Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 15
I i 1 - Því er ekki að neita að ég hef fengið að heyra snautleg- ar athuqasemdir um það hve Ktið við Islendingar leggjum af mörkum til þróunaraðstoðar. Menn taka eftir því hve lítið kemur frá þessari „fátæku" þjóð í norðri, segir Engilbert Guðmundsson í samtali við Þjóðviijann. Engilbert hefur fimm ára reynslu af starfi við þróunarað- stoð í Tansaníu. Starfi hans ytra lauk í sumar og hann hefur að nýju tekið til við að kenna nem- endum Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi. Engilbert fór til Tansaníu til þess að starfa að norrænu sam- vinnuverkeíhi sem felst í aðstoð við að efla samvinnuhreyfingu í landinu. Skriffinnska - Mikill hluti þróunaraðstoðar skilar sér ágætlega, en annað ekki sem skyldi. Eg held að menn séu sammála um að norræn þróunar- aðstoð sé yfirleitt betri en flest annað starf á þessu sviði. Norður- lönd eru ekki í sama mæli og mörg önnur lönd að veita aðstoð til þess að losna við umffamvörur að heiman. Gott dæmi um það er matvælaaðstoð Bandarikjamanna sem miðar að því að losna við umffambirgðir af landbúnaðar- vörum. Með þessu grafa Banda- ríkjamenn undan landbúnaði í löndunum sem þeir eiga að að- stoða, segir Engilbert. Hann telur norræna aðstoð við þróunarlönd yfirleitt betur skipulagða en aðstoð annarra og segir skriffæði ekki eins mikið í norrænum verkefnum. - Skriffinnska er einkum og sér í lagi áberandi í starfi Samein- uðu þjóðanna. Smæð norrænnu verkefnanna gerir það meðal ann- ars að verkum að þeir sem starfa við aðstoð eiga beinni og greiðari aðgang að yfirmönnum sinum. Með því besta - Norðurlönd hafa að auki markað þá stefnu að hjálpa þeim fátækustu og það útilokar sjálf- krafa ýmsa hluti sem aðrar þjóðir láta fé í, til dæmis hemað. Þá em Norðurlönd dugleg að veita fé í aðstoð sem miðar að varanlegum breytingum til batnaðar, en einnig er reynt að ýta undir fjárfestingar í atvinnurekstri. Það er þannig að því staðið að fjárfestingar verða sæmilega siðaðar, en lítið er um að fyrirtæki fjárfesti með það að markmiði að ná fjárfestingunni til baka á örskömmum tíma, segir Engilbert. Hann segist ekki líta þannig á að þróunaraðstoð Norðurlanda sé fullkomin, en segir hana vera til mikillar hjálpar og telur hana með því besta sem gert er. En sérstaða Islands meðal Norðurlanda og annarra þjóða er mikil og felst í því hve lítið fé kemur hlutfallslega frá Islandi. Grín - Það er gert grín að Islandi vegna þessa á alþjóðavettvangi. Við þyrftum að tífalda framlögin til þess að standa við skuldbind- Engilbert Guðmundsson vann að samnorrænu verk- efni í Tansaníu í fimm ár: Það er eftir því tekið hve lítið íslend- ingar láta af hendi rakna til þróunarað- stoðar ingar okkar, segir Engilbert. Auk þess sem hann gagnrýnir íslensk yfirvöld fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar, segist hann hafa efasemdir um gildi sumra þeirra verkefna sem fé hefúr verið varið í. Hann nefn- ir útgerð Fengs við Grænhöfða- eyjar sem dæmi. - Eg dreg í efa að það sé skyn- samlegt að fara í svona hátækni- verkefni eins og Fengur var. Það hefði mátt fá meira út úr þessum peningum ef þeim hefði verið veitt í smærri lausnir, sem eru nær því stigi sem þær þjóðir eru á sem við eigum að hjálpa. Við megum ekki ætla þessu fólki að fara beint af árabátastiginu yfir í skuttogara. Það er of stórt stökk, segir hann. Sérþekking okkar Hann segir eðlilegt að vissu marki að Islendingar noti sér- þekkingu sína í þróunaraðstoð, og á þá öðru fremur við fiskveiðar, en hann mælir með smærri verk- efnum og varar við tæknilegum kollhnísum. - Við eigum að byggja á þeirri tæknilegu þekkingu sem fyrir er í viðkomandi landi, en ekki reyna að skuttogaravæða þriðja heiminn. Hvað þátttöku íslands í al- þjóðlegu starfi viðvíkur bendir hann á að gerðar hafa verið út- tektir á rekstri ýmissa stofnana. Hann nefnir Matvæla- og land- búnaðarstofnun S.Þ. sem dæmi um illa rekna stofnun, en bama- hjálpina til marks um vel rekna ísland hefúr, eins og önnur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, skuldbundið sig til þess að veija einum hundraðshluta þjóðarfram- leiðslu sinnar til þróunaraðstoðar. Það þýðir að ein króna af hveijum hundrað eigi að renna til þróunar- aðstoðar. Islensk stjómvöld hafa ávallt haft þessa skuldbindingu að engu. Það em að vísu undantekn- ingar að ríki standi við sitt að fullu, en staða íslands er einstök meðal vestrænna ríkja, sérstak- lega i ljósi þess hve þjóðartekjur á mann em háar hérlendis. Alþingi hefur samþykkt ályktun um að bæta úr þessu. Ekkert hefur enn orðið úr því. Ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar hefur sagst ætla að auka aðstoð við þróunarríki. Ar- angurinn varð sá að fjárveiting til stofnun, sem ástæða væri til að styðja vel við bakið á. Hann hefur sem fyrr segir velþóknun á nor- rænum verkefnum. Verkefnið sem Engilbert er nýkominn frá í Tansaníu er hund- gamalt, eins og hann orðar það. Það stóð yfir í aldarfjórðung, en það er óvenjulegt langlífi verk- efna af þessu tagi. Sýnilegur árangur Tansania og Kenýa urðu frjáls um svipað leyti og fljótlega upp úr því hófú þessar þjóðir að byggja upp samvinnuhreyfingu, meðal annars fyrir beina milli- göngu samvinnuhreyfinga á Norðurlöndum. Síðar tóku opin- berir aðilar yfir verkið. Fyrstu tvö árin í Tansaníu bjuggu Engilbert og fjölskylda hans í bænum Bukoba við Viktor- íuvatn. Þar starfaði Engilbert sem ráðgjafi ffamkvæmdastjóra kaup- félags í héraði sem byggir af- komu sína að vemlegu leyti á kaffirækt. Kaupfélagið kaupir umffamframleiðslu bændanna á svæðinu og kemur henni á mark- að. Síðari hluta tímabilsins í Tansaníu bjuggu þau í bænum Moshi, þar sem Engilbert starfaði við ráðgjafar- og starfsmanna- þjónustu. Síðasta árið starfaði eigin- kona hans, Ingunn Jónasdóttir, við að aðstoða konur við að koma á fót atvinnurekstri. - Árangurinn af þessu nor- ræna þróunarverkefni er sýnileg- ur. I Kenýa standa uppi all þrótt- mikil samvinnufélög og sam- kvæmt úttekt alþjóðlegra ráðgjafa skipti norræna aðstoðin sköpum um það. Sama má segja um Tansaníu, en þar hefúr pólitísk afskiptasemi skemmt fyrir samvinnuhreyfing- unni. Hún var bönnuð um tíma, svo verkið var truflað. Kenýa og Tansanía búa við kerfi eins stjómmálaflokks, en í Tansaníu hafa opinber afskipti af r Islendingar hafa ávallt haft skuldbind- ingar sínar um þróun- araðstoð að engu. Al- þingi hefur lýstyfir að auka beri aðstoðina, en ekkert gerist. Obreytt ástand boðað í fjárlagafrumvarpi Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands jókst um 20 miljónir milli áranna 1988 og 1989. Árið 1987 nam þróunaraðstoð Islendinga 0.06 hundraðshlutum af þjóðarframleiðslu. í fyrra komst hlutfallið í 0.09 hundraðs- atvinnurekstri verið meiri. Engilbert segir heimamenn þakkláta fýrir aðstoðina sem veitt er. - Fólk sér að þetta er nauð- synlegt. En það hafa komið upp gagnrýnisraddir sem eiga tals- verðan rétt á sér. Það hefur verið gagnrýnt að hjálpin hefur á stund- um orðið til þess að heimamenn leita ekki eigin lausna. Menn verða nefnilega að gæta þess að leysa ekki málin fyrir þá, heldur að hjálpa þeim að leysa eigin mál. Þetta gleymist stundum og Evr- ópumenn hafa tilhneigingu til að vinna þama á eigin forsendum. Þeir sætta sig ekki við hvað hlut- imir taka langan tíma, segir Eng- ilbert. Það er misjafn sauður í mörgu fé og það gildir einnig um þá sem starfa við þróunaraðstoð. Engil- bert skiptir því fólki í þijá hópa. I fyrsta lagi em þeir sem fara blá- eygir af stað og vilja frelsa mann- kynið. - Þetta fólk verður oft fyrir miklum vonbrigðum og gefst upp, segir Engilbert. I öðru lagi em þeir sem fara utan með dollaramerki í augunum og það markmið að lifa notalegu lífi á framandi slóðum. - Þessi hópur þrífst mun betur en sá fyrsti, því miður, segir Eng- ilbert. Þolinmæði - Þama á milli er fólk sem lít- ur á þetta sem spennandi verk- efni, hefúr áhuga á að þetta gangi og hefúr samúð með málstað þessara þjóða. Eg vona að ég geti fallið inn í þennan hóp, segir hann. Það fer ekki hjá því að fólk læri af starfi eins og því sem Eng- ilbert stundaði í Tansaníu. Hann nefnir fyrst meiri þolinmæði og meiri skilning á því að það er hægt að gera hluti á fleiri vegu en einn. - Þama leysa menn málin oft með aðferðum sem okkur hefði aldrei komið til hugar. Manni lær- ist að stjómunaraðferðir verða að hluta. Þetta þyrfti að margfalda ef ísland ætlar að skipa sér á bekk með Norðurlöndum í þessum efn- um. Óbreytt ástand hefur verið boðað í fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra hefúr lagt fyrir Álþingi. Þessi smánar- blettur ■■■ Benedikt Gröndal sendiherra lýsti þróunaraðstoð Islendinga svona í kjölfar fundar æðstu manna um málefni bama í heim- inum: „Það er snöggur blettur á ís- lendingum í sambandi við bama- hjálpina hve skammarlega lítil framlög íslands hafa verið, jafn- vel þótt miðað sé við mannfjölda. Þessi smánarblettur á við um alla þróunarhjálp og verður sem fyrst Engilbert Guömundsson: Ég haföi ekki trú á aö hægt væri að gera kraftaverk, en taldi að það væri hægt að mjaka hlutum áfram. Mynd gg. taka mið af veruleika fólks. Það þýðir ekki að taka evrópsk módel og troða þeim niður yfir höfúð fólks, en það er alltaf tilhneiging til þess að reyna það. - Ég held að starf mitt úti hafi borið árangur í samræmi við þær væntingar sem ég hafði. Ég hafði kynnt mér málin nokkuð vel áður en ég fór og tel mig hafa gert raunhæfar væntingar. Ég hafði ekki trú á því að það væri hægt að gera þama kraftaverk, en taldi að það væri hægt að mjaka hlutum áfram. Samviska hinna ríku En getur hugsast að þróunar- aðstoð hinna ríkari þjóða þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að friða samvisku þeirra gagnvart þriðja heiminum? - Maður gæti ímyndað sér það þegar maður sér hvemig eitt rekst á annars hom í þessu. Ann- ars vegar er verið að veita þessum löndum aðstoð en hins vegar er þeim ekki hleypt inn á markaði. Þegar til lengri tíma er litið er mjög mikilvægt að þróunarlöndin fái fúllan aðgang að mörkuðum iðnríkjanna, svarar Engilbert. Hann telur að Evrópuríkin verði að láta af niðurgreiðslum á landbúnaðarvömm og hætta að halda þróunarlöndum utan við markaði sína. — En þetta eitt leysir ekki vanda þróunarlanda. Það þarf einnig að koma til verulegt fjár- streymi og fjármagn til fjárfest- inga og uppbyggingar. Samfara þessu mætti gjama gera kröfúr um aukin mannréttindi og meira lýðræði. Hingað til hefur ekki verið spurt um þessa hluti, enda hentar það auðhringum betur að skipta við herforingjastjómir í löndum sem búa við meiri pólit- ískan stöðugleika en ella, segir Engilbert. -gg að skera á hnútinn og koma eðli- legri gjafmildi þjóðarinnar í við- unandi farveg, svo að Alþingi geti ekki gleymt þessu máli í hvert sinn sem fjárlög em afgreidd." Framlag íslands til þróunarað- stoðar hefúr lengi verið innan við 0,1 prósent af þjóðarframleiðslu. Það var 0,06 prósent árið 1987. Til samanburðar má geta þess að Noregur varði 1,09 hundraðs- hlutum af þjóðarframleiðslu árið 1987 til þróunaraðstoðar. Dan- mörk varði 0,88 prósentum af þjóðarffamleiðslu sinni til þróun- araðstoðar sama ár. Tíu sinnum erfiðara Bjöm Dagbjartsson, frant- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- Þróunaraðstoð Skuldbindingar að engu hafðar ► Föstudagur 2. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.