Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 18
Greinileg þreytumerki á taflmennskunni í 9. einvígisskák Jafhtefli varð í niundu einvíg- isskák Karpovs og Kasparovs. Skákin varði í nálega 34 leiki og þótti með daufara móti. Karpov, sem hafði hvítt, náði betri stöðu út eftir byrjunina en varð á mein- leg ónákvæmni er langt var liðið að lokum 5 klst. setunnar. í 32. leik tapaði hann peði fyrir hreint ekki neitt og varð að sætta sig við jafntefli tveim leikjum síðar. Sér- fræðingar í New York áttu vart orð til að lýsa mistökum áskor- andans en dýpst í árinni tók júgó- slavneski stórmeistarinn Lubomir Ljubojevic sem sagði að tafl- mennskan væri hreinn brandari sem og einvígið allt. Ljubojevic er þekktur fyrir all stórkarlalegar yfirlýsingar og eru skákunnend- um minnisstæðar einræður hans meðan á IBM-mótinu í Reykjavík 1987 stóð, þar sem hann kallaði sjálfan sig öllum illum nöfnum er halla tók undan fæti í einstökum skákum. Þótt mistök Karpovs í 32. leik hafi óneitanlega verið undarleg þá hafa þau varla breytt lokanið- urstöðunni því skákin var að sigla í jafnteflishöfn. Eftir skákina tók Karpov þátt í athöfn þar sem kynnt var nýútkomin ævisaga hans. Aðspurður um mistökin í 32. leik kvaðst hann hafa víxlað leikjum. Kasparov átti greinilega bágt með að trúa sínum eigin aug- um er Karpov lék af sér ffelsingj- anum á d5 og var greinilega þungu fargi af honum létt er þeir stóðu upp að loknum stuttum samræðum. Þessi viðureign minnir um margt á 14. einvígis- skák Fischers og Spasskijs í Laugardalshöll sumarið 1972 en hún var tefld að lokinni einhverri mögnuðustu skák sem tefld hefúr verið í heimsmeistaraeinvigi. Nú fer að styttast i að einvíg- ið verði flutt til Lyon í Frakk- landi. Þar verður heimsmeistari krýndur upp úr miðjum desem- bermánuði ef að líkum lætur. í ljósi þeirrar reglugerðar sem kveður á um að heimsmeistarinn haldi titlinum á jöfnu, 12:12, verður að teljast líklegra að Ka- sparov haldi velli jafnvel þótt taflmennska hans í síðustu skák- um hafi verið með lakara móti. Anatoly Karpov - Garrij Kasparov Griinfelds vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 (Þeir taka aftur til við gamla „þrætu“, Griinfelds vömina sem Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborg- ara sem búsettir eru erlendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa ís- lendinaar sem flust hafa af landi brott og sest að er- lendis kosningarrétt hér í átta ár frá því þeir fluttu lög- heimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjör- dag. Eftir það falla menn sjálfkrafa af kjörskrá nema sérstakleaa sé sótt um að fá að halda kosningarrétti. Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á slandi aeta þaft kosningarétt hér. Kosningarréttur :ellur niour ef Islendingur gerist ríkisborgari í oðru ríki. Kosningarrétturinn míoast við 18 ára afdur. Þeir sem búsettir hafa verið erlendis skemur en átta ár, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, munu verða teknir á kjörskrá án umsóknar. Þurfa því þeir sem flust hafa af landinu eftir 1. desember 1982 ekki að sækja um skráningu á kjörskrá miðaða við 1. des- ember 1990. Þeir sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár (þ.e. fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1982) þurfa að sækja um það sérstaklega að verða teknir á kjör- skrá. Urnsókn skal senda Hagstofu Islands á sér- stöku gyðublaði. Sé umsókn fuíínægjandi skráir Hag- stofa Islands umsækjanda á kjórskrárstofn. Slik skráning aildir í fjögur ár og þarf þá að endurnýja hana meo nýrri umsókn, Eyðublöö fyrir slíkar um- sóknir fást í sendiráðum Islands erlendis, sendiræð- isskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og hjá fastanefndum við alþjóðastornanir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstofunnar. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita umsókn sína. Umsókn þarf að hafa borist til Hagstofu Islands fyrir 1. desember nk. til þess að umsækjandi verði tekinn á kjörskrá fyrir næstu kosningar. Islendingar sem búsettir eru erlendis verða skráðir á kjörskrá þar sem þeir seinast áttu lögheimili sam- kvæmt þjóðskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 31. október 1990. var reglulega tefld í þriðja einvíg- inu í London/Leningrad 1986 og i Sevilla 1987. Eftir ófarimar í sjö- undu skákinni verður þetta að teljast skynsamlega ákvörðun.) 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Be3!? (Karpov velur leið sem ekki hefur verið tekin til meðferðar áð- ur. „Sevilla-afbrigðið": 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Bg4 11. O Ra5 12. Bxf7+ höfðar ekki til hans að þessu sinni.) 7.. . c5 8. Dd2 cxd4 (Þetta afbrigði tefldi Ka- sparov í fyrstu skák sinni á ís- landi, gegn Jusupov í Borgarleik- húsinu 1988. Þá lék heimsmeist- arinn 8. .. Da5 og framhaldið varð: 9. Rf3 Rc6 10. Hbl a6 11. Hcl cxd4 12. cxd4 Dxd2+ 13. Kxd2 f5 14. Bd3 Hf8 með flók- inni stöðu. Jafntefli var samið ef- ir 22 leiki og hafði Jusupov þá ör- lítið betra tafl.) 9. cxd4 Rc6 10. Hdl Da5 (Sú leið sem Kasparov velur kemur talsvert á óvart. Hann vill frekar trausta stöðu heldur en óljósar flækjur sem þó allajafha einkenna byijanir hans.) 11. Dxa5 Rxa5 12. Rf3 0-0 13. Be2 Bd7 14. Bd2! (Nákvæmur leikur sem trygg- ir hvítum eílítið betra tafl. Eftir 14. .. Rc6 15. d5 Re5 16. Rxe5 Bxe5 17. f4! Bg7 18. Bb4 Hfe8 19. e5 er svartur illa beygður.) 14.. . b6 15. 0-0 Hfd8 16. Hcl Bg4 (16... Hac8 er svarað með 17. Ba6! o.s.frv.) 17. d5 Rb7 18. h3 BxO 19. BxO Rc5 20. Be3 Hac8 21. Bg4 Hb8 22. Hc4 (Hvítur gat tæpast leikið 22. Bxc5 því eftir 22. .. bxc5 23. Hxc5 Hb2 24. Ha5 h5 25. BO Bd4 er svarta staðan fyllilega peðsins virði.) 22.. . h5 23. BO e6 24. Hdl exd5 25. exd5 Be5 26. g4 hxg4 27. hxg4 Rb7 28. Ha4 Ra5 29. g5 Hbc8 30. Be2 Bd6 31. Kg2 Bc5 ( SJÁ STÖÐUMYND ) 32. Bd2?? (Vissulega afleitur leikur en mér er stórlega til efs að Karpov ætti mikla vinningsmöguleika hefði hann leikið 32. Bf4 Bd6 33. Bd2 sem var meiningin að hans sögn.) 32.. . Hxd5 33. BD! (En ekki 33. Bxa5 Hxg5+! 34. Hg4 Hf5! og svartur á SKAK a b c d e f g h góða vinningsmöguleika. Það verður að segja Karpov til hróss að þrátt fyrir fingurbijótinn í 32. leik fellur honum ekki allur ketill í eld og finnur bestu leiðina út úr ógöngunum.) 33... Hdd8 34. Bxa5 - og hér var samið jafntefli. „Eg er glaður,“ sagði Kasparov við aðaldómarann, Hollendinginn Guert Guijssen. Staðan: Kasparov 4 1/2 Karpov 4 1/2 Tíunda skákin er á dagskrá í kvöld, en verði henni ffestað fram mánudag þarf það ekki að koma nein- um á óvart. Helgi Ótafsson Ágæt þátttaka Anna Þóra Jónsdóttir og Hjör- dís Eyþórsdóttir urðu Islands- meistarar kvenna í tvímennings- keppni 1990. Þetta er annað árið í röð sem Anna sigrar, í fyrra á móti móður sinni, Esther Jakobs- dóttur. Dröfn Guðmundsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir höfnuðu í 2. sæti, aðeins 5 stigum á eflir sigur- vegurunum. 19 kvennapör tóku þátt í mótinu eða sami fjöldi og á síðasta ári. Hrannar Erlingsson og Matt- hías Þorvaldsson urðu Islands- meistarar í flokki yngri spilara (f. 1966 og síðar). Þetta er þriðja ár- ið í röð sem þeir félagar sigra á þessu móti. Glæsilegur árangur. Sigur þeirra var aldrei í hættu, er líða tók á mótið. Jón Hersir Elias- son og Ari Konráðsson urðu í 2. sæti, töluvert á eftir sigurvegur- unum. 17 pör tóku þátt í mótinu, sem er töluverð aukning lfá síð- asta ári. Kristján Hauksson annaðist stjómun og útreikning. Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson sigmðu á Opna stórmótinu á Akureyri um síðustu helgi. 34 pör tóku þátt í mótinu, sem stjómað var af Jakobi Krist- inssyni. Og Opna stórmótið í Kópa- vogi hefst á morgun kl. 10 árdeg- is. Spilað verður í Félagsheimil- inu. Enn er hægt að bæta við pör- um, en um 40 pör em þegar skráð til íeiks. Hermann Lámsson í s: 41507 annast skráningu ásamt Þorsteini Berg. Stórglæsileg verð- laun em í boði. Birgir Öm Steingrímsson og Þórður Bjömsson sigmðu í haust- tvímenningskeppni Skagfirðinga, sem lauk sl. þriðjudag. Helgi Vi- borg og Oddur Jakobsson urðu í 2. sæti. 24 pör tóku þátt í keppn- inni. Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni, með gamla laginu. Sveitir verða myndaðar á staðnum og er allt spilaáhugafólk velkomið í Drang- ey v/Síðumúla 35, fyrir kl. 19.30. Hjá Bridgefélagi Reykjavíkur er að hefjast 6 kvölda Butler- tví- menningskeppni næsta miðviku- dagskvöld. Skráning er hjá for- manni Sævari Þorbjömssyni eða Jóni Baldurssyni. Baromon-keppninni lauk sl. miðvikudag með ömggum sigri „gömlu“ kappanna, Guðlaugs R. Jóhannssonar og Ámar Amþórs- sonar. Vert er að vekja athygli á tveimur tillögum, sem samþykkt- ar vora á Ársþingi Bridgesasam- bandsins nýlega. Sú fyrri var þannig: „Bridgesambandsþing vill beina því til stjómar BSI að hún komi á kennslu í keppnis- stjómun og tölvuvinnslu á út- reikningi í bridgekeppni.“ Hin síðari þessi: „Bridgesambandsþing vill beina því til stjómar BSI að hún auki kennslu og þarmeð áhuga á bridge með því að landslið, lands- liðsþjálfarar eða leiðbeinandi á vegum BSÍ fari um landið og haldi námskeið í félögum eða miðsvæðis í kjördæmunum.“ Undir þessar tillögur rita: Ás- grímur Sigurbjömsson, Ingiberg- ur Guðmundsson, Guðmundur H. Sigurðsson, Jón Óm Bemdsen og Guðrún Sighvatsdóttir, öll fulltrú- ar ffá félögum á Norðurlandi vestra. Og þá er að vona að þessi sambandsstjóm fylgi þessum til- lögum eftir og stuðli að vemleika í þessum málum. Olafur Lárusson 18 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.