Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 8
Útgefandl: Útgófufélag Þjóðviljans Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla:« 68 13 33 Rltstjóran Aml Bargmann, Ólafur H. Torfason.Helgi Auglýslngadelld:» 68 13 10 - 68 13 31 Guðmundsson Slmfax: 68 19 35 Umsjónarmaöur Helgarbiaðs: Ragnar Kartsson Verð: 150 krónur l lausasöiu Fréttastjórl: SlgurðurÆ Frlðþjófsson Setnlng og umbrot: Prenlsmlðja Þjóðviljans hf. Útlit: Þröstur Haraldsson Prentun: Oddi M. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Vextir Á tímum þjóðarsáttar, þegar flestum tiltæk- um ráðum er beitt til að hamla gegn verð- bólgu, vekur hækkun nafnvaxta hjá íslands- banka athygli því þess verður væntanlega ekki langt að bíða að aörir bankar fari sömu leið. Vaxtahækkunin nær ekki til vaxta af verð- tryggðum lánum og hefur því ekki áhrif á greiðslubyrði af þeim lánum sem jafnan vega þyngst í fjárhag heimilanna. Nafnvextir voru síðast lækkaðir fyrir fáum vikum en þá stefndi allt í minnstu verðbólgu í manna minnum. Margir töldu þá að vaxtalækkunin væri ótíma- bær, verðbólga færi aftur upp á við innan tíð- ar. Enda þótt nafnvaxtahækkun hafi ekki áhrif á húsnæðislán er meiri verðbólguhvati í hækkun þeirra en ætla mætti í fyrstu. Nafn- vöxtum er mikið beitt í verslun og hverskonar þjónustuviðskiptum og hafa því jafnan fljótvirk áhrif á verðlag, að minnsta kosti þegar þeir eru hækkaðir. Engum dylst að hætta er á að verðbólga fari upp á við meðal annars vegna hækkunar á olíu. Reynt hefur verið að draga úr áhrifum þessarar hækkunar með því að festa álögur ríkissjóðs við ákveðna krónutölu. Þannig held- ur ríkið sömu tekjum en hækkunin fer að öðru leyti út í verðlagið. Verðstöðvun með lagaboði á ekki lengur upp á pallborðið í þjóðfélaginu, hvorki hjá stjórnmálamönnum né hagsmunasamtökum. Þessi breyting kallar á miklu meiri ábyrgð þeirra sem hafa fengið næstum ótakmarkað frelsi til að ráða verðlagsþróuninni. Verslunin býr við næstum ótakmarkaö frelsi, samkeppn- in ein, sem er þó stundum í skötulíki, á að halda verðlagi í skefjum. Reynslan sýnir að hafa þarf vakandi auga með verðlagi, virkt verðlagseftirlit almennings, þar sem raunveru- leg samkeppni fer fram, getur vissulega skilað árangri. Framhald þjóðarsáttar ræðst af mörgum þáttum. Suma er hægt að ráða við, aðra ekki. Alla sem eru af innlendum toga er nauðsyn- legt að takast á við en erlend verðbólga sem kemur fram í innflutningsverði kemur óhjá- kvæmilega að lokum fram í verðlagi hérlendis, eins og dæmið um oiíuna sýnir. Stöðugleikinn í efnahagsmálum hefur leitt til miklu betri afkomu atvinnufyrirtækja, ekki síst í sjávarútvegi. Þetta á að öllu jöfnu að skapa verkalýðssamtökunum betri skilyrði til að knýja á um batnandi afkomu heimilanna og aukinn kaupmátt. I reynd eru samtök launa- fólks á hinum frjálsa vinnumarkaði í harðri samkeppni um þær tekjur sem myndast í at- vinnurekstrinum. Vinnulaun, vextir, orkukostn- aður, hráefni eru stórir útgjaldaliðir og þegar vaxtafárið stóð sem hæst greiddu mörg fyrir- tæki jafn mikið í vexti og vinnulaun. Hækkun vaxta, dýrari orka og hráefni hafa að sjálf- sögðu áhrif á aðstöðuna til að knýja fram hærri laun og heggur auk þess í þann hagnað sem vera kann til skiptanna. Það er þess vegna gríðarlegt hagsmuna- mál fyrir launafólk að reynt sé að halda í horf- inu á öllum sviðum, hvert tækifæri sem gefst til að halda verðbólgu í skefjum, sé notað til hins ýtrasta. Þetta á ekki síst við um vexti en afkoma bankanna hefur á undanförnum miss- erum verið afar góð og þeir liggja undir ámæli fyrir að hafa ekki lækkað vexti nægilega og aldrei nógu fljótt. Með þjóðarsáttinni var ætlunin að leggja grunn að batnandi lífskjörum og samtök launafólks munu ætlast til þess að við það verði staðið en batnandi aðstæður verði ekki til þess eins að bankarnir hirði aukinn arð með hærri vöxtum. hágé. 0-ALIT 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 2. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.