhússins, innflutningi á landbún- aðarvömm, eða hverjum öðmm slíkum smá- og aukaatriðum. En þeir verða að kunna að skapa sér ímynd sem er traustvekjandi og ábyrg svo að við, hin óbreyttu at- kvæði, kjósum nú ömgglega þá flottustu og smörtustu en fömm ekki að eyða atkvæðinu okkar á ein- hvem smáflokk með hugsjónir sem hvort eð er hefur enga möguleika á að ná manni inn á þing. ímyndið ykkur, lesendur góðir, hversu glæsilegt og traustvekjandi það væri að sjá heilu þingflokkana sitja áhugasama og einbeitta inni í þingöslum undir eldhúsdagsumræð- unum. Þetta væm stjómmalaflokkar sem tækju ábyrgð sína og ímynd al- varlega, stjómmálaflokkar sem hlustuðu með athygli á málflutning andstæðingsins, vægju hann og mætu íyrir framan okkur atkvæðin, meðlimir þeirra hvísluðust á um ýmisleg alvarleg mál sem upp kæmu, og síðast en ekki síst, sknf- uðu hjá sér að okkur ásjáandi. þann- ig myndu viðkomandi stjómmála- flokkar sópa að sér atkvæðunum, það er ég alveg sannfærð um. Þá sætum við ekki fyrir framan kass- ann og dunduðum okkur við að telja auðu stólana í salnum, skoða bindið hans Þorsteins (rétt á meðan hann staldrar við í ræðustól), kjólinn sem Margrét Frimanns er í (líka rétt á meðan hún straldrar við í ræðustól), spá í hvers vegna Júlíus kemur ekki alveg inn heldur er alltaf að kíkja inn um dymar öðm hvom, spá í hvort brosvöðvinn hafi gleymst í sköpunarverkinu á Jóni Sig, eða íýlgjast með því hvort Steingrímur sofnar alveg þessa stund sem hann situr inni. Nei, þá sætum við með eyrun sperrt ásamt öllum þingmönnum og fylgdumst með þjóðfélagsumræð- unni af áhuga og athygli. En þegar ástandið í þingsölum er eins og í eldhúsdagsumræðunum síðast, þá spyr maður sig bara hvort allir þessir þtngmenn haft alist upp í torfkofönum og algerlega misst af markaðs- og auglysingaþróuninni. Ég er viss um að enginn amriskur þingmaður léti svona nokkuð henda sig. Hann vissi sem væri að hann myndi tapa fjölda atkvæða með því- líku athæfi. Hann vissi sem væri að atkvæðin hans sætu heima og spyrðu sjálf sig: „Hvar er minn maður? Hvers konar óvirðing er þetta sem hann sýnir því trausti sem við höföm sýnt honum? Er hann bara í kaffi einhvers staðar úti í bæ? Asskoti langur kaffitími það! Og hvemig er þetta með frumvarpið sem hann ætlaði að koma í gegn? Núverandi ræðumaður er einmitt að hakka það í sig og minn maður er ekki einu sinni á svæðinu! Þetta finnst mér bara alls ekki nógu gott. Ég kýs hann sko ekki afför.“ Én svona nokkm átta þeir sig ekki á, blessaðir þingmennimir okk- ar. Það er líka alveg borin von að þeir reyni að vera svolítið frumlegir og skemmtilegir í framsetningu sinni á sjálföm sér til okkar atkvæð- anna. Éf þeir gæfö nú verið skemmtilegir og grinað ofarlítið þegar þeir em að íofa unnvörpum upp í teinóttu ermamar sínar, þá væri mikið unnið. En það er fátt frumlegt og smart sem viðkemur þingmönnum, - nema þá helst Ingi Bjöm sitjandi á gólfmu á síðum Morgunblaðsins. Það var þó við- leitni í prófkjörinu um daginn. Nei, það em smartheitin í máli og mynd sem skipta máli. Og tómir þingsalir era alveg gasalega lítið smart. Sföðmenn vita vel hvað það er ósmart að spila á balli sem enginn kemur á, enda leggja þeir mikið á sig til að koma fólki á böllin hjá sér. Þeir láta hanna á sig búninga og ímynd og þeir æfa sig fyrirfram. Enda kemur fólk á böllin hjá þeim. Og þeir mæta meira að segja sjálftr og spila og syngja, og þegar Ragga syngur lag ein, þá er Egill líka á sviðinu og þegar Egill syngur lag einn, þá fer Ragga ekki fram i pásu. Onei. En svona trikk hafa þingmenn ekki fattað ennþá. Þeir hafa greini- lega ekki náð pví að heil atvinnu- frein heför sprottið upp á síðustu ratugum, - auglýsingastofamar. Slíkar stoför taka ekici bara að sér að búa til auglýsingar í blöð og sjón- vörp. Nei, þær hanna ímynd fólks. Þetta vissi Magga Þatsjer. Hún fór og keypti sér ný átfitt og nýtt herdú þegar nún fór í kosningabaráttuna og varð forsætisráðherra. Hún heför ekki gengið í nærbuxum að eigin vali allar götur síðan. Auglýsinga- stofan hennar sér um þessi mál. Magga lét líka kenna sér að ganga og tala upp á nýtt svo hún væri bæði smart og traustvekjandi. Enda sjá allir menn hvert hún heför náð. Hun heför fram að þessu lítið þurft að óttast að missa embættið í einhverj- um bjálfalegum kosningum, sem hafa lítið annað en óþægindi í för með sér. Það er helst núna, enda er þetta orðinn svo langur tími að fólk er farið að muna i tilbreytingu og Magga er nú komin á þann aldur að ekki er alveg eins auðvelt fyrir hana að skipta algerlega um ímynd afför og hér í eina tíð. En þó veit maður aldrei. Og mér fínsnt veruleg ástæða til að okkar menn fari að athuga sinn gang. Það em engin gamanmál þeg- ar þeir Spaugstofamenn og Jóhann- es hermari em famir að herma svo vel eftir stöðluðum ímyndum pólit- íkusanna að sauðsvartur almúginn er farinn að eiga í erfiðleikum með að greina feikið frá fýrirmyndinni! Líf og dauði Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ: DAUÐA DANTONS eftir Georg Buchner. Þýðing: Þor- varður Helgason. Leikstjóm: Hilde Helgason. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Tón- list og leikhljóð: Eyþór Arn- alds. Lýsing: Egill Ingibergs- son. Leikendur: Ari Matthías- son, Gunnar Helgason, Hall- dóra Björnsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Magnús Jónsson, Þorsteinn Bach- mann, Þorsteinn Guðmunds- son, Þórey Sigþórsdóttir og fleiri. Efsti bekkurinn í Leiklistar- skólanum ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta verkefhi sínu á lokaári og sýnir eitt af höfuðverkum leikbók- mennta Evrópu, leikinn um ósigur Dantons og fylgismanna hans í frönsku stjómarbylting- unni. Hér gefur að líta stór og mikil örlög, valdbeitingu og valdníðslu, djúpan efa, sam- viskubit og háleitar hugsjónir hinnar borgaralegu byltingar, meðan stéttin var í árdaga sinnar valdatöku. Fjöldinn Til að koma slíku sjónarspili á svið þarf að tjalda öllu sem til- tækt er. Það em því ekki bara nemendur á síðasta ári sem standa að sýningunni, heldur all- ir nemendur skólans, yngri nem- endur sjá ýmist um smærri hlut- verk eða verklega og tæknilega þætti við flutninginn. Og stór sýning á borð við þessa þar sem hver og einn er raunar að stíga sín fýrstu spor undir merkjum atvinnumennsku krefst mark- vissrar leikstjómar. Það er fýrsta ágæti Dauða Dantons hversu Hilde Helgason hefúr gert úr þessu efni heild- stæða og fallega sýningu. Hún er ekki aðeins mjög skynsamlega lögð hinum ungu listamönnum, sparlega leikin og af smekkvísi, heldur em áherslur hennar hár- réttar. Umgerðin mjög snotur og búningar nær réttum tíma. Annað ágæti hennar er þýð- ing Þorvarðar Helgasonar sem dirfist loks að bera upphafið, þróttmikið og ríkulegt málfar inn í leikhús. Loksins fá leikarar mikilvægan merkingarrikan texta til að mæla fram, víðsfjarri þeim snotra smágerva eða hversdagslega stíl sem ríkir í leikhúsum ef frá em taldar sí- gildar þýðingar. Þessi texti ögrar áhorfandanum, krefst einbeit- ingar og hugsunar umfram hina sjálfvirku viðtöku, enda hér fjallað um rótarstungur, umbylt- ingu gildandi hefða, stjómmála- leg og tilfínningaleg átök sem em sífellt á ferðinni þótt sljó móttaka okkar fýrir tíðindum af okkar hreyfmgarmiklu tímum byrgi okkur sýn á þá öld sem við lifúm. Byltingin Líkast til er Dauði Dantons veigamest þeirra verka sem Qalla um byltingartíma. Brecht, Grieg, Weiss, Bolt og nú síðast Brenton og Ali hafa allir reynt að spanna sögulegt skeið bylt- ingar í verkum sínum, reynt að lýsa deiglunni, flóknum pólit- iskum átökum, skýra línumar og alltaf í stómm mannmörgum verkum sem draga dám af hin- um raunvemlega atburði. Þetta em leikrit sem em skrýmsli, stundum óskapnaðir með ótal anga, göt eða ganga. Byltingin er svo flókið efnahagslegt og pólitískt fyrirbæri að það þarf snillingsgáfú til að geta gætt hana lífi í daufum endurhljómi leiksviðsins. Og víst er það að BUchner er snillingur þótt dæm- in um það séu bara tvö, Woyzeck og Dauði Dantons. Sérhver áhugamaður um bylt- inguna, þetta merkilega fyrir- bæri í sögu mannanna, ætti ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara af þeim sökum einum. Leikendur Það leiðir af ffamansögðu að í þeim fjölda hlutverka sem verkið býr yfir em mörg sem gefa ungum leikurum tækifæri til að spreyta sig, bæði smá og stór. Allur hópurinn stendur sig þokkalega i þessari raun. Hlut- verkin em afar skýrt mörkuð og búa öll yfir kostum sem nýtast krökkunum vel. Öll leika þau fleiri en eitt hlutverk, nema Þor- steinn Guðmundsson fer með hlut Dantons. Aðrir nemendur á lokaárinu eiga í tveim eða fleiri hlutverkum misgóða spretti. Þorsteinn er að mörgu leyti sannfærandi í túlkun sinni. Dan- ton er fatalisti, hefúr bergt bikar skynsemishyggjunnar í botn. Hann hafnar guði, jafnvel lífinu sjálfú, lítur á gröfina sem hvílu, dauðann sem lausn í tómi sínu. Og með þvi hann hefúr gerst herra lífs og dauða í september- morðunum þegar múgurinn myrti hundmð með köldu blóði og náð þeirri undarlegu stöðu sem nú um stundir er algeng að vera lýðforingi, þá þekkir hann ekki lengur neinn unað, nema líkamlegan losta. Hann er þann- ig nútímaleg hetja, maður okkar tíma. Þorsteini tekst prýðilega vel að kljást við þessa flóknu manngerð. Hann er víst ungæð- islegur oft í viðbrögðum sínum, en það skaðar ekki persónuna. Félagar hans em ráðsettari í sessi, Þorsteinn Bachmann og Magnús Jónsson, sem og and- skotar hans, Gunnar Helgason og Ari Matthíasson í hlutverkum Robespierre og St. Just. Allir standa þeir sig vel. Magnús á að vísu við smá vanda að striða í holdgervingu, rödd hans skortir fúlla sannfæringu. Ara tekst heldur ekki til fúlls að gefa St. Just þann kraftbirtingarhljóm sem sannfæringu fýlgir. Gunnar er ljómandi sem Robespierre og Bachmann traustur sem Lacroix. Stúlkumar búa við ójafnari hlut. Rullumar þeirra em smærri og fleiri. Ingibjörg nær sér helst á strik sem stúlkan lostafúlla, Þór- ey er fín sem Lucile og Halldóra ágæt sem Julie, þótt útganga hennar sé full melódramatísk. Endalok Mikilvægast er þó að sýn- ingin stendur vel sem heild og er finn vitnisburður um merkingar- ríkt og mikilvægt leikhússtarf. Nemendasýningar em þegar best er á kosið ekki vettvangur fýrir sólóista, heldur samstarfs- hóp. Og byltingar era heldur ekki gerðar nema fýrir samstarf góðra manna þótt þær tortími þeim jafhan um síðir. pbb Sjötti júlí Sovésk kvikmynd í bíósal MÍR MÍR hefúr lengi haldið þeim sið að sýna sovéskar kvikmyndir í bíósal sínum við Vatnsstíg 10. í haust og vetur hafa þegar verið sýndar nokkrar merkilegar myndir, m.a. eflir þá Tarkovski og Eisenstein. Næstkomandi sunnudag verður sýnd myndin Sjötti júlí. Fjallar hún um þá at- burði sem gerðust í júlímánuði árið 1918 þegar svokallaðir „vinstrisósíalistar“ í hópi bylt- ingarmanna í Rússlandi gerðu uppreisn gegn ráðstjóm Lenins. í upphafi myndarinnar em sýnd nokkur atriði úr gömlum ffétta- myndum, en öll gerð myndarinn- ar er með sterkum svip heimilda- kvikmyndarinnar, þótt leikin sé. Leikstjóri Sjötta júlí er Júlí Karasik, en höfúndur tökurits með leikstjóra er Mikhaíl Sjatrov, þekkt sovéskt leikskáld. Með hlutverk Lenins fer Júrí Kajúrov. Myndin er með enskum skýringatextum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á næstu vikum verða sýndar kvikmyndimar Hvíti Bim Eyma- blakkur í leikstjóm Stanislavs Rostotskís, Síberíuhraðlestin og Rall, leikstjórar em Eldar Úrazbajev og Alois Brench. 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.