Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 12
Flótti úr
flokknum
Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun sovéska dagblaðsins
Komsomolskaja Pravda styðja að-
eins 14% sovéskra kjósenda
Kommúnistaflokkinn. Trúin á getu
flokksins til að leysa aðsteðjandi
vandamál hefúr minnkað, því i
desember í fyrra sögðust 34%
treysta ríkisstjóminni, og um 20%
í ágúst síðastliðnum.
Myndin sem hér fylgir er úr
sovésku dagblaði og endurspeglar
niðurstöðu skoðanakönnunarinnar.
Sovéskir teiknarar þurfa ekki leng-
ur að óttast kárinur af hendi flokks
eða ríkis þótt þeir geri myndir eins
og þessa. _ó|g
EB-þróunar-
aöstoð í
vændi?
Barbara Simons, þingkona
þýskra jafnaðarmanna á Evrópu-
þinginu í Strassbourg, hefur ásak-
að framkvæmdanefnd Evrópu-
bandalagsins fýrir „smánarlega
notkun“ á fé til þróunaraðstoðar.
Benti þingkonan á að sérstakur
sjóður bandalagsins, sem ætlaður
er til að styrkja samvinnuverkefni
evrópskra fyrirtækja og fyrirtækja
í þróunarlöndunum, hefði veitt
sem svarar 19 miljónum ísl. króna
í „þróunaraðstoð“ við uppbygg-
ingu starfsemi þýsku ferðaskrif-
stofunnar NUR í Thailandi. Segir
þingkonan að yfir 60% þátttakenda
í Thailandsferðum NUR séu karl-
menn í leit að thailenskum vændis-
konum. Mótmæli þingkonunnar
urðu til þess að fjárveitingunni var
ffestað þar til skýrari reglur yrðu
settar um starfsemi sjóðsins.
ólg/Spiegel
Óvæntur
skáldaheiður
Vart er til svo aumt bæjarfélag
á Ítalíu, að það efni ekki til bók-
menntaverðlauna með einhverjum
hætti, og eru slíkar verðlaunaveit-
ingar nær daglega í fréttum. Sveit-
arfélagið Riolo Terme i nágrenni
Ravenna vildi ekki láta sitt eftir
liggja og efndi til ljóðasamkeppni
á dögunum.
Eitt Ijóðanna sem hlaut viður-
kenningu í samkeppninni bar nafn-
ið „Non lo sapevo „ -Eg vissi það
ekki. Það komu hins vegar vöflur á
dómnefndina þegar ljóst var að
höfundurinn var þjóðkunnur mað-
ur: Licio Gelli, fyrrverandi æru-
verðugur meistari frímúrarastúk-
unnar P2. Gelli gengur frjáls á ítal-
íu vegna læknisvottorðs, en hefur á
undanfomum árum hlotið
dómavegna fjársvika (gjaldþrot
Ambrosiano-bankans) og verið
orðaður við mörg helstu myrkra-
verk og stórglæpamál sem framin
hafa verið á Italíu á síðasta áratug
(meðal annars
fjöldamorðin í Bologna 1980).
Það íylgir sögunni að hvorki borg-
arstjórinn né aðstoðarmaður hans
létu sjá sig við verðlaunaafhend-
inguna.
-ólg.
Sagan í landslaginu
Verndun og varðveisla þess umhverfis sem við lifum í skiptist venju-
lega i tvær megingreinar, náttúruvernd, þar sem leitast er við að varð-
veita einkenni landsins ásamt gróðri og dýralífi, og minjavernd, sem
snýr að mannvirkjum fyrri tíma. Þessar greinar hafa báðar löggjöf að
styðjast við, náttúruverndarlög og þjóðminjalög, og samkvæmt þeim
lögum eru svæði friðlýst, sem talið er brýnt að varðveita. Mitt á milli er
hins vegar það landslag sem maðurinn hefur umbreytt með nærveru
sinni og nýtingu, og yfir vemdun þess ná engin lög.
Menn lita almennt á slík svæði
sem auðlindir, nytjaland sem beri
að nýta áfram. Sá hugsunarháttur
að þessi svæði hafi eitthvert menn-
ingarsögulegt varðveislugildi er
okkur Islendingum svo fjarlægur,
að við eigum ekki orð yfir þau í
tungu okkar. Skandinavar nefna
slíkt „kulturlandskab" og mætti
e.t.v. þýða hugtakið með orðinu
mannvistarumhverfi.
A dögunum var staddur hér á
landi danski sagnffæðingurinn dr.
Erland Porsmose, sem hefúr sér-
hæft sig í rannsóknum á mannvist-
arumhverfi og byggðasögu. Erland
Porsmose er forstöðumaður Kert-
eminde Museum á Fjóni og kennir
við sagnffæðideild háskólans í Oð-
insvéum. Hann á jafnffamt sæti í
stjóm Nordisk Kulturlandskabsfor-
bund, sem er félagsskapur þeirra
faghópa sem tengjast umhverfinu í
víðustu merkingu. Samtökin eru
ung að árum, en hafa samt sem áð-
ur unnið sér virðingarsess og eru
umsagnaraðilar í skipulagsmálum í
Noregi og Svíþjóð hvað varðar
mannvistarumhverfi.
Dr. Erland Porsmose hélt fyrir-
lestur í Norræna húsinu sunnudag-
inn 14. október s.l. og ræddi þar
einkum um það starf sem hefúr ver-
ið unnið í Danmörku, en rakti einn-
ig starf Nordisk Kulturlandskabs-
forbund.
I fljótu bragði kann svo að virð-
ast sem hagsmunir manns og nátt-
úru rekist á og nægir að minna á
umræður seinni ára um umhverfis-
mál. Maðurinn er talinn óvinur
náttúrunnar og því sé hagstæðast að
halda þessum tveimur þáttum að-
skildum. Náttúruvemd byggist að
nokkru leyti á því að nærvera
mannsins og áhrif hennar séu skað-
leg og því beri að velja úr og af-
marka ákveðin vemdarsvæði og
girða þau af til að útiloka manninn.
Varðandi mannvistammhverfi
er þessu þveröfugt farið, því slíkt
umhverfi er mótað af manninum í
samspili hans við náttúmna. Þar af
leiðir að það sem er áhugavert út frá
sjónarmiðum þessara fræða em ein-
mitt þau spor sem maðurinn hefúr
skilið eftir sig i landslaginu. Af þvi
að hver kynslóð hefúr markað sín
spor verður landslagið mikilvæg
söguleg heimild, að áliti Erlands
Porsmoses víðtækari en nokkurt
skjalasafn. Mörg slík ummerki má
enn í dag sjá í umhverfinu með ber-
um augum, önnur em dulin neðan-
jarðar og þarfhast fomleifaupp-
graftrar til þess að koma i ljós. Ef
þessi ummerki em skýrð fyrir fólki
er auðveldara að skilja gildi land-
svæðisins og sögulega þýðingu
þess. Við eram vön að líta á fegurð
landslagsins, dýra- og plöntulíf
landskabsforbund era samtök sem
starfa á öllum Norðurlöndunum og
em félagar um 600 talsins, úr fjöl-
mörgum ffæðigreinum. Samtökin
em einungis fjögurra ára gömul, en
hafa nú þegar unnið stórfenglegt
starf á sviði fræðslu um mannvist-
arumhverfi og ráðgjöf varðandi
varðveislu þess. Eins og áður er
getið em samtökin formlegur um-
sagnaraðili í Noregi og Svíþjóð. í
Danmörku starfar N.K. hins vegar í
mjög nánum tengslum við almenn
náttúmvemdarsamtök og kemur
sjónvarmiðum byggðasagnffæð-
innar á ffamfæri í gegnum þau.
í stjóm N.K. em fúlltrúar ffá
öllum aðildarlöndum. Samtökin
halda þing árlega á víxl í hveiju
landi. Þá er fjallað um ákveðið
meginefni sem tengist því landi
sem stendur fyrir þinginu hveiju
sinni. Þetta fyrirkomulag var valið
vegna þess að þannig töldu menn
starf samtakanna verða markvissara
og eins til þess að vekja áhuga jafnt
opinberra aðila sem og almennings
á varðveislu mannvistaramhverfis.
Samtökin gefa út fféttabréf,
„Lommen", sem kemur út fjómm
sinnum á ári og er vettvangur fyrir
fféttir af helstu viðburðum á sínu
sviði. Einnig gefa þau út ritið „Nor-
disk bygd“ og hefúr hvert tölublað
sérstakt þema, þar sem nánari grein
er gerð fyrir ákveðnum rannsókn-
um.
Megintilgangur komu dr. Er-
lands Porsmose hingað til lands var
undirbúningur að úttekt og umfjöll-
un Nordisk Kulturlandskabsfor-
bund um Laugamesið sem mann-
vistammhverfi. Auglýst hefúr verið
nýtt deiliskipulag að svæðinu og
því brýnt að slík úttekt fari ffam.
Taldi hann Laugames hafa ómetan-
legt varðveislugildi, þar sem á
svæðinu mætti lesa nánast óslitna
sögu landsins, auk þess sem náttúra
þess er sérstæð. Hann lagði m.a. til
að þar færi hið snarasta ffam fom-
leifaffæðileg forkönnun sem m.a.
fæii í sér fosfatgreiningu og fijó-
komamælingar, og að því loknu it-
arleg fomleifarannsókn.
Erindi dr. Erlands Porsmose
vekur óneitanlega til umhugsunar.
T.d. umbreytast strendur landsins
við það að uppfyllingar breyta sjó-
lagi og þar með geta gömul um-
merki um útræði farið forgörðum.
Einnig verða óhjákvæmilega mikl-
ar breytingar á ræktuðu landi nú
þegar býli víðs vegar era óðum að
fara í eyði. Það virðist þvi kominn
tími til að við vöknum af Þymirós-
arsvefni og tökum að gefa gaum því
gildi sem verk fyrri kynslóða í land-
inu hafa gefið því.
-S(l
þess og jarðfræði, en erum lítt þjálf-
uð í að setja sögu mannsins inn í
umhverfið og lesa sögulega ffam-
þróun úr því, en það er einmitt saga
mannsins sem gerir landsvæði
áhugaverð.
Sem dæmi um hvemig sjónar-
mið náttúmvemdaraðila og
byggðasagnffæðinga geta rekist á
nefndi Porsmose að í Danmörku
var fyrir nokkm leitast við að opna
vatnaleiðir til þess að auðvelda
göngu laxfiska í kjölfar breytinga á
búnaðarháttum. Menn fóm með
stórvirkar vinnuvélar á hvers kyns
hindranir sem vom í vegi fyrir sam-
bandi vatnakerfanna. Þar til
byggðasagnffæðingar komust í
spilið og upplýstu menn um að
þama væri um að ræða hindranir af
mannavöldum, svo sem stíflur fyrir
vatnsmyllur, vöð, flóðgarða o.fl.
Þegar menn gerðu séí grein fyr-
ir að þama var eitthvað merkilegt á
ferðinni settust þeir niður og endur-
skipulögðu aðgerðir. í stað þess að
eyðileggja þessi fomu mannvirki
var víða t.d. komið upp laxastigum.
Þetta taldi dr. Porsmose lýsandi
dæmi um nauðsyn þess að geta les-
ið ummerki mannlegra athafna úr
umhverfinu og skilja til fúllnustu
þær umbreytingar sem hafa orðið
ffá þvf að land byggðist.
í erindi sínu nefndi dr. Por-
smose Þingvöll sem dæmi um
svæði sem að vísu býr yfir fegurð,
en það er ekki hennar vegna sem
ferðalangar, innlendir jafnt sem er-
lendir, þyrpast þangað. Menn vilja
standa á þeirri jörð sem býr yfir svo
ríkri sögulegri hefð sem raun ber
vitni og skynja söguna í umhverf-
inu. Enn auðveldara væri mönnum
að skynja og skilja þessa sögu ef
einhver ummerki um hana sæjust
þar. Saga mannvistaramhverfis
flallar einmitt um það, hvaða um-
merki em varðveitt um fomt lands-
lag sem liggur til gmndvallar nú-
tímaumhverfinu.
Á síðastliðnum áratug hefúr
verið gert mikið átak í skráningu
mannvistammhverfis i Danmörku,
Noregi og Svíþjóð og í kjölfarið
verið tekin ákvörðun um að skrán-
ingin ein nægi ekki, heldur beri að
stuðla að varðveislu ýmissa sér-
stæðra landsvæða. Gmndvöllur
slíkrar skráningar er að menn geri
sér ljóst að nauðsynlegt sé að vita
hvað þeir vilja varðveita og hvers
vegna. Ef menn vita ekki nákvæm-
lega hvað leynist í landslaginu og
hvers vegna það hefúr varðveislu-
gildi er heldur ekki hægt að skipu-
leggja hvemig best sé að láta þau
atriði í umhverfinu njóta sín sem
hafa mest gildi.
í erindi sínu rakti dr. Porsmose
þróun danskra sveitaþorpa, hvemig
skipulag þeirra hefúr verið fastmót-
að ffá kristnitökutimanum, vegna
þess að þorpskirkjan var ávallt stað-
sett miðsvæðis. Síðan komu grei-
famir á óðalssetrunum á 17. og 18.
öld og skipulögðu Iandsvæðin og
ræktunina. Á vegum margra óðals-
greifa vora gerðar teikningar að
fyrirmyndarbýlum og öll býli sama
þorps byggð samkvæmt þeim og
þannig mótaðist útlit hins dæmi-
gerða danska sveitabæjar, þar sem
íjórar húsalengjur umkringja lokað
ferhymt svæði. Með breytingum í
ræktunarfyrirkomulagi varð hið
gamla þorpaskipulag iðulega
óhentugt, en sterk hefð kom í veg
fyrir að því væri breytt. Mörg af
þessum dönsku glæsilegu óðals-
setmm hafa fyrir löngu verið ffið-
lýst skv. þjóðminjalögum vegna
byggingarsögulegs gildis, þ.e.a.s.
íbúðarhúsin, en einungis örfá ár em
síðan menn töku að líta á setrin í
heild, með smiðjum, gripahúsum,
lystigörðum, skógum, túnum o.fl.
sem heildarmynd af ffamleiðsluein-
ingu með varðveislugildi í sjálfú
sér. Óðalssetrin settu með starfsemi
sinni mark sitt á stór landsvæði, og
nú hafa nokkur slík verið valin sem
dæmi sem ber að varðveita í heild.
Á nokkmm stöðum hafa menn
reynt að færa nútímaumhverfið í
fýtTa form á ný. T.d. gera Svíar nú
tilraunir með „gamaldags“ land-
búnað, með því að veita bændum
styrki til þess að vinna landið skv.
fomum aðferðum, vegna þess að ef
á að varðveita beitarland verður að
beita á það; ef á að varðveita beða-
sléttur i túni verður að slá það með
orfi og ljá. Og í Danmörku, þar sem
mjög lítið er eftir af ósnortnu nátt-
úmumhverfi, gera menn tilraunir
með að endurskapa vot-
lendi og búa í haginn fýr-
ir vaðfúgla, með því að
fýlla upp í ræsi og skurði.
Nordisk Kultur-
Dr. Erling Porsmose:
Byggðasagan býr í
landslaginu og gefur
því gildi fyrir komandi
kynslóöir. Ljósm. Jim
Smart.
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1990